Morgunblaðið - 29.10.1999, Page 4

Morgunblaðið - 29.10.1999, Page 4
4 B FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER1999 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 B 5 DAGLEGT LÍF Listagata í mótun ✓ A síðustu árum hefur Skólavörðustígurinn verið að marka sér ákveðið svipmót sem listagata en þar er nú að fínna flestar lista- verkaverslanir, handverkshús og gallerí borgarinnar. Hildur Einarsdóttir og Asdís Asgeirsdóttir fóru í gönguferð og ráku inn nefíð þar sem þær þóttust merkja ein- hverja listastarfsemi. GATAN lætur ekki mikið yfir sér þar sem hún liggur upp á Skólavörðuholtið með sinni fjölbreytilegu blöndu af húsum, nýjum og gömlum, litlum og stórum, fábrotnum og ífkmann- legum. I þessum húsum þrífst marg- vísleg starfsemi auk þess sem tölu- verð íbúðarbyggð er við götuna. Talið er að um þrjú hundruð manns eigi þama heima. Gangandi umferð er því töluverð. A sumrin setja ferðamenn mikinn svip á götumyndina þar sem þeir ráfa á milli listhúsanna á leið sinni upp að Hallgrímskirkju. Óhætt er að fullyrða að þá aukningu sem hefur orðið á listastarfsemi við Skóla- vörðustíginn megi að mestu rekja til fjölgunar ferðamanna í Reykjavík. Skólavörðuholtið hefur í gegnum tíðina verið eitt helsta athvarf ferða: manna sem koma til Reykjavíkur. í Skólavörðunni, sem eitt sinn stóð á holtinu og gerð var eftir teikningu Sigurðar Guðmundssonar málara, var einn besti útsýnisstaður bæjar- ins. Varðan vai’ úr höggnu grjóti og stigi var inni í henni svo þar mátti komast upp og sást þá vítt yfir. Árið 1931 var varðan rifin til að rýma fyrir styttu Leifs Eiríkssonar. Eins og menn eflaust vita hlóðu Hólavalla- skólapiltar fyrstu vörðuna á holtinu árið 1793 og er Skólavörðustígurinn kenndur við hana. Meðan enn var óbyggt við Skóla- vörðustíginn var hann eins konar skemmtigöngustígur upp á holtið. Þangað komu konur með börn sín á góðviðrisdögum, gerðu þar hlóðir og hituðu sér kaffi og drukku meðan bömin fóru í feluleik á milli stein- anna. Skömmu fyrir miðja 19 öldina var farið að reisa hús við stíginn sem jafn- framt varð aðalleiðin út úr höfuðstaðnum. A þessari öld hefur Skólavörðustígurinn verið ein aðalverslun- argata borgarinnar. Eins og við fleiri slíkar götur í borginni hefur þrifist þar ýmiss konar listastarfsemi í bland við annað. Svo dæmi sé tek- ið þá reisti Guðmundur Einarsson frá Miðdal höggmyndavinnustofu sína í bakhúsi við Skólavörðustíg 43 árið 1964 og kallaði Listvina- húsið. í útbyggingu að framanverðu húsinu var og er sölubúð. Upphaflega var vinn- ustofa Guðmundar reist uppi á holtinu á þriðja áratugnum en hún varð að víkja fyrir nýbyggingu Iðnskól- ans. Lengi vel voru seldir þarna mun- ir hannaðir af Guðmundi frá Miðdal en hin síðari ár hefru' Listvinahúsið einkum sérhæft sig í gerð leirmuna fyrir ferðamenn sem eru unnir af syni og sonarsyni Guðmundar sem báðir eru leirkerasmiðir. Fleiri ágætir listamenn hafa komið við sögu götunnar í gegnum tíðina. Þórbergur Þórðarson bjó lengi vel í litlu húsi við Skólavörðustíg 10 sem kallað var Bergshús. í húsinu gerð- ust ýmsir atburðir sem Þórbergur segir frá í Ofvitanum og frægt er orð- ið. Bergshús var síðar rifið og þar stendur nú nýbygging eftir Guðmund Kr. Guðmundsson arkitekt. í húsinu eru nú meðal annars vinnustofur arkitekta. Árið 1919 keypti Eyjólfur Eyfells listmálari tvö timburhús að húsabaki við Skólavörðustíg 4A og 4C. Þar starfaði hann og bjó með fjölskyldu sinni. I öðru húsinu rak kona hans