Morgunblaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 37
36 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 37v
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SALA HLUTABREFA
í BÖNKUNUM
ÞAÐ er áreiðanlega skynsamleg ákvörðun hjá ríkisstjórninni
að selja 15% af hlut ríkisins bæði í Landsbanka og Búnaðar-
banka á næstu vikum. Markaðsaðstæður eru hagstæðar. Skort-
ur er á bréfum á hlutabréfamarkaðnum. Almenningur kaupir
hlutabréf í töluverðum mæli fyrir áramót vegna skattafsláttar
og hlutabréf eru almennt í háu verði. Frá sjónarhóli skattgreið-
enda er því tækifæri til að fá hæsta verð fyrir bréfin um þessar
mundir.
í annan stað er ljóst, að takist ríkinu að selja hlutabréf í
bönkunum tveimur fyrir allt að sex milljarða króna hefur það já-
kvæð áhrif á efnahagslíf þjóðarinnar. Hlutabréfakaup hins al-
menna borgara að þessu marki jafngilda sparnaði, og hefur því
þau áhrif að slá á þensluna í efnahagsmálum.
En jafnframt er augijóst, að salan á hlutabréfunum í ríkis-
bönkunum tveimur nú kallar á umræður um framhald einka-
væðingar ríkisbankanna. Að hverju er stefnt í þeim efnum?
Ætla verður að ríkisstjórnin haidi fast við það markmið að
einkavæða báða ríkisbankana en jafnframt að farið verði var-
lega í sakirnar eftir þá reynslu, sem fengizt hefur af einkavæð-
ingu FBA. Það skiptir höfuðmáli, að við frekari sölu hlutabréfa í
ríkisbönkunum takist að tryggja dreifða eignaraðild og í því
sambandi vill Morgunblaðið ítreka þá skoðun, sem blaðið hefur
áður sett fram, að setja beri lög og reglur, sem tryggi dreifða
eignaraðild að fjármálafyrirtækjum, ekki bara í upphafssölu
heldur einnig á eftirmarkaði. Akvörðun ríkisstjórnarinnar um
að selja nú hlutabréf í Landsbanka og Búnaðarbanka til viðbót-
ar við það sem áður hefur verið selt rekur á eftir því að stjórn-
arflokkarnir komi sér saman um hvaða reglur skuli gilda á eftir-
markaði.
Bankakerfið á Islandi er enn alltof dýrt fyrir viðskiptavini
þess, einstaklinga og fyrirtæki. Vænlegasta leiðin til þess að
draga úr þeim kostnaði er frekari sameining banka og annarra
fjármálastofnana en orðið er. Búast má við, að hinir hefðbundnu
bankar eigi eftir að lenda í harðri samkeppni að þessu leyti við
netbankana, sem eru að ryðja sér til rúms og margir spá bjartri
framtíð.
Margt bendir til, að jarðvegur sé að skapast fyrir sameiningu
Landsbanka og Islandsbanka, þótt aðrir möguleikar séu að
sjálfsögðu fyrir hendi. í ræðu sem Valur Valsson, bankastjóri
Islandsbanka, hélt fyrir nokkru fyrir erlenda bankamenn, taldi
hann að varlega áætlað mætti minnka útgjöld bankanna tveggja
um 15-20% eða um einn og hálfan til tvo milljarða á ári. Vænt-
anlega mundi þessi sparnaður nást með sameiningu og fækkun
útibúa, ódýrari yfirstjórn og margvíslegri annarri hagræðingu.
Sameining Landsbanka og Islandsbanka mundi vafalaust
kalla á snörp viðbrögð frá keppinautunum, bæði frá Búnaðar-
banka og sparisjóðunum. Spurt verður hvort verið sé að skapa
of stóra einingu með sameiningu þessara tveggja banka. Þeirri
gagnrýni er hægt að mæta að hluta til með því að Búnaðarbanki
t.d. yfirtaki einhverjar af eignum Landsbanka og styrki þar með
stöðu sína í væntanlegri aukinni samkeppni. í því sambandi
hljóta menn að velta fyrir sér tengslunum á milli Landsbankans
og Vátryggingafélags Islands, sem Landsbankinn er nú stór
hluthafi í.
