Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1999 51 I DAG BRIDS Umsjón Guóniuiiilui' I'áll Arnarson SONNY Moyse (1898-1973) er þekkt nafn í bridssög- unni. Flestir þekktja hug- takið „Moysian-fit“, en það er sjö spila tromplitur, fjór- ir á móti þremur, sem Moyse skrifaði mikið um og hafði dálæti á. Moyse var spákaupmaður á yngri ár- um, en varð gjaldþrota í hruninu mikla 1929 og hætti þá kauphallarviðskiptum og tók að starfa sem brid- spenni í samsteypu Culbert- sons. Hann vann við tíma- ritið The Bridge World frá 1934 og rak biaðið í eigin nafni um tíu ára skeið árin 1956-66. Spil dagsins sást fyrst á prenti í The Bridge World árið 1934 og það er enginn annar en Sonny Moyse sem hefur rekið aug- un í óvenju frumlega vinn- ingsleið: Suður gefur; allir á hættu. Norður A D109 V Á62 ♦ 842 ♦ KG74 Vcstur Austur * Á6 A 75432 V K109843 V G * Á75 ♦ 10963 * 92 * 653 Suður ♦ KG8 V D75 ♦ KDG + Vestur Norður Austur Suður — — — 1 grand 2 hjörtu 3 grönd Allir pass Utspil: Hjartatía. Við sjáum hvað gerist ef suður tekur fyrsta slaginn á hjartadrottningu. Hann fær aldrei níu slagi nema sækja báða ásana, en til þess vinnst ekki tími, því vestur verður á undan að fríspila hjartalitinn. En sagnhafi getur unnið kapphlaupið með því að leyfa austri að eiga fyrsta slaginn á hjarta- gosann!! Sem er rökrétt spilamennska þegar haft er í huga að vestur kemur sjálfviljugur inn á sterkt grand og ætti því að eiga báða ásana og sexlit. Þetta er fallegt spil og það eykur enn á gildi þess að vestur getur hnekkt geiminu með því að spila út hjartakóng í byrjun. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og sfma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, Sent í bréfsíma 569-1329, sent á netfangið ritstj @mbl.is. Árnað heilla Q n ÁRA afmæli. Á OVr morgun, mánudaginn 1. nóvember, verður áttræð Guðrún E. Bergmann, Hæðargarði 35, Reykjavík. Guðrún tekur á móti ætt- ingjum og vinum á Hótel Is- landi í dag kl. 15. !7 A ÁRA afmæli. Á I U morgun, mánudag- inn 1. nóvember, verður sjö- tug Elín Kristbergsdóttir, Sunnuvegi 9, Hafnarfirði. Hún og eiginmaður hennar, Friðrik Guðmundsson, taka á móti ættingjum og vinum i Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50, Hafnarfirði, á morgun, mánudag, milli kl. 19-20. r* A ÁRA afmæli. í dag, öU sunnudaginn 31. október, verður sextug Guð- rún Sigurðardóttir, Stang- arholti 9. Guðrún tekur á móti gestum í kaffi í Eykt- arási 8, Reykjavík. BRUÐKAUP. Gefin voru saman 10. júlí sl. í Vor Frue kirke, Skive í Danmörku, Guðrún Garðarsdóttir og Jacob Rytter. Heimili þeirra er á Fredrikdal Alle 11, 7800 Skive, Danmörku. Með morgunkaffinu Úps, þetta er maðurinn minn. Eins gott að þú seldir mér slysa- og örorkutryggingu. LJOÐABROT VORHVOT Þú, vorgyðja, svífur úr suðrænum geim á sólgeisla vængjunum breiðum til ísalands fannþöktu fjallanna heim að fossum og dimmbláum heiðum. Ég sé, hvar í skýjum þú brunar á braut. Ó, ber þú mitt ljóð heim í ættjarðar skaut. Og kveð þar fyr gumum í gróandi