Ingibjörg Eyfells hannyrða- og vefn- aðarvöruverslunina Baldursbrá ás- amt Kristínu Jónsdóttur. Má kannski orða það svo að Baldursbrá sé fyrsti vísirinn að þeim handverkshúsunum sem hafa verið við stíginn. Ef gönguferðin er hafin á mótum Bankastrætis og Skólavörðustígs og reynt að þræða þau hús sem hafa geymt eða geyma listastarfsemi blas- ir við tvílyft timburhús á hægri hönd að Skólavörðustíg 4 B. Þar var á annan tug ára rekin gallerí. Fyrst kom Gallerí Grjót árið 1983 en að því stóðu átta listamenn í mis- munandi greinum mynd- listarinnar. Þegar ákveðið var að selja húsið sex árum síðar hættu þau starfsem- inni að sögn Ofeigs Bjöms- sonar, gullsmiðs og mynd- höggvara sem var einn þeirra sem ráku gaUeríið. Nýi eigandinn, Hann- es Lárusson myndlista- maður, setti á laggim- ar gallerí í húsinu sem hann kallaði Gallerí 11 og var starfrækt fram til ársins 1994. Stefna gallerísins var að sýna framsækna list og þar sýndu jöfnum höndum Islendingar og útlend- ingar. Hannes býr á efri hæð hússins en á jarðhæðinni er tísku- verslunin Stfll. Það er undarieg árátta að þurfa að forvitnast bak við annarra manna hús en stundum borgar það sig í hinu óvænta. Bak við nokkur af húsun- um við Skólavörðustíginn er að fínna litla, listræna, garða. Þegar gengið er inn sundið til hlið- ar við húsið birtist óvænt garður svo friðsæll og fallegur í andstöðu við er- illinn rétt handan við hornið. Dæmi um apann slíkan er við Listvinahúsið. í garðinum er gos- bmnnur og stytta eftir Guðmund frá Miðdal í honum miðjum. Ef gengið er yfir götuna að Skóla- vörðustíg 3 (Pfaff-húsið) rekst mað- ur inn í skemmtflegan brúðuheim. Þetta er Gaflerí 3 en þar em seldar handgerðar postulínsbrúður og ýms- ir munir úr leir. Brúðurnar era allt upp í 70 cm að stærð, klæddar þjóð- búningum frá ýmsum löndum. Þær era framleiddar hjá fyrirtækinu Camillu í Hafnarfirði. Sigríður og Freyja Þorgeirsdætur reka bæði fyr- irtækin. Sigríður er fatahönnuður að mennt auk þess sem hún hefur lært postulínsbráðugerð og Freyja er nú í læri hjá systur sinni. Fyrir rámum áratug var Guðrán Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú með verslun í þessu rými sem hún kallaði Garn gallerí. Þar seldi hún gam og uppskriftir að prjónafatnaði. Hún hannaði einnig og prjónaði peys- ur sem hún seldi í versluninni og leið- beindi fólki með prjónaskapinn. Kaffihúsið Mokka við Skólavörðustíg 5 A hefur verið eitt helsta athvarf listamanna, bóhema og námsfólks síðan 1958. Frá upphafi hafa verið þar listsýningar og Mokka var íyrst íslenskra kaffihúsa til að sérhæfa sig í espressokaffi. Hjónin Guðný Guðjónsdóttir og Guðmundur Baldvinsson hafa rekið þetta nota- lega kaffihús frá upphafi og hafa inn- 1. Vasi gerður af Ingu Elínu Kristins- dóttur myndlistarkonu. 2. í þessu húsi var eitt sinn hannyrða- verslunin Baldursbrá sem segja má að sé fyrsti vísirinn að hand- verkshúsum við stíginn. 3. Kaffihúsið Mokka hefur verið eitt helsta athvarf Iistamanna, bóhema og námsfólks. Það var fyrst kaffi- húsa hér á landi til að sérhæfa sig í espressókaffi. 4.1 garðinum við Listvinahúsið er gosbrunnur og stytta í honum miðj- um eftir Guðmund frá Miðdal. 5. Á sumrin setja ferðamenn mikinn svip á Skólavörðustíginn þar sem þeir ráfa á milli listhúsanna á leið sinni upp að Hallgrfmskirkju. 6. Ófeigur Björnsson, gullsmiður og myndhöggvari ásamt konu sinni Hildi Bolladóttur og syninum Bolla sem einnig er gullsmiður. Þau reka gullsmíðaverslun og gallerí við Skólavörðustiginn. 