Vandi sparisjóðanna er sá að rekstrarform þeirra gerir þeim
erfitt um vik að taka þátt í þeirri uppstokkun sem augljóslega er
framundan á fjármálamarkaðnum. Þótt sparisjóðirnir hafi ekki
orðið þeir aðilar að einkavæðingu FBA, sem þeir stefndu að um
skeið eiga þeir enn þann leik á borði að bjóða upp á sameiningu
Kaupþings og FBA og verða umtalsverðir eignaraðilar að slíku
sameinuðu fjármálafyrirtæki. Þeir gætu hugsanlega einnig
komið til skjalanna i einhvers konar samstarfi eða samruna við
Búnaðarbanka.
Þá er heldur ekki hægt að útiloka þann möguleika, að erlend-
ir bankar eigi eftir að koma við sögu í þessari samrunaþróun á
íslenzka fjármálamarkaðnum, þótt ítrekaðar tilraunir til þess að
vekja áhuga þeirra á því hafi að vísu ekki borið mikinn árangur,
ef undan er skilinn áhugi sænsks banka á síðasta ári á því að
eignast stóran hlut í Landsbankanum.
Atvinnulífið og borgararnir og hinir þjóðkjörnu fulltrúar
munu spyrja hvort samrunaþróun af þessu tagi dragi úr sam-
keppni. Og því miður hafa Islendingar vonda reynslu af því að
sameining fyrirtækja dregur úr samkeppni og leiðir til hærra
verðs á vöru og þjónustu en ella. A hinn bóginn er líklegt að
fjármálamarkaðir heimsbyggðarinnnar verði æ tengdari og að
með sama hætti og fyrirtæki geta nú stundað bankaviðskipti að
verulegu leyti við erlenda banka líði ekki langur tími þar til ein-
staklingar geti gert það líka og þá ekki sízt með aðstoð Netsins.
Fjármálamarkaðurinn mun því ekki til langframa njóta þeirrar
fjarlægðaverndar, sem ýmsar aðrar atvinnugreinar geta enn
skýlt sér á bak við.
Akvörðun ríkisstjórnarinnar um sölu hlutabréfanna í Lands-
banka og Búnaðarbanka mun leiða til opinberra umræðna um
þessa þróun alla og ekki við öðru að búast en þær umræður
verði töluvert fyrirferðarmiklar á næstu mánuðum.
s
Staða grunnrannsókna rædd á ráðstefnu RANNIS
Niðurstöður rannsóknar
um stöðu grunnvísinda á
Islandi og kynnt var á
ráðstefnu Rannís í gær
vakti mismunandi við-
brögð. Annars vegar
kættust vísindamenn yf-
ir „ótrúlegum“ árangri
íslenskra vísindamanna
eins og sumir orðuðu
það, hins vegar komu
fram ýmsar efasemdir
um að nægilega vel væri
staðið að vísindarann-
sóknum. Salvör Nordal
hlýddi á erindi og um-
ræður á ráðstefnunni.
Morgunblaðið/Golli
Fjölmenni var á ráðstefnu Rannís um grunnrannsóknir.
Ólík afstaða til stöðu
grunnrannsókna
ÓRÖLFUR Þórlindsson og
Inga Dóra Sigfúsdóttir
kynntu skýi'slu um stöðu ís-
lenskra grunnvísinda þai'
sem kemur meðal annars fram að ef
litið er á birtingar íslenskra vísinda-
manna í ritrýndum erlendum tíma-
ritum og einnig það hversu oft er vís-
að til íslenskra vísindamanna í öðr-
um greinum kemur í ljós að íslenskir
vísindamenn standa nágrannaþjóð-
unum ykki að baki miðað við höfða-
tölu. Á sama tíma er íslenskt fjár-
magn til rannsókna mun minna en
hjá nágrannaþjóðunum. Þessi niður-
staða virtist koma ýmsum fundar-
mönnum á óvart og reynt var að leita
skýringa á því hvers vegna íslenskir
vísindamenn stæðu svo framarlega
sem raun ber vitni.
