Morgunblaðið - 19.11.1999, Qupperneq 14
"M/ÆÆr/Æ//s^"f£ÆÆÆÆÆÆÆ//Æ
007
Ætfa 0//ÖTJTI7Æ/Æ/ÆÆÆÆÆÆtf&ÆÆÆ&r
Æ//&Æ//Æ& /jFÆrÆÆÆÆ
Herramennskan er þó ekki einhlít og hefur Bondinn löngum legið
undir ásökunum um karlrembu og kvenfyrirlitningu,[...]
Góður biti í hákarlskjaft
( myndinní Tomorrow Never Dies (1997) hittir hinn fðilfagri
Brosnan-Bondari fyrir bor nokkurn, allstóran og vígalegan sem
borar sig fyrst gegnum skip f þágu vonda mannsins en verður
honum sfðan sjálfum að bana. ( glæsilegri en vannýttri
splattersenu þrýstir Bond fjölmiðlakónginum
stórmennskubrjálaða inní eigin bor, þar sem hann tætist
samviskusamlega í sundur.
Borinn sá, með sinn tennta kjaft, minnir ekki Iftið á
hákarlskjafta þá sem Bondar fyrri mynda eiga ( strfði við, en
hákarlar, krókódflar og önnur ævintýraleg kvikindi eru vinsælir
andstæðingar Bondanna, og furðu oft virðast þessi ágætu dýr
eiga samleið með Bond-píunum.
Hákarlar birtast í fjórum Bondum, Thunderball (1965), The
Spy Who Loved Me 1977), For Your Eyes Only (1981) og
Licence to Kill (1989). I þeirri sfðastnefndu, sem var sfðari
mynd Timothy Daltons, er brúðguminn og bestí-vinur-Bonds,
Felix Leiter hrifinn úr faðmi konu sinnar á brúðkaupsnóttina,
bara til að lenda f gini hákarls; honum er sfðan skilað á þurrt
aftur með áfestri orðsendingu: "He disagreed with something
that ate him". Matur og kynlff hafa alltaf verið tveir nátengdir
hlutir (eins og allir vita sem hafa haft góð kynni af kokkum) og
hérna verður mjög skemmtileg samfella millí áts og kynlffs
þarsem brúðguminn er beinllnis étinn á brúðkaupsnóttina.
Bent hefur verið á að auglýsingaplakatið fyrir hina ágætu
hákarlamynd Jaws (1975) stillti upp nokkuð áhugaverðri
samllkingu milli konu og hákarls. Plakatið sýnir mynd af
nöktum kvenlfkama á sundi og beint fyrir neðan konuna gln
opinn og glæsilega tenntur skoltur óvættarinnar. Slfkar
uppstillingar eru þekktar úr málverkum 19. aldar en þar var
einmitt vinsælt að stilla konum upp við hlið óargadýra sem
stóðu með opinn gin rétt við miöbik konunnar. Augnaráðið sem
beinist að þessari miðju lendir þvf óhjákvæmilega beint I gini
Ijónsins, ef svo má segja, eða, eins f Jaws, í gini hákarlsins.
Þessir komplexar með hákarla og konur birta á mjög
skemmtilegan hátt þá ógn sem sálgreinendur hafa löngum talið
stafa af kynfærum kvenna. Félagi Freud var afskaplega
upptekinn af þessu og reit heila grein um það að kynfæri
kvenna minntu á gorgónuna Medúsu. Hún var ófreskja mikil
með snáka í stað hárs og þótti svo skelfing Ijót að hver sem
hana augum leit - og það voru náttúrulega allt karlmenn f leit
að þeirri hetjudáð að drepa Dúsu greyiö - fraus og varð
umsvifalaust að steini. Þessa steingerfingu tengdi Freud
kvenmannsklofi: að hver sem þá óvætt liti yrði frá sér af
skelfingu og að steini. Sem betur fer var kallinn ekki það
húmorslaus að hann áttaði sig ekki á tvíræðni stirðnuninnar:
hún stafar semsé af ótta og engu öðru. Þar hafiði það.