7. Bjarni Þór Kristjánsson út- skurðarmaður við vinnu sína í hand- verkshúsinu Hnossi. 8. Guðmundur Kjartansson í verslun sinni Smíðar og skart sem selur mál- verk og Iistmuni úr tré og leir. 9. Á höggmyndasýningum hjá Ófeigi eru verkin stundum sýnd út í garðin- um, bak við húsið. 10.1 Galleríi 3 eru seldar handgerðar postulínsbráður búnar til af systrun- um Sigríði Þorgeirsdóttur, til vinstri á myndinni, og Freyju Þorgeirsdótt- ur. 11. í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar er starfandi gallerí sem er kallað Forsetastofan. Þar mega að- eins karlmenn sýna. réttingar ekkert breyst á þessum tíma. Hannes Sigurðsson listfræð- ingur sem er tengdasonur þeirra sér nú um sýningarhaldið. Fyrii- ofan Mokka við Skólavörðustíg 5 er kjami þriggja listmunafyrirtækja. Húsið vai- byggt laust eftir 1880 og gekk þá undir heit- inu Ekkjukassinn. Húsinu hefur ver- ið breytt töluvert en unnið er að því að koma hluta þess í uppranalegra ástand. Húsið er í eigu Ófeigs Bjöms- sonar, gullsmiðs og myndhöggvara, sem rekur þar verslun með skartgripi og högg- myndir en gallerí er uppi á loftinu auk þess sem hann býr í húsinu ásamt fjölskyldu sinni. Þegar við ræddum við Ófeig kom í ljós að það hefur alltaf verið draumur hans að vera með listastarfsemi í öllu húsinu og nú hefur sá draumm- ræst. Auk hans er þama Gallerí Ingu Elínar Kristins- dóttur. Selur hún glervöra og list- muni úr keramiki sem hún hefiu- hannað og unnið. Þar fyi-ir ofan er listmunaverslunin Meistari Jakob sem rekin er af ellefu myndlistar- menntuðum listamönnum sem vinna við listmálun, grafík, veflist, leirlist, textíl og höggmjmdalist. Listamenn- irnir skiptast á að afgreiða í verslun- inni. Ófeigur Björnsson hefur rekið fyr- irtæki sitt í níu ár við Skólavörðustíg- inn. Hann sagðist alltaf hafa haft trú á því að Skólavörðustígurinn gæti orðið skemmtileg listagata. „Það er líka alltaf hlýtt á Skólavörðustígnum, vindurinn nær sér ekki upp héma,“ segir hann. „Hér ríkir góður andi og samstarfið er gott þótt það sé óform- Förum með blóm þegar ein- hver opnar nýtt fyrirtæki legt. Við höfum það fyrir venju að fara með blóm ef einhver er að opna nýtt fyrirtæki við götuna en við slepptum því þegar spilavítið var opnað héma hinum megin við göt- una.“ Bak við húsið hjá Ófeigi er garður og þegar er höggmyndasýning hjá honum þá hafa verkin verið til sýnis í garðinum. Tónlistarappákomur hafa líka verið þar við opnun sýninga. A Skólavöróisstíg 12 erverslunin Litir og föndur sem sérhæfir sig í föndur- og myndlistarvöram. I sama húsi, á hominu, er Tísku- verslunin Man. Það sem er sérstætt við verslunina er að í kjallara hennar er myndlistarsalur sem leigður er út. Hugmyndin að því að nýta kjallarann á þennan hátt er komin til af því að eigandinn, Þorbjörg Daníelsdóttir, vann í nokkur ár hjá Félagi íslenskra myndlistai-manna og rak sýningarsal og gaflerí á vegum félagsins í Gai-ða- stræti og hefur því reynslu á þessu sviði. „Eg vissi að það vantaði sal í þessari stærð sem er millistærð af sýningarsal," segir hún þegar við ræðum við hana.“ „Mér finnst fatnað- ur og flst fara vel saman,“ bætir hún við. „Eg geri ákveðnar gæðakröfur hvað varðar fatnaðinn og þjónustuna sem ég veiti. Að sama skapi verður sú list sem hér er sýnd að búi yfir ákveðnum gæðum. Þannig styðui- þetta hvort annað.