Morgunblaðið - 29.10.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.10.1999, Blaðsíða 6
6" iP FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 -,----------------------------------------------------------- MORGUNBLÁÐIÐ -+N- DAGLEGT LIF Fleiri börn en hermenn eru fórnarlömb í stríðsátökum Lífsskilyrði barna eru víða bág vegna vaxandi fátæktar stríðs- átaka og sjúkdóma eins og alnæmis. Burkhard Gnaer- ig, framkvæmdastjóri Interna- tional Save the Children Alliance sagði Hildi Einars- dóttur með hvaða hætti sam- tökin leituðust við að gera heiminn eilítið betri. INTERNATIONAL Save the Children All- iance eru alþjóðleg samtök sem hafa innan vébanda sinna hagsmunafélög barna í 26 löndum. Samtökin starfa í 110 löndum víðs- vegar í heiminum og markmið þeirra er að bæta kjör barna og varðveita réttindi þeirra. Samtökin voru upphaflega stofnuð í Bret- landi upp úr seinni heimsstyrjöldinni af konu að nafni Eglantyne Jebb. Rann henni til rifja þær hörmungar sem styrjöldin hafði leitt yfir börnin sem voru mörg hver heimilislaus. Það varð einnig hluti af lífsstarfi hennar að vinna að því að réttindi barna yrðu skilgreind á al- þjóðlegum vettvangi og beitti hún sér fyrir gerð Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hérlendis er staddur Burkhard Gnaerig, framkvæmdastjóri samtakanna í tilefni af 10 ára afmæli Barnaheilla sem eru aðili að sam- tökunum. Aðspurður hvort lífsskilyrði barna hafi breyst mikið til batnaðar síðan Eglan- tyne Jebb stofnaði samtök sín segir hann að á Norðurlöndunum og í Mið- og Suður-Evrópu búi börn yfirleitt við ágæt kjör. Hins vegar fjölgi fátækum börnum í Afríku, Asíu og Suð- ur-Ameríku og fátæktin sé nú meiri en hún var fyrir til dæmis 50 árum. „Á síðustu árum hefur fátækt líka aukist í löndum eins og Bretlandi þar sem 30% barna lifa við fátækt- armörk," segir hann. Þegar ég var í heimsókn í Svíþjóð ekki alls fyrir löngu var mér sagt að tala þeirra sem teldust fátækir þar í landi færi hækkandi. Astæðan er sú að þótt hagsæld hafi aukist hefur bilið milli ríkra og fátækra breikkað í þessum löndum á undanförnum áratugum sem segir okkur að auðnum sé mis- skipt." Börnin skotmörk í stríði Gnaerig nefnir fleiri dæmi um það hvernig lífsskilyrði barna hafa breyst til hins verra og segir að á síðustu öld hafi þeir sem féllu í stríði einkum verið hermenn. Á síðustu tveim til þrem áratugunum séu börnin orðin aðal- skotmörkin í stríðsátökum eða 90% fórnar- lambanna en hermenn 10% þeirra. Þar sem fari fram markvissar þjóðernishreinsanir samfara átökurium sé börnunum ekki hlíft. „Þátttaka barna í hernaði hefur einnig auk- ist," segir hann. „Áætlað er að um 300 þúsund börn yngri en 18 ára taki þátt í hernaði víðs vegar í heiminum. Það færast einnig í vöxt að hermenn láti ung stúlkubörn ferðast með sér meðan á stríðinu stendur og misnoti þær kyn- ferðislega. Barnavændi er aldagamait vandamál sem færist í aukana. Það sem hefur breyst er að nú er starfsemin þrælskipulögð. Börn frá Kína og Burma eru seld til Taflands og Ind- lands þar sem vændi er algengt en þar bíða þeirra evrópskir, amerískir og japanskir við- skiptavinir." 