Morgunblaðið - 19.11.1999, Page 8
"WlIS7Æf/s*'£r'£j7ÆFÆI17fl'
007*
SEAN CONNERY
Undirritaður ákvað að setja sig ( James Bond
stellingar áður en hann settist fyrir framan
tðlvuna. Gott er að hlusta á “The Best of James
Bond: The 30th Anniversary Collection’’ með
lögum á borð við “Goldfinger", “Nobody Does it
Better", “A View To A Kill", “For Your Eyes Only”,
“All Time High" og “We Have All the Time in the
World". Slðan er bara að láta hugann reika og viti
menn, minningarnar vakna samstundis vegna þess
að hið sigilda “klisjukennda" tilsvar,- “Nafn mitt er
“Bond, James Bond" er orðið klasslskt (
kvikmyndasögunni. Enginn mun kollvarpa James
Bond, hann er hetja okkar allra. Viðurkennið það
bara. Þegar maður sá fyrstu James Bond myndina I
Tónablö I kringum 1976 var maður með þykkt og
úfið hár þannig að auövelt var að týna
plastgreiðunni ( þv( og skyrtukraginn var það stór
að hægt var að fljúga á honum llkt og Pétur Pan.
En við skulum ekki blanda Pétri Pan saman við
James Bond. Þetta árið kynntist maður fyrst Roger
Moore sem ofurnjósnara hennar hátignar I
myndinni, “Live and Let Die”. En síðan hafa tveir
aðrir tekið við af honum, hinn velski Timothy
Dalton og nú slðast, Irinn Pierce Brosnan.
Þegar fólk er spurt hver sé nú besti "Bondinn”
þá vilja þeir sem eru á sextugsaldri segja: "Það er
hann Sean Connery, hann er bestur af þeim
öllum." Margir sem kunnu vel við hinn fyndnari
Roger Moore hafa bent á að hann hafi verið eini
Bondinn sem gat látið út úr sér hnyttin tilsvör
þegar hætta steðjaöi að. Einhvern veginn hefur
hinum "Bondunum”, Timothy Dalton, Pierce
Brosnan, George Lazenby og Sean Connery ekki
tekist eins vel upp við að vera “fyndnir.” Hins
vegar má ekki gleyma einu, sérhver James Bond er
kynslóð síns tfma. Það er ekki rétt að segja að
Sean Connery hafi verið bestur, að Ástralinn og
karlfyrirsætan George Lazenby hafi verið
hallærislegur og Timothy Dalton óspennandi með
öllu. Allir fimm “Bondarnir" hafa staöið sig vel og
sýnt snilldartakta þegar kemur að þv( að bjarga
heiminum frá tortímingu.
Hins vegar vita það ef tii vill fáir að James Bond
persónan fékk fyrst að njóta s(n I bandarlskri
sjónvarpsmynd frá árinu 1954 og var það leikarinn
Barry Nelson sem lék 007 I “Casino Royale" sem
byggð var á bók lan Flemings.
En stöldrum rétt aðeins við, horfum um öxl,
látum hugann reika.
Skoski Bondinn
SEAN CONNERY fæddist þann 25. ágúst árið 1930 (
Edinborg. Hann var sklrður Thomas Connery. Þegar
hann varð eldri gekk hann I konunglega sjóherinn
og gegndi starfi háseta I þrjú ár. Eftir það vann
hann hin ýmsu störf, m.a. sem mjólkurpóstur, við
múrsteinagerð og sem llfvörður. Hann keppti fyrir
hönd Skotlands sem kraftlyftingamaöur árið 1950
en svo smitaöist hann af leiklistinni og fór að leika
I ýmsum myndum á borð við “Tarzan's Greatest
Adventure” og “The Longest Day". En það var
hlutverkiö sem James Bond sem gerði hann
frægan. Það var árið 1962 sem hann lék ("Dr. No”
en þar iék hann á móti kynbombunni Ursulu
Andress og þótti hún djörf I leik slnum á móti
Sean. Það var ekki að sökum spyrja, fyrsta alvöru
Bond myndin sló í gegn. Strax I kjölfarið fylgdu
"From Russia With Love” (1963), “Goldfinger"
(1964), “Thunderball" (1965), “You Only Live
Twice" (1967) og "Diamonds Are Forever" (1971).
