Morgunblaðið - 19.11.1999, Síða 2
ÚTGEFANDI 24-7
RITSTJÓRI Stefán Unnar Sigurjónsson [DerKonigl
UMBROT Siggi Sveinn [slaveboyl
PRÓFÖRK Kristján Már Ólafsson [Kristur]
LJÓSMYNDARI Kjartan Már Magnússon
TEXTAHÖFUNDAR
Christof Wehmeier
Haraldur V. Sveinbjðrnsson [Rauða Ljónið]
Finnur Beck
Stefán Unnar Sigurjónsson [DerKonig]
Úlfhildur Dagsdóttir
Róbert Arnar Úlfson
FYRIRSÆTUR Eskimo Models
STÍLISTI Anna M. Helgadóttir
FÖRÐUN Jóna Sólbjört Ágústdóttir
UPPLAG 80.000 eintök
AUGLÝSINGAÖFLUN
Snorri Jónsson [Baróninn]
Andrea Róberts
Kári Sturluson
Smirnoff Vodka Martini drykkir eru án efa eitt af
sterkari einkennum James Bond, ásamt Walther PPK
byssunni hans og fallegum konum. Hver kannast ekki
við hin ódauðlegu orð "... shaken, not stirred”.
Saga sambands 007 og Smirnoff er löng og hófst
hún með fyrstu James Bond myndinni, Dr. No, sem
kom út árið 1962. Síðan þá hefur Bond valið
Smirnoff sem sinn drykk í þeim átján myndum sem
komið hafa út. Að sjálfsögðu verður Smirnoff svo í
farteskinu í nýju myndinni, The World Is Not
Enough. En saga Smirnoff er miklu lengri en
sambandið við Bond segir til um og spannar hún
nærri tvær aldir.
Snemma á 19. öldinni stofnaði maður að nafni
Piotr Arsenyewitch Smirnov bruggverksmiðju í
Moskvu og nefndi hann vínandann eftir sér. Hann
lagði allan sinn metnað í að þróa vodkað sem hann
framleiddi og var meðal annars sá fyrsti í heiminum
til þess að nota kol til síunar á vökvanum ásamt
svokallaðri stöðugri eimun. Árið 1886 útnefndi
Alexander III, rússlandskeisari, Smirnov vodka sem
þann drykk er konunglega hirðin skyldi njóta.
Á 20. öldinni tóku svo Bolsjévikarnir völdin og
hrifsuðu til sín verksmiðjur Smirnov með þeim
afleiðingum að Vladimir Smirnov, þá yfirmaður
verksmiðjanna, þurfti að flýja land. Hann fór víða
áður en hann endaði í París þar sem hann ákvað að
hefja framleiðslu á ný. Það fyrsta sem hann gerði var
að breyta nafni vörunnar í Smirnoff til þess að laga
það að nýjum markaði. Árið 1930 var svo stofnað
dreifingafyrirtæki í Bandaríkjunum en það var ekki
fyrr en eftir seinni heimsstyrjöldina að vinsældir
Smirnoff fóru að vaxa verulega. Það var með drykk
eins og "Moscow Mule” sem inniheldur Smirnoff,
bjór og lime. Síöar komu drykkir á borð við
“Screwdriver” sem er sagður hafa fengið nafn sitt af
því að verkfræðingar sem drukku drykkinn hrærðu í
honum með skrúfjárni, “Bloody Mary”, “Vodkatini”,
“Bullshot” og margir fleiri. Fyrirtækiö má líka þakka
velsæld sína þeirri stefnu sem tekin hefur verið að
þróa sífellt vöruna eftir fremsta megni til þess að
vera í takt við tímann. Má í því sambandi nefna
fjórar nýjar tegundir sem komnar eru á markaðinn en
þær eru: Smirnoff Black n' Blue sem er með sól- og
bláberjabragði, Smirnoff Creamed sem hefur sterkan
vanillukeim, Smirnoff Bloody, sem er kryddað eins og
Bloody Mary og Smirnoff Twisted sem inniheldur milt
sítrus bragð. Einnig er komin fram á sjónarsviðiö ný
útgáfa af Smirnoff flöskunni og hefur hið klassíska
útlit fengið töluverða andlitslyftingu, nýtt útlit fyrir
nýja tíma.
Saga Smirnoff er löng og fer vegur þess sífellt
vaxandi og til marks um það má nefna að í dag selur
Smirnoff meira en 15.500.000 kassa af vodka í yfir
140 löndum á degi hverjum eða meira en 500.000
flöskur.
Að lokum er vel þess virði að benda lesendum á að
smella sér inn á heimasfðu Smirnoff. Hún er
einstaklega vel gerð og er hægt að nálgast allskyns
áhugaverðan fróðleik auk annarra skemmtilegra hluta
þar. Inni á síðunni er hægt að nálgast skrínseiver
sem telur niöur dagana til árþúsundamóta, allar
upplýsingar um drykkina og uppskriftir að sniðugum
kokteilum. Svo er þarna að sjálfsögðu allt það sem
ykkur fýsir að vita um samband James Bond við
guðaveigarnar. Heimasíðan er á slóðinni:
www.smirnoff.com.