Morgunblaðið - 29.10.1999, Blaðsíða 2
2" B ' FÖSTUDAGUR-29. GKTÓBBR'M99
DAGLEGT LIF
MORGUNBLAÐIÐ
þér, yður, yðar, vér, oss,vor
uæmi
um
þéranir
► „Þau létu mig borða
með fjölskyldunni og þúuðu
mig. Margar vinkonur mín-
ar þénuðu hjá húsbændum
sem þéruðu þær.“ (Ýmsir
höfundar. 1980. Konur
skrifa.)
► „Þúendur nota miklu
meira skírnarnöfn en þér-
endur.“ (Skirnir. 1967.)
► „Þéringar gætu verið
dæmi um, hvernig reglur
samfélagsins skipa fólki
niður eftir þeim boðskap,
sem þær flytja hverjum og
einum.“ (Haraldur Ólafs-
son. 1974. Manneskjan er
mesta undrið.)
► Fleyg setning er höfð
eftir Sigurði Guðjónssyni
heitnum, kennara við
Verzlunarskóla Islands,
sem kallaður var Siggi
lærer. Hann var stífur
á þéringunum en
gekk, eins og gengur,
stundum illa að hafa
hemil á nemendum
sinum. Einu sinni
sem oftar var hann
að lægja öldurnar
og beindi þá þess-
um orðum til ól-
átabelgjanna:
„Þér fyrir aftan
yður gerið svo
vel að hypja
yður út!“.
(Ókunnur
höfundur.)
► Guð-
jón prófast-
ur átti kynbótahest
góðan, sem gekk um sveit-
ina, og gekk prófastur ríkt
eftir því að bændur í sókn-
inni greiddu sér gjald fyrir
notkun hestsins.
Sunnudag einn eftir
messu gefur prófasturinn
sig á tal við bónda úr sókn-
inni og segir:
„Eg á fyl í merinni yðar,
Helgi.“
„Jæja, margt berið þér
nú við, prófastur minn,“
svaraði bóndi. (Islenzk
fyndni.)
AFSAKIÐ hlé - eru
kunnugleg tilmæli til
sjónvarpsáhorfenda
um að sýna biðlund. Ef
setningin afsakið hlé er
skoðuð nánar kemur
þérun í ljós: „Afsakið þér þetta hlé“.
(„Afsakið þið“ er þó annar mögu-
leild). Sjónvarpsáhorfendur eru ekid
alveg óvanir þérun. Fyrstu ár RQds-
sjónvarpsins mátti oftlega heyra
fréttamenn og umsjónarmenn þátta
þéra viðmælendur sína, sérstaklega
ef um embættismenn var að ræða. (I
útvarpinu var að sjálfsögðu þérað).
Og nýlega bar þérun íyrir augu
áhorfenda í þýðingu á viðtali Jó-
hönnu Vigdísar Hjaltadóttur frétta-
manns við Frú Hillary Clinton: „Er-
uð þér ánægðar ...“, „Hvers væntið
þér af ráðstefhunni í Reykjavík?“,
„Þér eruð þá vongóðar ...“, „Við
hlökkum til að sjá yður í Reykja-
vík ..."
Þéranir tíðkuðust um tíma í ís-
lensku samfélagi. Helgi Guðmun-
dsson prófessor segir frá því í bók
sinni The Pronominal Dual in Icela-
ndic (1972. Reykjavík. bls. 31), að í
fomu máli hafi verið þrjár tölur og
að þá hafi fleirtalan verið vér, oss,
vár, þér, yðr, yðar. Núna er engin
tvítala til lengur. Þessi fornöfn urðu
hátíðleg fleirtala (t.d. í biblíumáli)
og jafnvel hátíðleg eint-
ala (eins og
þegar þérað
var). Gamla
tvítalan „við“
og „þið“ hætti
að vera sérstök
tvítala og varð
venjuleg, hvers-
Virðing var borin fyrir flestum kennurum og var það ýmist að barnakennarar létu börnin þéra sig eða
ekki. Einnig létu þeir börnin ávarpa sig „kennari“ en ekki með skírnarnafni. Þeir þéruðu börnin hins-
vegar ekki. Kennslustund í Melaskólanum.
dagsleg fleirtala. Síðan farið var að
þéra á 17. öld getur 2. persóna (þér)
líka verið í hlutverki eintölu.
Heimildir eru til sem sýna að þér-
un var orðin yenja á 17. öld. Prest-
amir Stefán Ólafsson (1620-1688) og
Bjami Gissurarson (1621-1712)
nefna þéran sérstaklega í kveðskap
sínum og sýnir það að siðurinn var
kominn til sögunnar.
Það var því munur á að þéra og
þúa á 17. öld og nokkuð ljóst að þér-
anir fylgdu höfðingjum, en alþýðu-
fólk þéraði ekki hvað annað. Þéranir
fylgdu prestum og þær urðu hluti af
uppeldisaðferð þeirra. Þéran fylgdi
fermingum, því að þéra mátti böm
eftir fermingu, en ekki undir ferm-
ingu.
Skólaþegnar vora þéraðir, þérað
var í Bessastaðaskóla og Skálholts-
DYRKUN
skóla, Menntaskólanum á Akureyri,
Menntaskólanum í Reykjavík,
Kvennaskólanum, húsmæðraskól-
um, og fól þéran bæði í sér fjarlægð,
eða bil milli manna, og virðingu. Al-
þýðufólk beitti ekki þéran en samt
þúaði það ekki ókunna menn sem
bar að garði eins og sauðaþjófa held-
ur spurði fremur: „Hver er maður-
inn?“ eða „Hvaðan kemur maður-
inn?“
„Ég þúa guð og góða menn“
Jón Aðalsteinn Jónsson, sem var
umsjónarmaður þáttarins Islenskt
mál í Ríkisútvarpinu, segist sakna
þérana úr íslensku máli. Þær hafi
þjónað ákveðnum tilgangi, og ef til
vill hefur verið gengið of langt í því
að fjarlæga þéran, því spyrja má
hvers vegna þéran Þjóðveija er
breytt í 1. persónu í íslensku sjón-
varpi?
