Morgunblaðið - 29.10.1999, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
____________________________FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 BP 3
DAGLEGT LÍF
Morgunblaðið/Kristj án
„Eruð þér lasin?“ var sagt í Menntaskólanum á Akureyri.
„Eruð þér lasnar?“ var sagt í Menntaskólanum í Reykjavík.
öldinni, og Jón Aðalsteinn neitar því
ekki að hafa stundum þérað fólk af
ásettu ráði vegna þess að hann
kærði sig ekkert um að þekkja það
nánar. „En það var almenn kurteisi
að þéra ókunnugt fólk,“ segir hann,
„ekki hvarflaði það að mér á upp-
vaxtarárum mínum að þúa eldri kon-
ur, sem maður þekkti ekki neitt.“
Jón Aðalsteinn telur að siðurinn
hafi útvatnast upp úr 1950 og 60 og
horfið svo að mestu leyti. „Pó heyrir
maður fólk segja „afsakið" - það er
leifar af þérun," segir hann.
Þérun hefúr að öllum líkindum
borist hingað með dönskum kaup-
mönnum og einnig íslenskum
menntamönnum. „Prestar í sveitum
voru alltaf þéraðir," segir Jón Aðal-
steinn, „og meira að segja konur
þeirra þéruðu þá. Ég hef heyrt
margar sögur um það að prestkonur
þéruðu menn sína á 19. öld.“
Þéran hverfur
Baldur Jónsson forstöðumaður
Islenskrar málstöðvar var þérun
vanur og var ef til vill síðastur kenn-
ara í Háskóla Islands til að hætta að
þéra nemendur sína. „Ég þéraði
lengur en flestir aðrir kennarar í
Háskólanum og var orðinn eins kon-
ar nátttröll þegar ég hætti því árið
1973,“ segir Baldur Jónsson. Hann
hefur þó ekki lagt þérun niður að
öllu leyti. „Mér er tamt að þéra í
embættisbréfum," segir Baldur.
Þérun er form í samsldptum og
svo virðist sem fólk finni endrum og
eins fyrir þörf til að nota hana, vilji
það sýna nærgætni og kurteisi.
Baldur var kennari í Gautaborg
og Lundi í Svíþjóð 1960-1963 og var
þá iðulega kallaður herr Jónsson og
lektor Jónsson. „Los var þó komið á
þennan sið í Svíþjóð á þessum ár-
um,“ segir hann og fljótlega eftir að
hann kom heim aftur hafi farið að
halla undan þérun. Baldur segir að
Svíar hafi gengið lengra í þérun en
íslendingar með því að ávarpa menn
í þriðju persónu. „Það var engin sér-
stök kurteisi að segja t.d. við mig:
„Fárjagbe Er att ...“ („Má ég biðja
yður að ...“) heldur var sagt: „Fár
jag be herr Jonson att segir
Baldur.
„Ég þekki hið sama og Baldur frá
Svíþjóð," segir Jón Aðalsteinn, „Ég
kenndi nýíslensku við háskólann í
Uppsölum 1950-1951. Þar var 3.
persóna í algleymingi í stað þérun-
ar.“ Þegar Jón kom þangað aftur ár-
ið 1972 sögðu allir „du“.
Ólíkar þéringar í MR og MA
Baldur Jónsson er stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri og
greindi eftir að hann kom suður mun
á þérun í MA og Menntaskólanum í
Reykjavík. „Það var ekki þérað á
sama hátt í þessum skólum. Kennari
fyrir norðan gat sagt við nemanda:
„Eruð þér eitthvað lasin.“ „Eruð þér
þreytt“. „Þér eruð dugleg." En í MR
var fleirtalan notuð til enda og
kennarinn sagði: „Eruð þér eitthvað
lasnar?" „Eruð þér þreyttar?" Bæði
norðan- og sunnan sögðu hins vegar:
„Komið þér sælir/sælar“ og „Verið
þér sælar/sælir“.
Baldur var stundakennari við
Kvennaskólann í Reykjavík 1952-
1954, leysti Jón Aðalstein af, en þar
var þérun í hávegum hafðar. Hins
vegar bauð Ragnheiður Jónsdóttir
skólastýra honum strax dús, og
vakti það athygli eldri kennara sem
fröken Ragnheiður þéraði ætíð þrátt
íyrir áratuga samstarf. „Þegar ég
hafði kennt við Kvennaskólann í sex
ár (1943-’49), bauð fröken Ragn-
hneiður mér dús,“ segir Jón Aðal-
steinn, „hins vegar þéraði hún alla
tíð sumar kennslukonumar. Hafði
hún starfað með sumum þeirra allt
frá 1918.“
„Þéranir voru dálítið bundnar við
skólana; ég held að á flestum vinnu-
stöðum hafi starfsfólk þúað hvað
annað,“ segir Baldur. Þérun var al-
mennt tíðkuð á mismunandi hátt og
af mismikilli samkvæmni. „Ég ólst
upp við þéranir, en var alveg til í það
að þúa þegar siðurinn var á undan-
haldi,“ segir Baldur. Hann minnist
líka vandræðalegra atvika þegar
hann var ungur maður og vissi ekki
hvort hann ætti að þéra eða þúa
mann. „Ég þurfti að vega það og
meta hverju sinni hvort viðeigandi
væri að þéra. Sumir gátu móðgast ef
þeir vom þéraðir og aðrir ef þeir
vora þúaðir," segir Baldur. Hann
nefnir ennfremur að sumir hafi grip-
ið til þérana til að sýna einhverjum
lítilsvirðingu og farið að þéra í
vonskuköstum: „Ef herranum þókn-
ast.“
Þéran hér og þar
Þéranir era ekki horfnar úr lif-
andi máli. Þær koma enn íyrir í bréf-
um og bókum, og enn ber við að
mætir menn eru þéraðir í viðtölum.
