Morgunblaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Dramatískur einsöngur Öfgafullar ástir og rómantískir Rússar TOJVLIST íslenzka óperan EINSÖNGSTÓNLEIKAR Sönglög og aríur eftir Schumann, Fauré, Ullmann, Mozart, Bizet, Puccini og Dvorák. Helga Rós Indr- iðadóttir sópran; Gerrit Schuil, pía- nó. Fimmtudaginn 25. nóvember kl. 20:30. PAD leyndi sér ekki töluverð eft- irvænting í andrúmslofti íslenzku óperunnar, þegar ofangreindir tón- leikar áttu að hefjast, og fékk mað- ur sem stundum vill verða þá óþægilegu tilfinningu, að margir áheyrendur þekktu betur til um fer- il og hagi söngvarans en maður sjálfur, sem í þetta sinn var með öllu upp á hjálpfýsi tónleikaskrár kom- inn. Þar stóð m.a. að Helga Rós Indriðadóttir hefði lokið þriggja ára námi við óperudeild tónlistarháskól- ans í Stuttgart nú í sumar, hefði debúterað sem Freia í Rínargullinu í Staatstheater Stuttgart sl. marz og væri nú fastráðin þar. Viðfangsefni tónleikanna voru að mestu ljóðræns eðlis, en með vax- andi dramatískum þunga; ljóða- söngur fyrir hlé, en óperuaríur eft- ir. Fyrst 4 lög eftir Sehumann, þá 4 eftir Fauré og Funf Liebeslieder eftir Viktor Ullmann, en eftir hlé tvær aríur greifynjunnar úr Figaro, aría Micaelu úr Carmen, tvær aríur Liu úr Turandot og loks aría Rú- sölku úr samnefndri óperu Dvoráks. Fyrstu Schumann-lögin voru lát- laus og átakalítil, en í hinu síðasta þeirra, Singet nicht in Trauertönen, fékk „hetju-sópraninn“ smá tæki- færi, og mátti þá fyrst, en ekki síð- ast, heyra, að hin hljómmikla rödd Helgu Rósar virðist að svo stöddu njóta sín bezt í dramatísku hlut- verki þar sem taka þarf á. Látlaus- ari lögin voru í sjálfu sér ekki illa sungin, þó að takmörkuð beiting fíngerðra meðala í mótun og dýna- mík benti til, að ljóðasöngsgreinin hefði fremur legið í láginni hjá söng- konunni undanfarið. Verri þótti manni ákveðin til- hneiging til að lafa - oftast aðeins örlítið en samt greinanlega - í tón- stöðu, nema helzt á sterkum og há- um tónum (og þá sjaldan sem brá fyrir sléttum söng án víbratós), sem reyndist meira eða minna gegnum- gangandi allt kvöldið. Miðað við ág- ætar undirtektir og „uppstandandi“ klapp í lokin létu fáir áheyrenda það á sig fá, en sé maður þeim ósköpum gæddur að láta truflast af slíku, er aftur á móti hætt við að umdeilanleg tónstaða skyggi á ýmsa kosti í túlk- un. Maður beið eftir að þetta myndi lagast með aukinni upphitun, en svo var ekki. Ef rétt er, sem undirr. frétti á skotspónum í hléi, að söng- konan hefði nýlega færzt upp í sópr- an úr mezzo-sviði, gæti hins vegar verið kominn partur af skýringunni á téðum vanda, sem tími og æfing munu þá væntanlega eiga eftir að kippa í lag. Burtséð frá þessu, sem flestir við- staddra létu sér sem sagt í léttu rúmi liggja, var margt vel gert í söng Helgu, og þýzkan textafram- burð hafði hún 100% á valdi sínu, sem kannski kom ekki á óvart eftir langdvöl syðra. Hin lauflétta gal- líska lýrík í Fauré-lögunum komst vel til skila, en þó sérstaklega straumþung dramatíkin í ástar- söngvum Viktors Ullmanns. Ull- mann birtist ekki í hljóðriti fyrr en í byrjun þessa