Morgunblaðið - 21.12.1999, Side 8

Morgunblaðið - 21.12.1999, Side 8
Mm KNATTSPYRNA Stoke tapaði 3,3 msSlj. kr. á viku GREINT var frá því um helgi- na að rekstrartap knatt- spyrnufélagsins Stoke City hefði numið um 170 milljón- um króna á síðasta ári. Nem- ur það um 3,3 milljóna tapi í hverri viku. Nema heildar- skuldir félagsins um 400 milljónum. Fregnir af tapinu koma ekki á óvart, enda var slæm fjár- hagsstaða þess ljós er íslenskir fjárfestar ákváðu að kaupa í því ráðandi hlut. Fyrst og fremst er um að kenna að tekjur knatt- spyrnuliða í 2. deild eru miklu minni en í deildunum tveimur fyr- ir ofan. Stoke féll úr 1. deild fyrir tveimur árum, en til samanburðar nam hagnaður félagsins um 200 millj. króna í fyrra, sem skýrðist einkum af sölu á leikmönnum. Rekstrarárinu lauk í maí Rekstrarár margra knatt- spyrnuliða í Englandi miðast við lok keppnis- tímabilsins og lauk fyrrnefndu rekstrarári í maí, eða um hálfu ári áður en Islendingar tóku við stjórnartaumunum á Britann- ia. Síðan þá má hins vegar fast- lega gera ráð fyrir að tapið hafi haldið áfram, enda rekstrar- forsendur flestar hinar sömu, a.m.k. fyrst í stað auk þess sem nýlega var gerður kostnað- arsamur starfs- lokasamningur við Gary Meg- son, fráfarandi knattspyrnu- stjóra liðsins. I dagblaðinu The Sentinel er rætt við Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformann Stoke, vegna þessara tíðinda. Hann telur að út- litið sé þó mun betra eftir yfir- tökuna. Hann segir jafnframt að það sé nauðsynlegt fjárhagslega að komast upp í 1. deild því þá muni allt horfa öðruvísi við; miða- sala, auglýsingatekjur og sjón- varpsréttur. „Ef við komumst upp verðum við vitaskuld himinlifandi, einnig stuðningsmennirnir. Liðinu hefur gengið sæmilega og við erum að vinna í að styrkja leikmannahóp- inn. Það er meira í höndum knatt- spyrnustjórans, en stjórnin reyn- ir að hjálpa honum við að kaupa leikmenn," sagði Gunnar. tolur Tap: 169 milljónir króna Skuldir: 398 millj. (317 millj.) Velta: 510 millj. (671 millj.) Miðasala: 253 millj. (324 millj.) Launakostnaður: 382 millj. (404millj.) Tap af leikmannakaupum/ sölum: 25 millj. Innan sviga má sjá tölur frá fjárhagsáririu á undan. KORFUKNATTLEIKUR Stoke tapaði á heimavelli STOKE City mátti sætta sig við 2:l-ósigur á heimavelli gegn Bristol Rovers sl. laugar- dag. Stoke komst yfir í upphafi seinni hálfleiks, en við það jókst pressan ft'á gestunum og þeir skoraðu tvö mörk og tryggðu sér þrjú dýrmæt stig í toppbaráttunni. Þetta var aðeins annar ósig- ur Stoke á síðustu átján mán- uðum og hefrn' liðið nú gert tvö jafntefli, unnið einn sigur og tapað einu sinni eftir að Guðjón Þórðarson tók við stjómar- taumunum. Stoke situr nú í 8. sæti 2. deildar, en efstu liðin eru á mikilli siglingu og munar nú ellefu stigum á toppliðunum Wigan, Preston og Stoke. Sigursteinn Gíslason og Ein- ar Þór Daníelsson voru báðir í byrjunarliði Stoke, sem sam- kvæmt enskum fjölmiðlum var mjög óheppið að tapa leiknum. Guðjón Þórðarson sagði að enn sem iyrr lægi vandi liðsins í því að fjölmörg marktækifæri væru ekki nýtt. „Það eru heil- mikil batamerki í leik liðsins og þess vegna er auðvitað grátlegt að tapa. Það er orðið ansi langt í efstu liðin en enn em fjöl- margir leikir eftir og allt getur gerst,“ sagði Guðjón. Njarðvík skaustá toppinn „ÞETTA var mikilvægur sigur og þægileg tilfinning að fara í jóla- fríið í efsta sætinu. Við náðum að snúa á þá í síðari hálfleik og tryggja okkur sigurinn í hörkuleik tveggja góðra liða og náðum þar með markmiðinu," sagði Friðrik Rúnarsson, þjálfari Njarðvík- inga, sem á sunnudag sigruðu Tindastól 101:84 í Ljónagryfjunni í Njarðvík og skutust þar með í efsta sæti deildarinnar. KR-ingar hafa jafnmörg stig og Njarðvík en í innbyrðisviðureignum liðanna hafa Njarðvíkingar betur. Leikurinn var góður og bæði lið eiga hrós skilið fyrir góða frammistöðu og þá sérstaklega Njarðvíkingar. Þeir D ~ leika nú án erlends Blúndal leikmanns en skrifar Tindastóll er með þrjá erlenda leik- menn sem gefur góða vísbendingu um styrk þeirra. I hálfleik var stað- an 53:52 fyrir Tindastól. Suðkrækingar sýndu Njarðvík- ingum svo sannarlega í tvo heim- ana lengi vel og létu þá svo sannar- lega hafa fyrir hlutunum. Um tíma virtust heimamenn vera að taka .völdin