Einstaka blaðamenn virðast grípa til
þeirra, vflji þeir sýna háttsettum við-
mælendum sínum virðingu. Einnig
getur fólk enn fundið votta fyrir
innri þörf tfl að þéra. Enn era hátt-
settir embættismenn þéraðir; heira
biskup íslands, hen-a Forseti ís-
lands, frú Ingibjörg Pálmadóttir
heflbrigðisráðherra. Alþingismönn-
um ber að nota orð eins og
„hæstvirtur" og „herra“.
Og enn virðist þéran fylgja skól-
um: „Góðan daginn, þér hafið hringt
í síma 557-5600. Fjölbrautaskólinn í
Breiðholti hefur fengið nýtt síman-
úmer sem er 570-5600. Takk fyrir.“
„Haldið þér
kjafti,Bjarni“
GISLI Jónsson skrifaði um orðin
herra og séra í þætti si'num ís-
lenskt mál í Morgunblaðinu 16.
október síðastliðinn og lét þessa
vísu fylgja:
Sælir verið þér, séra minn,
sagði ég við biskupinn.
Aftur á móti ansar hinn:
Þér áttuð að kalla mig herra þinn.
Blaðamaður ákvað að spyrja
hann um þátt þérana á starfsævi
hans í Menntaskólan-
um á Akureyri.
Gísli lagði ekki
stund á þéranir í
kennslustundum sín-
um í Menntaskólan-
um á Akureyri.
Ástæðan er ef til vill
falin í því hversu ung-
ur hann byrjaði að
kenna. Fyrstu kynni
hans af MA geyma
hinsvegar sögu um
þérun. „Eg var send-
ur í Menntaskólann
utan úr sveit vorið 1942 og átti
að taka próf upp í þriðja bekk
sem þá var kallaður. En af góð-
semi sinni leyfði skólameistari
mér að sitja í tímum í 2. bekk A
til að kynnast andrúmsloftinu,"
segir Gísli, „og var ég þar í viku
eða hálfan mánuð. Eg man
bókstaflega ekkert úr þessum
timum nema eitt atvik hjá séra
Magnúsi Má Lárussyni kennara
(síðar rektor Háskólans og pró-
fessor í guðfræðideild). Bjarni
Magnússon, sem átti eftir að vera
samstúdent minn, sat í 2.A. og
var eitthvað að kjafta í tímum.
Og þá man ég að þessi virðulegi
maður, séra Magnús Már Lárus-
son, sagði þessi orð sem mér hafa
orðið ógleymanleg vegna sam-
hengisins: „Haldið þér kjafti,
Bjarni“. Þetta fannst sveitapiltin-
um úr Svarfaðardal afskaplega
skrítið.“
Gísli telur að þetta bendi til að
þéringar hafi þótt alveg sjálf-
sagðar úr því að þeim er ekki
sleppt þegar svona stendur á.
Líklegar hafa þær verið alsiða í
skólanum 1943-46.
Gísla minnir að Steindór
Steindórsson skólameistari hafi
sagt sér að hann hafi síðastur
kennara gefist upp á þéringum.
Steindór hafi ályktað að það hafi
ekki haft. neina þýðingu að reyna
að halda í siðinn. Þéringar hafí
verið dauðar af sjálfum sér.
Árið 1950 þegar Gísli Jónsson
var við nám í Háskólanum þurfti
Halldór Halldórsson, íslensku-
kennari við MA, seinna prófessor
við Háskólann, að fá frí til þess
að ljúka við doktorsritgerðina
sína um íslensk orðtök. Hringt
var í norrænu deildina og spurt
hvort einhver væri á lausum kili
til að grípa inn í kennsluna án
stórra vandræða. „Ég var á þess-
um tíma svo hvínandi blankur að
ég hefði tekið hvað sem var, svo
að ég lagði nú í þetta, en mjög
með hálfum huga,“ segir Gísli.
Kristján Eldjárn, náfrændi
Gísla, lét sér annt um
piltinn og kallaði
hann til sfn, en Kri-
stján hafði kennt tvö
ár við Menntaskólann
á námsárum sfnum
þegar hann gerði hlé
á náminu í stríðinu.
