Morgunblaðið - 24.11.1999, Blaðsíða 47
■ FÖSTUDAGUR
3. desember
SJÓNVARPiÐ
drama
Rauðliðar - Reds (’81)
Tilraun stjömunnar Warrens
Beatty að fást við stíl og
breidd hinna sögulegu stór-
mynda heppnast sómasam-
lega. Frásögnin er hefðbundin og
nassta gamaldags í lýsingu á síðasta
árinu í lífi bandanska blaðamannsins
John Reeds og ferð hans til Moskvu á
tímum rússnesku byltingarinnar.
Ástarævintýri hans og rithöfundarins
Louise Bryant (Diane Keaton) gerð
góð skil. Fjöldi traustra aukaleikara
krydda framvinduna og viðtölin við
samtímamenn Reeds í byrjun er
snjallt skref. Ekkert hefur verið til spar-
að við framleiðsluna; myndin lítur
geysivel út í frábærri myndatöku Vitt-
orio Storaro, sem hreppti Óskar ásamt
Beatty fyrir leikstjómina og Maureen
Stapleton fýrir leik í aukahlutverki.
■ LAUGARPAGUR
4. desember
SJÓNVARPIB
PRAMA
Stálblóm - Steel Magnolias (’89)
Sex konur í smábæ í Suður-
ríkjunum hittast á hár-
greiðslustofunni en bak-
grunnur þeirra er geysiólík-
ur. Áhorfandinn kynnist þeim í sorg
og gleði, þlíðu og stríðu. Hnyttilega
skrifuð blanda gamans og alvöru,
byggð á kunnu leikhúsverki. Persónu-
sköþunin og leikkvennablóminn (Sally
Field, Dolly Parton, Shiriey McLaine,
o.fl.) aðal myndarinnar, sem erfyrst
og fremst hressileg og jákvæð.
GAMANDRAMA
Draugur - Ghost (’90)
#Bankamaður (PatrickSwa-
yze), kemst að óreiðu á
bankareikningi og lætur lífið
fyrir. Reynir sem draugur að
forða ástinni sinni (Demi Moore), frá
bófunum með hjálp miðils (Whoopi
Goldberg). Best heppnaða drauga-
myndin af mörgum sem gerðar voru
við lok níunda áratugarins. Spenn-
andi, hlægileg og rómantísk afþreying
í áhrifaríkri leikstjórn Jerry Zuckers.
Pottþétt afþreying sem blandar sam-
an fantasíu, þriller og gamanmynd.
SJONVARPfÐ
SPENNA
Umsátríð - Under Siege (’92)
Harðhausinn Steven Seagal
með kokkahúfu um borði í
herskipi, leggurfrá sérsleif
og steikarpönnu er hann
kemst að því að hryðjuverkamenn
eru um borð, sem hyggjast ræna
kjarnorkuvopnum á skipsfjöl. Soð-
greifinn sér um sína. Tommy Lee Jo-
nes og Gary Buseyn (sem slæmu
strákarmir), stela nánast senunni frá
Seagal sem hefur þó aldrei verið
brattari en í þessum hörkuspennandi
trylli, sem varð stjörnunni lyftistöng
um sinn og skipaði leikstjórann.
Andrew Davis, á sess með bestu
hasarmyndasmiðum dagsins.
PRAMA
Heima er verst -
No Way Home (’96)
Bretinn Tim Roth stelur
ksenunni í mynd um fanga
' sem snýr heim eftir afplán-
un til að finna að það er
erfitt að fóta sig á einstigi réttvísinn-
ar við ömurlegar aðstæður heima
fyrir. Bróðir hans (James Russo),
smákrimnmi og mágkonan (Deborah
Unger) fatafella. Óvenjuleg og at-
hyglisverð.
■ SUNNUDAGUR
5. desember
VISINDASKALDSKAPUR
Hingað og ekki lengra -
Brainstorm (’83)
Vísindamenn við sálarrann-
> sóknir hyggjast taka upp
’ lífsreynslu manna. Hefði
getað orðið með athyglis-
verðari v.s.-myndum síðasta áratugar
ef ólánið hefði ekki elt hana. Aðal-
áfallið, sviplegt dauðsfall aðal-
leikkonunnar, Natalie Wood, krafðist
talsverðrar endurkvikmyndatöku og
breytinga á handriti svo hægtværi
að púsla myndinni saman. Cliff
Robertson, Christopher Walken.