áratugar. Hann var nemandi Schönbergs, en hélt expressjónískum stíl sínum ávallt á tónölum grunni, og samdi síðustu verk sín við aðstæður sem engu tón- skáldi er óskandi, í „fyrirmyndar- fangabúðum" nazista í Theresienst- adt, áður en hann lét lífið í Auschwitz. Erfitt er vitaskuld að skilja slík örlög blákalt frá tónsköp- unargæðum, en að svo miklu leyti sem heyrt varð af fyrstu kynnum, var Ullmann merkilegur söngvahöf- undur með tilfinningu fyrir drama- tískri framþróun, eins og ljóst varð af þessum kröfuhörðu en vel sömdu lögum. Píanóhlutverkið var ekki síður krefjandi, en Gerrit Schuil sýndi hér og sannaði, að mikil átök færu honum ekki verr en ísmeygi- legustu blíðuhót góðskáldanna. Operuaríurnar Porgi, amor og Dove sono eftir Mozart voru mjúkt og fallega sungnar og kölluðu fram ágætar viðtökur, sem og aría Mica- elu úr Carmen, Je dis que rien, og þó sérstaklega seinni Puccini-arían, hin átakamikla Tu che di gel cinta. Aría Rúsölku í lokin til tunglsins var sungin á tékknesku. Færðist þar andrúmsloftið aftur niður á látlaus- an byrjunarreit með þjóðlegu ívafi, og tókst þeim félögum að miðla af innlifun dreymandi sakleysi vatna- dísar tékkneska ævintýrisins. Ríkarður Ö. Pálsson TOJVLIST Hafnarborg SÖNGTÓNLEIKAR Ágúst Ólafsson bariton og Kíril Kozlovski pianóleikari fluttu verk eftir Robert Schumann, Edvard Grieg, Pjotr Tsjaíkovskíj og Sergei Rakhmaninov. Mánudagskvöld kl. 20.30. ÞAÐ er ekki ofsögum sagt af vexti í íslenskri söngvarastétt. Enn stígur nýr söngvari fram á sjónar- sviðið, Agúst Olafsson bariton, sem hefur ekki bara undurfallega rödd, heldur líka allt það til að bera sem góður söngvari þarf að hafa í far- teskinu, - músíkhæfileika og næmi fyrir orðsins list og túlkun. Og það er ekki svo lítið veganesti út í heim atvinnumennsku í söng. Meðleikari Agústs á tónleikunum var kornung- ur Hvít-Rússi, Kíril Kozlovski, sem sannarlega á framtíðina fyrir sér sem frábær píanisti miðað við frammistöðu hans á tónleikum þeiira í Hafnarborg á mánudag- skvöldið. En ekki er allt komið þótt hæfi- leikarnir séu til staðar. Sumt er það sem ekki fæst nema með reynslu og þroska og það átti við um báða ungu listamennina. Agúst Olafsson sýndi það í flutningi Dichterliebe eftir Schumann, að hann hefur burði til að verða frábær ljóðasöngvari. Þótt túlkun hans hafi verið býsna þrosk- uð miðað við ungan aldur vantaði í hana þá dýpt og dýnamík sem sem aðeins aldur og reynsla geta gefið honum. Bestu kai’lljóðasöngvarar eru að syngja framundir sjötugt og verða fæstir virkilega góðir fyrr en í fyrsta lagi um fertugt. Ungur og hæfileikaríkur söngvari eins og Ágúst þarf því helst að beita þolin- mæðinni og nota tímann til að syngja og syngja meira. Röddin á eftir að þroskast og verða enn blæbrigðaríkara og þjálla hljóðfæri. Margt var virkilega fallega gert í Dichterliebe, - tíunda ljóðið: Hör ieh das Liedchen klingen var mjög fallega sungið og áhrifamikið og eins það tólfta: Am leuchtenden Sommennorgen. Píanóleikarinn, Kíril Kozlovski, var á ýmsan hátt andstæða Ágústs. Tilfinningar í leik hans voru óhamdar og óbeislaðar og þar