Morgunblaðið - 26.10.1999, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 26.10.1999, Qupperneq 12
KÖRFUKNATTLEIKUR tefnnn FOLK ■ HERMANN Hreiðarsson var miðvörður hjá Winibledon sem gerði góða ferð á Villa Park og náði jafntefli við Aston Villa, 1:1. Her- mann stóð sig vel í leiknum. ■ JÓHANN B. Guðmundsson var á varamannabekknum hjá Watford sem tapaði fyrir Middlesbrough, 3:1. ^Hann kom ekki inn á í leiknum ■ ÓLAFUR Gottskálksson var í markinu hjá Hibernian sem vann góða sigur á Dundee 5:2 í skosku úrvalsdeildinni um helgina. Sigurð- ur Jónsson er meiddur og lék ekki með Dundee United, sem tapaði óvænt fyrir Motherwell 2:0. ■ EIÐUR Smári Guðjohnsen og Guðni Bergsson léku báðir allan leikinn með Bolton sem tapaði fyrir Norwich á útivelli, 2:1. Eiður Smári lagði upp mark Bolton sem Ricardo Gardner gerði. Sam Allardyce, nýráðinn þjálfari Bolton, gagnrýndi varnarmenn sína fyrir slakan leik. ■ LÁRUS Sigurðsson lék í vöm W.B.A. sem gerði markalaust jafn- tefli við Charlton á útivelli. ■ BJARNÓLFUR Lárusson og Sig- urður Ragnar Eyjólfsson komu ekki inn á hjá Walsall sem tapaði einn einum leiknum, nú fyrir Ipswich á heimavelli, 0:1. ■ BJARKI Gunnlaugsson kom inn á sem varamaður á 82. mínútu er lið hans Preston sigraði Brentford 2:1 í ensku 2. deildinni á laugardaginn. ■ WILLUM Þór Þórsson, sem hef- ur verið þjálfari Þróttar R., hefur verið ráðinn þjálfari Hauka í Hafn- arfirði. ■ ZORAN Stojadinovic, markvörð- ur KVA, hefur gengið til liðs við Stjörnuna, sem leikur í efstu deild næsta keppnistímabil. ■ DAVID Johnson, leikmaður Ipswich, hefur verið valinn í skoska landsliðið. Leiki hann með landslið- inu gegn Englendingum í næsta mánuði verður hann fyrsti blökku- maðurinn sem leikur landsleik í knattspyrnu fyrir hönd Skotlands. Iandaríski stórkylfingurinn Woods væri langbesti kylfingur Tiger Woods er óstöðvandi um heims um þessar mundir. „Enginn þessar mundir. Hann sigraði á kemst með tærnar þar sem hann sjötta móti sínu á bandarísku PGA- hefur hælana. Hann hefur náð mótaröðinni í golfi á þessu ári er styrkleika sem ég held að enginn hann varð hlutskarpastur á móti okkar geti náð í bráð. Þessi síðustu helgar við Buena Vista-vatn drengur er ótrúlegur," sagði hann. í Flórídaríki. I síðustu tíu mótum hefur hann verið með eða deilt forystuhlutverkinu fyrir síðasta hringinn. Hann lauk keppni ríiöggi á undan Emie Els frá Suður-Afríku, sem lék næst síðustu holuna á skolla og missti Woods þannig fram úr sér. Woods lék stórkostlega fyrstu þrjá hringina, hafði aðeins slegið 198 högg fyrir lokahringinn, en þá sló hann slöku við og lék á 73 höggum; þrípúttaði þrisvar og mistókst fimm sinnum af þriggja metra færi eða nær. „Eg þraukaði. Mér voru mislagðar hendur með pútterinn," Sagði Reuters Woods. Els sagði að Tiger Woods teikur vel þessa dagana. Guðmundi boðinn samningur hjá Geel GUÐMUNDI Benediktssyni hefur verið boðinn samning- ur um að leika með belgíska 1. deildar félaginu Geel fram til vorsins að keppnis- tímabilið hefst hér á landi. Er samningur þessa efnis til skoðunar hjá