Morgunblaðið - 26.10.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.10.1999, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Rúnar Kristinsson í baráttu við franska landsliðsmanninn Youri Djorkaeff á Stade de France á dögunum. „Getum huggað okkur við UEFA-sætið“ Ivar eftir- sóttur ÍVAR Ingimarsson byijaði vel hjá enska 3. deildar lið- inu Torquay United þar sem hann er í láni næsta mánuðinn. Ivar skoraði annað marka liðs síns í 2:1- sigri á Barnet sem fyrir leikinn hafði ekki beðið lægri hlut á heimavelli á þessari leiktíð. Fjölmargir útsendarar fylgdust með leiknum og höfðu forráðamenn Brent- ford, sem leikur í 2. deild, samband við knattspyrnu- deild ÍBV í gær og lýstu yf- ir áhuga á því að kaupa ís- lenska unglingalandsliðs- manninn. Frekari tíðindi höfðu ekki borist af málinu í gær- kvöldi, en talið er að Eyja- menn vilji hið minnsta fá 20-30 milljónir krúna fyrir ívar, sem þeir keyptu af Valsmönnum fyrir tveimur árum. ívar hefur einnig verið orðaður við Stoke í 2. deild - er á óskalista íslenskra íjárfesta sem gert hafa til- boð í félagið og hyggjast styrkja það með íslenskum leikmönnum. LILLESTRÖM rétt missti af verðlaunasæti í norsku knattspyrn- unni með því að tapa fyrir Molde í síðustu umferðinni um helg- ina. Fyrir lokaumferðina var Lilleström í 2. sæti og hefði nægt jafntefli til að hljóta silfrið. „Já, það hefði verið gaman að ná í verðlaun, en það kom smálægð í leik okkar í restina á tímabil- inu. Við getum þó huggað okkur við að hafa náð UEFA-sæti og í raun er árangurinn betri en menn þorðu að vona fyrir tímabilið," sagði Rúnar Kristinsson, leikmaður Lilleström. Heiðar Helguson lék allan leikinn eins og Rúnar. Rúnar sagðist ekki vita hvað tæki við hjá sér nú að loknu tímabili, en reiknaði ekki með að vera áfram hjá Lilleström. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og hef- ur ekki viljað skrifa undir framleng- ingu á honum. „Ef félagið ætlar að fá peninga fyrir mig þarf það að selja mig núna annars fær það ekk- ert á næsta ári eftir að samningur- inn er útrunninn. Eg reikna því frekar með að ég fari eitthvað ann- að. Umboðsmaður minn er að vinna í málinu og skýrist vonandi fljótlega hvað verður,“ sagði hann. Rúnar stóð sig vel með Lil- leström á tímabilinu og var fyrir nokkrum vikum kosinn besti leik- maður deildarinnar, fyrstur Islend- inga, í kjöri sem norska knatt- spymusambandið stóð að. „Það er alltaf gaman að fá viðurkenningu og ég get því verið mjög ánægður með tímabilið. Eg átti gott ár.“ Viðtal er við Rúnar í norska blaðinu Fotball sem kom út í síð- ustu viku vegna tilnefningar hans sem besti leikmaður ársins. Yfir- skrift viðtalsins er „Kong Runar av Norge“. Þar er m.a. rætt við nokkra mótherja hans þar sem þeir segja álit sitt á íslenska landsliðsmanninum. Flestir eru á því að Rúnar hafi átt það skilið að vera útnefndur. Forsíðumynd blaðsins er af Rúnari með verð- launagripinn sem hann fékk fyrir útnefninguna. Leikmenn Lilleström mun æfa næstu tvær vikumar, en síðan verð- ur þriggja vikna frí áður en undir- búningur fyrir næsta tímabil hefst í lok nóvember. Þá bætast tveir Is- lendingar í leikmannahópinn, Grét- ar Hjartarson úr Grindavík og Ind- riði Sigurðsson úr KR. KNATTSPYRNUSAMBA ND Evrópu, UEFA, hefur úrskurðað að úrslit leiks íslands og Úkraínu í und- ankeppni EM f kvennaknattspyrnu, skulu standa óhögguð, 2:2. Áður hafði UEFA breytt úrslit- inum í 3:0, íslandi í hag, á þeim forsendum að Úkra- ína tefldi fram leikmanni sem var í leikbanni í leikn- um sem frma fór í Úkra- ínu 22. ágúst sl. Hafði