Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1999næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 26.10.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.10.1999, Blaðsíða 1
B L A Ð A L L R A LANDSMANNA 1999 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER BLAÐ GOLF Sviplegl fráfall Payne Stewa BANDARÍSKI kylfingurinn Payne Stewart lést í hörmulegu flugslysi er hann hélt á einkaþotu, sem hann átti hlut í, frá heimkynnum sínum í Orlando í Flórída- ríki skömmu eftir hádegi í gær. Stewart, sem var 42 ára, var einn ástsælasti kylfingur Bandaríkjanna og heimsbyggð- arinnar allrar. Hann lætur eftir sig eigin- konu, Tracey Ferguson, og tvö börn; dótturina Cheisea, fjórtán ára, og son- inn Aaron, sem er tíu ára. Golfheimurinn syrgir nú einn allra litríkasta kylfing og mesta heiðursmann, sem fram hefur komið í íþróttinni. Stewart klæddist jafn- an pokabuxum og háum sokk- Edwin um> líkt og kylfingar gerðu Rögnvaldsson snemma á öldinni. Þannig vakti tóksaman hann mikla athygli, sem sann- arlega var verðskulduð. Enginn efaðist um færni hans. Hann naut mikillar hylli á Bretlandseyjum vegna mikillar íþrótta- mennsku, var ávallt vel tekið þegar hann ferð- aðist yfir Atlantshafið til að taka þátt í opna breska mótinu. Það var vegna þess hversu mikið hann naut leiksins - og það sást á fram- göngu hans á vellinum. Heiðarleiki Stewarts endurspeglaðist í um- deildri keppni um Ryder-bikarinn á milli Bandaríkjanna og Evrópu í Boston í síðasta mánuði. Evrópubúar kvörtuðu þá undan óheið- arlegri framgöngu heimamanna, jafnt kylfing- anna sem stuðningsmanna. Þá tók Stewart af skarið og baðst afsökunar fyrir hönd landa sinna og sagðist harma atburðina, sem þóttu varpa skugga á fornfræga rimmu liðanna. Ein- lægni orða hans var augljós. William Payne Stewart fæddist í Springfield í Montana-ríki hinn þrítugasta janúar 1957. Eftir háskólagöngu gerðist hann atvinnumaðm’ í golfi árið 1979 og hóf að leika á bandarísku PGA-mótaröðinni tveimur árum síðar. Þar sigraði hann ellefu sinnum, þar af tvívegis á opna bandaríska meistaramótinu, fyrst árið 1991 og aftur í sumar á Pinehurst-vellinum í Norður-Karólínu. Það var einn áhrifamesti sigur síðari ára. Þar háði hann magnað einvígi við Phil Mickel- son, félaga sinn í Ryder-liði Bandaríkjanna, og hafði betur með glæsilegu pútti á síðustu flöt- inni. Auk glæstra sigra sinna í heimalandinu fagnaði hann sigri í sjö alþjólegum mótum í sex löndum víðs vegar um heiminn. Reuters Payne Stewart yljaði mörgum um hjartarætur með mögnuðum sigri sínum á opna banda- ríska mótinu í júní. Það reyndist síðasti sigur hans á glæstum ferli. „Það er erfitt að lýsa því hversu miklu áfalli golfiþróttin hefur orðið fyrir, hversu mikið við syrgjum Pa- yne Stewart," sagði Tim Finchem, framkvæmdastjóri bandarísku PGA-mótaraðarinnar eftir að fréttir bárust af fráfalli Stewarts. „Golf- heimm-inn og raunar allar íþróttir hafa misst mikið. Payne var sannur meistari, heiðursmaður og góður fjölskyldumaður. Hans verður ávallt minnst sem sérstaklega góðs keppnismanns og manns sem lagði hönd á plóginn við að stuðla að já- kvæðri ímynd golfíþróttarinnar. Við biðjum nú fyrir fjölskyldu Paynes, keppinautum hans og félögum á mótaröðinni sem og á alþjóðlegum vettvangi, auk ótal vina hans og áhangenda,“ sagði Finchem. Þjálfarar nema í Noregi FIMM knattspyrnuþjálfarar dvelja þessa dajgana í Noregi á námskeiði. Atli Eðvaldsson, þjálfari KR, Olafur Þórðarson, ÍA, Sigurður Grétarsson, Breiðabliki, Guðmundur Torfason, Fram, og Gústaf Adolf Björnsson, Fram, sækja ailir þjálfaranámskeið í Þrándheimi og munu einnig fylgjast með leik Rosenborgar og Boavista frá Portúgai í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Námskeiðið í Þrándheimi stendur fram á fímmtudag og þá halda þjálfararnir heim, utan Ólafur Þórðarson sem hyggst sælya annað námskeið fyrir þjálfara í Ósló. VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN I 23.10.1999 | Alltaf á laugardögum Jókertölur vikunnar 7 3 8 6 7 Vinningar Fjöldi I vinninga Upphæð á mann 5 tölur 1 1.000.000 4 síðustu 1 100.000 3 síðustu | 10 10.000 2 sfðustu | 128 1.000 OP VINNINGSTÖLUR MIÐVIKUDAGINN I 20.10.1999 ]i AÐALTÖLUR I (4 (27 Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð 1. 6 af 6 2 20.115.610 2. 5 af 6+BóltUS 0 697.630 3. 5 af 6 3 93.890 4. 4 af 6 155 2.890 3. 3 af 6+bónus 476 400 Upplýsingar: LOTTÓ 5/38 Miðar með 1. vinningi voru seldir f Happa- húsinu í Kringlunni og Bltabæ við Ásgarð I Garðabæ. Bónusvinningarnlr komu á miða sem voru seldir I söluturninum v/Hringbraut 14 I Reykjavtk, Happahúsinu í Kringlunni og Sölu- turninum við Austurstrðnd 6, Seltjarnarnesi. JÓKER Mlðlnn með 1.000.000 króna vlnningum I Jðker var seldur I Toppmyndum, Hólagarði, Lóuhólum 2, Reykjavik. 100.000 króna vinn- ingur kom á miða úr Gullnestl v/Fjallkonuveg I Reykjavík. VlKINGALOTTÓ 1. vlnningur skiptist á milli Danmerkur og Flnnlands. Upplýsingar í síma: 568-1511 Textavarp: 281, 283 og 284 í þágu öryrkja. ungmanna og iþrótta KNATTSPYRNA: HVAÐ GERIR JENS MARTIN KNUDSEN? / B3 -

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Íþróttir (26.10.1999)
https://timarit.is/issue/132234

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Íþróttir (26.10.1999)

Aðgerðir: