Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 7/6 -13/6 ►FRÁ því í mars á þessu ári hafa yfirvöld í Reykja- vfk veitt 17 ný vínveitinga- leyfi og eru því veitinga- staðir með vínveitingaleyfi orðnir 169 í borginni. ►FRAMKVÆMDANEFND um einkavæðingu hefur ákveðið að bjóða hópi fjár- festa að kaupa 51% hlut rík- isins í Fjárfestingarbanka atvinnulifsins hf. á genginu 2,8. Kaupverðið er samtals tæplega 10 milljarðar. Með- al kaupenda eru sjö lífeyris- sjóðir. ►DAVÍÐ Oddsson forsætis- ráðherra útilokaði ekki að íslensk stjórnvöld þyrftu að breyta um stefnu í peninga- málum ef Bretland, Dan- mörk og Svfþjóð gerðust aðilar að myntbandalaginu. Þetta kom fram í ræðu sem hann hélt á fundi Bresk-ís- lenska verslunarráðsins í vikunni. Hann útilokaði ekki aðild íslands að ESB f framtíðinni en sagði að ekki væri knýjandi þörf á því núna. ►KRISTINN Sigmundsson óperusöngvari mun syngja á móti Placido Domingo í óperunni Valkyrjunum eftir Wagner í Metropolitan-óp- erunni í New York á næsta ári. Kristinn er þriðji ís- Iendingurinn sem hlotnast sá heiður að syngja í þessu fræga húsi, en áður hafa María Markan og Kristján Jóhannsson sungið þar. ►LÖGREGLAN handtók tvo innbrotsþjófa í Grafar- vogi í gær en þeir höfðu þaulskipulagt innbrotið og skoðað fbúðina áður í gegn- um fasteignasölu þar sem hún hafði verið á sölulista. Þrír menn létust PRÍR menn létust í aftakaveðri á Mý- vatni aðfaranótt miðvikudags. Menn- imir voru að vinna við að leggja ljós- leiðara yfir vatnið. Þeir réru af stað um kvöldmatarleytið á þriðjudag á litlum trébát. Þegar líða tók á kvöldið fór veð- ur að versna með þeim afleiðingum að báturinn sökk. Leit hófst að mönnunum þegar þeirra var saknað en veðurskilyrði hömluðu leitarstarfinu. Vatnið var gruggugt og lágt hitastig þess, eða um ein gráða , gerði það að verkum að það fraus í búnaði köfunarmanna. Fyrsti maðurinn fannst sömu nótt og leit hófst en lík hinna tveggja fundust ekki fyrr en á fimmtudag. Þegar mest lét tóku áttatíu manns þátt í leitinni. Meiri verðbólga en áætlað var í ENDURSKOÐAÐRI verðbólguspá Seðlabankans er gert ráð fyrir 3,3% verðbólgu milli ársmeðaltala 1998 og 1999 og 4,6% hækkun frá upphafi til loka þessa árs. Már Guðmundsson, að- alhagfræðingur Seðlabankans, segir að spáin byggist ekki á sérstakri bjaj't.- sýni en hún byggist meðal annars á%ið’ launahækkanir verði ekki meiri en 6,5% milli ára, gengið verði óbreytt og að raunverð á fasteignum í Reykjavík hækki í byrjun næsta árs. I tilkynn- ingu frá Seðlabankanum kemur fram að þetta sé meiri verðbólga en hægt sé að una við. Már segir að verðbólgan gæti þó orðið eitthvað minni á næsta ári ef gengið styrktist og launahækk- anir yi-ðu eitthvað minni. Dræm aðsókn AÐSÓKN í nám á sviði sjávarútvegs hefur minnkað verulega á undanförn- um árum. Forráðamenn Háskólans á Akureyri hafa örðið fyrir miklum vonbrigðum með aðsókn I sjávarút- vegsfræði. A sama tima sækja æ færri í skipstjóra- og stýrimannanám og sjávarútvegsbrautir í framhalds- skólum. Ráðamenn Armeníu myrtir í skotárás VOPNAÐIR menn ruddust inn í þing- sal armenska þjóðþingsins í Jerevan á miðvikudag og myi-tú átta af æðstu embættismönnum landsins, þar á með- al forsætisráðherrann, Vazgen Sarksyan, og þingforsetann, Karen Demirchian. Byssumennirnir tóku tugi manna sem staddir voru í þinghúsinu í gíslingu. Hundruð lögreglu- og her- manna umkringdu þinghúsið. Byssu- mennirnir, undir