Það virkar kannski dálftið furðulegt að ég skuli eyða svona
miklu púðri f að fjalla um óttan við kvenfólk f greinarkorni um
kvennabósann Bond. Málið er að samskipti Bonds einkennast
einmitt af þessari tvfræðu stirðnun, þvf kvennamál hans eru
alltaf pokkuð áhættusðm og ekki nema stðku kona sem á
endanum reynist honum hættulaus.
Skemmst er að minnast hinnar langleggjuðu Onatop sem
kæfði menn bókstaflega I klofi sfnu f myndinni Goldeneye
(1995), en hlaut sfðan á endanum samskonar dauðdaga,
kramin I yfsilonlöguðu tré (Y). Einnig má minna á
næturheimsókn hins pilsbúna Bonds, Georges Lazenby f On Her
Majestys Secret Service (1969), sem einmitt upplifði dulitla
stirðnun undir borðum þegar ein glæsimeyjan málaði
[...] það þarf ekki
pung til að geta tekið
þátt í hasar,[...]
herbergisnúmerið sitt á innanlæri hans með varalit.
Þegar hann skundaði síðan glaður til fundar við hana
varð fyrir honum allt önnur og mun ógnvænlegri kona,
hin miðaldra fröken Bunt, og hann rotaður með það
sama.
Allt frá fyrstu myndinni Dr. No (1962), er konan
spegluð í einhverju hættulegu dýri, sem iðulega er
bjtvargur. Sean Connery fær þessa líka fínu kónguló
uppí til sín eina nóttina þegar hann er
kvenmannslaus. Hann kann ekki gott að meta og eftir
aö loðnir fætur lóu hafa strokið nakinn líkama hans
um stund stekkur hann á fætur, varpar dýrinu framúr
og myrðir vesalingin. Aðalbondpía þeirrar myndar
Ursula Andress reynist síðar vera kóngulóarkona, og
hún segir honum áhugaverða sögu af sjálfri sér, en
henni hafði verið nauðgað. í hefndarskyni smeygði
hún Svartri ekkju (sem er kóngulóartegund) undir
flugnamöskva mannsins: "A female, and they are the
worst. It took him a whole week to die” segir hún og
horfir stolt á Bond sem bregst hinn versti við. “Did I
do wrong”, spyr hún sakleysislega, "well it wouldn’t
do to make a habit of it” svarar hann. Þetta grófa
skeytingarleysi um konuna, samfara ákveðinni
meðaumkun með nauðgaranum stangast óþægilega á
við ímynd Bonds sem herramanns, en meira um það
síðar.
í næstu mynd, From Russia With Love (1963),
vantar reyndar dýrið, en enn felst hættan í gini
konunnar sem, eins og allir vita, speglar kynfæri
hennar (það er þetta með varir og varir). Rússneskur
njósnari er skotinn þegar hann reynir að flýja út um
leynidyr á húsi sínu. Húsið er skreytt risastórri
auglýsingu sem sýnir konuandlit með hálfopnar varir
og viti menn, leynidyrnar liggja einmitt út milli tanna
konunnar og þar næst rússinn. “She should have kept
her mouth shut" segir Bond og hnykkir þannig á
hættum þeim sem konumunni fylgja.
Ein fallegasta hákarla-háska-senan er í The Spy
Who Loved Me, en sú mynd er jafnframt fyrsta
Bondmyndin sem keyrir húmorinn og
sjálfsmeðvitundina alveg í botn. Myndin er full af
vísunum hingað og þangað, mest áberandi er vísunin í
Kaftein Nemo og svo að sjálfsögðu Jaws. Jaws slær
nefnilega saman við Bond í formi málmtennts
risavaxins illmennis sem kallaður er Jaws, og minnir
ekki svo lítið á Frankenstein skrlmsliö góðkunna. En
félagi Jaws er ekki eini hákarlinn þarna, því illmennið
Stromberg (sem er einskonar kafteinn Nemo) heldur
nokkra gæluhákarla í fiskabúri sínu, sem er geymt
bakvið risavaxnar endurgerðir af nokkrum helstu
málverkum evrópskar listasögu. Þar á meðal er hin
fræga mynd Botticellis af Venus, þar sem ástargyðjan
sjálf, fædd af sjávarlöðrinu, er að stíga af skel sinni
yfir á þurrt land. Stromberg hefur uppgötvað að ritari
hans hefur svikið hann, og hefnir sín með því að láta
hana (ritarar á þeim tíma voru að sjálfsögöu einungis
kvenkyns) falla ofan í búrið til hákarlsins. í alveg
ólýsanlega stórkostlegri senu rennur Venus Botticellis
frá glugga, og bakviö hann sést vel tenntur hákarlinn
gæða sér á konunni, við elegant undirleik Bach. Vanur
áhorfandi veit að sjálfsögðu að Bond kemur til með að
kynnast þessari hákarlagildru en hann bjargar sér með
því að glenna út klofið (!) og sleppa þannig við að
falla niður um hákarlahlerann. Á endanum er það
sjálfur Jaws sem endar hjá hákarlinum og bítur hann
ógleymanlega á háls.