var ekki farinn neinn meðal- vegui-. Þar var spilað upp á líf og dauða og allt gefið í túlkunina. Nið- urstaðan var yndislegur og blæbr- igðaríkur leikur þegar best lét, en alltof sterkur og yfirgnæfandi barn- ingur þegar mest gekk á. Þá hætti honum til að kaffæra söngvarann al- gjörlega, eins og í lögunum Ich grol- le nicht og Ein Jungling liebt ein Mádchen. Bestu lög Kírils voru Hör ich das Liedchen þar sem mjúkur ásláttur og þýður leikur hans var frábær og algjörlega í fasa við fal- legan söng Ágústs. Lög Griegs hentuðu píanóleikar- anum að mörgu leyti betur en Schu- mann. Þar var leikur hans hófstillt- ari, þó hann væri ennþá vel meitlaður og dýnamískur. Ágúst söng norrænu lögin virkilega vel. Þar stóðu upp úr Jeg elsker dig og Med en vandlilje, sem var frábær- lega flutt af þeim báðum, og sömu- leiðis Borte, þar sem frábært lag Griegs gufar bókstaflega upp eins og gestirnir í boðinu sem sungið er um. Þetta gerðu þeir félagar mjög fallega. Stærsti gallinn í söng Ágústs í þessum lögum var að danskan og norskan voru hvorar tveggju sungnai- með sænskum framburði. Tvö lög eftir Tsjaíkovskíj voru það langbesta á tónleikunum; Ser- enaða Don Juans og í miðjum glaumi ballsins. 10141 Kozlovski fór á kostum í rússnesku rómantíkinni og Ágúst söng af sannfærandi tilfinn- ingu. Lokaverkið á tónleikunum var Kavatína Alekos eftir Rakhmaninov við ljóð efth- Púshkin og var það prýðilega flutt. Það er ekki venjan að gagmýn- endur beini orðum sínum að öðrum en tónlistarmönnunum. Það verður þó að segjast eins og er að svo mikill var óróinn í salnum á tónleikunum í Hafnarborg, að það var erfitt fyrir tónlistarmennina að komast af stað. Kliður og endalaust fitl tónleika- gesta við söngskrárnar voru trufl- andi - úr eða boðtæki fór af stað í miðju lagi, barn grét hástöfum fyrir utan gluggann og undir malaði loft- ræstikerfið. Þá áttu eftir að bætast við hefðbundinn hósti og skrjáf í sælgætisbréfum. Þeir ágætu ungu listamenn sem þarna voru að þreyja frumraun sína í íslenskum tónlistar- sal áttu betra skilið en þetta. Bergþóra Jónsdóttir Stórsveitartónleikar í Frumleikhúsinu STORSVEIT Tónlistarskóla FI heldur tónleika í Frumleikhús- inu, Vesturbraut 17, Reykjanes- bæ, í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Stjórnandi er Edward Frederiksen. Stórsveit Tónlistarskóla FÍH hefur starfað óslitið frá árinu 1989 og hefur komið fram við fjölda tækifæra, jafnt innan skól- ans sem utan. Árið 1990 tók sveitin þátt í tónlistarhátíð í Gautaborg. Árið 1996 tók hún síðan þátt í jazz- og blues-hátíð í Þórshöfn í Færeyjum. Allmargir erlendir leiðbein- endur hafa unnið með sveitinni, m.a. John Clayton bassaleikari, básúnuleikarinn Frank og Daniel Nolgárd frá Ingesund-tónlistar- háskólanum í Svíþjóð, en hann var gestakennari við Tónlistar- skóla FÍH. Edward Frederiksen hefur verið stjórnandi sveitarinnar síð- an 1989. Tónleikarnir eru haldnir á veg- um Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar. Aðgangur er ókeypis. Áætlaður fyrsti vinníngur í sexföldum potti á laugardaginn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.