Sean Connery endurtók hlutverk sitt sem eldri
Bond ( “Never Say Never Again" (1983) sem var
endurgerð af “Thunderball". Sögusagnir segja að
Sean Connery sé jafnvel að gæla við að leika
roskinn Bond auk þess sem hugmyndir eru uppi
um að hann eigi að leika föður James Bond en þá
sem úrvalsnjósnari ( seinni heimsstyrjöldinni. Ef til
vill ekki svo galin hugmynd. Það tókst nú vel (
"Indiana Jones and the Last Crusade" (1989) þar
sem Connery lék föður ævintýrakappans Indiana
Jones.
“Goldfinger” er talin vera besta mynd Sean
Connery sem James Bond og getur undirritaður
aöeins tekið undir það. Hver getur gleymt
gullslegnu Ijóskunni (rúminu og frábærri túlkun
þýska leikarans Gerts Froebe á “Goldfinger.”
SKJÁR EINN
Ástralski Bondinn
Allir fimm "Bondarnir” hafa staðið sig vel og
sýnt snilldartakta þegar kemur að því að bjarga
heiminum frá tortímingu.
Ástralska karlfyrirsætan GEORGE LAZENBY
fékk að spreyta sig sem James Bond ( “On
Her Majesty's Secret Service” (1969). Hér
átti Bond I höggi við erkifjandmann sinn,
Ernst Blofeld, sem Teily Savalas lék á
eftirminnilegan hátt. Myndin þótti vel
heppnuð, sérstaklega framúrskarandi útsett
skfðaáhættuatriði myndarinnar en leikstjórar
James Bond myndanna sem á eftir fylgdu
notuðu hana sem fyrirmynd þegar kom að
framsetningu áhættuatriða á Is.
Hér er á ferðinni vanmetnasta James Bond
myndin. Hið fyrsta er að hér túlkar George
Lazenby mjög manneskjulegan Bond. Hann
óö ekki ( kvenfólkið, heldur einbeitti hann
sér bara að einni sem hann giftist svo I lok
myndarinnar. Sú hamingja stóð ekki lengi
yfir þvl Blofeld drepur hana. En þvi miöur,
áhorfendur um heim allan gátu engan veginn
séð karlmódelið George Lazenby fyrir sér
sem James Bond. Markaðslögmálin réðu
ferðinni og þvl gaf United Artists
kvikmyndafyrirtækið honum ekki annað
tækifæri.
Tvö ár liðu þar til United Artists tókst að
tala um fyrir Sean Connery. Sean tók aftur að
sér njósnahlutverkið árið 1971 ( “Diamonds
Are Forever.”
En svo skall á mikill krepputími.
Umfangsmikil leit hófst að nýjum "Bonda".
Heiminn vantaði nýjan James Bond hvað
sem það kostaöi og allt var lagt I sölurnar.
Fyrir valinu varð Englendingurinn, Roger
Moore.
Enski Bondinn
ROGER MOORE fæddist I London þann 14.
október, 1927. Roger Moore fékk, öfugt við
Sean Connery, strax á unga aldri skólun I
leiklist og nam hana við Royal Academy of
Dramatic Art. I fyrstu lék hann ( mörgum
stórmyndum MGM kvikmyndaversins á borð
við “The Last Time I Saw Paris", "The King's
Thief" og “Diane” en svo lá leiö hans I
sjónvarpið. Hann lék ( sjónvarpsþáttunum
“Ivan Hoe”, “The Alaskans”, “Maverick” og
“The Saint."
Hann lék James Bond fyrst ( “Live And Let
Die" (1973) og svo fylgdu sex aðrar (
kjölfarið, “The Man With The Golden Gun”
(1974), "The Spy Who Loved Me" (1977),
“Moonraker” (1979), “For Your Eyes Only"
(1981), “Octopussy” (1983) og “A View To
A Kill" (1985). [ lokin var komin þreyta (
Bond umgjöröina. Ákveðinn tómleiki
einkenndi m.a. sfðustu mynd hans, “A View
To A Kill" en upphafsatriðið var kvikmyndað
hér á landi. Tæknibrellur fóru meira og meira
að leika aðalhlutverkið og þv( þyrsti
framleiðendur James Bond myndanna I nýja
Imynd 007 ofurnjósnarans.
Tvö ár liðu þar til næsta 007 ævintýrið
varð til.
