Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ 4 ÍÞRÓTTIR Máttur eða máttleysi fýrirliðans? HVERT er hlutverk fyrirliðans? Er hann fyrirmynd og leiðtogi leikmanna, aðstoðarmaður þjálfarans eða sökudólgur? Þessu hafa menn velt fyrir sér í Þýskalandi að undanförnu og þá hvert hlutverk fyrirliðanna hjá 1. deildar liðum er. Að bera fyrirliða- bandið er ekki alltaf auðvelt. Það eru ekki mörg ár síðan Ásgeir Sigurvinsson, sem var fyrirliði Stuttgart, skilaði fyrirliðabandi sínu er hann var ekki sammála Arie Haan, þjálfara liðsins. Ágreiningi þeirra lauk með því að Haan var látinn taka poka sinn. Hlutverk fyrirliða hefur svo sannarlega breyst á stuttum tíma. Það er ekki langt síðan að allt komst á suðumark hjá Ka- iserslautern - þegar fyrirliði liðsins, Ciriaco Sforsa, hafði tjáð sig opin- berlega um þjálfara sinn Ótto Rehhagel. Hann sakaði þjálfarann um að kaupa ekki rétta leikmenn til liðsins, láta það leika leikkeríi sem hentaði leikmönnum ekki og að Rehhagel hafí ekki haft tilfinningu fyrir hvemig á að umgangast leik- menn sína. Stjóm Kaiserslautem var ekki lengi að grípa til aðgerða, fyrirliðinn var rekinn og sagt að finna sér ann- að lið. „Slíka framkomu sýnir ekki fyrirliði hjá Kaiserslautem," sagði forseti félagsins. Það hefur reyndar komið í ljós að Otto Rehhagel hótaði að hætta ef þessi leikmaður kæmi oftar á æfingu. Máttur fyrirliða eða máttleysi? spurðu menn. „Ég var eingöngu að hugsa um liðið,“ sagði Sforza þegar honum er borið á brýn að hafa notað aðstöðu sína fyrir sjálfan sig. „Ég vil aðeins liðinu það besta og var að gagnrýna til að hreinsa loftið,“ segir hann. Það kom í ljós að Sforza hafði ekkert samráð við samherja sína þegar hann hóf að gagnrýna ástand- ið hjá Kaiserslautem. Leikmennim- ir stóðu ekki við bakið á fyrirliða sínum, enda ekki von þegar við- brögð forráðamanna klúbbsins voru að koma honum í burtu. Bayern Miinchen vildi fá Sforza til sín, en svo langt gekk mál fyrir- liðans ekki. Sættir náðust og hefur svissneski landsliðsmaðurinn leikið manna best með Kaiserslautem síðan. Menn hafa velt því fyrir sér hvert sé hlutverk fyrirliða - á hann að tjá sig opinberlega, mannasættir eða á hann styðja þjálfarann í einu og öllu? Það er athyglisvert að aðeins Freiburg og Rostock hafa látið liðið sjálft velja fyrirliðann. Önnur lið fara aðrar leiðir - þjálfari Wolfs- burg, Wolfgang Wolfs, valdi fyrst leikmannaráð og úr leikmannaráð- inu valdi hann fyi-irliðann. „Ég valdi þetta eftir eigin tilfinningu, ég tók einfaldlega eftir hver var með for- ystuhæfileika - valdi Danann Claus Thomsen, sem er reyndur leikmað- ur. Það er reynsla mín að leikmenn vilja reyndan leikmann og bera mikla vh'ðingu fyrir reynslunni," sagði Wolfs. Keuters Stefan Effenberg, fyrirliði Bayern Múnchen, fagnar Thomasi Strunz, eftir að hann skoraði mark fyrir Bæjara. Reyndir leikmenn með fyrirliðabandið Hjá sautján af átján liðum í 1. deild eru reyndir leikmenn fyrirlið- ar. Aðeins Ulm hefur reynslulítinn leikmann - hinn 26 ára Philipp Lux, en ekki t.d hinn margreynda Joachim Stadler sem á að baki um 200 leiki í 1. deild. Lux var valinn á síðasta ári og enginn stakk uppá að skipta nú svo hann heldur fyrirliða- bandinu. Hann er reyndar eini markvörðurinn í deildinni sem er fyrirliði. Flestir þjálfarar kjósa að hafa útileikmann, enda hefur mark- vörður minni áhrif þar sem hann getur lítið hreyft sig á vellinum, eins og Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayem Múnchen, segir. Spumingin er hvort viðkomandi leikmaður breytist ef hann tekur við i fyrirliðabandinu. Hjá Dortmund var ® hart barist um fyrirliðastöðuna, þar sem Andy Möller, Jurgen Kohler og svo Stefan Reuter börðust um stöð- uná. Stefan Reuter var valinn, og hefur síðan verið óumdeildur fyrir- liði liðsins. Hjá: Leverkusen valdi þjálfar- inn hpn unga Jens Nowotny á sínum" tíma, þá aðeins 22 ára, en ekki einn af hinum reyndu leik- * mönnum eins og Ulf Kirsten eða *% Hans-Peter Lehnhoff. Þar með styrkti Nowotny stöðu sína í lið- inu, fékk sjálfur sjálfstraust og einnig virðingu annarra leik- manna. „Ég reyni alltaf að miðla málum,“ segir hinn rólegi Nowotny, sem í dag er fastamað- ur í landsliði Þjóðverja. En
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.