„Hann fór að leggja
mér lífreglurnar og
heilræðin," segir
Gísli, „um hvernig ég
ætti að haga mér, svo
ég yrði mér ekki til
skammar eða missti
öll tök á kennslunni. Hann fór
með latneskan málshátt fyrir mig
sem hljómar: Nimia familiaritas
contemtum parít, sem þýðir í
stórum dráttum, að of mikil
kunningsskapur valdi virðingar-
leysi. (Nimia familiaritas/
dúsbræðralag) Þetta voru rök
Kristjáns Eldjárn þá, eða árið
1950, fyrir því, að ég ætti að þéra
nemendur og láta þá þéra mig.“
Gísli segist hafa verið mjög
hissa á þessu heilræði, þvf það
var svo ólíkt Kristjáni Eldjárn að
öllu öðru leyti, en hann hefur
sennilega þérað þau fáu ár sem
hann kenndi við Menntaskólann-
.„Latneski málshátturinn greypt-
ist í huga minn,“ segir Gísli, „en
ég var svo ungur þegar ég kom
norður að í hópi nemenda var
margt fólk sem hafði verið í 3.
bekk þegar ég var í sjötta bekk,
þannig að þarna var urmull af
skólasystkinum mfnum. Hvernig
í ósköpunum átti ég að þéra fólk
sem voru skólasystkini mín? Mér
datt aldrei í hug að fara eftir
þessum heilræðum frænda míns
og þéraði aldrei nokkurn mann í
þau 36 ár sem ég kenndi og kom
það ekki að sök. Það reyndist
rangt sem sagt var í latneska
spakmælinu um að ef maður væri
jafningi annarra manna, yrði það
til þess að það yrði litið niður á
mann. Nimia familiarítas cont-
emtum parit.“ Aldeilis ekki. Nem-
endur hafa vafalaust metið það
við mig, að ég skildi ekki gera
það, þótt það væri aldrei til um-
ræðu.“
Gfsli Jónsson
ÞÝSKAN
„í ÞÝZKU era þéringar rótgrónai’
og virðast lítið vera á undanhaldi þó
einhver munur sé á notkun þeiiTa nú
en fyrir nokkram áratugum. Þéran-
in er mynduð þannig að notaðar era
þriðju persónu fleirtölumyndir
sagna, persónufomafna og eignar-
fomafna þegar ávarpaðir era ein-
staklingar- sem mælandinn vfll sýna
virðingu eða vfll skapa fjarlægð við.
Kennarar ætlast til af nemendum að
þeir þéri þá. Sömuleiðis era yfir-
menn þéraðir á vinnustöðum,“ segir
Auðunn Arnórsson, sem var náms-
maður í Þýskalandi. „Fólk sem ekki
þekkist þérast, sem og fólk sem ekki
kærir sig um að eiga samskipti á
persónulegum nótum. Böm, ungl-
ingar og skólafólk, háskólastúdentar
þar með taldir, þúast almennt. Með-
al fullorðinna táknar þúun jafningj-
astöðu og vináttu. Borið hefur á því á
undanfömum áram, t.d. í auglýsing-
um (einkum þeim sem beint er til
ungs fólks), að þéranin víki fyrir
ávarpi í annarri persónu fleirtölu,
sem þykir skapa minni fjarlægð en
þéranin en samt vera kurteislegt."
Eftirfarandi dæmisaga varpar all-
góðu ljósi á stöðu þéringa á þýzkum
vinnumarkaði:
Nýlega kærði maður nokkur, sem
ráðinn var í yfirmannsstöðu í útibúi
stórrar vörahúsakeðju í Þýzkalandi,
að sér skyldi ekki vera sýnd sú virð-
ing af öðrum starfsmönnum að vera
þéraður. Mun það vera hluti af
starfsmannastefnu fyrirtækisins, að
allir starfsmenn þess þúist, en slíkt
þykir gera stemmninguna meðal
þeirra kumpánlegri. Undi sá sem
kærði því flla að vera á vinnustaðn-
um gert að þola slík „amerísk“
kumpánlegheit, og taldi það vera
hluta af stjórnarskráivernduðum
mannréttindum sínum að njóta
þeirrar virðingar sem í þéraninni
felst.
verkjánriedferd
BlOflex segulmeðferð hefur slegið í gegn í Danmörku og er nú fáanleg í lyfjaverslunum á íslandi.
Um er að ræða segulþynnur í 5 stærðum sem festar eru á líkamann með húðvænum plástri.
Dæmi um
líkamshiuta þar sem
BlOflex segulbynnan
hefur sýnt frábær
áhrif
• Höfuðverkur
• Hnakki
• Axlir
• Tennisolnbogi
• Bakverkir
• Liðaverkir
• Þursabit
• Hné
• Æðahnútar
• Ökklar
I
SCANDINAVIA
UMSAGNIR FOLKS:
Vandrædin með hnéð og
ökklann leystust!
Sársaukinn í öxlinni hvarf!
Verkir í mjöðmum og
hrygg hurfu!
Segulþynnurnar eru fáanlegar í flestum
lyflaverslunum og Græna Torginu - Blómavali
ítarlegar íslenskar leiðbeiningar fylgja með og einnig
liggja kynningarbæklingar frammi á sölustöðum.
Upplýsingasími er 588 2334