Morgunblaðið - 06.10.1999, Page 8

Morgunblaðið - 06.10.1999, Page 8
* MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Bræðurnir í Hvanuni, Jóhann og Þröstur Jóhannssynir, pakka frystum saltfiskflökum fyrir Spánarmarkað. Frysta saltfískflök fyrir Spánarmarkað HJÁ Hvammi hf. í Hrísey eru fryst saltfiskflök fyrir Spánar- markað. Eigendur Hvamms segja að vinnslan geti gengið ef hráefnið fáist á vitrænu verði en það hefur gengið erfiðlega á undanfömu vegna hækkana á fiskmörkuðum við Eyjaíjörð. Vinnslan gengur fáist hráefnið á vitrænu verði Hvammur hf. er í eigu Jóhanns Sig- urbjömssonar útgerðarmanns og sona hans Jóhanns og Þrastar. Fyrirtækið gerir út rækjubátinn Haförn og rekur fiskverkunina. Hvammur verkar í salt, meðal annars flök. Þröstur segir að SÍF hafi selt fryst saltfiskflök í smáum stíl en sé nú að auka framboð sitt á þessum markaði. Þorskurinn er flakað- ur, snyrtur, léttsaltaður í pækli, fryst- ur og glasseraður. Þannig er fiskurinn tilbúinn í pottinn og neytendur þurfa ekki að útvatna hann. „Það er vit í þessu ef við fáum hrá- efnið á vitrænu verði,“ segir Þröstur um fjárhagslegan gmndvöll framleiðsl- unnar. Hráefnið er keypt á mörkuðum auk þess sem tvær trillur eru í föstum viðskiptum við Hvamm. Hátt verð á mörkuðum Verðið á fiski á mörkuðunum við Eyjafjörð hefur hækkað veralega að undanfömu. Jóhann segir að fyrirtæki sem eiga mikinn kvóti fái afla af eigin skipum á óeðlilega lágu verði og geti keypt sér viðbótarhráefni á hærra verði. Þessi aðstaða mismuni kaupend- um á markaðnum. Of mikið framboð og lágt verð á saltsfld í UPPHAFI síldarvertíðar era söluhorfur á saltsfld í töluverðum ólestri. SÍF hf. hef- ur gert sölusamninga á 40-50 þúsund tunnum af síld. Gunnar Jóakimsson, markaðsstjóri SIF, segir að þessi sfld fari fyrst og fremst til Norðurlanda og að fleiri samningar muni verða gerðir þegar á líður vertíðina. Þróunin í Rússlandi skiptir miklu máli „Vegna mikils framboðs hefur verðið lækkað mikið síðan í fyrra. Norðmenn eiga um 500 þúsund tonn óveidd úr norsk-íslenska sfldarstofninum og vegna lágs verðs á fiskimjöli og lýsi mun stærstur hluti þess afla verða unninn til manneldis þannig að sam- <keppnin er hörð og framboðið mikið. Og þetta framboð hefur leitt til þess að hráefnisverð í Noregi, og hér á Islandi, hefur farið lækkandi og það skilar sér á markaðina." Hráefnisverð í Noregi hefur lækkað um 20-30% milli ára í Noregi. Ekki er enn orðið ljóst hvert verðið verður hér á landi en ekki er ólfldegt að lækkunin verði svipuð. Gunnar segir að lægra verð hafi ekki áhrif á eftirspurnina. „Markaðurinn fyrir saltsíld er þröngur og það er útlit fyrir að heildarsalan verði minni í ár en í fyrra. Þannig hefur það ekki mikil áhrif á eftirspurnina." Erfitt er að spá fyrir um hvort verð á síldinni muni hækka á næstu áram. Gunnar segur að það séu tveir þættir sem gætu haft áhrif á það. „Ef verð á mjöli og lýsi muni fara hækkandi gæti það þýtt minna framboð á saltsfld og þar af leiðandi myndi verðið væntan- lega hækka. Einnig er þetta spuming um hvað gerist á mörkuðunum í Aust- ur-Evrópu. Fram að kreppunni í fyrra í Rússlandi voram við að selja þangað mikið magn af síld. I dag fer nánast lít- ið á þann markað. Ef hann réttir úr kútnum gæti það þýtt verðhækkun. Þróunin þar skiptir miklu máli fyrir framtíðarhorfurnar." V erkefnisstj ór i í vöruþróunar- verkefnum hjá Rf • PÁLL Gunnar Pálsson hef- ur verið ráðinn sem verkefnis- stjóri í vöraþróunarverkefnum hjá Rannsdknastofnun fiskiðn- aðarins. Páll Gunnar lauk prófi í matvælafræði frá HÍ 1981 og síðar þriggja anna námi í við- skipta- og rekstrarfræði frá Endurmenntunarstofnun HI. Páll Gunnar hefur síðustu sex árin starfað hjá SH, þar af þrjú ár hjá þróunardeild og síðustu þrjú árin hjá sölu- skrifstofu SH í Hamborg. Þar áður starfaði Páll Gunnar sem gæðastjóri í frystihúsi, verkefnis- stjóri hjá Þróunarsetri Is- lenskra sjávarafurða og fram- leiðslu- og gæðastjóri í lagmet- isfyrirtæki. Vörahugmynd að fullbúinni vöra er oft langt og flókið ferli, sem krefst mikillar vinnu og margs konar sérfræðiþekking- ar. Páll Gunnar mun ásamt öðra starfsfólki Rf taka að sér umsjón slíkra verkefna í sam- vinnu við framleiðendur og markaðsfyrirtæki. SOÐNINGIN UPPSKRIFTIN AÐFERÐIN Einstakur Ofnbakaður lax „Florentine“ NÚ ER ágætu laxveiðisumri lokið og marg- ur veiðimaðurinn farinn að huga að elda- mennskunni. Lax má matrciða á ótal vegu en Smári V. Sæbjörnsson, matreiðslumað- ur og eigandi Listaeafés og veislugallerís í Listhúsinu í Laugardalnum, býður lesend- um Versins hér upp á ljúffengan og fram- andi rétt. Þetta er aðalréttur fyrir 4. Verði ykkur að góðu. Hráefnið 5 msk. ólífuolfa 1 stk. saxaður laukur I stk. saxað hvítlauksrif 220 g saxaðir tómatar, niðursoðnir 220 g saxað frosið spínat (afþítt) salt og pipar 4 stk. laxasteikur (u.þ.b. 200 g stk.) 4 stk. þunnar sítrónu- sneiðar I msk. söxuð steinselja 1. Hitið ofninn í 190°C. 2. Hitið 3 msk. ólífuoh'u á pönnu og setjið laukinn, hvftlauk- inn, tómatana og spinatið út í, kryddið með salti og pipar. Eldið þetta á pönnunni þangað til það er orðið þykkt. 3. Hitið restina af olfunni á pönnu og steikið laxasteikurnar þangað til þær eru orðnar gullinbrúnar, fjarlægið af hitanum. 4. Setjið smjörpappír á ofnskúffu og setjið spfnatmaukið á smjörpappfrinn, leggið laxasteikumar ofan á spínatið og sneið af sítrónu á liverja laxasteik kryddið með salti, pipai- og steinselju. 5. Bakið þetta í ofni í u.þ.b. 15 mín. eða þangað til laxinn er tilbúinn. Ingvar Heigason hf. Savarhöfda 2 Sími 525 8000 www.ih.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.