Mr. Kiss Kiss Bang Bang
“Nobody does it better” söng Carly Simon á sfnum
tíma og viðskipti Bondanna við hitt kynið hafa verið
þungamiðja myndanna, allt frá þvf að Sean Connery
komst f kynni við kóngulóarkonuna Úrsúlu Andress.
Bond kemur sér vel við allar konur, hvort sem þær
eru skaðræðisgripir eða skaðlausar; helstu
undantekningarnar á þessu eru þó miðaldra konur,
sem oft reynast Bond fjötur um fót, en þær teljast
heldur varla til kvenna, eða hvað? Kjarni Bonds eru
í raun samskipti hans við konur eins og berlega kom
fram f Tomorrow Never Dies, en þar er hann
einfaldlega gerður út af örkinni til að fleka gamla
kærustu og 'pumpa' hana um upplýsingar, Sú mynd.
sem gerir á hvað mest áberandi hátt út á kyntðfra
Bondsins er þó From Russia With Love. Þar gengur
plottið út á að rússneskur njósnari I
uppljóstranahugleiðingum gefur sig út fyrir að verða
ástfangin af Bond, og neitar að eiga samskipti við
neinn annan. Hún hafði séð mynd af honum í
skjalasafni KGB og oröið ástfangin, að eigin sögn.
Auðvitað átti þetta bara allt að vera tvöfalt plott
hinna númeruðu illmenna i samtökunum Spectre,
og auðvitað varð stúlkan á endanum alvöru
ástfangin. En það áhugaverða er að f þessari mynd
er það Bond sjálfur sem er fyrst settur upp sem
kynferðislegt viðfang, en ekki einungis kvennabósi.
Þetta er slðan undirstrikað f hliðarplotti sem fjallar
um leyndar kvikmyndanir á samförum Bond og
hinnar rússnesku Nataliu. Tilgangur þessa
heimavfdeós er vfst sá að ná tangarhaldi á Bond, en.
sllkt er náttúrulega ekki til I dæminu og þegar hann
hefur sigrað illmennin og tamið pfuna þá fær hann
filmuna f hendur. I lokaatriðinu sigla þau skðtuhjúin
á gondóla um feneyskt sfki. "We are being filmed"
segir Natalia glöð og bendir á túrista með myndavél,
og þetta minnir Bond á aðra upptöku sem hann
hendir með það sama út I slkið; kannski ekki nðgu
öruggur með að frammistaðan sé nógu góð til að
þola þá netdreifingu sem Pam og Tommy fengu.
Sjarmi Bonds felst ekki sfst I þvl hvað hann er
mikill heimsmaður og herramaður (strákar takiö
eftir), auk þess sem frásagnir af bólfærni hans fara
greinilega hátt, eins og fjar-ást Natalíu bar með sér.
Herramennskan er þó ekki einhlft og hefur Bondinn
löngum legið undir ásökunum um karlrembu og
kvenfyrirlitningu, fyrir utan það að vera maður sem
aldrei staldrar lengi viö; “Mr. Kiss Kiss Bang Bang".
Dionne Warwick tekur saman ( þvf lagi alla
kosti/lesti kvennabósans Bonds; “He’s suave and
he’s smooth and he can soothe you like vanilla, the
gentleman's a killer” ('killer' vfsar hér náttúrulega
bæði til drápsleyfis Bondsins og orðspors hans sem
'ladykiller'), enda er hann “from the school that
loves and leaves them". Enn koma hákarlar við
sögu, en núna er það Bond sjálfur sem tekur á sig
hákarlslfki: “and like a shark he looks for trouble,
thats why the zero's double".
