Morgunblaðið - 26.10.1999, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.10.1999, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 B 3 KNATTSPYRNA Morgimblaðið/RAX Jens Martin Knudsen, landsliðsmarkvörður Færeyja (t.h.) í landsleik við íslendinga á Þórsvellinum í Færeyjum í sumar. Helgi Sigurðsson sækir að honum. Birkir ekki á heimleið „ÞAÐ er enn óljóst hyað ég gert - hvort ég verði áfram hér í Austurríki, eða fari annað. Ég er ekki á heim- leið,“ sagði Birkir Kristins- son, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, sem er nú í herbúðum austurríska liðs- ins Lustenau. Forráða- menn Iiðsins hafa boðið honum eins og hálfs árs samning - það er að leika með liðinu út þetta keppn- istímabil og það næsta. „Ég mun ekki taka ákvörðun um hvað verður fyrr en vetrarfríið hefst hér í nóv- ember. Ég mun skoða stöð- una vel á meðan. Það er ekki spennandi að taka þátt í fallbaráttu hér í Austurríki - að vera í tapliði helgi eftir helgi,“ sagði Birkir, en Lustenau tapaði um helgina á heima- velli fyrir Rapid Vín, 1:0. Þegar Birkir var spurð- ur hvort hann væri á leið- inni til enska liðsins Stoke, hló hann og lítið var um svör. i FOLK Hvað gerir Jens ■ LARUS Huldarsson var valinn besti leikmaður meistaraflokks Vík- ings í knattspyrnu á nýliðnu keppn- istímabili. Á lokahófí knattspyrnu- deildar Víkings á fostudag var Lár- us valinn bestur bæði af stjórn deild- arinnar og félögum sínum í meist- araflokki. Marlin Knudsen? ENN er óvíst hvar færeyski landsliðsmarkvörðurinn Jens Martin Knudsen leikur á næstu leiktíð. Um helgina kváðust bæði ÍBV og Leiftur hafa komist að samkomulagi við Jens, en sjálfur segir hann ekkert ákveðið og lið á meginlandi Evrópu komi einnig til greina. ■ SAMKVÆMT venju fylgir Haf- liðaskjöldurinn tilnefningu leik- manna en hann var gefinn til minn- ingar um Hafliða Pétursson, leik- mann Víkings á sjöunda og áttunda áratugnum og mikinn markaskorara. ■ BJARNI Hall var valinn efnilegasti leikmaður Vfkings síðasta sumar. ■ VIKTOR Arnarson, Víkingi, og Jóhannes Gíslason, Akranesi, halda á fimmtudag til Leeds og verða við æfingar hjá enska úrvalsdeildarlið- inu í tíu daga. Viktor dvaldi fyrr í haust við æfingar hjá Liverpool. Hann er nú í N-Irlandi með íslenska unglingalandsliðinu og fer beint það- an til Leeds. ■ MAGNÚS Þorstcinsson, efnilegur knattspymumaður úr Keflavík, hef- ur dvalið undanfarið við æfíngar hjá hollenska liðinu Heerenveen. ■ SNORRI Birgisson, hinn 15 ára gamli markvörður 3. flokks Kefla- víkur, er staddur í Helsingborg við æfingar hjá sænska úrvalsdeildarlið- inu. Mun hann aðallega æfa með unglingaliði félagsins, eftir því sem fram kemur á heiðasíðu Keflvíkinga á Netinu. Pállí Brasilíu PÁLL Guðlaugsson, nýráðinn þjálfari liðs Keflavíkur í efstu deild, hefur dvalið undanfarið á þjálfaranámskeiði í Brasilíu. Páll sdtti Brasilíu einnig heim í fyrravetur og sneri þá heim með þijá þarlenda leik- menn sem léku með Leifturslið- inu sl. sumar. Ekki fylgir sög- unni hvort Páll tekur einhverja leikmenn til Keflavíkur uú. Jens Martin hefur varið mark Leifturs á Ólafsfirði sl. tvö ár og fyrir liggur að Ólafsfírðingar hafa boðið honum að taka Björnlngi við þjálfun liðsins af Hrafnsson Páli Guðlaugssyni sem tók saman tekið hefur við liði Keflvíkinga. Stendur til að Jens Martin leiki áfram með Leiftri og Einai- Einarsson, sem þjálfaði KA bróðurpart sumars, verði aðstoðarmaður hans. „Jens Martin verður þjálfari og markvörður liðsins á næstu leiktíð. Hann gaf okkur svar þess efnis á sunnudagskvöld,11 segir Þorsteinn Þorvaldsson, formaður knattspyrnu- deildar Leifturs. „Samningur hans var runninn út og við vissum að hann ætti í viðræðum við annað íslenskt lið. Við vissum þó ekki að þar væri ÍBV á ferðinni, en á sunnudagskvöld sagðist Jens Martin hafa gefið Eyja- mönnum afsvar," sagði Þorsteinn ennfremur. Hann bætti því við að skrifað yrði undir samninga um næstu helgi, en mikill léttir væri í Ólafsfirði yfir þessum lyktum máls- ins, ráðning nýs þjálfara hefði dreg- ist úr hófi fram, en nú væri það mál í höfn og um leið væri þjálfarinn einnig besti markvörður hér á landi. Fréttatilkynning frá ÍBV Síðdegis á sunnudag sendi