“ Galleríð er opið á afgreiðslutíma vei-slunarinnar. Um helg- ar verða flstamennimir að sjá sjálfir um yfirset- una. Þá er notast við ann- an útgang sem vísar út á Skólavörðustíginn. I þessu samhengi má velta fyrir sér hinum ýmsu rekstrarformum sem flsta- starfsemin við Skólavörðustíg hefur. I nokkram af flsthúsunum fer fram blönduð starfsemi eins og til dæmis hjá Ófeigi en þar er bæði gaflerí og vinnustofa þar sem hann og sonur hans Bolfl, sem einnig er guflsmiður, vinna. Þetta er dæmigert fjölskyldu- fyrirtæki því eiginkonan, Hildur Bolladóttir, sér um daglegan rekstur. Hjá Meistara Jakobi era það margir listamenn sem reka verslunina á móti einyrkja eins og Ingu Elínu. Þeir síð- astnefndu era með vinnustofur sínar annars staðar. Ofar í götunni að Skólavörðustígur 16 og 16A era þar listmunaverslanh-nar Smíðar og Skart og Gallerí Reykjavík. Þar er reksturinn ekki í höndum listamann- anna sjálfra heldur fer þar fram um- boðssala á verkunum. Atta mánuðir era síðan þau mæðg- in Svava Jónsdóttir og Guðmundur Kjartansson tóku við versluninni Smíðar og skart. Þar eru seld mál- verk og listmunir úr leir og tré. Þau láta vel yfir veru sinni við Skólavörð- ustíginn og segja götuna aðalferða- mannagötu borgarinnar. Svava lýsir vel andrámsloftinu við götuna þegar hún segir: „Þegar ég kem í vinnuna á morgnana klukkan níu liggja ferða- mennirnir á glugganum og bíða eftir því að fá að komast inn. Þegar inn er komið er eins og sumir þeirra haldi að þeir séu staddir í dótabúð og líkt og böi-nin benda á það sem þeir vilja kaupa. Síðan biðja þeir mig um að pakka vöranni inn meðan þeir skreppa upp í Hallgrímskirkju tfl að smefla af einni mynd!“ Nýjasta listmunaverslunin í göt- unni er Gallerí Reykjavík. Galleríið var opnað menningarnóttina, 21. ágúst síðastliðinn og er í eigu Guð- finnu Hjálmarsdóttur sem rekur verslunina Litir og föndur neðar í götunni. Gallerí Reykjavík tekur myndverk og listmuni í umboðssölu eftir núlifandi listamenn. Ætlunin er að opna 150 fm sýningarsal í kjallara hússins um aldamótin. _____________ Aðeins ofar, vinstra megin á götunni, er Skólavörðustígur 15. í Herrafataverslun Kor- máks og Skjaldar er starfandi gallerí sem er kallað Forsetastofan. Þar mega aðeins karlmenn sýna og skilyrði er að verkin séu olíumálverk á striga, helst í gylltum ramma! Skjöldui- Sigurjónsson, annar eigandi verslunai-innar, segir að akademía sé starfandi í tengslum við Forsetastof- una. Forseti hennar er Kristján Dav- íðsson en aðrir í akademíunni era Thor Vilhjálmsson, Langi Seli, Ai-i Alexander og einn fulltrái frá versl- uninni. Hlutverk akademíunnar er að velja listamennina sem sýna hverju sinni. Verk eftir Jón Óskar hanga nú uppi í Forsetastofunni og hefur sýn- ing hans staðið yfir í eitt ár. Er það Islandsmet í sýningaráthaldi, að sögn Skjaldar. Stendur til að fram- lengja sýningu Jóns Óskars um eina viku. í næsta húsi, Skólavörðustíg 17A er Kvika sem er verslun og verkstæði og höndlar með handunn- ar vörur einkum úr leðri og roði. Við Skólavördustíg 17 er African Gallery sem selur handunna listmuni frá Afríku. Kolbrán Vala hefur rekið verslunina í nokkur ár. Segh- hún að sér finnist að megi gera Skólavörð- ustíginn útlitslega meira aðlaðandi. Þar mætti hafa meiri gróðm- auk þess Skólavörðu- holtið hefur verið eitt helsta athvarf ferðamanna sem vekja ætti aukna athygli á göt- unni til að laða að fleiri viðskiptavini. Skólavörðustígurinn átti sitt niður- lægingartímabifl eftir að Kringlan var opnuð en hefur verið að ná sér á strik. Gatan er ennþá í mótun og ef*' laust eigum við eftir að sjá töluverðar