dal við gullskæra hörpunnar strengi um þjóðvorið fagra, sem frelsi vort skal með fögnuði leiða’ yfir vengi. Þá vaxa meiðir, þar vísir er nú. - Svo verður, ef þjóðin er sjálfri sér trú. Steingrímur Thorsteinsson. ORÐABOKIN JÓN O. Edwald benti mér á eftirfarandi fyrir- sögn, sem stóð í Mbl. 13. okt. sl., B 3: SÍF fyrsta ísienska fyrirtækið sem beinir spjótum sínum til neytenda í Frakklandi. Þetta orðalag er vissu- lega öllum auðskilið og augljóst, við hvað er átt með því. Hitt er annað mál, hvort það á við að taia um að beina spjótum sínum til neytenda. Þeg- ar grannt er skoðað, felst neikvæð og árásargjörn merking í því. Þetta orðasamband er komið Spjót úr orustumáli, þ.e. beina spjótinu að andstæðingi sínum og reyna að fella hann. Svo hefur það fengið mildari merkingu í áranna rás, þ.e. beina máli sínu gegn andstæð- ingi í umræðum og auð- vitað oft í árásarhug á stefnu hans eða málílutn- ing. Hér má svo minna á annað orðalag, ekki ósvipað, sem sótt er á sömu mið. Menn tala um það, að öll spjót standi á honum, þegar ráðizt er á hann frá öllum hliðum, hvort sem er með vopn- um áður fyrr, en nú með orðum. Með þetta í huga, virðist fullfast að orði kveðið að tala um að beina spjótum sínum til franskra neytenda, sem ékkert hafa til saka unn- ið, aðeins til þess að fá þá til að kaupa íslenzkar sjávarafurðir. Að vísu segir hér til, ekki að, og það mildar orðalagið. Ef við höldum okkur við or- ustumál, hefði herferð e.t.v. verið betra orð. SÍF ... beinir herferð sinni til neytenda í Frakklandi. - J.A.J. STJ ÖRJVUSPA eftir Franees Drake Jfr SPORÐDREKI Afmælisbarn dagsins: Þú ert gæddur ríku sjálfs- trausti, hefurgóða skipu- lagshæfileika sem gera þig vel til forystu fallinn. Hrútur (21. mars -19. apríl) Deilur innan fjölskyldunnar valda miklum erfiðleikum. Leggðu þig fram um að leita sátta og hlustaðu vel á alla að- ila því sjaldan veldur einn þá tveir deila. Naut (20. apríl - 20. maí) Matur er mannsins megin en of mikið má af öllu gera svo þú skalt fara þér varlega á þessu sviði sem öðrum. Mundu bara að hóf er best á hverjum hlut. Tvíburar ^ (21.maí-20.júní) AA Nú er nauðsyn að taka fiármál- in fostum tökum áður en eyðsl- an fer úr böndunum. Leitaðu ráða hjá sérfræðingum til að koma lagi á fjárhaginn. Krabbi (21. júnl - 22. júlí) Þér vinnst vel þessa dagana. Láttu ekki smáatriðin vefjast fyrir þér heldur einbeittu þér að aðalatriðunum og þeim verkefnum sem mest liggur á. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Það er alltaf hollt að hlusta á sinn innri mann og oft má hafa af draumum gaman. Sumir halda dagbók yfir drauma sína og þú ættir að velta þeim möguleika fyrir þér. Meyja (23. ágúst - 22. september) (B&L Ættarmót styrkja fjölskyldu- böndin og veita sýn til liðins tíma og ef til vill framtíðarinn- ar líka. Þeim tíma sem þau taka er því vel varið. vi zz (23. sept. - 22. október) 4Ú Nú er komið að því að þú átt að endurgjalda stuðning sem þú naust þegar erfitt var í ári. Leggðu þig fram svo ekki halli á þig þegar upp er staðið. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þér er óhætt að treysta eigin tilfinningum í vandasamri ákvörðun sem nú bíður þín. Hlustaðu samt á aðra því bet- ur sjá augu en auga. Bogmaður !.móv. - 21. desember) Þú þarft að sýna sveigjanleika til þess að allt fari ekki í bál og brand á vinnustað þínum. Allir verða að gefa eitthvað eftir til þess að samkomulag náist. Steingeit (22. des. -19. janúar) 4mf Þú færð hveija hugmyndina annarri snjallari að þvf er þér sjálfum finnst. Gerðu þér að vepju að hafa blað og blýant við hendina svo þú getir skrif- að þær niður jafnóðum. Vatnsberi , (20. janúar -18. febrúar) CJSl Láttu ekki undir höfuð leggj- ast að ljúka skylduverkum þínum áður en þú lyftir þér upp. Varastu að vera sjálfselskur og réttu öðrum sáttarhönd. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú ert vinsæll gestgjafi og nú færi vel á því að bjóða vinum og vandamönnum til sam- kvæmis þar sem gleði og gam- an lyfta mönnum upp úr hversdagsleikanum. Stjörnuspána á að iesa sem dægradvöi. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MARMARAMALNING FYRIR ALLT SEM MÁ BLOTNA, MARGIR LITIR m Jóð insgötu 7 •' t IBALI BALI BALI BALI BALI BALI BALI BALI BALI BALI BALI BALI BALII LÚXUSFERÐ TIL BflLI 0B TfllLflNDS 28. FEBRÚAR-24. MARS 16 NÆTUR Á BALI OG 8 NÆTUR í TAILANDI. GISTING Á 5 STJÖRNU HÓTELUM. HAGSTÆTT VERÐ. UPPLÝSINGAR f SÍMUM 557 8600/898 8690. TAILAND TAILAND TAILAND TAILAND TAILAND TAILAND TAILAND < m 03 > JT CD NÁMSAÐSTOÐ á lokasprettinum fyrir jólaprófin — réttindakennarar — flestar greinar — öll skólastig — Innritun í síma 557 9233 frá kl. 17 til 19 virka daga. Nemendaþjónustan sf. SJALFSDALEIÐSLA EINKATIMAR/NAMSKEIÐ Sími 694 5494 Namskeiðið hefst 2. november Með dáleiðslu getur þú sigrast á kvíða og ójafnvægi og aukið getu þína og jákvæða uppbyggingu á öllum sviðum. Vilt þu hætta að reykja? Leiðbeinandi: Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur. Handklasði — íþróttatöskur skrúfblýantar — pennar o.m.fl. Verð frá kr. 1.380 Verö frá kr. 1.490 Hringið eftir bækiingi eða skoðið vöruúrvalið á vefnum ^ PÖNTUNARSl'MI virka daga kl. 16-19 557-1960 % 'stinh CDIffi w Dodge Durango vs p Ameríski draumurinn í öðru veldi! Loftpúði í stýri og fyrir farþega í framsæti, leðurinnrétting, rafdrifið ökumannssæti, leðurklætt stýrishjól, vökva- og veltistýri, fjarstýrðar samlæsingar, rafmagn í rúðum, upphitaðir og rafdrifnir speglar, hraðastillir, loftkæling einnig fyrir farþega aftur í, þjófavöm, ABS-hemlakerfi á öllum hjólum, „Select Track" millikassi, stokkur í lofti með aksturstölvu, áttavita, lesljósum, litað gler, „Infinity" hágæðaútvarp og segulband með 8 hátölurum, geislaspilari, 3i"x 10,5" heilsársdekk á álfelgum, brettakantar, stillanleg toppgrind, afturrúðuþuuka með biðtíma, skráður fyrir 6 farþega, rafúrtak í mælaborði o.fl. - Til afgreiðslu strax! ]OFUR * NYBYLAVECI * SIMI Fasteignir á Netinu vfj)mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.