UEFA, tilkynnt að sú ákvörðun væri endanleg. I tilkynningu sem Knatt- spyrnusamband Islands barst í gær frá UEFA seg- ir að fyrri ákvörðun hafí verið byggð á röngum for- sendum og því var málið tekið upp á nýjan leik og ákveðið að úrslitin skyldu standa óhögguð, 2:2. Þar með hefur Island hlotið tvö stig að loknum þremur leikjum und- ankeppninnar. Örnggur sigur á Slóvakíu LANDSLIÐ íslands, skip- að stúlkum 18 ára og yngri, vann í gær Slóvakíu 4:1, í fyrsta leik sinum í milliriðli EM í knattspyrnu sem fram fer í Sviss. ís- land var 1:0 yfir í hálfleik eftir að Rakel Logadóttir skoraði á 10. mínútu. Leikmenn Slóvaka jöfnuðu á fimmtu mínútu síðari hálfleiks en á síðustu sautján mfnútum leiksins gerði ísland út um hann með þremur mörkum. Fyrst skoraði Erla Hend- riksdóttir á 73. mínútu. Tveimur minútum síðar bætti Laufey Jóhannsdótt- ir um betur og Elín Anna Steinarsdóttir innsiglaði sigurinn á síðustu mínútu. Næst leikur ísland við Sviss á morgun og loks við Spánveija á föstudag. Tveir sterkir sóknarleikmenn ganga til liðs við ÍA „Skagamenn eiga heima í toppbaráttunni“ SKAGAMÖNNUM bættist vænn liðsstyrkur um helgina er færeyski landsliðsmaður- inn Uni Arge gekk í raðir ÍA úr Leiftri. Gerði hann tveggja ára samning við Skagamenn. Skagamenn hafa átt í nokkrum vandræðum í framlínunni upp á síðkastið og ekki getað státað af jafn afgerandi markaskorurum og á árum áður. A liðinni leiktíð skoraði IA fæst mörk allra liða deildarinnar ásamt Víkingum - 21 mark í 18 leikjum. Svar Skagamanna við þessu er koma þriggja sterkra mið- herja, því á dögunum gerðu þeir samning við Hjört Hjartarson, sem varð markakóngur 1. deildar í fyrra með Skallagrími úr Borgarnesi og Sumarliði Arnason, framherji Vík- inga, hefur átt í viðræðum við IA og er búist við að gangi saman á næst- unni. Sumarliði mun reyndar samn- ingsbundinn Víkingum og þurfa fé- lögin því að komast að samkomu- lagi um verð hans. Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA, segir að þörfin á sterkum framlínu- mönnum hafi verið augljós. „Þessir leikmenn hafa allir sýnt og sannað hvað þeir geta og vonandi geta þeir aðstoðað okkur við að berjast á toppnum á næsta ári. Það lítur vel út á pappírunum að semja við svo sterka leikmenn, en svo er að vinna úr því. Skagamenn eiga heima í toppbaráttunni og ég set ekki stefnuna á neitt annað,“ sagði Ólaf- ur sem gert hefur þriggja ára samning við IA um þjálfun liðsins. Sigurður Jónsson á heímleið? Ólafur útilokaði ekki frekari breytingar á leikmannahópi sínum, en taldi fremur óliklegt að erlendir leikmenn yrðu fengnir á vormánuð- um. Fremur ólíklegt er talið að Stefán Þór Þórðarson verði áfram, en hann leikur með KFC Uerdingen í Þýskalandi í vetur. Þá hefur Heimir Guðjónsson ekki svar- að tilboði IA um nýjan samning og heyrst hefur að markvörðurinn Þórður Þórðarson kunni að snúa úr atvinnumennsku með Norrköping í Svíþjóð, þar sem hann er ekki leng- ur aðalmarkvörður sænska liðsins. Ólafur segir ljóst að Skagamenn muni fylgjast vel með málum Sig- urðar Jónssonar, leikmanns Dundee Utd. í Skotlandi, en ljóst er að hann snýr heim í vor. „Sigurður er mað- urinn sem við þyrftum á miðjuna hjá okkur. Reyndar veit ég ekki hvað meiðslum hans líður, en komi hann heill heim munum við Skaga- menn leggja áherslu á að fá hann aftur til okkar. Eflaust munu fleiri lið reyna að lokka hann til sín, en við sjáum hvað setur,“ sagði Ólafur. Lilleström rétt missti af verðlaunasæti í norsku knattspyrnunni Stigin gegn Úkraínu töpuð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.