Morgunblaðið - 29.10.1999, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.10.1999, Blaðsíða 5
# MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 B 5 réttingar ekkert breyst á þessum tíma. Hannes Sigurðsson listfræð- ingur sem er tengdasonur þeirra sér nú um sýningarhaldið. Fyrir ofan Mokka við Skólavörðustíg 5 er kjarni þriggja listmunafyrirtækja. Húsið var byggt laust eftir 1880 og gekk þá undir heit- inu Ekkjukassinn. Húsinu hefur ver- ið breytt töluvert en unnið er að því að koma hluta þess í upprunalegra ástand. Húsið er í eigu Ófeigs Björns- sonar, gullsmiðs og myndhöggvara, sem rekur þar verslun með skartgripi og högg- myndir en gallerí er uppi á loftinu auk þess sem hann býr í húsinu ásamt fjölskyldu sinni. Þegar við ræddum við Ófeig kom í ljós að það hefur alltaf verið draumur hans að vera með listastarfsemi í öllu húsinu og nú hefur sá draumur ræst. Auk hans er þarna Gallerí Ingu Elínar Kristins- dóttur. Selur hún glervöru og list- muni úr keramiki sem hún hefur hannað og unnið. Þar fyrir ofan er Ustmunaverslunin Meistari Jakob sem rekin er af ellefu myndlistar- menntuðum listamönnum sem vinna við listmálun, grafík, veflist, leirlist, textíl og höggmyndalist. Listamenn- irnir skiptast á að afgreiða í verslun- inni. Ófeigur Björnsson hefur rekið fyr- irtæki sitt í níu ár við Skólavörðustíg- inn. Hann sagðist alltaf hafa haft trú á því að Skólavörðustígurinn gæti orðið skemmtileg listagata. „Það er líka alltaf hlýtt á Skólavörðustígnum, vindurinn nær sér ekld upp hérna," segir hann. „Hér ríkir góður andi og Förum með blóm þegar ein- hver opnar nýtt fyrirtæki 1. Vasi gerður af Ingu Elíhu Kristins- dóttur myndlistarkonu. 2.1 þessu húsi var eitt sinn hannyrða- verslunin Baldursbrá sem segja má að sé fyrsti vísirinn að hand- verkshúsum við stíginn. 3. Kaffihúsið Mokka hefur verið eitt helsta athvarf listamanna, bóhema og námsfólks. Það var fyrst kaffi- húsa hér á landi til að sérhæfa sig í espressókaffi. 4.1 garðinum við Listvinahúsið er gosbrunnur og stytta í honum miðj- um eftir Guðmund frá Miðdal. 5. Á sumrin setja ferðamenn mikinn svip á Skólavörðustíginn þar sem þeir ráfa á milli listhúsanna á leið sinni upp að Hallgrimskirkju. 6. Ofeigur Björnsson, gullsmiður og myndhöggvari ásamt konu sinni Hildi Bolladóttur og syninum Bolla sem einnig er gullsmiður. Þau reka gullsmíðaverslun og gallerí við Skólavörðustiginn. 7. Bjarni Þór Kristjánsson út- skurðarmaður við vinnu sína í hand- verkshúsinu Hnossi. 8. Guðmundur Kjartansson í verslun sinni Smíðar og skart sem selur mál- verk og listmuni úr tré og leir. 9. Á höggmyndasýningum hjá Ófeigi eru verkin stundum sýnd út í garðin- um, bak við húsið. 10.1 Galleríi 3 eru seldar handgerðar postulínsbrúður búnar til af systrun- um Sigríði Þorgeirsdóttur, til vinstri á myndinni, og Freyju Þorgeirsdótt- ur. 11.1 Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar er starfandi gallerí sem er kallað Forsetastofan. Þar mega að- eins karlmenn sýna. legt. Við höfum það fyrir venju að fara með blóm ef einhver er að opna nýtt fyrirtæki við götuna en við slepptum því þegar spilavítið var opnað hérna hinum megin við göt- una." Bak við húsið hjá Ófeigi er garður og þegar er höggmyndasýning hjá honum þá hafa verkin verið til sýnis í garðinum. Tónlistaruppákomur hafa líka verið þar við opnun sýninga. Á Skólavörðustíg 12 er verslunin Litir og föndur sem sérhæfir sig í föndur- og myndlistarvörum. I sama húsi, á horninu, er Tísku- verslunin Man. Það sem er sérstætt við verslunina er að í kjallara hennar er myndlistarsalur sem leigður er út. Hugmyndin að því að nýta kjallarann á þennan hátt er komin til af því að eigandinn, Þorbjörg Daníelsdóttir, vann í nokkur ár hjá Félagi íslenskra myndlistarmanna og rak