Velski Bondinn
TIMOTHY DALTON, hinn velski hlýddi kallinu
og nú var nýr og endurbættur Bond mótaður.
Hin nýja ímynd átti að vera karlmennskan
uppmáluð, sleppa átti öllu gamni og harkan
sex aö ráöa feröinni.
Margir kvikmyndaspekúlantar vilja meina
að Timothy Dalton hafi bjargað James Bond
frá útrýmingu vegna þess að Roger Moore
skorti alla dýpt og persónugerð. Timothy
Dalton minnti mikið á skylmingahetjuna og
Hollywoodleikarann sfgilda, Errol Flynn.
Timothy Dalton fæddist 21. mars áriö
1944 f Wales. Hann fór í sígilt leiklistarnám
og einbeitti sér meira að leiksviðinu en
kvikmyndum.
Þær kvikmyndir sem hann lék í á sjöunda
áratugnum voru búningsdramamyndir á borð
við "The Lion in Winter" (1968), “Wuthering
Heights" (1970) og “Mary Queen of Scots”
(1971).
James Bond myndir Timothy Daltons urðu
ekki nema tvær. Fyrsta myndin, “The Living
Daylights" leit dagsins Ijós árið 1987 og
seinni myndin, “Licence To Kill” tveimur
árum síðar. Fleiri urðu þær ekki því nýr og
mjög svo svalur 007 njósnari hennar
hátignar fékk loks ósk sýna uppfyllta.
írski bondinn
PIERCE BROSNAN hinn írski hafði strax árið
1986 fengið tilboð um að spreyta sig á
James Bond hlutverkinu. Því miður kom
sjónvarpsþáttasamningur í veg fyrir það.
Hann hafði bókað sig í sjónvarpsþættina
“Remington Steele” og því var James Bond
draumurinn úti í það skiptið.
Það var svo komið að stóru stundinni árið
1995 þegar “Goldeneye” kom út. Hún sló öll
fyrri met James Bond mynda, sérstaklega í
Bandaríkjunum þar sem Bandaríkjamenn
voru aldrei sérstaklega móttækilegir fyrir
hinum háttvísa enska ofurnjósnara. Tveimur
árum síðar kom “Tomorrow Never Dies" út.
Sú tók inn yfir 100 milljónir dala og það
bara í Bandaríkjunum. Menn vilja meina að
það hafi verið vegna þess að það var hvergi
dauðan punkt að finna í henni. Hér var
komin enn ein ný útgáfa af 007
njósnaranum. Spæjaraímyndin gamalkunna
breyttist í hasarímynd. “Tomorrow Never
Dies” var nokkurs konar sprengiefnablanda
af “Die Hard", “Lethal Weapon" og myndum
hasarleikstjórans, Johns Woo. Þessu til
staðfestingar má benda á "slow motion
sequences" eða hægmyndamyndskeið
myndarinnar þegar kom að ofsafengnum
átakaatriðum. Já, James Bond er kominn til
að vera, uppfærður, endurvakinn og
endurnærður fyrir MTV kynslóðina þar að
auki.
Nú fer að styttast í nýjustu afurðina, “The
World Is Not Enough". Fyrr í sumar sá
undirritaður nokkur valin atriði úr myndinni
og viti menn, maður stendur á öndinni. Við
sjáum áhættuatriði sem eiga eftir að slá
þeim fyrri við.
Leikstjóri “The World Is Not Enough” er
hinn athyglisverði Michael Apted sem gert
hefur gæðamyndir á borð við "Gorillas in the
Mist”, "Nell" og "Gorky Park". Auk þess
mun hinn gamli úrræðagóði tækniráðgjafi Q
sem leikinn er af Desmond Llewelyn kveðja
og eftirmaður taka við. Það er enginn annar
en John Cleese (“Clockwise", “A Fish Called
Wanda"). Þar að auki verður hlutverk Judi
Dench sem M, yfirmaður James Bonds mun
stærra en áður. Og auðvitað verður Pierce
Brosnan umkringdur bæði nýjum og gömlum
James Bond gyöjum.
Pierce Brosnan hefur tilkynnt að hann
muni líka leika í næstu Bond mynd sem
tekin verður árið 2001 en síðan ekki söguna
meir. Hann vill einfaldlega ekki festast í
rullunni og því má búast við því að leit verði
hafin að nýjum “BONDA" árið 2002.
Ég heiti, Wehmeier, Christof Wehmeier.