1 Morgunblaðið/Ásdís Burkhard Gnaerig, framkvæmdasljóri International Save the Children Alliance. Hann segir alnæmi skapa margþættan vanda og þá sérstaklega í Afríku og hann fari vaxandi í Suður- Ameríku og Asíu. „Börnum, sem smitast af alnæmi í móðurkviði, fjölgar og lífslfkur þeirra eru litlar. Mæðurnar deyja venjulega fijótlega eftir að börnin fæðast og feðurnir líka. Samfélagsþjónusta er nánast engin í þessum löndum og, fólkið þarf að treysta á stórfjölskylduna. Á þeim svæðum þar sem alnæmi er útbreitt geta allir meðlim- ir fjölskyldunnar verið látnir. Það eru því fáir til að sjá um börnin. Önnur afieiðing er sú að á þessum svæðum er aðeins að finna börn og gamalmenni. Kynslóðin sem á að yrkja jörð- ina hefur orðið alnæminu að bráð en lyf sem verka á sjúkdóminn og geta aukið líf- slík- urnar eru af skornum skammti í löndunum. Það eru því fáir eft- ir til að halda uppi atvinnuveg- unum sem leiðir af sér meiri fátækt. Vaxandi út breiðsla alnæmis tengist einmitt fátækt og van- þekkingu." Kanna réttindi bama i ýmsum löndum „International Save the Children Alliance eru frjáls félagasamtök sem er fátt óviðkom: andi þegar börn eiga í hlut," segir Gnaerig. „í samstarfi við löndin 26 höfum við verið að þygS)a UPP barnaheimili í þróunarlöndunum. í Perú erum við með starfsemi til að hjálpa götubörnum. í Vestur-Afríku er verið að vinna að því að tryggja íbúum á ákveðnum svæðum gott drykkjarvatn. Við erum að byggja skóla á Haiti. I Bandaríkjunum er ver- ið að vinna með börnum indíána að því að finna fótfestu í samfélaginu, svo dæmi séu tekin." Gnaerig segir samtökin sinna bæði lang- tímaverkefnum og neyðaraðstoð. „Fljótlega eftir að stríðið í Kosovo hófst fórum við að vinna í flóttamannabúðum nágr- annalandanna. Starf okkar miðaðist að því að skapa börnunum reglulega dag- FRYSTIKISTAN og bakar- ofninn sMptast á fróðleiksmol- um um bökunartímann, örygg- is- og hitakerfið ráða ráðum sínum um frítímann og þvotta- vélin kvartar yfir leka við um- boðsmanninn. í þessum dúr geta samskipti heimiiistækj- ^* anna orðið innan tíðar ef kenn- ingar Magnus Melander, markaðs- stjóra 3Com í Evrópu, ganga eftir. „Mjög fljótlega," spáir hann og upp- lýsti The Wall Street Joumal um að breiðbandstenging í hús verði kveikj- an að slfkum „samræðum". 3Com, sem framleiðir tölvubúnað, er ásamt fleiri tækni- og fjarskipta- fyrirtækjum að búa sig undir að setja netkerfi fyrir heimilistæki á markað í Evrópu. Intel Corp., 3Com, France Telecom SA og Brítish Telecommun- ications PLC eru innblásin af örri þróun og auknum hraða í tölvutækni og hvergi bangin þrátt fyrir fyrri reynslu af markaðssetningu slíkra heimilistækja. Á næsta ári hyggjast þau selja Evrópubúum tæki, sem ¦hönnuð eru til að sannfæra neytend- ur um hversu brýnt sé að eiga „við- ræðugóð" heimilistæki. ísskápurinn endumýjar birgðimar Fyrr í þessum mánuði köstuðu sænski heimilistækjaframleiðandinn Electrolux AB og farsímaframleiða- ndinn Telefon AB Ericsson sér í slag- inn og settu á laggirnar sameiginlegt áhættufyrirtæki til að þróa samteng- ingu innan veggja heimilisins. Ætl- unin er að búa til örgjörva sem geri samskipti heimilistækja möguleg gegnum miðlægan miðlara, sem tengist Netinu. Þannig gæti ísskáp- urinn til dæmis endurnýjað birgðir sínar með því að panta matvörur frá smásöluvef. Fyrsta framleiðslan á að koma á markaðinn innan árs. Ýmis yón eru þó í veginum við há- tæknivæðingu heimilanna. Kostnað- ur, skortur á nothæfum hugbúnaði Heimilistælq í hrókasamræðum Fregnir hafa borist af ísskápum sem endur- nýja birgðir sínar með því að panta sjálfír frá smásöluvef. Líka af þvottavélum sem kvarta beint við umboðsmenn sína. Valgerður Þ. Jónsdóttir las um hæfíleika- rík heimilistæki og spurðist fyrir í nokkrum ________heimilistækj averslunum.