Morgunblaðið - 29.10.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.10.1999, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF A Listagata ímótun A síðustu árum hefur Skólavörðustígurinn verið að marka sér ákveðið svipmót sem listagata en þar er nú að fínna flestar lista- verkaverslanir, handverkshús og gallerí borgarinnar. Hildur Einarsdóttir og Asdís Asgeirsdóttir fóru í gönguferð og ráku inn nefíð þar sem þær þóttust merkja ein- __________hverja listastarfsemi.__________ GATAN lætur ekki mikið yfír sér þar sem hún liggur upp á Skólavörðuholtið með sinni fjölbreytilegu blöndu af húsum, nýjum og gömlum, litlum og stórum, fábrotnum og ríkmann- legum. I þessum húsum þrífst marg- vísleg starfsemi auk þess sem tölu- verð íbúðarbyggð er við götuna. Talið er að um þrjú hundruð manns eigi þarna heima. Gangandi umferð er því töluverð. Á sumrin setja ferðamenn mikinn svip á götumyndina þar sem þeir ráfa á milli listhúsanna á leið sinni upp að Hallgrímskirkju. Óhætt er að fullyrða að þá aukningu sem hefur orðið á listastarfsemi við Skóla- vörðustíginn megi að mestu rekja til fjölgunar ferðamanna í Reykjavík. Skólavörðuholtið hefur í gegnum tíðina verið eitt helsta athvarf ferða; manna sem koma til Reykjavíkur. I Skólavörðunni, sem eitt sinn stóð á holtinu og gerð var eftir teikningu Sigurðar Guðmundssonar málara, var einn besti útsýnisstaður bæjar- ins. Varðan var úr höggnu grjóti og stigi var inni í henni svo þar mátti komast upp og sást þá vítt yfir. Arið 1931 var varðan rifin til að rýma fyrir styttu Leifs Eiríkssonar. Eins og menn eflaust vita hlóðu Hólavalla- skólapiltar fyrstu vörðuna á holtinu árið 1793 og er Skólavörðustígurinn kenndur við hana. Meðan enn var óbyggt við Skóla- vörðustíginn var hann eins konar skemmtigöngustígur upp á holtið. Þangað komu konur með börn sín á góðviðrisdögum, gerðu þar hlóðir og hituðu sér kaffi og drukku meðan börnin &v fóru í feluleik á milli stein- anna. Skömmu fyrir miðja 19 öldina var farið að reisa hús við stíginn sem jafn- framt varð aðalleiðin út úr höfuðstaðnum. Á þessari öld hefur Skólavörðustígurinn verið ein aðalverslun- argata borgarinnar. Eins og við fleiri slíkar götur í borginni hefur þrifist þar ýmiss konar listastarfsemi í bland við annað. Svo dæmi sé tek- ið þá reisti Guðmundur Einarsson frá Miðdal höggmyndavinnustofu sína í bakhúsi við Skólavörðustíg 43 árið 1964 og kallaði Listvina- húsið. í útbyggingu að framanverðu húsinu var og er sölubúð. Upphaflega var vinn- ustofa Guðmundar reist uppi á holtinu á þriðja áratugnum en hún varð að víkja fyrir nýbyggingu Iðnskól- ans. Lengi vel voru seldir þarna mun- ir hannaðir af Guðmundi frá Miðdal en hin síðari ár hefur Listvinahúsið einkum sérhæft sig í gerð leirmuna fyrir ferðamenn sem eru unnir af syni og sonarsyni Guðmundar sem báðir eru leirkerasmiðir. Fleiri ágætir listamenn hafa komið við sögu götunnar í gegnum tíðina. Þórbergur Þórðarson bjó lengi vel í litlu húsi við Skólavörðustíg 10 sem kallað var Bergshús. í húsinu gerð- ust ýmsir atburðir sem Þórbergur segir frá í Ofvitanum og frægt