stjórn Nairis Un- anyans, fyrrverandi blaðamanns og fé- laga í þjóðernissinnuðum flokki, sögð- ust í íýrstu ætla að steypa stjórnínni, sem þeir sökuðu um að hafa leitt þjóð- ina á villigötur. Þeir gáfust upp á fimmtudag og slepptu gíslunum, gegn því að fá að lesa yfirlýsingu í sjón- varpi. Her landsins gaf út harðorða yf- irlýsingu um árásina og krafðist af- sagnar æðstu manna öryggismála í landinu. Forsetinn, Robert Kocharyan, stýrði samningaviðræðum við byssumennina. Hét hann þeim sanngjörnum réttarhöldum. ESB-nefnd hafnar kjötbannsrökum „K.JÖTDEILA" Breta og Frakka náði hámarki í vikunni. Sextán manna sér- fræðinganefnd á vegum framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins komst á föstudag einróma að þeirri niðurstöðu að rök Frakka fyrir áframhaldandi innlutningsbanni á brezku nauakjöti væru ógild. Nefndin hafnaði 600 blað- síðna greinargerð franska heilbrigðis- eftirlitsins þar sem færð voru rök fyr- ir því að enn væri hætta á því að neyzla á brezku nautakjöti gæti valdið kúariðusmiti í mönnum, sem þar með gætu sýkzt af heilarýrnunarsjúk- dómnúm Creutzfeldt-Jakob. Fögnuðu Bretar þessu en viðbragða frá Frökk- um er ekki að vænta fyrr en eftir helgina. ► TVEGGJA hreyfla einka- þota af gerðinni Leaijet 35 með fímm manns um borð, þ.á m. kylfinginn Payne Stewart, fórst í S-Dakótaríki í Bandaríkjunum á mánudag. Flaug þotan stjórnlaust í nokkra tíma áður en hún hrap- aði og er líkum að því leitt að skömmu eftir flugtak hafi jafn- þrýstibúnaður vélarinnar bilað með þeim afleiðinguin að allir um borð dóu úr kulda og súr- efnisskorti á nokknim sekúnd- um. ► SVISSNESKI Þjóðarflokk- urinn (SVP), sem sett hefur baráttu gegn innflytjendum og aðild að Evrópusambandinu á oddinn, var sigurvegari þing- kosninga í Sviss um sfðustu helgi. Christoph Blocher, helzti áhrifamaður flokksins, krafðist þess að áhrif hans í ríkisstjórn- inni yrðu aukin, en í fjögurra flokka þjóðstjóminni sem verið hefur við lýði í Bcrn undan- fama fjóra áratugi átti SVP einn ráðherra fyrir. ► ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna tók um það einróma ákvörðun á mánudag, að senda 11.000 manna friðargæzlu- og lögreglulið til Austur-Tímors og leysa af hólmi fjölþjóðlegu hersveitirnai- sem þar hafa verið undir forystu Ástrala frá því um miðjan september. ► MOHAMMAD Khatami, for- seti írans, lauk á fostudag þriggja daga opinberri heim- sókn til Frakklands. Hann er fyrstur íranskra þjóðarleiðtoga til að heimsækja landið sfðan klerkabyltingin í Iran var gerð árið 1979. Lét Khatami m.a. þau orð falla í heimsókninni að aukin hnattvæðing væri ef til vill einungis ný útgáfa af ný- iendustefnu Vesturlanda. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Regnbogi yfír Reynisdröngum HAUSTIÐ hefur verið vætusamt og tiltölulega hlýtt í Mýrdalnum. Sólin hefur þó oft náð að skína á dropana og mynda regnboga. Einn slíkur var upp af Reynisdröngum þegar þessi mynd var tekin. I forgrunni sést Skiphellir, sem er í hörarunum rétt austan við' Höfðabrekku. titræði tók þar af í Kötluhlaupi árið 1660 en þá bar jökulhlaupið fram efnið í láglendið sem þjóðvegurinn austur á Mýrdalssand liggur nú um. Maður vildi bætur vegna uppboðs á þremur hrossum Tókst ekki að sanna eignarrétt sinn HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað ríkissjóð af kröfum manns, sem vildi bætur fyrir það tjón sem hann hefði