________ og almennt áhugaleysi neytenda, sem fyrri tilraunir strönduðu einmitt á, er helst nefnt til sögunnar. Am.k. þykir ólíklegt að markaðurinn taki við sér á morgun eða hinn. Framleið- endur láta allar hrakspár sem vind um eyru þjóta og segja að vegna lækkandi verðs sé rétti tíminn núna til að grípa gæsina. Intel hyggst markaðssetja netkerfi fyrir heimilist- æki í Evrópu á næsta ári og er áætlað að tenging á hvert tæki kosti um tíu þúsund krónur í smásölu. Veigamikið atriði fyrir neytendur þykir að þeir þurfa ekki að kljást við alls konar tengikapla því kerfin frá Intel og öðr- um tækniryrirtækjum verða þráð- laus. Talsmaður Brítish Telecom- munications giskar á að meira en fimm milljónir neytenda muni eiga slfkan búnað innan fimm ára. Til að ná takmarkinu í Bretlandi segir The Wall Street Joumal að fyrst verði að sannfæra landann um ágæti slfkrar tæknivæðingar. Lítil eftirspum Sérfræðingar eru sammála um að í rauninni sé eftírspurnin mjög lítil. Og markaðsstjóri 3Com viðurkennir að neytendur geri sér sjálfir ekki grein fyrir þörfinni. Aðalsérfræðingur ráð- gjafarfyrirtækisins ARC Group seg- ir eftirspurnina takmarkast við þau fáu heimili sem hafi yfir fleiri en einni heimilistölvu að ráða. Eins og saMr standa er mál manna að aðalþörfin fyrir samtengingu tækja á heiinilum birtist í að tveir á sama heimilinu geti vafrað á vefnum á sama tíma. Sóknin verður því fyrst í stað á heimili þar sem margar tölvur eru til húsa. Talsmenn The Yankee Group, sem er rannsóknar- og ráðgjafarfyrirtæki á sviði tækni og iðnaðar, telja að 9%, eða níu og hálf milljón heimila í Bandaríkjunum, verði nettengd árið 2003, í stað 650 þúsund árið 1999. Karuna Uppal, einn aðalráðgjafinn þar á bæ, segir að mun fleiri heimili í Bandaríkjunum séu með tvær eða fJeiri heimilistölvur heldur en í Evrópu. Samt telur Uppal Evrópu- búa senn kjósa að tengja annað en PC tölvur við Netið, t.d. netsíma, lófatölvur og farsíma. Og hjá British Telecommunications eru menn nógu bjartsýnir til að spá sölu nettengdra heimilistækja fyrir 35 milljónir sterl- ingspunda í Bretlandi einu á næsta ári. Ef nettenging á heimilum verður almenn þurfa tæki sem flestir eiga, eins og þvottavél og sjónvarp, að vera með í leiknum. Innan tveggja ára sér Uppal fyrir sér að sjónvarpið, myndbandstækið og DVD spilarinn eigi sér sameiginlega stjórnstöð á heimilinu. „Krafan um skemmtun verður driffjoður slíkrar tengingar," segirhún. Með myndbandsupptökutæki tengt í stjórnstöðina getur heimilis- fólkið verið víðsfjarri og teHð upp með þráðlausum síma. Sama máii Teikning'Ingi Jensson gegnir með þvottavélina, ef hún bilar sér hún sjálf um að tilkynna umboð- inu um krankleikann. Markaðsstjóri 3Com telur lfklegast að flestir muni setja upp nettengingu á heimilum sínum af öryggisástæðum. Þannig fái þeir viðvörun og geti haft heimilið undir eftirliti séu þeir ekki á staðn- um. Útvarpsbylgjur Frumtæknin, sem lfklegt er að verði notuð við samtengingu raf- . magnstækjanna, nefnist Bluetooth og felst aðferðin í notkun útvarps- bylgju. Að sögn sérfræðings ARC Group þurfa framleiðendur einungis að verja 5 dölum, eða um 350 kr., í þann útbúnað á hvert rafmagnstæki. Vegna hagstæðs verðs telur hann að fólk kaupi fremur Bluetooth-vædd rafmagnstæki en önnur. Fleiri sér- fræðingar, ráðgjafar og rannsóknar- menn taka í sama streng. Hins vegar benda þeir á að endurnýjun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.