sýningarsal og gallerí á vegum félagsins í Garða- stræti qg hefur því reynslu á þessu sviði. „Eg vissi að það vantaði sal í þessari stærð sem er millistærð af sýningarsal," segir hún þegar við ræðum við hana." „Mér finnst fatnað- ur og hst fara vel saman," bætir hún við. „Ég geri ákveðnar gæðakröfur hvað varðar fatnaðinn og þjónustuna sem ég veiti. Að sama skapi verður sú list sem hér er sýnd að búi yfir ákveðnum gæðum. Þannig styður þetta hvort annað." Galleríð er opið á afgreiðslutíma verslunarinnar. Um helg- ar verða listamennirnir að sjá sjálfir um yfirset- una. Þá er notast við ann- an útgang sem vísar út á Skólavörðustíginn. ^——¦ I þessu samhengi má velta fyrir sér hinum ýmsu rekstrarformum sem lista- starfsemin við Skólavörðustíg hefur. I nokkrum af listhúsunum fer fram blönduð starfsemi eins og til dæmis hjá Ófeigi en þar er bæði gallerí og vinnustofa þar sem hann og sonur hans Bolli, sem einnig er gullsmiður, vinna. Þetta er dæmigert fjölskyldu- fyrirtæki því eiginkonan, Hildur Bolladóttir, sér um daglegan rekstur. Hjá Meistara Jakobi eru það margir listamenn sem reka verslunina á móti einyrkja eins og Ingu Elínu. Þeir síð- astnefndu eru með vinnustofur sínar annars staðar. Ofar í götunni að Skólavörðustígur 16 og 16A eru þar listmunaverslanirnar Smíðar og Skart og Gallerí Reykjavík. Þar er reksturinn ekki í höndum listamann- anna sjálfra heldur fer þar fram um- boðssala á verkunum. Átta mánuðir eru síðan þau mæðg- in Svava Jónsdóttir og Guðmundur Kjartansson tóku við versluninni Smíðar og skart. Þar eru seld mál- verk og listmunir úr leir og tré. Þau láta vel yfir veru sinni við Skólavörð- ustíginn og segja götuna aðalferða- mannagötu borgarinnar. Svava lýsir vel andrúmsloftinu við götuna þegar hún segir: „Þegar ég kem í vinnuna á morgnana klukkan níu liggja ferða- mennirnir á glugganum og bíða eftir því að fá að komast inn. Þegar inn er komið er eins og sumir þeirra haldi að þeir séu staddir í dótabúð og Hkt og börnin benda á það sem þeir vilja kaupa. Síðan biðja þeir mig um að pakka vörunni inn meðan þeir skreppa upp í Hallgrímskirkju tu að smeÚa af einni mynd!" Nýjasta listmunaverslunin í göt- unni er Gallerí Reykjavík. Galleríið var opnað menningarnóttina, 21. ágúst síðastliðinn og er í eigu Guð- finnu Hjálmarsdóttur sem rekur verslunina Litir og föndur neðar í götunni. Gallerí Reykjavík tekur myndverk og listmuni í umboðssölu eftir núlifandi listamenn. Ætlunin er að opna 150 fm sýningarsal í kjallara hússins um aldamótin. Aðeins ofar, vinstra megin á götunni, er Skólavörðustígur 15. í Herrafataverslun Kor- máks og Skjaldar er starfandi gallerí sem er kallað Forsetastofan. ^~^~' Þar mega aðeins karlmenn sýna og skilyrði er að verkin séu olíumálverk á striga, helst í gylltum ramma! Skjöldur Sigurjónsson, annar eigandi verslunarinnar, segir að akademía sé starfandi í tengslum við Forsetastof- una. Forseti hennar er Kristján Dav- íðsson en aðrir í akademíunni eru Thor Vilhjálmsson, Langi Seli, Ari Alexander og einn fulltrúi frá versl- uninni. Hlutverk akademíunnar er að velja listamennina sem sýna hverju sinni. Verk eftir Jón Óskar hanga nú uppi í Forsetastofunni og hefur sýn- ing hans staðið yfir í eitt ár. Er það íslandsmet í sýningarúthaldi, að sögn Skjaldar. Stendur til að fram- lengja sýningu Jóns Óskars um eina viku. í næsta húsi, Skólavörðustíg 17A er Kvika sem er verslun og verkstæði og höndlar með handunn- ar vörur einkum úr leðri og roði. Við Skólavörðustíg 17 er African Gallery sem selur handunna listmuni frá Afríku. Kolbrún Vala hefur rekið verslunina í nokkur ár. Segir hún að sér finnist að megi gera Skólavörð- ustíginn útlitslega meira aðlaðandi. Skólavörðu- holtið hef ur verið eitt helsta athvarf ferðamanna sem vekja ætti aukna