þegar þeir náðu upp 7 stiga mun, en Stólarnir settu þá 13 stig í röð og höfðu eitt stig yfir í hálfleik 53:52. Stólunum tókst ekki að halda sama dampi í síðari hálfleik og þeg- ar Njarðvíkingar settu á þá 12 stig í röð í stöðunni 69:63 varð ljóst að hverju stefndi. Ekki bætti úr skák að Stólarnir tóku mótlætinu illa sem að lokum kostaði þá bæði ásetnings og tæknivíti sem aðeins stráðu salti í sárin. Lið Njarðvíkur er alltof sjóað til að kasta slíkum mun fá sér á lokamínútum og þeir tryggðu sér bæði öruggan og sanngjarnan sigur. „Það var lítið með okkur í síðari hálfleiknum og það hlaut að koma að því að við töpuðum leik. Menn hafa alltaf gott af að tapa öðru hvoru og þá sérstaklega ef þeir geta lært eitthvað af því. En ég er stoltur af mínum mönnum sem hafa leikið vel, þetta var bara ekki okkar NÝLIÐ ARNIR í úrvalsdeild- inni, Hamar úr Hveragerði, mæta efsta liði deildarinnar, KR, í 8-liða úrslitum bikar- keppninnar í körfuknattleik. Leikurinn á að fara fram 8. jan- úar. Dregið var í 8-liða úrslit bik- arkeppninnar í karla- og kvennaflokki á sunnudag. í kvennaflokki fá Grindavíkur- stúlkur lið IS í heimsókn, KR leikur við Tindastól á Sauðár- króki og Keflavík og KFI sitja hjá. I karlaflokki leika Hamar og KR í Hveragerði, KFI og Njarð vík á ísafirði, Haukar og Sel- foss í Hafnarfirði og Tindaslóll og Grindavík á Sauðárkróki. Leikirnir fara fram 8. og 9. janúar. Nýliðamir mæta KR Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Frændurnir Teitur Örlygsson og Örlygur Sturluson ganga báðir með glóðaraugu þessa dagana. Teit- ur fékk högg á augað í leik gegn Haukum og Örlygur gegn Snæfelíi. Formaður körfuknattleiksdeild- ar Njarðvíkur, Gunnar Þorvarðarson, er einnig með glóðarauga og sögðu gárungarnir að hann hefði vísvitandi gengið á hurð til að sýna sínum mönnum stuðning! dagur,“ sagði Valur Ingimundar- son, þjálfari Tindastóls, eftir leik- inn. Teitur Örlygsson var besti maður Njarðvíkinga. Hann fór á kostum og setti 32 stig. Örlygur Sturluson, Páll Kristinsson, Frið- rik Ragnarsson, Hermann Hauks- son og Kristinn Stefánsson léku einnig mjög vel. Svavar Atli Birgis- son, Shawn Mayers, ísak Einars- son og Sune Hendriksen voru bestu menn Stólanna. ísf irðingar skutu Kef Ivíkingum skelk í bringu MT Isfirðingar skutu Keflvíkingum skelk í bringu þegar liðin mætt- ust í Keflavík á sunnudagskvöldið. ísfirðingar komu ákveðnii- til leiks og S/önc/a/ Þeir höfðu frum- skrífar kvæðið fram í síðari hálfleik þegar þeir misstu sinn besta mann út af um tíma þegar hann fékk höfuðhögg. Þá voru Isfirðingar með 9 stiga for- skot sem Keflvíkingar voru fljótir að jafna, þeir sneru þar með leikn- um sér \ hag og sigruðu örugglega 89:77. í hálfleik var staðan 48:43 fyrir KFÍ. ísfirðingar komu sérlega ákveðnir til leiks og þeir miklu betri en heimamenn lengi vel. Kefl- víkingar voru hreinlega úti á þekju og þeim gekk Ola að sameina krafta sína. En ekki er hægt að segja að heilladísirnar hafí verið hliðhollar ísfirðingum að þessu sinni. Eftir að hafa leitt leikinn fram í síðari hálf- leik misstu þeir sinn besta mann Clifton Bush út af eftir að hann hafði fengið höfuðhögg í stöðunni 62:53. Þetta hafði slæm áhrif á leik- menn liðsins sem virtust missa trúna á sjálfan sig á meðan Keflvík- ingar tvíefldust. Þeir náðu að jafna metin og komast yfir áður en Bush kom inn á aftur. En innákoma hans náði ekki að breyta gangi leiksins því Keflvíkingar voru þá komnir í ham og tryggðu sér öruggan sigur með góðum endaspretti. Chinati Roberts, Gunnar Einars- son og Fannar Ólafsson voru bestir í liðið Keflavíkur, en hjá ísfirðing- um þeir Clifton Bush, Vinco Patelis og Halldór Kristmannsson. Chris Dade far- inn frá Haukum STJÓRN körfuknattleiks- deildar Hauka hefur sagt upp sanmingi sínuin við Cliris Dade, bandarískan leikinann liðsins. Dade, sem lók með lið- inu frá upphafi tímabils, fór af landi brott á sunnudag. Sigþór Kristinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, sagði að stjórnin hefði ákveðið að segja upp samn- ingi sínum við lcikmanninn að vel íhuguðu máli. Hann sagð- ist telja að félagið gæti fengið betri leikmann en Dade og að líklega kæmi í ljós á næstu dögum livaða leikmaður kæmi í staðinn fyrir hann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.