Morgunblaðið - 26.10.1999, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.10.1999, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 B 9 Dortmund fékk skell ÞÝSKALANDSMEISTARAR Bayern Munchen lögðu lið Kaiser- lautern að velli í 1. deild þýsku knattspyrnunnar á laugardag, 2:0, en Hamburg SV og Bayer Leverkusen urðu bæði af mögu- leikum sínum á að ná efsta sætinu - gerðu bæði markalaus jafn- tefli. Borussia Dortmund er enn í efsta sæti, þrátt fyrir tap á heimavelli fyrir Werder Bremen, 3:1, á sunnudag. Þá gerði Hertha Berlín, lið Eyjólfs Sverrissonar, jafntefli við Stuttgart á heimavelli sínum, Ólympíuleikvanginum í höfuðborginni, á laug- ardag. Dortmund, sem tapaði illa fyrir norska liðinu Rosenborg í Meistaradeildinni í síðustu viku, skoraði sjálfsmark strax á fjórðu mínútu. Varamarkvörðurinn Jens Lehmann sló homspymu í eigið mark. Marco Bode jók muninn fyrir Bremen skömmu fyrir leikhlé, en Lars Ricken minnkaði muninn þegar rúm hálf klukkustund lifði leiks. Nær komst efsta lið deildarinnar þó ekki og Claudio Pizairo innsiglaði sigur Werder Bremen tíu mínútum fyrir leikslok. Að lokum var brasil- íski miðvallarleikmaðurinn Dede rekinn af velli í viðbótartíma dómar- ans. Roque Santa Cmz, táningur frá Paragvæ, gerði fyrra mark Bayem í sigrinum á Kaiserslauterri, en Bras- ilíumaðurinn Giovane Elber bætti um betur. Með sigrinum tók liðið fjórða sæti deildarinnar, er tveimur stigum á eftir toppliði Bomssia Dortmund og stigi á eftir Hamburg og Bayer Leverkusen. „Við fengum fleiri færi og hefðum getað tekið for- ystuna mun fyrr. Sjálfstraustið end- urspeglaðist í leik liðsins. Sóknar- mennimir léku ljómandi vel og liðs- heildin stóð fyrir sínu,“ sagði Ottmai' Hitzfeld, þjálfari Bayem Múnchen. Sigurinn dró athyglina, a.m.k. um stundarsakir, frá leikbanni Mario Baslers, sem félagið úrskurðaði leik- manninn í á dögunum. Hann fær ekki að leika með liðinu á yfirstand- andi keppnistímabili, en samningur hans við félagið rennur út að því loknu. Forsvarsmenn félagsins sögðu Basler úrskurðaðan í leikbann fyrir að hafa ekki „sinnt skyldum sínum sem leikmaður". Orðrómur hafði verið á kreiki um að Kaiser- lautem hefði áhuga á leikmanninum, en Otto Rehagel þjálfari neitaði því. Stuttgart náði að jafna í Berlín Hertha Berlin tók forystu á heimavelli gegn Stuttgart með marki Dariusz Wosz, þess sama og skoraði sigurmark liðsins gegn AC Milan í Meistaradeild Evrópu í síð- ustu viku. Stuttgart jafnaði metin níu mínútum fyrir leikslok með marki Bradley Camells frá Suður- Afríku. „Við reyndum að sækja, í það minnsta í fyrri hálfleik. Það var ekki auðvelt, því þeir [leikmenn Stutt- gart] gáfu okkur lítið rými. Við átt- um skilið að komast yfír, en eftir það gerðum við okkur erfitt fyrir með heimskulegum hætti,“ sagði Jurgen Roeber, þjálfari Herthu. Nefnir hann óljóst atvikið er Krisztian Lisztes var rekinn af leik- velli á 54. mínútu. Eftir það léku heimamenn manni færri, þar til Thomas Berthold var vísað af velli á lokamínútu leiksins. Eyjólfur Sverrisson lék allan leikinn fyrir Berlínarliðið og var falið að gæta Krassimirs Balakovs, hins búlgarska leikstjómanda Stuttgart. Lítið fór fyrir þeim manni á Ólymp- íuleikvanginum. Coniiff Skrefi framar Krassimir Balakov, búlgarskur leikstjórnandí Stuttgart, var í gæslu Eyjólfs Sverrissonar á laugardag. Þótti Eyjólfi takast vel upp við að líta eftir Búlgaranum. Sjö leikir Real Madrid í röð án sigurs á Spáni TVEIR varnarmenn nýliða Rayo frá Vallecano voru reknir af velli er liðið missti af tækifæri sínu á að velta katalónska stórliðinu Barcelona úr sessi efst í fyrstu deild spænsku knattspyrnunnar um helgina. Real Madrid gerði jafntefli við Sevilla og hefur leikið sjö deildarleiki í röð án sigurs. ■ Úrslit / B10 ■ Staðan/ B10 FOLK ■ PAUL Scholes, leikmaður Manchester United sem gerði sjálfsmark gegn Tottenham um helgina, mun fara í uppskurð vegna kviðslits á næstu dögum. Það þýðir að hann leikur ekki með enska landsliðinu í leikjunum gegn Skot- um í næsta mánuði. Félagi hans, Nicky Butt, er einnig frá vegna sömu meiðsla. ■ BRYAN Robson, knattspymu- stjóri Middlesbrough, segist vel geta hugsað sér að taka við enska lands- liðinu í framtíðinni. „Ég ætla að sanna mig sem félagsþjálfari svo ég komi til greina sem landsliðsþjálf- ari,“ sagði Robson, fyrrum fyrirliði Manchester Untied og