Harðasta dæmið um kvenfyrirlitningu Bonds er
fyrrnefnt kæruleysi um kóngulóarkonuna I Dr. No, og
framan af er óhætt að segja að samskipti Bonds við
konur séu á tfmum varhugaverð með meiru. Hann
hikar ekki við að pína konur til sagna með þvf að
snúa upp á handleggina á þeim, og þess á milli slær:
hann hverja pfuna á fætur annarri utan undir. Og þá j
eru ótalin þau fjölmörgu skipti sem hann notar konurj
sem skildi gegn ofbeldi sem að honum er beint,
þannig að þær fá ýmist á sig hðgg eða skot. I
myndinni The Man With the Golden Gun (1974)
hittir hann fyrir eina aðstoðarkonuna sem greinilega
er gömul kærasta. Hún verður að láta sig hafa það að
dúsa inni f fataskáp meðan kærasta mannsins með
gylltu byssuna verður aðnjótandi blíðu Bonds.
En batnandi mönnum er best að
lifa.
Frá og með The Spy Who Loved Me hættir Bond að
beita konur líkamlegu ofbeldi og til að hnykkja enn
betur á þessari bragabót taka vondu kallarnir strax til
við utanundirsláttinn.
Margar hafa bent á að kvenhlutverk í
Bondmyndunum hafi sjaldan verið sláandi
umfangsmikil. Konurnar eru iðulega notaðar til
skrauts og ef einhver töggur reynist í konu þá er hún
iöulega illkvendi, eöa þá að töggurinn er úr henni um
leið og hún fellur fyrir Bond. Slík kvenhlutverk eru
reyndar enginn einkaréttur Bonds heldur einmitt
óþarflega almenn á þeim tíma sem fyrstu
Bondmyndirnar eru gerðar. Hins vegar var Bondarinn
nokkuð lengi að taka við sér hvað varðaði ný viðhorf
til kvenhlutverka, en á undanförnum tveimur
áratugum hafa kvenhlutverk í kvikmyndum verið að
taka hægfara breytingum. Hrollvekjur áttunda
áratugarins sýndu og sönnuðu að áhorfendur voru
meira en tilbúnir til að taka við kvenhetjum sem gátu
séð um sig sjálfar. Það var þó ekki fyrr en í Tomorrow
Never Dies sem Bond treysti sér til að taka
bardagaglaöa dömu upp á arminn. Sú var náttúrulega
fegurðardrottningin, ballettdansarinn og
bardagameistarinn Michelle Yeoh sem skyndilega er
ekki bara aukahlutur á armi Bonds, heldur kann aö
berja frá sér sjálf.
í fyrstu Pierce Brosnan myndinni, Goldeneye, var
þegar farið að bregða fyrir ákveðnum breytingum á
kvenhyllinni, en þar var nýji ‘M-inn’ orðinn ‘Emm-a’ j
(Judi Dench). í þokkabót var hún pirruö á Bond og
virtíst hafa smitað hina trúföstu Moneypenny
(Samantha Bond) og gert hana afhuga öllu
vinnustaðadaðri. Svo langt gekk grínið að Bond var
bent pent á að kynferðisleg áreitni hefði nú verið
opinberlega tekin upp í orðabók Bond-skólans. En
sem betur fer áttuðu Emman og Moneypennían sig í
tíma fyrir Tomorrow Never Dies, og eru þar orðnar
venjuleg Bond-fön eins og við hin(ar). í staöinn er
unnið skemmtilega með breytinguna úr ‘M’ í ‘Emmu’i
í umræðum um eistu og pumpanir; en þar sýnir
Dench að það þarf ekki pung til að geta tekið þátt í
hasar, auk þess sem þær tvær gera með sér samsæri i
um að senda Bond uppí til gamallar kærustu í
uppljóstrunarleit. Þannig er Bond beinlínis seldur
fyrir upplýsingar; og gott ef ekki læðist að konu sá
grunur að þessi söluvænleiki Bondarans hafi verið
stef í myndunum allan tímann?
Úlfhildur Dagsdóttir