Morgunblaðið - 29.10.1999, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.10.1999, Blaðsíða 7
M0RGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR29.0KTÓBER1999 B* Tsi skrá þar sem skiptist á kennsla og leikir. Það bætti líðan barnanna að geta gengið til ákveðinna starfa daglega og veitti þeim öryggistilfinningu. Við unn- um einnig að því að hafa uppi á foreldram sem höfðu orðið viðskila við börn sín. Nú beinum við kröftum okkar að^ uppbyggingu Kosovo sem er langtímaverkefni. I Kosovo höfum við verið í sam- starfi við lönd sem eru í samtökum okkar og hafa góða þekkingu á staðháttum en það er mjög mikil- vægt." Hann segir eitt af meginverkefnum samtakanna sé að kynna Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og stuðla að því að þjóðir heims breyti afstöðu sinni til barna. „Barnasáttmálinn er vegvísir okkar að því marki. Við viljum að börn séu tekin alvar- lega, það sé hlustað á þau og þau séu virkir þátt- takendur í þjóðfélaginu. Flestar þjóðir fara ekki eftir þessum grundvallarreglum. En það er skylda allra að standa vörð um að réttindi barna séu virt. Til að gera okkur betur grein fyrir hvernig rétt- indum barna er háttað í hinum ýmsu löndum höf- um við beðið forsvarsmenn aðildarfélaga okkar að kanna hvernig stjórnvöld hafa staðið að því að tryggja börnum þau grundvallarréttindi sem kveðið er á um í Barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna. Verða niðurstöðurnar kynntar bráðlega." Leitast við að gera beiminn eilítiö betri Það kemur fram í máli Burkhards að flest aðild- arfélög samtakanna starfa bæði heimafyrir og er- lendis einkum í þróunarlöndunum. „Á íslandi hef- ur Barnaheill nær eingöngu sinnt málefnum innanlands en nú hyggjast samtökin standa að Mikilvægt er að skapa börnum góð vaxtarskilyrði því þeirra er framtíðin uppbyggingu skóla í Kambódíu ás- amt Norðmönnum en Barnaheill hefur unnið mjög gott starf á um- liðnum árum." Hvernig fjármagna félögin starf- semi sína? „Það er mismunandi eftir lönd- um. Stærstur hluti fjárins kemur frá einstaklingum og fyrirtækjum. Mörg vestræn samtök fá 40-60% fjármagnsins frá þróunarstofnunum viðkomandi ríkja. Ríkisstjórnir víðs vegar um heim era að átta sig á mikilvægi þess að börnum séu sköpuð góð vaxt- arskilyrði því þeirra er framtíðin. Á Islandi byggist starfsemin á frjálsum fram- lögum einstaklinga og fyrirtækja. Meðlimir Barnaheilla eru 26 þúsund talsins, sem era 10% þjóðarinnar, finnst okkur það mjög góð þátttaka. International Save the Children Alliance hefur höfuðstöðvar sínar í London. Síðan Bukhard Gnaerig, sem er Þjóð- verji, tók við starfi framkvæmda- stjóra fyrir tveim árum, hefur hann ferðast töluvert á milli aðildarlanda til að kynna sér starfsemi félag- anna. Hann segir eitt aðalmarkmið sitt að fjölga aðildarlöndum, samræma störf félaganna og auka samvinnuna milli þeirra. „Það er afar ánægjulegt að hitta fólkið sem stendur í baráttunni dag frá degi. Það vinnur við mjög mismunandi skilyrði en hvort sem það býr í Rúmeníu, á ítalíu, íslandi eða í Guatemala eru allir að gera sitt besta. Leitast við að gera heiminn eilítið betri - Er hægt að hafa betrastarf?" Við viljum að börn séu tek- in alvarlega sjónvarpstækja og annarra heimilist- ækja sé ekM mjög ör og því muni líða a.m.k. tíu ár þar til „Bluetooth"- væddar þvottavélar geti kvartað beint við umboðsmeöii sína og ábyrgðarmenn. Langtíland í þremur af stærstu heimilis- tækjaverslunum hérlendis voru menn á einu máli um að fullmikil bjartsýni ríkti í herbúðum framleið- enda. Allir töldu fráleitt að nettengd heimilistæki yrðu almenningseign í bráð - og jafnvel stór spurning hvort svo yrði um ókomna framtíð. Fyrst og fremst vegna þess að núna og á næstu áram eru neytendur einkum eldra fólk, sem ekki hefur tileinkað sér tölvur og Netið í jafn ríkum mæli og yngri kynslóðin. „Þótt Islendingar séu nýjunga- gjarnir og nettenging sé á öðru hvoru heimili býst ég við að fólk fari sér hægt í saMrnar, kaupi kannski eitt og eitt tæki með nettengingu eftir því sem heimilistækin ganga úr sér," segir Sigfús Bergmann Svavarsson, deildarstjóri í raftækjajadeild Húsa- smiðjunnar, og bíður spenntur eftir árangri samstarfs Electrolux og Er- icsson. „Ef fyrirætlanir þeirra ganga eftir um netkerfi fyrir heimilistæki innan árs myndi ég vilja bjóða upp á slík tæki í versluninni. Netkerfi fyrir heimilistæki er kannski eðlileg þróun í kjölfar heimabanka og verslunar á Netinu," segir Sigfus, sem sjálfur gæti vel hugsað