Morgunblaðið - 26.10.1999, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 26.10.1999, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 B 5 HANDKNATTLEIKUR Sebastían lokaði markinu og afgreiddi Stjörnuna ÞAÐ á ekki af Stjörnumönn- um að ganga um þessar mundir. Liðið hefur einungis náð einum sigri í fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni en tapað fjórum, nú síðast í Framhúsinu á sunnudags- kvöldið; 27:22. Þrátt fyrir sigurinn, væri synd að segja að heimamenn hafi leikið vel, þvert á móti voru þeir ósann- færandi og leikur þeirra á köflum fálmkenndur. Einn maður stóð sig þó í stykkinu, markvörðurinn Sebastían Alexandersson fór hreinlega á kostum og lokaði markinu. Mega Framarar þakka honum stigin tvö og þriðja sætið í deildinni. Aður en leikurinn hófst, hvatti kynnir hússins áhorfendur til að láta vel í sér heyra, „ella myndi Morgunblaðið taka Stefán þá á beinið“ og var Pálsson hann þar að vísa til umfjöllunar blaðsins um síðasta heimaleik þeirra blá- klæddu, þar sem áhorfendur voru hljóðlátir með afbrigðum. Hvort þessi hótun hafði áhrif skal ósagt látið, en að minnsta kosti voru stuðningsmenn beggja liða ívið háværari en oft áður. Þau hvatn- ingarhróp fóru hins vegar ofan garðs og neðan hjá leikmönnum. Fát og úrræðaleysi einkenndi flestar aðgerðir þeirra, einkum þegar kom að sókninni. Þau mörk sem litu dagsins ljós komu frekar eftir einstaklingsframtak ein- stakra leikmanna en skipulagt spil og fallegar leikfléttur. Það sem skildi milli feigs og ófeigs var hins vegar markvarslan. Sem fyrr sagði átti Sebastían Alexandersson stórleik í marki Fram og varði 24 skot, þar af 15 í fyrri hálfleik. Við þessu áttu gest- irnir lítið svar og voru lengst af þremur til fjórum mörkum á eftir heimamönnum. Um miðjan síðari hálfleik virtust þeir eygja vonar- glætu þegar þeir léku tveimur leikmönnum fleiri í eina og hálfa mínútu á meðan munurinn var einungis tvö mörk. Frömurum tókst hins vegar að halda sjó og með ágætum lokaspretti tókst þeim að auka forystu sína í fimm mörk áður en flautað var til leiksloka. Stjömumenn vilja eflaust gleyma þessum leik sem fyi-st og ljóst er að þeir verða að gera miklu betur í næsta leik, á Akureyri, ef ekki á illa að fara. Leikmannahóp- urinn er sterkur og nær á köflum ágætlega saman og það getur Norðmaðurinn Kenneth Ell ertsen hjá Fram sækir að marki Stjörnunnar. varla verið nema spurning um tíma hvenær liðið nær að smella saman. Konráð Olavson lék að venju best Stjörnumanna og Björgvin Rúnarsson var einnig ágætur. Hjá Fram átti Robertas Pauzolis þokkalegan leik, auk þess sem Norðmaðurinn Kenneth Ell- ertsen skilaði sínu hlutverki vel þann tíma sem hann var inni á vellinum. Morgunblaðið/Ásdís Lavrov var hetia Rússa ANDREI Lavrov, landsliðsmarkvörður Rússa, var maðurinn sem tryggði Rússum sigur í Risakeppn- inni „Super Cup“ í handknattleik í Þýskalandi. Hann átti stórleik í markinu þegar Rússar lögðu Ólympíumeistara Króata í úrslitaleiknum, 27:26, eftir að Króatar voru yfir í leikhléi, 15:12. Lavrov varði eins og berserkur undir lok leiksins. Pilippov, Pogorelov og Kulintschenko skor- uðu allir sex mörk fyrir Rússa, en Zoran Mikulic skoraði 12/6 mörk fyrir Króata. Mikulic, sem leikur með Nettelstrdt í Þýskalandi, var