í fremstu röð
Inga Dóra Sigfúsdóttir kynnti
rannsókn þeirra Þórólfs Þórlinds-
sonar á stöðu íslenskra grunnvís-
inda. Hún sagði að sá mælikvarði
sem notaður væri til að meta árang-
ur vísindamanna væri að rannsaka
fjölda og gæði birtra greina í rit-
íýndum tímaritum og eins tilvitnanir
í vísindamenn. Við slíkt árángursmat
hefði verið stuðst við gögn úr gagna-
grunni NSI (National Science Ind-
icators Database) gagnagrunninum
en þar kom fram að ef litið er til birt-
ingar greina eftir íslenska vísinda-
menn í ritrýndum tímaritum kemur
fram að íslenskir vísindamenn eru í
tólfta sæti sé miðað við höfðatölu,
næst á eftir Bandaríkjunum og Nor-
egi. Þegar litið er til tilvitnana í ís-
lenska vísindamenn er árangurinn
enn betri.
I skýrslunni er einnig
skoðuð afköst íslenskra
vísindamanna í einstökum
fræðigreinum og kemur
þá í ljós að vísindagrein-
arnar standa með mismunandi hætti.
Fjöldi birtra greina í erlendum fag-
tímaritum er mest í klínískri læknis-
fræði og jarðvísindum en engar í lög-
fræði svo dæmi sé tekið. Ástæða
þess er meðal annars að fagleg um-
ræða í lögfræði eins og mörgum hug-
vísindum fer frekar fram í íslenskum
tímaritum en erlendum.
Umsóknum íjölgar mikið
Inga Dóra sagði að í samtölum við
vísindamenn hefði komið fram
ábendingar um það sem betur mætti
fara. Töldu þeir almennt að auka
ætti fé til grunnrannsókna, draga
ætti úr skrifræði og styðja betur við
unga vísindamenn. 1 heild sagði Inga
Dóra að þó hlutfall þess fjármagns
sem færi í grunnrannsóknir hefði
sveiílast nokkuð undanfarna áratug
hefði fjárveitingar í heild lækkað eða
úr 30% af styrktarfjármagni árið
1977 í 20% árið 1997.
Þórólfur Þórlindsson annar
skýrsluhöfundanna velti fyrir sér
hvers vegna staða íslenskra grunn-
rannsókna væri sterk. Hann sagði að
rannsóknin benti eindregið til að ís-
lenskir vísindamenn væru í fremstu
röð þrátt fyrir að minni fjármunum
væri varið til rannsókna hér á landi
en í nágrannalöndunum. Þórólfur
sagði að hægt væri að fara eftir
tveimur atriðum við úthlutun styrkja
til rannsókna, annaðhvort að úthluta
í ákveðin verkefni eða til þeirra vís-
indamanna sem skilað hafa bestum
árangri.
Umsóknum til Rannsóknarráðs
hefur fjölgað mikið á undanförunum
árum og þær eru mun betur unnar en
áður. Þannig lendir stór hluti þeirra í
A flokk og við úthlutun stendur valið
milli þeirra eingöngu. Á ráðstefnunni
kom þó fram að einungis væri hægt
að veita þriðjungi umsókna sem lentu
í A-flokk styrk. Þórólfur sagði að
jafningjamat, sem nú liggur til grund-
vallar við úthlutanir, væri mjög
vandasamt en taldi hann samt að ekki
ætti að hverfa frá því.
Þórólfur kom einnig að hlutverki
Háskóla Islands í grunnrannsóknum
en innan hans starfa flestir þeir sem
stunda slíkar rannsóknir. Háskólinn
er hins vegar kennslustofnun þar
sem rannsóknir eru ekki forgangsat-
riði. Þórólfur sagði að í máli margra
vísindamanna hefði komið
fram gagnrýni á Háskól-
ann fyrir að vera of þung-
ur í vöfum og að mikill
tími færi í stjórnun og
skrifræði. Flestir Háskól-
ar annars staðar gætu hafa hins
vegar markað sér sérstöðu annað
hvort með áherslu á kennslu eða
rannsóknir. Háskólinn væri hins
vegar blandaður en yrði að gefa
rannsóknum meira svigrúm. Það
væri til dæmis sláandi hve mikið af
rannsóknarstarfi færi núna fram við
rannsóknarstofnanir utan Háskól-
ans. Þá nefndi Þórólfur að frumherj-
ar hefði unnið ótrúlegt afrek við
uppbyggingu náms og rannsókna á
ýmsum sviðum.
Niðurstöður skýrsluhöfunda sagði
Þórólfur þær helstar að forgagnsat-
riði væri að veita meira fjármagni í
vísindasjóð, mótuð yrði stefna í
grunnvísindum þar sem Háskólinn
legði meiri áherslu á að vera rann-
sóknarháskóli og mikilvægi menntun
ungra vísindamanna og að þeim væri
gefinn kostur á að hefja rannsóknir
hér að námi loknu. Þá lagði Þórólfur
áherslu á mikilvægi þess að stjórn-
málamenn kæmu að stefnumörkun í
þessum efnum án þess þó að skerða
akademískt frelsi.
Sníða stakk eftir vexti
Tveir erlendir gestir fluttu er-
indi á ráðstefnunni þeir Luke Ge-
orgiou, prófessor við Háskólann í
Manchester fjallaði um hlutverk
grunnvísinda í samfélaginu og Da-
vid Baker, prófessor við Penn Sta-
te University í Bandaríkjunum.
Luke Georgiou fjallaði um hvernig
rannsóknarumhverfið hefði verið
að breytast á undanförnum árum
hvort sem væri innan fyrirtækja,
einkarekinna rannsóknarstofnana
eða innan háskóla. Hann sagði í
raun væri ekki lengur eins mikill
munur á þessum þremur leiðum.
Georgiou ræddi um mismunandi
þróun og stefnumörkun. Hann
sagði að háskólasamfélagið stæði
frammi fyrir vaxandi fjölda nem-
enda í háskólamenntun sem það
þyrfti að bregðast við með ein-
hverjum hætti. Þá hefur kostnað-
ur við rannsóknir aukist verulega
og líklegt að sá kostnaður fari
frekar vaxandi en hitt. Þá má sjá
vaxandi áherslu á þverfaglega
rannsóknir.
David Baker fjallaði um mikilvægi
þess að skapa samkeppni og sveigj-
anleika við rannsóknir í vísindum og
tækni. Hann ræddi um
kosti og galla samkeppni
og sveigjanleika og einnig
nauðsynina á þverfaglegu
samstarfi í rannsóknum,
mikilvægi að skapa sér
sérstöðu og fylgja nýjustu straumum
í rannsóknum. David Baker sagðist
ráðleggja íslendingum að líta til
reynslu þeiiTa þjóða sem yæru líkust
okkur að stærð eins og Irlands og
Hollands þegar sköpuð væri stefna í
rannsóknum. Þá væri búið að reyna
ýmsar leiðir við mismunandi háskóla
í Bandaríkjunum sem sjálfsagt væri
að skoða. David Baker lagði einnig
áherslu á mikilvægi þess að árangur
vísindarannsókna væri metin frá
ólíkum sjónarhornum, ekki einungis
birtingu greina einstakra vísinda-
manna heldur segði til dæmis staða
rannsóknarnáms töluverða sögu í
þessu efni auk ýmissa annarra þátta.
Gagnrýni á Háskólann
Talsverð umræða var á ráðstefn-
uninni um niðurstöðu skýrslunnar.
