Morgunblaðið - 24.11.1999, Side 26

Morgunblaðið - 24.11.1999, Side 26
Utvarpsþátturinn Vitinn er líka á vefnum Morgunblaðiö/Sverrir Hér er bekkurinn 6-EY með Vltavörðunum Felix Bergssynl og Sigríði Pétursdóttur. Á myndinni eru frá efstu röð til vinstri: Högni Guðjón Elíasson, Guðmundur Róbert Guð- mundsson, Kári Kotbeinsson, Sonja Guðlaugsdóttir, Hrund Magnúsdóttlr, Sunna Dóra Sigurjónsdóttir, Dmitri Antonov, Brynja Guðmundsdóttlr, Bergrós Hjálmarsdóttlr, Garðar Snær Sverrisson, Elísabet Pétursdóttir, Hjörtur Logi Val- garðsson, Árnf Valur Sigurðarson, Vitavörðurinn Felíx Bergsson, Agnar Jónsson og Vitavörðurinn Sigríður Péturs- dóttir, Vignir Karl Gylfason, Ólafur Örn Halldórsson, Arnór Freyr Guðmundsson og Elvar Smári Ingvarsson. Bekkurinn minn Á heimasíðu Vitans er hægt að sækja um aö fá umfjöllun um bekkinn sinn f skólanum. 6-EY í Víöistaða- skóla í Hafnarfiröi er einn af þeim bekkjum sem hefur fengið umfjöllun á síðunni. Börnin í bekknum eru ekki ðkunnug heimasíðugerð því þau gerðu sína eigin heimasíöu í fyrra og eru núna að vinna að því að uppfæra síðuna og bæta við þeirri reynslu og þekk- ingu sem þau hafa öðlast á síöasta ári. Þau segjast hafa mjög gaman af því að vinna við tölvur, en þaö nám er á námskránni þeirra og þau skipast á aö fara í mynd- mennt og tölvutíma. „Nýja heimasíöan okkar verður svipuð og þessi sem við gerðum í fyrra. Við skrifum um áhugamál okkar og síöan erum við öll líka meö sögur," segir einn nemand- inn. Kennarinn í 6-EY er Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir, en hún hefur eflaust með áhuga sínum haft áhrif á virkni nemendanna í heima- síðugerðinni. Að sögn skólastjóra Víðistaðaskóla, Sigurðar Björgvinssonar, fengu börnin tölvu f stofuna sína í fyrra. Vitinn vísar veginn Öll börn þekkja þá Gunna og Felix sem gerðu garðinn frægan í Stundinni okkar fyrir nokkrum árum. Nú hefur Felix Bergsson snúið sér að öðrum miöli og sér um barnaþáttinn Vitann ásamt Sigrfði Péturs- döttur sem er á dagskrá Rás- ar 1 alla virka daga kl. 19. Á vefsíðunni vitinn.ruv.is er efni tengt útvarpsþættinum og þar geta krakkar fundið nýjustu fréttirnar, umfjöllun um íþrótt- ir, bekk vikunnar, getraun, gestabók, brandarabanka, sögur og ýmislegt fleira. GAGNVIRKUR ÚTVARPSÞÁTTUR „Hugmyndin að baki Vitanum er fyrst og fremst aó halda úti metnaðarfullu og góðu barnaefni hjá Ríkisútvarpinu. Það er nú einhvern veg- inn þannig með barna- efni í fjölmiðlum, aö það er oft aö þvf vegið þegar þarf að skera niður. Við fengum tækifæri til að vinna með fólkinu sem vinnur með nettengingu Ríkisútvarpsins og ákveöiö var að gera út- varpsþátt sem væri f beinum tengslum við Netið og börnin gætu sett sitt mark á. Anna Melsteö er vef- köngulóin okkar, en hún er vefstjóri hjá Ríkisútvarpinu og sér alveg um uppfærslu vitavefsins. Síðan er Anna Pálína Árna- dóttir ritstjóri barnaefnis á Ríkisútvarpinu og í rauninni má rekja hugmyndina aö baki Vitanum til þeirra tveggja." - Hvernig geta börnin haft bein áhrif á þáttinn eða vef- inn? „Vefsíöa Vitans tengist mik- ið því sem börnin sjálf eru að gera. Hann er f rauninni það sem þau gera úr honum og þar hafa þau vettvang til að koma sínum áhugamálum á framfæri. Það sem vió erum stoltust yfir er að vera með glæsilegan barnavef þar sem markaösöflin eru látin lönd og leið. Engar auglýsingar eru á vefnum og ekki verið að reyna að selja börnunum nokkurn skapaðan hlut. Þar finnst mér líka felast sérstaða Ríkisút- varpsins í hnotskurn. Við er- um aö gera gæöaefni, þrosk- andi og skemmtilegt, sem eykur máltilfinningu og tján- ingu auk þess að örva skiln- ing barnanna á tölvum." MIKIL UMFERÐ ÁVEFNUM - Hafa börnin verið dugleg að láta í sér heyra? „Það eru allir dolfallnir í Efstaleiti yfir því hvað vef- urinn hefur gengið vel. Vef- urinn sýnir það kannski bet- ur en nokkuö annað hversu vel þessu verkefni hefur verió tekið. Sem dæmi má nefna brandarabankann, sem hafói aðeins einum brandara af að státa fyrsta daginn sem vefsfðan fór í loftið, en er nú sneisafullur af fjölbreyttu gamanefni sem ekki sér fyrir endann á," segir Felix og bætir við að þau Sigríöur hafi einnig orðið vör við ■-» ' að kennarar taki þessu efni á vefn- um fegins hendi og hann viti að þeir hafi notaö Vitavefinn við tölvukennslu til að sýna börnunum hvað hægt er að gera á vefnum og hvernig sé hægt að nýta sér þennan nýja miöil. „Ef maður opnar gestabókina sést hversu mörg börn og unglingar hafa heimsótt síðuna frá upphafi svo að ég get ekki annaö 26

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.