landshðsins. Kevin Keegan, núverandi landshðs- þjálfari, sagði um helgrna að hann myndi hætta með landsliðið eftir að samningi hans lýkur árið 2002. ■ DAYID O'Lcnry, knattspyrnu- stjóri Leeds, segist tilbúinn að kaupa velska landsliðsmanninn John Hartson frá Wimbiedon fyrir þrjár mUljónir punda. Egil „Drillo“ Olsen, þjálfari Wimbledon, segist ekki sélja Hartson nema fyrir rétta upphæð! ■ JOE Kinner, fyrrverandi knatt- spyrnustjóri Wimbledon, hefur ver- ið orðaður við Blackburn Rovers. Brian Kidd hefur verið þjálfari með Blackburn og þykir ekki hafa náð því út úr liðinu sem til er ætlast. ■ TERRY Phelan, fyrrverandi landsliðsbakvörður íra, hefur verið lánaður frá Everton til Crystai Palace. Hann er 32 ára og hefur ekki mikið leikið síðustu tvö ár vegna meiðsla. Jean Francois Hemandez og Angel Alcazar, sem leika í vam- arlínu Rayo Vallecano, fengu rautt spjald í leik við Real Betis, sem liðið tapaði, 3:1, á heimavelli. Rayo er því enn í öðm sæti deildarinnar, stigi á eftir Börsungum. Tveimur færri máttu nýliðamir sín lítils gegn liði Betis, sem nýtti sér liðsmuninn. Spænski landsliðsmaðurinn Alfonso Perez gerði tvö mörk, en Denilson hinn brasilíski eitt. Þetta vom fyrstu mörk leikmannanna tveggja á yfirstandandi tímabili. „Við vomm færri inni á vellinum en leikmenn Betis í rúma klukku- stund. Það hafði úrslitaáhrif í þess- um leik,“ sagði Juande Ramos, þjálfari Vallecano. „Þegar jafnt var í liðum sköpuðum við okkur tíu úr- valsfæri til að skora. Það em minn- ingamar, sem ég tek með mér á leiðinni heim.“ Barcelona sýndi enn og aftur hvers liðið er megnugt, vann öragg- an sigur, 4:0, á Bilbao á laugardag. Síðarnefnda liðið missti mann af velli er Aitor Larrazabal fékk rautt spjald, en þá vora enn um tíu mín- útur eftir af fyrri hálfleik. Meistar- amir gengu á lagið og innan tveggja mínútna hafði Philip Cocu skorað og komið Barcelona yfir. Brasilíumaðurinn Rivaldo bætti um betur þegar hálf klukkustund lifði leiks, Luis Figo vann víta- spyrnu, sem hann skoraði sjálfur úr, og Dani Garcia rak smiðshöggið á sannfærandi sigur Börsunga með marki í viðbótartíma dómarans. Erkióvinir Barcelona í Real Ma- drid eru í áttunda sæti, en þeim hef- ur ekki tekist að sigra í sjö síðustu deildarleikjum sínum. Þeir gerðu jafntefli í Sevilla á laugardag og þurftu til þess jöfnunarmark frá Raul Gonzalez níu mínútum fyrir leikslok eftir að Vassilis Tsartas hafði skorað glæsilegt mark fyrir heimamenn úr aukaspyrnu eftir tuttugu mínútna leik. Urslitin em stuðningsmönnum Real Madrid mikil vonbrigði, því nýliðar Sevilla þóttu fyrir fram ekki líklegir til að valda stórliði höfuð- borgarinnar miklum vandræðum. „Við höfum enn tíma til að vinna upp muninn og vinna titilinn. Það er mikið eftir enn,“ sagði John Tos- hack, þjálfari Real Madrid. Madrídarliðið lék mun betur í síð- ari hálfleik en í þeim fyrri, sérstak- lega er Raul kom inná sem varamað- ur eftir klukkustundarleik. Englend- ingurinn Steve MacManaman er enn meiddur, en hann hefur tekið þátt í æfingum liðsins að undanfómu og er þess vænst að hann verði í liðinu inn- an skamms. Júgóslavinn Savo Milosevic, framherji Real Zaragoza, gerði þrennu er lið hans vann auðveldan 4:l-sigur á Racing frá Santander, sem lék án Salva Ballesta, en hann er meiddur. Milosevic hefur nú gert tíu mörk sem af er í spænsku deild- arkeppninni. Þungu fargi var létt af Claudio Ranieri, þjálfara Atletico Madrid, ~ eftir að lið hans bar sigurorð af Valladolid, 3:1, í höfuðborginni Ma- dríd. Joan Capevila, Santiago Solari og Jimmy Floyd Hasselbaink gerðu mörk Atletico. Með sigrinum spymti liðið sér af botni deildarinn- ar og annar tónn var í þjálfaranum heldur en eftir fyrri leiki liðsins. „Leikmenn mínir hafa lagt mikið á sig og tekið framföram. Fólki hætt- ir til að gleyma að við erum með nýtt lið, skipað mönnum frá mörg- um löndum," sagði Ranieri. Leikmenn Real Sociedad fengu kaldar kveðjur frá stuðningsmönnum ' sínum eftir jafntefli á heimavelli við nágrannaliðið Alaves, 1:1. Hart er sótt að þýskum þjálfara liðsins, Bemdt Krauss, sem hefur verið við stjómvölinn síðan 1997. Þá lagði Celta Vigo liðsmenn Espanyol að velli, 2:1, með síðbúnu sigurmarki miðvallarleikmannsins Juanfran Gar- cia. Liðið er því í þriðja sæti, aðeins’ tveimur stigum á eftir Barcelona.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.