Þorsteinn Loftsson, prófessor, sagði
að vísindarannsóknir hér á landi
væru í raun bornar upp af örfáaum
einstaklingum. Af skýrslunni að
dæma sagði hann að um 20% þeirra
sem starfa við háskólann væru í raun
virkh'. Þannig væru 8% prófessora í
lækna- og tannlæknadeild virkir vís-
indamenn og 12% prófessora við
verkfræði og raunvísindadeild. Þá
taldi Þorsteinn að unnið væri gegn
þessum hópi og þeim sem stæðu sig
vel væri refsað og þetta viðhorf við;
héldi ákveðinni meðalmennsku. I
stað þess að gefa þeim bestu tæki-
færi til að stunda rannsóknir væri
reynt að gefa fleiri tækifæri en slíkt
væri í raun sóun á fjármagni. Þá
taldi Þorsteinn óheillavænlegt hve
mikill hluti framsækins rannsóknar-
starfs hefði flust út úr Háskólanum í
einkafyrirtæki.
Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlis-
fræðingur, lagði áherslu á það í er-
indi sínu að taka bæri tölulegum
samanburði með varúð. Hin marg-
fræga höfðatala gæfi ekki alltaf rétta
mynd. Ef notaðir væru aðrir mæli-
kvarðar þá hefðu Finnar lægri þjóð-
artekjur en íslendingar en fjárveit-
ingar til rannsókna væru í heild
meiri. Grunm-annsóknir stæðu ver
hér á landi en aðrar rannsóknir þar
sem þær hefðu ekki notið góðs af
auknum fjármnum til rannsókna.
Bryndís sagði einnig að líta yi’ði á
samstarf íslenskra vísindamanna við
erlenda kollega sína en þeir legðu oft
til megnið af fjármögnun
rannsókna til dæmis í
jarðvísindum.
í máli Bryndísar og
margra annarra sem tóku
þátt í umræðum komu
fram áhyggjur af bágri stöðu ungra
vísindamanna. Lítil sem engin aukn-
ing er á rannsóknarstöðum við Há-
skóla Islands og því fá tækifæri fyrir
unga vísindamenn sem vilja snúa
heima að námi loknu. Ef ekki skap-
ast svigrúm fyrir þennan hóp er lík-
legt að ungt afburðafólk leiti á er-
lend mið._ Af ráðstefnunni má ljóst
vera að Islendingar standa frammi
fyrir miklum möguleikum í vísinda-
rannsóknum og margir standa fram-
arlega á sínum gi'einum, þrátt fyrir
fjárskort og að mörgu leyti erfiðar
aðstæður. Það mætti því álykta að
með auknum fjármunum gætum við
samt gert miklu betur.
„íslenskir
vísindamenn í
fremstu röð“
„Kostnaður
við rann-
sóknir aukist“
Ráðstefna um vímuefnavanda, forvarnir og ábyrgð foreldra
Forvarnir verði eðlileg--
ur þáttur í daglegu lífi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Forseti Islands, Olafur Ragnar Grínisson, Sólveig Pétursdóttir dóms- og
kirkjumálaráðherra og Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs, fluttu
ávörp á ráðstefnunni „Frá foreldrum til foreldra" í Tónlistarhúsi Kópa
vogs í gær.-
Kór Snælandsskóla syngur við upphaf ráðstefnunnar „Frá foreldrum til
foreldra“ í Salnum í Kópavogi.
Fagaðilar og fulltrúar
foreldra báru saman
bækur sínar og fjölluðu
um fíkniefnavanda og
forvarnarstarf á ráð-
stefnu sem haldin var í
Kópavogi í gærdag.
--7---------------------
Abyrgð foreldra, fjöl-
skyldu og uppeldis var í
brennidepli á fjöl-
breyttri dagskrá en að-
alfyrirlesari var dr.
Þórólfur Þórlindsson
sem fjallaði um áhættu-
þætti og fíkniefnaneyslu
barna og unglinga.
SAMSTARF foreldra, skóla,
kirkju og fagaðila er lykilat-
riði í forvarnarstarfi og bar-
áttu gegn vímuefnum. Þetta
kom fram á ráðstefnunni „Frá for-
eldrum til foreldra" sem haldin var í
Tónlistai'húsi Kópavogs í gærdag á
vegum áætlunarinnai' Island án eitur-
lyfja, í samstarfi við Kópavogsbæ og
landssamtök og sambönd foreldrafé-
laga, foivarnarnefndir og fleiri.
Einnig kom fram að barátta verður
ekki unnin með einu „átaki“ heldur er
um að ræða langvarandi glímu við fé-
lagslegt vandamál sem sýnir þess fá
merki að vera á undanhaldi.
Ráðstefnan í gær er önnur ráð-
stefnan sem „Island án vímuefna"
stendur fyrir, en sú fyrsta var haldin
haustið 1997, sama ár og áætluninni
var hrint í framkvæmd. Fjölmörg er-
indi voru flutt á ráðstefnunni í gær, en
hana sóttu einkum fagaðilar og full-
trúar foreldra og samtaka þeirra.
Ráðstefnustjórar voni Dögg Pálsdótt-
ir hrl., formaður verkefnisstjómar ís-
lands án eitui-lyfja, og Jónína Bjart-
marz hdl., formaður Heimilis og skóla.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
íslands, Sólveig Pétursdóttir dóms-
málaráðherra og Sigurður Geirdal,
bæjarstjóri Kópavogs, ávörpuðu
þingið. Forsetinn benti á nauðsyn
þess að horfast í augu við vanda sem
væri stór og færi vaxandi. Bestu for-
varna væri að vænta frá heimilinu og
foreldrum en ekki þýddi að vísa
ábyrgðinni annað. Dómsmálaráð-
herra tók í svipaðan streng og sagði
að herða þyrfti baráttuna og „beita
öllum tiltækum ráðum“ til að vinna á
vandanum.
Lífleikni besta vörnin
I fyrsta fyrirlestri ráðstefnunnar
sögðu Hildur Sæmundsdóttir og
Hjördís Bjarnadóttir frá foreldra-
samvinnu í verki, en starfsemi „TU-
veru“ á þeim vettvangi, sem fjórar
mæður á Grundarfirði stofnuðu, hef-
ur vakið mikla athygli. Sögðu þær frá
starfinu, sem nú er á fjórða ári og
gengur út á samstarf foreldra, bai'na
og unglinga og leitast við að styrkja
unglingana, eíla sjálfstraust þeirra
og „lífsleikni", en í henni felst færni í
að koma fram, kunna sig og geta
„heilsað með handabandi og horft í
augu riðkomandi".
Áð þessu vinnur Tilvera með
margs konar námskeiðum en einnig
með samvinnu, samveru og sam-
stöðu. Allt starf er skipulagt af for-
eldrunum, sem funda með krökkun-
um einu sinni í viku. Þær stöllur
lögðu áherslu á að forvarnir þyrfti að
hefja heima og ekki mætti bíða með
að hefjast handa.
Fulltrúi unglinga á ráðstefnunni
var Jóhann Fjalai' Skaptason, en
hann skýrði fyrir ráðstefnugestum af
hverju hann hefði hafnað hvers kyns
vímuefnum. Jóhann benti á að félags-
miðstöðva- og íþróttastarf mætti
vera markvissara og bjóða upp á
„beittari dagskrá". Markmið sitt í líf-
inu sagði hann felast í gamla orðtak-
inu „heilbrigð sál í hraustum líkama".
Séra Sigurður Grétar Sigurðsson,
sóknarprestur á Hvammstanga,
sagði frá uppbyggilegum „feðgahelg-
um“ í Vatnaskógi sem miða að því að
styrkja samband feðga. Hann þoðaði
„kærleik með aga“; mikilvægi þess að
draga skýr mörk á milli þess sem
væri leyfilegt og þess sem væri það
ekki, en ekki síður að tjá ást í verki
og með orðum.