sér að eiga ísskáp með innbyggðum tölvuskjá eins og Electrolux kynnti nýverið. „Einn kosturinn er sá að hreyfingar á birgðum eru skráðar og stafræn matreiðslubók getur komið með til- ögur um kvöldmatinn með hliðsjón af innihaldi skápsins. Þessi ísskápur, Screenfrídge, er ekki enn kominn á markaðinn þannig að ég dreg í efa að nettengd heimilistæki komi á und- an," segir Sigfús. Njgung - en ekki nettengd. Electrolux kynnti nýverið ís- skápinn Screenfridge sem er með innbyggðum tölvuskjá. Hreyfingar á birgðum eru skráðar og stafræn mat- reiðslubók getur komið með tilögur um kvöldmatinn með hliðsjón af innihaldi skápsins. Hugmyndin ekki algalin „Þegar ég heyrði fyrst um netkerfi fyrir heimilistæki datt mér í hug að alltaf væri verið að búa til gerviþarf- ir. Hugmyndin er þó ekki algalin og kann að nýtast í einhvers konar út- færslu sem öryggiskerfi, t.d. myndi biluð þvottavél senda boð í farsímann eða heimilistölvuna," segir Valur Kristófersson, deildarstjóri í skrif- stofutækjadeiíd hjá Bræðranum Ormsson. Honum finnst hins vegar heldur fjarstæðukennt að þvottavélin kvarti beint til umboðsmannsins. , ,Annars ætti ég kannski ekki að vera svona vantrúaður eftir að hafa orðið vitni að mun örari útbreiðslu ýmissa tækninýjunga en mig hafði órað fyr- ir," segir Valur, sem sér ýmsa van- kanta á netkerfum fyrir heimilistæki. Til dæmis finnst honum hæpið að fólk rjúki til og hendi heimilistækjum sínum, sem venjulega endast í tíu tíl tólf ár, til að fá sér nettengd tæki. „Og ef salan verður dræm geta fram- leiðendur tæpast haft tækin á viðráð- anlegu verði. Markhópurinn er vænt- anlega kynslóðin, sem er alin upp fyrir framan tölvuna og getur vart tjáð sig nema með tölvu," segir Valur og veltír fyrir sér hvort kynslóðin sú þurfi til dæmis nokkuð á nettengdum ísskápum að halda þar sem hún nær- ist að stórum hluta á heimsendum flatbökum. Yngri kaupendur ekki stór hópur Finnur Sigurðsson, verslunar- stjóri í heimilistækjadeild Heimilis- tækja, tekur undir með Sigfúsi og Val um að nettengd heimilistæki muni trálega ekki ryðja sér til rúms á næstu áram. „Fjöldi fólks um fertugt og eldra er hreinlega hrætt við tölvur og vill ekkert um þær vita umfram það sem brýna nauðsyn ber tíl. Yngri kaupendur heimilistækja eru ekki eins stór hópur og því kann netkerfi fyrir heimilistæki að eiga langt í land sem söluvara þótt slíkt verði þróað á næstunni," segir Finnur, sem sjálf- um finnst betri kostur að gera matar- innkaupin sjálfur heldur en að láta ís- skápnum eftir að sjá um þann þátt heimilishaldsins. Ekki kveðst Finnur hafa séð nettengd heimilistæki á stórri tæknisýningu sem hann fór á í Berlín í vor. Þar fannst honum nýtt tæki frá Philips markverðasta nýj- ungin, en tækið getur tekið upp sjónvarpsefni í samfellt fjórtán tíma án spólu og án þess að mannshöndin komi þar nærri „... nema í upphafi en þá stíllir notandinn tækið í samræmi við óskir sínir um upptöku á fréttum, íþróttum, fræðsluþáttum og öðra efni. Tækið skilgreinir beiðnina og stíllist sjálfvirkt á milli stöðva og þátta. Tækninni fleygir ört fram og því kann að vera skammsýni að sjá ekki fyrir sér að netkerfi fyrir heimil- istæki nái fótfestu í næstunni," segir Finnur. Miklu lægra verð Múlti Vitamins & Minerais 30 hylki Auðgleypanteg GEV-B-TABS' MULTIVITAMÍNS Sama í &MINERALS sæóa MCAfSULCÍ varan Ferðafélag IslandS Mörkinni 6 • I08 Reykjavík Sími 568 2533 • Fax 568 2535 • www.fi.is • fi@fi.is Við erum alltaf á ferðinni! Laugardagur 9. okt. kl. 9.00 Haustlita- og fræðsluferð í Borgarfjörð. Farið að Hreðavatni, í Norðtunguskóg og víðar. Verð 3.000 kr. Fararstjórn frá Skógraektarfélaginu. Sunnudagur 10. okt. kl. 10.30 Móskarðshnúkar - Trana. Gengin ný leið úr Eyjadal. Verð 1.500 kr. kl.UiOO -Mosfellssel - Bringur, söguganga. Ný fróðleg gönguferð með Guðjóni Jerissyni. Stríðsmjnjaskóðun í Hvalfirði er frestað. Verð 1.300 kr. frítt f. börn m. fullörðnum. Brottför frá BSl, áiistanmegin og Mörkinni 6. Aðventuferð tfi^^ni'öric^7^8;.»\jóvg^tór^/&*^j Árarhótaferð í ÞótstriÖKk 31. des-2í ian*,. ¦¦¦''^"" ¦-¦¦--:.;:.¦,¦¦'¦-•:¦ a.-- ¦:-¦¦--..' •¦¦.,. s- -*'...* Sjá nánar um ferðir á textavarpi bls. 619 Föt á alla fjöisKyiduna á frábæru versi Fatamarkaðurinn Laugavegi 103 Sími: 562 3311 Q y Negro Skólavörðustíg 21 a 101 Reykjavík Sími/fax 552 1220 Netfang: blanco@itn.is Veffang: www.blanco.ehf.is *t ikið urval af fallegum rumfatnaði ú&» Skðlavörðmlíg 21. Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.