Morgunblaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Er „lítið, kalt stríð“ í uppsiglingu í samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna? Moskvu. AFP, Reuters, AP. RÚSSNESK stjórnvöld sögðu í gær, að þau hefðu handtekið og yf- irheyrt í skamma stund bandarísk- an sendiráðsstarfsmann, sem stað- inn hefði verið að njósnum. Hefur ekki verið mikið um uppákomur af þessu tagi eftir að kalda stríðinu lauk en þetta mál er sagt nýjasta dæmið um versnandi sambúð Bandaríkjanna og Rússlands. Talsmaður FSB, rússnesku leyniþjónustunnar innanlands og arftaka KGB, sagði, að Cheri Leberknight, annar ritari í banda- ríska sendiráðinu í Moskvu, hefði verið handtekin seint í fyiradag. Sagði hann, að hún hefði verið stað- in að verki er hún var að „reyna að Saka bandarískan sendimann um njósnir fá rússneskan borgara til að af- henda sér hernaðarleg ríkisleynd- armál“. Hefði hún verið yfirheyrð að viðstöddum fulltrúa bandaríska sendiráðsins og síðan sleppt. Bandaríska sendiráðið staðfesti í gær, að kona með þessu nafni starf- aði þar en vildi að öðru leyti ekkert um málið segja. Samskipti Rússa við Bandaríkja- menn og raunar við vestræn ríki al- mennt hafa heldur verið að kólna að undanfömu og gagnkvæmum ásökunum um njósnir er aftur farið að fjölga nú þegar 10 ár eru liðin síðan kalda stríðinu lauk. Igor Ivanov, utanríkisráðherra Rússlands, kvaðst í gær vona, að þessi atburður spillti ekki frekar samskiptunum við Bandaríkin en sagði þó, að vissulega bætti hann þau ekki. Það vekur nokkra athygli, að ása- kanir Rússa koma daginn eftir að Daniel King, fyrrverandi dulmáls- fræðingur í bandaríska flotanum, var formlega ákærður fyrir að hafa njósnað fyrir Rússa árið 1994 en við afbroti hans getur legið dauðarefs- ing. Hentugt fyrir valdastéttina? Óháðir stjórnmálaskýrendur í Rússlandi telja ekki ólíklegt, að Bandaríkjamenn svari í sömu mynt og reki rússneskan sendimann frá Bandaríkjunum en þeir segja, að málið megi að sumu leyti skýra með þeirri andúð á Bandaríkjunum, sem fjármálakreppan í Rússlandi og Kosovo-stríðið kyntu undir. „Valdastéttin, sem á í erfiðleikum innanlands, þarf á litlu, köldu stríði að halda og finnur það í árekstrum við Bandaríkin," sagði einn þeirra. Borgarbílasalan auglýsir sa a Opiö kl. 10-17 laugardaga og 9-18 virka daga ngar Veruleg verðlækkun á notuðum bílum frá Ingvari Helgasyni hf. og Bílheimum ehf. Vetrardekk fylgja Lánakjör við allra hæfi .. jafnvel engin útborgun! Fyrsta greiðsla í apríl árið 2000 Þú kemur og semur! Borgarbílasalan, Grensásvegi 11, sími: 588 5300 Reuters Reykinga- apií Taílandi Bangkok. The Daily Telegraph. NAMWAN, tíu ára gamall api sem var yfirgefinn af eigendum sínum fyrir þremur árum, er orðinn reyk- ingaffkill. Apinn, sem átt hefur heima í hofi í Kanchanaburi í Vestur-Taílandi undanfarin þrjú ár, hóf að fikta við sígarett ustubba sem ferðamenn fleygðu frá sér. Nú er hann orðinn forfallinn reykingaapi og betlar vindlinga af vegfarendum. I Taflandi hafa apar lengi verið metnir fyrir vit sitt og fingralipurð. I Lop Buri-héraði njóta þeir vissra „íbúaréttinda" og á hverju ári er þeim haldin mikil veizla á aðaltorgi borgarinnar. f Suður-Taflandi, einkum á eynni Ko Samui, sem er fjölsótt af ferðamönnum, er öpum kennt að hjálpa til við kókoshnetu- uppskeruna. Þeir prfla upp í trén og henda kókoshnetunum niður til þjálfara sinna, og raða þeim jafnvel upp í skipulega bingi til frekari vinnslu. I 100 Odýrari símtöl til útlanda Skráðu þig í síma 575-1 100 www. n ets i m i. i s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.