knatt- spyrnudeild IBV frá sér fréttatil- kynningu þess efnis að Jens Martin væri genginn í raðir félagsins. Væri samningur hans til tveggja ára, en þessi 32 ára markvörður hefði þegar sannað sig sem einn fremsti mark- vörður Landssímadeildarinnar, eins og það var orðað í tilkynningunni. Þar sagði ennfremur: „í byrjun þessarar viku sagði Birkir Kristins- son markvörður upp samningi sínum við ÍBV af persónulegum ástæðum. Birkir átti eftir tvö ár af samningi sínum við félagið en stjórn IBV ákvað að leysa hann undan samningi að hans ósk. IBV hóf því samninga- viðræður við Jens Martin Knudsen og gengu þær hratt og vel fyrir sig og var gengið frá samningi í dag.“ Þorsteinn Gunnai'sson, fram- kvæmdastjóri ÍBV, segir að fréttatil- kynningin hafi verið send fjölmiðlum í góðri trú og í samráði við mark- vörðinn, enda hafði ÍBV þá nýlega gengið frá munnlegu samkomulagi við Jens Martin og sent honum samning í faxi til undirritunar. „Seint á sunnudagskvöld tjáði hann okkur hins vegar að sér hefði snúist hugur. Ég hef ekki áður lent í slíku og veit ekki hvað manninum gengur eiginlega til í þessu máli. Greinilegt er að Jens Martin er margfaldur í roðinu og mér fínnst allt þetta mál vera orðið skrípaleikur,“ sagði Þor- steinn. Ótímabær fréttaflutningur Morgunblaðið hafði samband við Jens Martin Knudsen til Færeyja í gær og kom hann þá af fjöllum er hann var spurður út í ráðningu sína sem þjálfari Leifturs. „Segja þeir það?“ spurði hann undrandi. „Það er ekkert frágengið í þeim efnum en ég hef rætt við Leiftur og málin ættu að skýrast fyrir næstu helgi,“ sagði hann. Jens Martin var því næst spurður út í fréttatilkynningu Eyjamanna. „Ég var óhress með það að fréttir spyrjist út af samningaviðræðum. Eg ræddi við ÍBV - það er alveg rétt - en ég reikna ekki með því að ég leiki með þeim á næsta ári.“ Áttu þá von á því að þú semjir við Leiftur? „Það er einn möguleiki af tveimur til þremur. En það er ekkert frá- gengið." Hvernig stendur á því að bæði þessi lið telja sig hafa samið við þig? „Það skil ég ekki. Það er ótrúlegt að menn geti ekki talað saman án þess að það komi í fréttum. Ekki hef- ur verið skrifað undir samning og ég er óhress með þetta.“ Nú segjast Éyjamenn hafa sent út fréttatilkynningu í samráði við þig? „Nei, nei það passar ekki. Það ei- ekki satt.“ Jens Martin sagði að það sem tefði fyrir ákvörðun í þessu máli væri aó tvö lið á meginlandinu, annað í Aust- urríki og hitt í Sviss, væru í sam- bandi við sig og væru áhugasöm um að semja við hann. Þetta heillar mig og ég verð að sjá hvað kemur út úr þessu áður en ég tek ákvörðun um þjálfun Leifturs. Ef ég fæ góð tilboð frá Sviss eða Austurríki þá fer ég þangað," sagði hann. Birkir laus allra mála BIRKIR Kristinsson er laus allra mála hjá Eyjamönnum eftir að stjórn knattspyrnudeildar IBV samþykkti uppsögn hans í síðustu viku af persónulegum ástæðum. Birkir, sem er eini leikmaður landsliðsins í knattspyrnu sem leik- ið hefur hér á landi, gerði þriggja ára samning við ÍBV í fyrra og er því samningsbundinn liðinu næstu tvö árin. Þrátt fyrir þetta féllst stjórnin á að leysa hann undan samningi. Er Birkir gekk til liðs við Eyja- menn í fyiravetm- olli það deilum í Vestmannaeyjum, þar sem sýnt þótti að ekki væri lengur pláss fyrir Gunn- ar Sigurðsson, Eyjamanninn sem hafði staðið í marki IBV um nokkurt skeið. Var þetta nefnt „markmanns- rnálið" í Vestmannaeyjum og lyktaði með því að Gunnar yftrgaf herbúðir IBV og gerðist atvinnumaður með Brage í sænsku 1. deildinni. Þorsteinn Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri ÍBV, segir að vissu- lega sé nú komin upp óþægileg staða, skarð Birkis verði vandfyllt. „Við verðum að leita fyrir okkui-,“ sagði hann, en vildi ekki nefna nöfn hugsanlegra markvarða. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að ÍBV hafi augastað á tveimur markvörðum, Fjalari Þor- geirssyni, Þrótti, og Gunnleifi Gunnleifssyni, KR. Samningur Fjal- ai's við Þrótt er runninn út, en Gunnleifur er samningsbundinn KR og raunar liggur íyrir hjá stjórn Rekstrarfélags KR beiðni Framara um að fá að ræða við Gunnleif með hugsanleg kaup í huga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.