Morgunblaðið - 24.11.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.11.1999, Blaðsíða 28
Framtíð Vina óráðin Að eilífu • • virnrr alla, allir fyrir einn. Þá er bara spurningín hver flýr fyrstur af hólmi? Verður það Lisa Ku- drow sem hefur tekist að byggja upp ágætis leikferil? Eða veröur það Courtney Arquette sem snýr sér að fjöl- skyldulífinu eða kannski fleiri unglingahrollvekjum? Skyldi Jennifer Aniston fá sinn eigin þátt? David Schwimmer hefur veriö „óheppinn" með hlut- verk og ekki líklegur til neinna þrekvirkja héðan af á hvíta tjaldinu. Hvaö með Matt LaBlanc sem hefur leikið á móti apa? Og var fyrirsæta í Levis gallabuxnaauglýsingu áður en hann fékk inni hjá Vinum? Hann veröur að telj- ast ólíklegastur til aö kveðja þættina. En Matthew Perry sem lenti f. meðferö vegna óhóflegrar verkjalyfjanotkunn- ar? Hann gæti átt framtíöina fyrir sér í kvikmyndum. Hvernig svo sem fer munu sjónvarpsáhorfendur nútím- ans aldrei gleyma Vinum og þeirri einlægni, virðingu og ástúð sem þeir alltaf sýndu hver öðrum og áhorfendum auðvitað líka. Sjónvarpsþættirnir Vinir hafa verið sýndir í fimm ár og ekki er laust við að aðdáend- ur þáttanna fái magapfnu viö enda hverjar þáttaraðar þvf sjónvarpsþættir eiga þaö til að koma og fara, jafnvel vin- sælir þættir eins og Seinfeld svo dæmi sé tekið. Flestir myndu helst vilja hafa Viní á skjánum að eilífu, en er það kannski til of mikils mælst? Já, kannski, og líka óraunhæft því á meðan Vin- irnir voru að undirbúa sjöttu þáttarööina gengu sögur um að sjónvarpsstöðin NBC treysti sér ekki til að borga uppsett verð fyrir þættina og einnig voru vangaveltur um það hvort David Schwimmer (Ross) væri kannski að hætta og að stelpurnar þrjár vildu allar hætta! ÁFRAM VINIR Kevin Bright, framleiðandi þáttanna, fullyrðir að leikara- hópurinn hafi ekki haft orð á því við hann að þau vildu hætta aó vera Vinir. Hann ákvað að biöja þau að skrifa undir samning um sjöundu þáttarööina áður en byrjaö var á þeirri sjöttu en Vinirnir treystu sér ekki til þess, sem var algert áfall fyrir vini þeirra og aðdáendur um allan heim. En ýmislegt hefur gengið á í einkalífi leikaranna svo að kannski er skiljanlegt að þeir vilji ekki gera nein framtíðarplön. Courtney Cox giftist leikaranum David Arquette og heitir núna Courtney Arquette. Lisa Kudrow er oróin mamma og Matt LeBlanc bauðst til að verða barnapían henn- ar! Hann trúlof- aðist síöan leikkonunni Melissu McKnight og gerðist fósturfaó- ir tveggja barna hennar. Allir vita að Jennifer Ani- ston er komin með nýjan kærasta, Brad Pitt. En Vinirnir eru hættir að hittast vikulega og horfa saman á þáttinn í sjónvarpinu þannig að grein- lega hefur eitthvaó breyst. En hingað til hefur það einmitt veriö málið, þau eru vinir í raunveruleikanum. „Við erum ekki heimsk," sagði Lisa Ku- drow eitt sinn. „Við vissum að það væri lykilatriöi að við værum vinir í þættinum svo vió uröum bestu vinir.“ Matt LeBlanc ásamt ástkonu slnnl og tveimur börnum hennar. EINN FYRIR ALLA En hvert verður framhaldiö? Jennifer Aniston og Matthew Perry urðu þrítug á þessu ári en þau eru yngst í leikara- hópnum eða jafngömul og Dustin Hoffman var þegar hann gerði myndina The Gra- duate. Hversu lengi nenna Vinirnir að segja brand- ara og snúa öllu upp í grín? Flestir eru sam- mála um að hæfileik- um þeirra sé ekki sóað f sjónvarpi og að þau eigi heima þar nema ef vera skyldi Lisa Kudrow sem fór á kostum í kvikmyndinni Opposite of Sex. Það er hægara sagt en gert fyrir sjón- varpsstjörnur að leika í kvikmyndum. Áhorfend- ur vilja sjá sömu per- sónuna í myndinni og f þáttunum en ef það gerist veröa þeir engu að síður fúlir og fyrir vonbrigðum. Vinirnir hafa strengt þess heit að halda ekki áfram í þáttunum nema sem hópur; einn fyrir 28

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.