marka- hæsti leikmaður mótsins með 17 mörk. Rússar unnu Dani á laugardaginn í riðla- keppninni, 29:24 og Svíar lögðu Þjóðverja að velli, 24:21. Svíar unnu Dani í leik um þriðja sætið 27:23 og Þjóðveijar unnu Frakka í leik um fimmta sætið, 20:12. Það er Ijóst að Króatar eru með öflugt lið og ætla að vinna sér rétt til að leika á Ólympíuleik- unum í Sydney á EM í Króatíu í janúar. „Loksins sigruðum við“ ÞORBERGUR Aðalsteinsson, þjálfari Víkinga, var afar hress með sigurinn gegn Haukum, enda um fyrsta sigur Víkinga í deildinni á leiktíðinni að ræða, 25:24. „Ég er mjög ánægður. Nú erum við búnir að vinna fyrsta leikinn og það gerir mikið fyrir sjálfstraust- ið,“ sagði Þorbergur. ■^jálfarinn sagði að lukkan hefði í^ekki verið Víkinga megin í byij- un ísjandsmótsins. „Við áttum að sigra IBV í Eyjum en náðum aðeins jafntefli og gegn IR höfðum við lengst af leikinn í hendi okkar, en klúðruðum málum undir lokin og töp- uðum. í þessum leik vorum við líka betri allan leikinn og með forystu og afar slæmt hefði verið fyrir okkur að uppskera ekki sigur. Það hefði verið mjög slæmt upp á framhaldið - hefði gert stöðu okkar mjög erfiða.“ Þorbergur segir að léttirinn með- al leikmanna í kjölfar sigursins hafi góð áhrif á menn og sigur á svo erf- iðum útivelli sé mjög góður fyrir sjálfstraustið. Spurður um fjölda brottvísana, sagði hann að vissulega lékju hans menn grimman varnar- leik, gæfu allt í þetta og væru kannski oft fullglannalegir. „Það gerir þó ekkert til, leikur okkar á eftir að slípast frekar saman og nú hlökkum við bara til næsta leik - gegn Val,“ sagði Þorbergur, en Vík- ingar etja kappi við Valsmenn í Vík- inni annað kvöld. Sigurður og Þröstur áttu stórleik Víkingar komu svo sannarlega skemmtilega á óvart er þeir lögðu Hauka. Það voru þeir Sigurður Sig- urðsson markvörður og Þröstur Helgason sem lögðu grunninn að sigrinum - áttu hreint stórgóðan leik. Sigurður varði hvað eftir annað mjög glæsilega gegn sínum gömlu félögum úr Haukum - alls fímmtán skot. Þröstur stjórnaði sóknarleik Víkinga og skoraði tíu mörk. Baráttuglaðir leikmenn Víkings höfðu yfirleitt yfirhöndina. Haukar voru yfir í byijun leiksins, en síðan náðu Víkingar íjögurra marka for- skoti en Haukar náðu að jafna og komast yfir fyrir leikhlé, 14:13. Þeir skoruðu fyrsta markið í seinni hálf- leik og héldu margir að þar með væru þeir búnir að bijóta Víkinga á bak aftur. Svo var ekki - Víkingar komust í 20:16, en þegar staðan var 21:20 var Sigurbjöm Narfason, sem hafði leikið vel með Víkingum, útilok- aður frá leiknum og í kjölfarið gerði Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari Víkings, mistök í innáskiptingu, sem kostaði það að aðeins þrír útileik- menn Víkinga voru inná. Haukar náðu að jafna og komast yfir, 22:21. Þá sögðu Víkingar hingað og ekki lengra - Sigurður lokaði markinu og leikmenn Víkings léku við hvem sinn fingur í sókninni og komust yfir 25:22 er 2.14 mín. vom til leiksloka. Óskar Armannsson minnkaði muninn fyrir Hauka er 30 sek. vom eftir, 25:23 og þá fóra Haukar framar á völlinn - léku maður á mann. Þeii- náðu knett- inum og skoraðu, en það var of seint - þrjár sek. eftir og Víkingar fögnuðu sigri, sem var sanngjam.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.