orðið fyrir þegar hross hans voru boðin upp sem óskila- hross. Hæstiréttur sagði manninn ekki hafa fært sönnur á að hann væri réttur eigandi hrossanna. Maðurinn, sem er búsettur á Akureyri og á um 100 hross, kvaðst hafa saknað þriggja hrossa sinna í október 1994, en þau höfðu verið á beit í Glæsibæjarhreppi. Nokkru síðar voru fimm hross auglýst í óskilum í Hrafnagils- deild Fjallskilaréttar Eyjafjarðar- sveitar í dagblaðinu Degi af hálfu fjallskilastjóra, en maðurinn átt- aði sig ekki á að í þeim hópi væru hans hross. Hann benti meðal annars á, að lýsingu á hrossunum hefði verið ábótavant, en þeim var m.a. lýst sem „brúnskjóttur hest- ur, ómarkaður, ca 3 vetra, jörp hryssa og mósótt hryssa, báðar með markinu lögg aftan vinstra og lögg aftan hægra, 2-5 vetrá.“ Eftir að maðurinn þekkti aðra hryssuna sem sína í hesthúsi manns sem hafði keypt hana á uppboðinu, gerði hann sér grein fyrir hvað hefði gerst og reyndi að fá hrossin aftur. Lögum sam- kvæmt var honurn það ekki kleift, éh hins vegár átti halin mögúleika á að fá apdvirði hrossanna á upp- boðinu gréitt, gíeti hánn sánnað eignarrétt sinn. Lýsingum ábótavant Maðurinn sagði að hann hefði , ekki getað þekkt hrossin í dag- blaðsauglýsingunni sem sín og bað um að tveir óvilhallir matsmenn skoðuðu hrossin þrjú. Matsmenn- irnir lýstu hrossunum á þennan veg: „1. Brúnhöttóttur hestur, skott- óttur og nösóttur, móhringeygður á báðum augum. Aldur: 5 vetra. Mark: Biti aftan hægra, stig aftan vinstra (óglöggt mark á vinstra eyra). 2. Mósótt/móálótt hryssa, verð- ur grá. Aldur: 3ja vetra. Mark: Geirskorið aftan á báðum eyrum. 3. Jörp hryssa, rauðjörp nú en gæti hafa verið dekkri síðastliðið haust. Aldur: 3ja vetra. Mark: Glögglega geirskorið á hægra , eyra en óglöggt mark á vinstra eyra. Matsmennirnir töldu, að maður- inn hefði ekki mátt ráða af lýsing- um í auglýsingunni, að þar væri um að ræða hross í hans eigu. Þeir mátu verðmæti hrossanna þriggja 250 þúsund krónur. I dómi héraðsdóms var bent á, að ekki væri á neinu að byggja um eignarrétt mannsins nema fullyrð- ingu hans sjálfs, en fram kom að hann átti ekkert mark sjálfur, þrátt fyrir mikla hestaeign. Fyrir Hæstarétti lagði hann hins vegar fram vottorð frá manni sem sagð- ist hafa selt honum hryssurnar tvær sem folöld og yfirlýsingu frá öðrum manni, sem kvaðst hafa selt honum folann. Um þessi vott- orð sagði Hæstiréttur, að þau hefðu ekki verið staðfest fyrir dómi. „Af öðru þeirra verður ekki ráðið hvort sá hestur, sem þar er fjallað um, sé sá sami og seldur var á uppboði umrætt sinn. I hinu vottorðinu er að vísu fullyrt að áfiýjanda hafi verið seldar tvær hryssur, sem síðar hafi verið boðnai’ upp serh óskilahross, en ekkert kemur fram um hvort út- gefandi þess hafi í raun séð hross- in, sem boðin voru upp af sýslu- manninum á Akureyri 19. nóvem- ber 1994. Hafa heldur engin gögn verið lögð fram um eignarrétt þeirra, sem þessar yfirlýsingar gefa, að umræddum hrossum,“ segir Hæstiréttur og bætir við að að þessu gættu geti vottorðin ekki talist sönnun fyrir eignarrétti mannsins að hinum umdeildu hrossum. Ómissandi Mmi Ensk-íslensk skólaorðabók I er komin út í nýrri útgáfu hjá Máli og menningu. Handhæg bók og nauðsyntegt hjálpartæki í námi, leik og starfi. Mél og menningl malogmenning.isl ' wm I H Laugavegi 18 • Sím! 515 2500 • Sföumúla 7 • Sími 510 2500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.