Siðferðileg reikningsskil
í Kópavogsskóla
Ólafur Guðmundsson, skólastjóri
Kópavogsskóla, skýrði frá athyglis-
verðri skólastefnu síns skóla, sem
byggist á svonefndum „siðferðilegum
reikningsskilum" sem byggjast á
hugmyndum þýska heimspekingsins
Júrgens Habermas og altækri gæða-
stjómun. Meginatriðið í stefnunni er
góð líðan nemenda og starfsmanna,
en komist er að væntingum þeirra
með ítarlegum spurningalistum. í
sambandi við forvamir taldi hann
tímabært að hverfa frá „átaksform-
inu“ sem hefur verið allsráðandi.
Foivai'nir yrðu að vera eðlilegur
þáttur í daglegu skólastarfi. Helsta
ógnvaldinn taldi hann vera „ríkjandi
agaleysi í þjóðfélaginu".
í erindi sínu sagði Þórdís Sigurð-
ardóttir, starfsmaður Foreldrahúss-
ins, frá reynslu foreldra sem eiga
barn eða börn sem hafa ánetjast
vímuefnum. Hún benti á að brýnt
væri að fræða foreldra sem væru í
þessari aðstöðu, þeir þyi-ftu skiln-
ingsríka ráðgjöf og tillitssemi. For-
dómar væru fyrir hendi og þeir
fengju athugasemdir fagaðila, t.d. um
heimili sín, sem aðrir foreldrar barna
með annars konar langvarandi sjúk-
dóma þyrftu ekki að þola. Foreldrum
er gjarnan „kennt um en ekki kennt“,
eins og Þórdís komst að orði.
Auglýsendum seldur
aðgangur að trausti barna
Guðmundur Andri Thorsson rit-
höfundur flutti hugvekju frá sjónar-
hóli áhorfandans og lagði út af eitur-
lyfjum sem neysluvöru og rakti vand-
ann m.a. til neysluhyggju í neyslu-
þjóðfélagi samtímans þar sem mörk
dyggða og lasta væru óskýrari en áð-
ur. Nú orðið tengdi fólk farsæld líðan
og líðan neyslu.
Guðmundur líkti markaðshyggj-
unni við trúarbrögð þar sem mark-
aðsuppeldi yrði æ markvissara og
það uppeldi væri ekki lengur í hönd-
um foreldra heldur færi fram í gegn-
um sjónvarp og auglýsingabæklinga.
Stefnt væri að því að gera börnin að
fullgildum þátttakendum í neyslu-
þjóðfélaginu, að neytendum. Þannig
væru auglýsingar í sjónvarpinu
tengdar barnatímum og auglýsend-
um seldur aðgangur að trúnaði barn-
anna. Skilaboðin miðuðu að því að
koma því inn hjá þeim að fengju þau
ekki tiltekna vöru liðu þau skort og
þeim leiddist. Með þessu væru þau ef
til vill móttækilegi'i kaupendur vímu-
efna en ella.
Erfitt að benda á
ákveðna orsakaþætti
Aðalerindi málþingsins hélt dr.
Þórólfur Þórlindsson að loknu hádeg-
isverðarhléi, en hann fjallaði um
áhættuþætti og fíkniefnaneyslu
barna og unglinga. Fram kom í máli
dr. Þórólfs að neysla hefði aukist
jafnt og þétt frá því um 1990 fram til
1998 en þá hefði hún verið svipuð og
var 1984. Lítillega hefði dregið úr
henni á þessu ári, í fyrsta sinn í ára-
tug.
Hann benti á að aukninguna væri
ekki hægt að skýra með tilvísun í ein-
staklingsbundna þætti. Margir fé-
lagslegir þættir tengdust málinu en
erfitt væri að benda á ákveðna or-
sakaþætti. Meðal þátta sem segðu til
um hættu á því að ánetjast vímuefn-
um nefndi Þórólfur fjölskylduna,
samveru foreldra og barna, stuðning,
aga og festu, skóla- og tómstunda-
starf og jafningjahóp unglingsins. En ■
framboð hefði líka áhrif.