athygli á göt- unni til að laða að fleiri viðskiptavini. Skólavörðustígurinn átti sitt niður- lægingartímabili eftir að Kringlan var opnuð en hefur verið að ná sér á strik. Gatan er ennþá í mótun og ef*' laust eigum við eftir að sjá töluverðar breytingar á henni næstu árin. Enn- þá er verið að byggja við stíginn. Ný- lega var húsið að Skólavörðustíg 8 rifið. Þar var til húsa Úra- og skart- gripaverslun Kornelíusas Jónssonar. Hyggjast Kornehus og synir hans reisa þar nýtt og veglegra hús undir starfsemi sína. I sumar var töluvert gert til að snyrta og fegra götuna. Hús voru máluð og Skólavörðustígurinn gerð- ur að blómagötu í samvinnu við borg- aryfirvöld. Sást þess víða stað í blóma kerum eða körfum með blómum sem hengdar voru á húsgaflana. Verslanir og þjónustufyrirtæki hafa verið að teygja sig ofar í götuna. Við Skólavördustíg 20 er verslun sem heitir Art Form-gjafavörur. Þetta er spennandi verslun fyrir þá sem hafa yndi af vel hönnuðum mun- um. Þarna ægir saman Ustmunum, húsgögnum, barnaleikföngum og töskum, allt vandaðar vörur eftir við- urkennda ítalska og finnska hönnuði. Þar er einnig hægt að fá skartgripi eftir gullsmiðina Jens og Hansínu. Eigandi verslunarinnar, Hlöðver Sig- urðsson, segir að sér finnist Skóla- vörðustígurinn vera að vinna sig upp sem verslunargata. Segist hann hafa orðið var við að fólk komi sérstaklegá í bæinn til að skoða Skólavörðustíg- inn. Slétt og brugðið er verslun sem höndlar einkum með garn og aðrar vörur til prjónaskapar. Verslunin er staðsett að Skólavörðustíg 22. Handverkshúsið Hnoss er í sama húsi og Slétt og brugðið. Sex lista- menn reka verslunina og selja þar verk sín. Skiptast þeir á að vinna einn dag í viku í versluninni. Hér er að finna skemmtilega muni sem hafa verið skornir út í tré eða renndir í vél, handunna hnífa, skartgripi úr beini og hvaltönn, keramikvörur og silki- málverk. Umbúðirnar sem bjóðast utan um vöruna eru sérhannaðar úr bylgjupappa. Listamennirnir hafa einnig sýnt handverk sitt utandyra þegar slegið var upp eldsmiðju á menningarnótt- inni síðastliðnu. Af því tilefni var einnig sýndur tréskurður utanhúss. Gallerí Nema hvað er einnig að Skólavörðustíg 22. Nemarmynd- listardeildar Listaháskóla fslands reka þennan litla sýningarsal. Stórir gluggar eru á salnum sem snúa út að götunni svo ef galleríið er lokað geta menn bara litið inn um gluggann og þannig notið sýningarinnar. Nem- endur geta þarna sýnt frítt í hálfaif mánuð í senn. „Það er ágæt reynsla að halda sýningu og kynna sig og sín verk, maður lær- ir líka svo margt um sjálf- an sig í leiðinni," segir Frosti Friðriksson sem nýlega hélt þar sýningu." Galleríið er opið frá ~™"^ fimmtudegi til sunnudags á milli klukkan tvö og sex. I kjallara hússins númer 35 er fyr- irtæki sem heitir Speglar og innrömmun. Pacas, sem er Brasilíu- maður, rekur fyrirtækið og selur þar myndlist eftir sjálfan sig, einkum landslagsmyndir. Hér hefur aðeins fátt eitt verið tal- ið sem getur glatt fagurkerann serri spókar sig á Skólavörðustígnum. Hægt væri að fjalla um ýmis ágæt dæmi um húsagerðarlist, gamla sem nýja sem þarna er að finna, bókabúð- ina á horninu og svo mætti áfram telja. Það er þó ekki hægt að skilja við Skólavörðustíginn án þess að minn- ast á feldskerann Eggert sem hannar og saumar listafallegar flíkur úr skinni. Vinnustofa hans og verslun er á Skólavörðustíg 38. María Lovísa fatahönnuður er með verslun á Skólavörðustíg 3A. Þar sem húc, selur sérhannaðan fatnað sinn en hún var með fyrstu íslensku hönnuðunum til að setja upp verslun með eigin fatalínu. Heimildir: Reykjavík-Sögustaður við sund eftir Pál Líndal. Indæla Þar mætti hafa meiri gróður auk þess Reykjavík, eftir Guðjón Friðriksson. ss

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.