breytingar á henni næstu árin. Enn- þá er verið að byggja við stíginn. Ný- lega var húsið að Skólavörðustig 8 rifið. Þar var til húsa Úra- og skart- gripaverslun Kornelíusas Jónssonar. Hyggjast Komelíus og synir hans reisa þar nýtt og veglegra hús undir starfsemi sína. I sumar var töluvert gert til að snyrta og fegra götuna. Hús vora máluð og Skólavörðustígurinn gerð- ur að blómagötu í samvinnu við borg- aryfirvöld. Sást þess víða stað í blóma. keram eða körfum með blómum sem hengdar vora á húsgaflana. Verslanir og þjónustufyrirtæki hafa verið að teygja sig ofai- í götuna. Við Skólavörðustíg 20 er verslun sem heitir Art Form-gjafavörar. Þetta er spennandi verslun fyrir þá sem hafa yndi af vel hönnuðum mun- um. Þama ægir saman listmunum, húsgögnum, bamaleikföngum og töskum, allt vandaðar vörar eftir við- urkennda ítalska og finnska hönnuði. Þar er einnig hægt að fá skartgripi eftir gullsmiðina Jens og Hansínu. Eigandi verslunarinnar, Hlöðver Sig- urðsson, segir að sér finnist Skóla- vörðustígurinn vera að vinna sig upp sem verslunargata. Segist hann hafa orðið var við að fólk komi sérstaklegá* í bæinn til að skoða Skólavörðustíg- inn. Slétt og brugðið er verslun sem höndlar einkum með gam og aðrar vörur til prjónaskapar. Verslunin er staðsett að Skólavörðustíg 22. Handverkshúsið Hnoss er í sama húsi og Slétt og bragðið. Sex lista- menn reka verslunina og selja þar verk sín. Skiptast þeir á að vinna einn dag í viku í versluninni. Hér er að finna skemmtilega muni sem hafa verið skornir út í tré eða renndir í vél, handunna hnífa, skai-tgripi úr beini og hvaltönn, keramikvörur og silki- málverk. Umbúðimar sem bjóðast utan um vörana era sérhannaðar úr bylgjupappa. Listamennimir hafa einnig sýnt handverk sitt utandyra þegar slegið var upp eldsmiðju á menningarnótt- inni síðastliðnu. Af því tilefni var einnig sýndm’ tréskurður utanhúss. Gallerí Nema hvað er einnig að Skólavörðustíg 22. Nemar mynd- listardeildar Listaháskóla Islands reka þennan litla sýningarsal. Stórir gluggar era á salnum sem snúa út að götunni svo ef galleríið er lokað geta menn bara litið inn um gluggann og þannig notið sýningarinnar. Nem- endur geta þama sýnt frítt í hálfarí mánuð í senn. „Það er ágæt reynsla að halda sýningu og kynna sig og sín verk, maður lær- ir líka svo margt um sjálf- an sig í leiðinni,“ segir Frosti Friðriksson sem nýlega hélt þar sýningu." Galleríið er opið frá fimmtudegi til sunnudags á milli klukkan tvö og sex. I kjallara hússins númer 35 er fyr- irtæki sem heitir Speglar og innrömmun. Pacas, sem er Brasilíu- maður, rekur fyrirtækið og selur þar myndflst eftir sjálfan sig, einkum landslagsmyndir. Hér hefur aðeins fátt eitt verið tal- ið sem getur glatt fagurkerann serri spókar sig á Skólavörðustígnum. Hægt væri að fjalla um ýmis ágæt dæmi um húsagerðariist, gamla sem nýja sem þarna er að finna, bókabúð- ina á horninu og svo mætti áfram telja. Það er þó ekki hægt að skilja við Skólavörðustíginn án þess að minn- ast á feldskerann Eggert sem hannar og saumai' listafallegar flíkur úr skinni. Vinnustofa hans og verslun er á Skólavörðustíg 38. María Lovísa fatahönnuður er með verslun á Skólavörðustíg 3A. Þar sem húp> selur sérhannaðan fatnað sinn en hún var með fyrstu íslensku hönnuðunum tfl að setja upp verslun með eigin fatalínu. Heimildir: Reykjavík-Sögustaður við sund eftii' Pál Líndal. Indæla Reykjavík, eftir Guðjón Friðriksson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.