Morgunblaðið - 24.11.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.11.1999, Blaðsíða 11
Morgunblaðiö/Kristján Kristjánsson Þættir íltrás á dagskrá Rásar I Útivist allt árið um kring „Þaö er engin ástæöa til aö missa móöinn og hætta aö stunda útivist þótt vetur gangi í garð,“ segir Pétur Halldórsson, umsjónarmaöur útvarpsþáttar- ins Útrásar sem er á dagskrá Rásar 1 alla föstudaga kl. 15. „Þaö er mikilvægt aö láta árs- tíöirnar ekki hafa áhrif á sig,“ segir Pétur sem búsettur er á Akureyri og þaöan er þættinum ennfremur útvarpaö. Útrás er þáttur um hvaö eina sem snertir útilíf og holla hreyf- ingu almennings og þar er einnig hægt aö fá beint í æö ýmsan fróðleik um heilsurækt, mataræöi og búnaö til útivistar svo eitthvaö sé nefnt. Göngu- feröir, hjólreiöar, sktði og feröalög fólks eru til umfjöllun- ar og pistlahöfundar koma og fara sem fjalla um næringu og útivist, bæöi fræöilega og á al- mennum nótum. ÚTIVIST AÐ VETRARLAGI Nú þegar vetur konungur er genginn í garö hugar Pétur sér- staklega aö vetraríþróttunum. „Um daginn var kominn snjór hér tyrir noröan og þá ræddi ég viö skíöagöngufólk," segir Pét- ur. „Svo fór allur snjórinn og menn tóku aftur fram reiöhjólin og fóru jafnvel aö vinna í görö- um sínum sem er ágætis út- vist. En ég reyni að fjalla um þaö sem fólk er aö gera á hverjum árstíma, hvernig sem viörar." Pétur hefur sjálfur gaman af útivist, er mikill náttúruunnandi og segist hafa mjög gaman af því aö ferðast um fjöll og firn- indi. Hann hefur haft umsjón Pétur Halidórsson á reiöhjóli sínu fyrir utan höfuðstöóvar Ríksútvarpslns á Akureyri. meö Útrás í eitt og hálft ár en þátturinn hefur veriö á dagskrá í rúmlega tvö ár. í þættinum er víöa leitað fanga og Pétur fer á stúfana og heimsækir fólk. „Ég fór t.d. í haust austur á iand og talaöi við fólk hjá feröafélögum, m.a. á Borgarfirði eystra þar sem búið er aö skipuleggja mjög skemmtilegar gönguleiöir og út- búa gönguleiöakort. Ég reyni aö líta svolítiö í kringum mig hér fyrir norðan og ef ég fer í höfuöborgina tek ég hljóðne- mann meö. Þannig aö í þættin- um er fjallaö um málefni sem snerta allt landiö." Á heimasíöu Ríkisútvarþsins (www.ruv.is) er hægt aö nálg- ast frekari upplýsingar um efni Útrásar og hægt að tengjast öðrum áhugaveröum útivistar- síðum. Þar er einnig síöa til- einkuö ýmsum fróöleik um úti- vist og holla hreyfingu, s.s. hvernig velja eigi hlaupaskó, ýmsar upplýsingar um línu- skauta og notkun þeirra og svo mætti lengi telja. jSfö „Góður vinur minn benli mér Wm' é fæðubólaelnið Zinaxin, sem Wm ég tek daglega. Þökk sé Zinaxin. W Nú líður mér miklu betur og þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af aukaverkunum. Með hjálp Zinaxin vonast ég til að geta lifað eðlilegu lifi, án óþæginda, allt til ævilokau. Carl Lewis. Zi . Þótt þú hafir ekki unniö 9 Ólympfugull eins og Carl Lewis, getur þú samt átt viö bólgur og stiröleika aö stríöa, eins og hann átti, en íþróttaiðkun og þrotlausar æfingar voru verulega farnar aö setja mark sitt á liðamót hans. Með heilsusam- legu líferni og hollu mataræði sem m.a. inni- heldur staðlaða engiferextraktinn Zinaxin, heldur Carl lewis sér í góðu formi. Fæst í apótekum, lyfja- og heilsubúðum 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.