er orð- ið. Bergshús var síðar rifið og þar stendur nú nýbygging eftir Guðmund Kr. Guðmundsson arkitekt. í húsinu eru nú meðal annars vinnustofur arkitekta. Árið 1919 keypti Eyjólfur Eyfells listmálari tvö timburhús að húsabaki við Skólavörðustíg 4A og 4C. Þar starfaði hann og bjó með fjölskyldu sinni. I öðru húsinu rak kona hans Ingibjörg Eyfells hannyrða- og vefn- aðarvöruverslunina Baldursbrá ás- amt Kristínu Jónsdóttur. Má kannski orða það svo að Baldursbrá sé fyrsti vísirinn að þeim handverkshúsunum sem hafa verið við stíginn. Ef gönguferðin er hafín á mótum Bankastrætis og Skólavörðustígs og reynt að þræða þau hús sem hafa geymt eða geyma listastarfsemi blas- ir við tvílyft timburhús á hægri hönd að Skólavörðustíg 4 B. Þar var á annan tug ára rekin gallerí. Fyrst kom Gallerí Grjót árið 1983 en að því stóðu átta listamenn í mis- munandi greinum mynd- listarinnar. Þegar ákveðið var að selja húsið sex árum síðar hættu þau starfsem- inni að sögn Ofeigs Björns- sonar, gullsmiðs og mynd- höggvara sem var einn þeirra sem ráku galleríið. Nýi eigandinn, Hann- es Lárusson myndlista- maður, setti á laggirn- ar gallerí í húsinu sem hann kallaði Gallerí 11 og var starfrækt fram til ársins 1994. Stefna gallerísins var að sýna framsækna list og þar sýndu jöfnum höndum Islendingar og útlend- ingar. Hannes býr á efri hæð hússins en á jarðhæðinni er tísku- verslunin Stfll. Það er undarleg árátta að þurfa að forvitnast bak við annarra manna hús en stundum borgar það sig í hinu óvænta. Bak við nokkur af húsun- um við Skólavörðustíginn er að finna litla, listræna, garða. Þegar gengið er inn sundið til hlið- ar við húsið birtist óvænt garður svo friðsæll og fallegur í andstöðu við er- illinn rétt handan við hornið. Dæmi um anann slíkan er við Listvinahúsið. í garðinum er gos- brunnur og stytta eftir Guðmund frá Miðdal í honum miðjum. Ef gengið er yfir götuna að Skóla- vörðustíg 3 (Pfaff-húsið) rekst mað- ur inn í skemmtilegan brúðuheim. Þetta er Gallerí 3 en þar eru seldar handgerðar postulínsbrúður og ýms- ir munir úr leir. Brúðurnar eru allt upp í 70 cm að stærð, klæddar þjóð- búningum frá ýmsum löndum. Þær eru framleiddar hjá fyrirtækinu Camillu í Hafnarfirði. Sigríður og Freyja Þorgeirsdætur reka bæði fyr- irtæMn. Sigríður er fatahönnuður að mennt auk þess sem hún hefur lært postulínsbrúðugerð og Freyja er nú í læri hjá systur sinni. Fyrir rúmum áratug var Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú með verslun í þessu rými sem hún kallaði Garn gallerí. Þar seldi hún garn og uppskriftir að prjónafatnaði. Hún hannaði einnig og prjónaði peys- ur sem hún seldi í versluninni og leið- beindi fólki með prjónaskapinn. Kaffihúsið Mokka við Skólavörðustíg 5 A hefur verið eitt helsta athvarf listamanna, bóhema og námsfólks síðan 1958. Frá upphafi hafa verið þar listsýningar og Mokka var fyrst íslenskra kaffihúsa til að sérhæfa sig í espressokaffi. Hjónin Guðný Guðjónsdóttir og Guðmundur Baldvinsson hafa rekið þetta nota- lega kaffihús frá upphafi og hafa inn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.