■ ÞRIÐJUDAGUR
7. desember
GLÆPUR
Litli Sesar - LitUe Caesar ('31)
Einn af sígildu, gömlu
i góðu Warner-krimmunum,
' sem neitar að eldast.
Edward G. Robinson leikur
titilpersónuna, vægðarlaust ómenni
sem rís til valda um sinn í hverful-
um glæpaheimi. Talin byggð á
lífshlaupi Al Capone og Edwards
leikur fólið af þvílíkri innlifun að
hann var kenndurvið myndina uþp
frá því. Douglas Fairbanks, Jr., leikur
félaga hans sem snýr af glæpa-
brautinni. Ómissandi. Leikstjóri
Mervin LeRoy.
Sæbjörn Valdlmarsson.
Warren Beatty
og stjórnmálin
Leikarinn, leikstjórinn og framleiðandinn Wanren Beatty hefurlöngum þótt
maður rammpólitískur. Ekki þarf annað en að líta yfir kvikmyndalistann sem
hann á að baki til að fá sönnur á því. Sjálfsagt hefði hann lent í klónum á
McCarthy og Óamerísku nefndinni ef hann hefði verið að fitla við gerð
mynda á borð við Rauðliða - Reds (Sjónvarpið 3. des.), um miðja öldina.
Þegar öldungardeildarþingmaðurinn fór mikinn í leit sinni að kommúnistum í
kvikmyndaborginni hefði sá maður sem gerði mynd um kommann og
Bandaríkjamanninn John Reed verið tafarlaust bannfærður. Beatty var vinstri
sinnaður demókrati og hefur stutt dyggilega við bakið á hinum flölmörgu
vonbiðlum krataflokksins til æðsta embættis Bandaríkjanna; McGovem,
Dukakis, Ferrano, og hvað þau heita nú öll sem borið hafa afhroð fyrirfull-
tníum repúblíkana undanfama áratugi. Ekki átt erindi sem erfiði.
Um það má deila hvenær Beatty sýndi fyrst á sér pólitísku hliðina. Það má
benda á The Parallax View (74), jafnvel Bonnle og Clyde (’67). A.m.k.
geta menn verið sammála um að það hafi verið Shampoo, (75), sem
leyndi ekki pólitísku hugarfarinu. Hinsvegarerfiaudf/ííar hans veigamesta
mynd hvað snertir umfang og metnað og talsvert mikilfengieg fyrir augað og
ánægjulegt að fá að endumýja við hana kynnin eftir tæp tuttugu ár, skoða
hana í Ijósi hins nýja, pólitíska landslags þegar búið er að urða
heimskommúnismann og afskrifa hugsjónir þeirra manna sem John Reed
tníði á og veitti gagnrýnislausa hollustu. Um það fjallar myndin.
Forvitnilegt efni
Steven Seagal og
Tommy Lee Jones
Tíminn er hverfull. Ekki síst í
Hollywood, þar sem hann er tæp-
ast til og velferð manna aðeins
mæld með einni mælistiku; velferð
síðustu myndar viðkomandi. Þar
skipast veður því fljótt í lofti, einsog
Umsátrið - Under Siege (Sjónvarp-
ið 4. des), er ágætt dæmi um.
Fram að Umsátrinu (’92) var B-
myndatöffarinn Steven Seagal að
smábyggja uþp lítinn og tryggan
aödáendahóp, en samt svo stóran
að ekkert lát var á myndum hans
og þegar hér var komið sögu hafði
Warner veitt honum rýmra fjármagn
til sinnar árvissu hasarmyndargerð-
ar. Seagal brást ekki peningamönn-
um Warner, fékk til liðs við sig
Tommy Lee Jones, nánast útbrunna
stjörnu sem hafði slegið í gegn
1980 í The Coal Miner’s Daught-
er, og var kominn í vond mál.
Seagal tókst ekki að fylgja eftir
gæðum Umsátursins. Síðustu
mynd hans. The Patriot (’99),
dreifði Wamer beint á DVD-diska
og myndbönd (var reyndar sýnd
hérlendis í kvikmyndahúsi við
dræma aðsókn). Hinsvegar varð
velgengni Umsátursins til þess að
augu framleiðenda fóru aftur að
beinast að kjarnorkukariinum Jo-
nes, sem hefur leikið í fjölmörgum
aðsóknarmyndum síðan og nýjasta
myndin hans, Double Jeopardy,
var vinsælasta myndin vestan hafs
fyrir örfáum vikum.
47