„Eg kenndi í tólf ár í Kvennaskól-
anum í Reykjavík og þéraði þar alla
tíð, eða fram til ársins 1955. Yfir-
maður minn hjá Orðabók Háskól-
ans, Alexander Jóhannesson, þéraði
mig aOa tíð. Hann þéraði einnig
Jakob Benediktsson og Ásgeir
Blöndal. Þetta var bara venja og al-
menn kurteLsi," segir hann.
„Ég þúa trúlega alla menn núna,“
segir Jón Aðalsteinn og vitnar svo í
Eyjólf ljóstoll: „Ég þúa guð og góða
menn en þéra yður og andskotann."
Eftir öðram var haft: „Kallið þér
mig yður, helvítið þitt,“ og hélt að
talað væri um blóðmörsiður."
„Þéringar era heppilegar hjá oss,
til að halda mönnum frá oss“ var
haft eftir einum manni snemma á
FRANSKAN
I ÞYÐINGU Helga Hálfdanar-
sonar á Kóraninum eru fornöfnin
notuð á hinn forna hátt, og tvítalan
er enn í gildi:
„I nafni Allah hins milda og misk-
unnsama.
Ég er Allah, hinn Alvitri. Þetta er
hin Fullkomna Bók, sem Herra Al-
heimsins hefur opinberað; á því er eng-
inn efi.
Hvort segja þeir: „Hann hefur falsað hana
sjálfur?" Nei, hún er sannleikurinn, sem kom-
inn er frá Herra þínum, svo að þú getir varað
menn við, þá sem enginn hefur áður flutt við-
vörun, og að þeir hljóti rétta leiðsögn.
Það var Allah sem skóp himna og jörð á sex
dögum, og allt það sem þar er í millum, og
steig síðan upp til síns hásætis. Þér eigið eng-
an annan vin né árnaðarmann en Hann. Viljið
þér eigi hugsa ráð yðar?
Hann ríkir yfir gjörvöllu sköpunarverki frá
himni til jarðar; og um siðir mun það hefjast
upp til Hans á einum degi, sem að yðar tíma-
tali er þúsund ár.
Hann þekkir allt hið séða og óséða. Hann er
hinn Almáttugi, hinn Miskunnsami, sem gjörir
allt, sem Hann skapar, fagurt og gott. Hann
skóp fyrst manninn af leir, og síðan afkvæmi
hans af dropa lítilmótlegs vökva. Hann mótaði
hann og blés í hann anda sínum. Hann gaf yð-
ur augu og eyru og hjarta; en lítið er þakklæti
yðar.
Og þeir segja: „Þegar vér erum horfnir í
jörðina, hversu verðum vér þá vaktir til lífs?“
Þeir neita því að þeir muni nokkru sinni koma
fyrir augu Herra síns.
Seg þú: „Engill Dauðans, sem gefið er vald
yfir yður, mun hrífa brott sál yðar. Og þá
munið þér allir aftur sendir til Herra yðar.“
Betur þér fengjuð að sjá illvirkjana þar sem
þeir drúpa höfði frammi fyrir Herra sínum!
Þeir munu segja: „Herra, nú sjáum vér og
heyrum. Send Þú oss aftur, og vér munum
aldrei neitt rangt gjöra, því nú erum vér stað-
fastir í trú ilii
Kóran, bls. 255, 32. þáttur. Þýð. H.H. Útg.
MM, 1993.
„f FRÖNSKU eru þéringar rótgrónar og
virðast ekki vera á undanhaldi þó einhver
munur sé á notkun þeirra nú en fyrir
nokkrum áratugum. Þérunin er mynduð
þannig að notuð eru annarrar persónu
fleirtölumyndir sagna, persónufornafna og
eignarfornafna þegar ávarpaðir eru ein-
staklingar sem mælandinn vill sýna virð-
ingu eða vill skapa fjarlægð við,“ segir
Torfi Tulinius dósent við Háskóla íslands.
„Kennarar ætlast til af nemendum að
þeir þéri þá. Sömuleiðis eru yfírmenn þér-
aðir á vinnustöðum. En þéringin táknar
fyrst og fremst fjarlægð. Fólk sem ekki
þekkist þérast, sömuleiðis fólk sem ekki
kærir sig um að þekkjast. Þúun er hins veg-
ar almenn meðal barna og unglinga, jafnvel
háskólastúdenta. Meðal fullorðinna táknar
hún jafningjastöðu og vináttu. Hún þjónar
því ekki ólíku hlutverki og notkun gælun-
afna í okkar máli. Karl ráðuneytisstjóri var
almennt kallaður Kalli í bernsku og þegar
hann var í lagadeildinni. Nú eru það bara
vinir hans og fjölskylda sem gera það.“
Enginn vafi Iék á því að þéra átti
rosknar konur. Götumynd úr
Austurstræti árið 1938.
*
„A kvöldin heyrast þar kynjahljóð, komið
þér sælar, jómfrú góð,“ kvað Þórbergur
en Gunnar Hersveinn spurði hvort þéranir
hefðu verið almenn kurteisi eða hæðni?
Þéranir fylgdu höfðing;ium.
Nokkrir grípa enn til þérana í bréfum
og sakna þeirra úr talmáli.
meðal vor
/
a