Ekki mætti gleyma því að tilviljun
gæti ráðið einhverju. Aðalatriðið
væru þó félagslegir þættir; það skipti
höfuðmáli hvernig samfélagið byggi
að fjölskyldum og einstaklingum,
skólastarfi og tómstundum. Þjóðfélag
sem ekki hlúði að þessum þáttum
gæti aldrei staðið vel að vígi gagn-
vai’t vímuefnavandanum.
Þórólfur lagði höfuðáherslu á mik-
ilvægi samstarfs allra aðila til að
styrkja nærsamfélagið. Varðandi
rannsóknarstai'f og sitt hlutverk
sagði hann að bestu rannsóknir
mundu aldrei leysa málið með ein-
hvers konar orsakasamhengismódeli.
I því rannsóknarstarfi sem framund-
an væri þyrfti að skoða víxláhrif mis-
munandi þátta. Hann beindi þvínæst
máli sínu tO ráðstefnugesta, foreldra
og fagaðila og sagði: „Þessu munum
við vinna að en það sem þið gerið
skiptii' höfuðmáli."
Biskup Islands, Karl Sigurbjörns-
son, hélt síðasta erindi ráðstefnunn-
ar, en að því loknu voru haldnar mál-
stofur og skýrt frá niðurstöðum
þeirra áður en ráðstefnunni var slitið.
I hugleiðingu sinni lagði biskup út
af merki ráðstefnunnar, sem er •_
hjarta sem innheldur slagorðið „For-
eldrar; samtaka, ákveðnir og elsku-
legir“, og fjallaði um „hjartaöng“
samtímans. „Okkur hefur miðað svo
langt í tækni og þekkingu og viti og
vísindum en við urðum einhvers stað-
ar viðskila við okkur sjálf,“ sagði
biskup. „Það er neyslumenningin
sem gegnur út frá því að gott líf sé
fólgið í einhverju öðru en því sem
maður ber fram úr góðum sjóðum
hjarta síns.“
Biskup benti á mikilvægt hlutverk
venja og hefða í samfélaginu. „Þetta
hefur mannkynið alltaf vitað. Þangað
til núna,“ sagði biskup. „Það er ekki
nóg að kunna skil á góðu og illu. Mik-
ilvægast er að elska hið góða. Það er
ekki nóg að kunna að segja „nei“ til
að forðast hið illa, mikilvægast er að
laðast að hinu góða.“
Baráttan er löng
og ströng glíma
Aðspurður sagði Þórólfur Þórlinds-
son að hugmyndir um forvamarstarf
hefðu tekið breytingum á undanföm-
um áram. „Foreldrasamtökin hafa átt
stóran þátt í því að breyta því. Þau
hafa gert sér grein fyrir því að vand-
ann er ekki hægt að leysa með einu
átaki heldur er þetta stanslaus bar-
átta. Verkefnið „Island án eiturlyfja“
hefur brotið blað að þessu leyti. Þar
hefur áherslan verið í fyrsta lagi á
gi'unnskólann og í öðra lagi á að allir
aðilar vinni saman til að skapa sterk-
ari félagslega umgjörð fyrir börn,
unglinga og forvai'nai'starf.
Forvarnarstarf verður alltaf gras-
rótarstai'f en það á sér einnig mjög
djúpar, mikilvægar, félagslegar ræt-
ur. Og við munum ekki ná góðum ár-
angri í þessu starfi nema við ræktum
grundvallargildi í þjóðfélaginu. Á ein-
hverju verðum við að standa. Bisk-
upinn orðaði þetta mjög vel í dag þeg-
ar hann sagði að menn hefðu alltaf
kunnað þessi gildi þangað til núna.
Ég tel framlag þessa fólks sem var
hér í dag mjög mikilvægt. Þau ganga*'
út frá því að vandinn sé ekki sérfræð-
inganna eða stjórnmálamannanna
heldur okkar allra. En þótt starfið sé
á réttri leið þýðir það ekki að endan-
legur sigur sé í sjónmáli. Við eram öll
sammála um að vandinn er stór og
það er ekkert sem bendii annars
en hann verði það áfram, að glíman_,
haldi áfram,“ sagði hann.