KR. „Ef KR fellst á þetta þá hef ég áhuga á að leika með liðinu þótt það sé í basli og ekki unnið leik í deildinni,“ sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið í gær. Guðmundur Iék með vara- liði Geel á laugardaginn og skoraði eina mark liðsins í 2:1 tapi á móti Anderlecht. Markið gerði Guðmundur í fyrri hálfleik, en hann lék ekki með í síðari hálfleik, fann til stífleika í lærvöðva og vildi ekki taka áhættu vegna meiðsla. „Þetta var alls ekki alvarlegt og ég finn ekkert fyrir þessu núna,“ sagði Guðmundur en hann kom heim til íslands eftir leikinn og segist bíða eftir næsta skrefi málsins, sem nú er í höndum KR. Markmið Barkleys er að vinna Jordan í golfi. Reuters Strange tekur við af Crenshaw CURTIS Strange hefur verið skipaður liðsstjóri sveitar Banda- ríkjanna, sem mætir Evrópubú- um í Ryder-keppninni á Belfry- vellinum í Birmingham á Englandi að tveimur árum liðn- um. Hann tekur við af Ben Crenshaw, sem stýrði Banda- ríkjamönnuin til sigurs í keppn- inni á Brookline nærri Boston í síðasta mánuði. Strange hefur leikið fimm sinnum í keppninni, náði t.d. með glæsileik að knýja fram jafntefli í keppninni 1989, sem fór einnig fram á Belfry. A hinn bóginn er mönnum enn í fersku minni er honum brást bogalistin af um þriggja metra færi á lokaholunni 1995 að Oak Hill og varð því að láta í minni pokann fyrir Nick Faldo. Leikur- inn hafði úrslitaþýðingu og Evr- ópubúar fögnuðu sigri á útivelli. Strange, sem er 44 ára, hefur tvívegis unnið sigur í opna bandaríska mótinu, gerði það tvö ár í röð, 1988 og 1989. Síðustu tvö árin hefur hann keppt lítið á aðalmótaröð Bandaríkjanna, en verið starfsmönnum sjónvarps- stöðvarinnar ABC innan handar við lýsingar frá golfmótum. GOLF Tiger Woods óstöðvandi Barkley hættir ívor CHARLES Barkley, leikmaður Houston Rockets í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik, tilkynnti að hann myndi hætta iðkun íþróttarinnar eftir keppnistímabilið, sem hefst í byrjun nóvembermánaðar. Þetta sagði hann við athöfn í leikhléi æfinga- leiks Houston við Detroit Pistons í Birmingham í Alabamaríki. Leiknum lauk með sigri Barkley og félaga, 98:96. iarkley, sem er 36 ára og hefur raldrei orðið NBA-meistari, ákvað einnig að gefa þriðjung árs- launa sinna, rúmar 213 milljónir króna, til þriggja menntastofnana í heimabæ sínum, Leeds í Alabama- ríki. „Eg tel ekki að ég hafi fengið þessa náðargjöf til þess eins að lifa góðu lífi,“ sagði hann. „Það er komið að því að ég snúi mér að einhverju öðru,“ sagði Barkley við athöfnina. Hann hefur leikið ellefu stjörnuleiki NBA-deild- arinnar og var valinn í hóp fimmtíu bestu leikmanna deildarinnar frá upphafi í íyrra. „Hans verður sakn- að,“ sagði Grant Hill, leikmaður Detroit. Barkley sagði að helstu markmið hans eftir feril sinn sem körfuknatt- leiksmaður væru að kaupa og reka félag í NBA-deildinni, leika í kvik- myndum, gerast ríkisstjóri Ala- bamaríkis og leggja Michael Jord- an, af mörgum talinn fremstur allra körfuknattleiksmanna, að velli í golfi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.