Morgunblaðið - 01.02.2000, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 B 3
KNATTSPYRNA
Morgunblaðið/Kristinn
\ u.uW1 • tt,
iMmw»r*íé,
(»«><
Hermann Hreiðarsson var sem klettur í vðm íslenska liðsins gegn Noregi á Norðurlandamóti á La Manga á Spáni.
Hermann Hreiðarsson átti góðan leik í vörninni gegn Noregi á La Manga
Ekki mikið í gangi
hjá Norðmönnum
„ÞETTA gekk bara ágætlega fannst mér. Það var ekki mikið í gangi
hjá Norðmönnum, alltaf þetta sama, háar sendingar inn á teiginn og
við vorum ekki í neinum vandræðum með það,“ sagði Hermann
Hreiðarsson eftir landsleikinn við Norðmenn á La Manga í gær.
Hermann var eins og kóngur í ríki
sínu og hinn ungi og efnilegi
John Carew náði sér ekki á strik.
Spurður hvort hann
■■■■■■ hefði hugmynd um
SkúHUnnar hversu oft hann
Sveinsson hefði skallað frá
<zknfar
fráSpáni markinu í leiknum
svaraði Hermann:
„Nei, ég hef ekki hugmynd um það,
en það gæti nú verið gaman að telja
það einhvem tíma.“
Hermann sagðist ánægður með að
vera með á mótinu, en hann kom
beint frá Kanaríeyjum þar sem hann
var með Wimbledon frá mánudegi til
laugardags. „Þetta er mikilvægt mót
fyrir okkur og sérstaklega fyrir Atla,
sem er að taka við. Það eru auðvitað
smá áherslubreytingar þegar skipt
er um þjálfara en ekki þó miklar að
þessu sinni. Við leggjum áherslu á að
liggja aftarlega og hugsa um það
sama og við höfum gert, reyna að
sækja hratt og skora.“
Hermann fékk á dögunum lofsam-
lega dóma eftir að hann hélt Shearer
og Ferguson niðri í leik Wimbledon
og Newcastle. „Það var mjög gaman
því þeir eru báðir sterkir í loftinu og
geta líka prjónað sig í gegnum miðj-
una með snöggu þríhyrningaspili.
Það tókst ekki hjá þeim í leiknum við
okkur,“ sagði Hermann og vildi ekki
gera mikið úr sínum hlut í því máli.
Hermann segist vera ánægður
með dvölina í Englandi og segir
miklu rólegra að spila í úrvalsdeild-
inni en í neðri deildunum. „Núna er
bara leikið á laugardögum en þegar
maður var í neðri deildunum var
leikið miklu oftar, liðin fóru fyrr inn í
bikarkeppnina og tóku þátt í fleiri
slíkum. Það má eiginlega segja að
þetta sé engin vertíð,“ sagði Vest-
manneyingurinn.
Ekki í leikæfingu
„Það hefði ekki verið leiðinlegt að
vinna Norðmenn, sérstaklega þegar
haft er í huga að við erum sjö í byrj-
unarliðinu sem leikum í Noregi. En
leikurinn bar þess merki að menn
eru ekki í leikæfingu, strákarnir að
heiman hafa ekki leikið síðan í sept-
ember og við í Skandinavíu ekki síð-
an í nóvember. Þetta var nokkurs
konar vorleikur, en leikinn í janúar,“
sagði Pétur Marteinsson eftir leik-
inn.
„Það var ekki mikill hraði i leikn-
um, en við náðum að gera það sem
Atli lagði fyrir okkur. Við vitum
hvemig Norðmenn spila, senda háar
sendingar inn á ákveðin svæði og
okkur tókst að loka þeim þannig að
það skapaðist ekki nein hætta.
Við leikum eftir ákveðnu kerfi og
ef við náum að halda okkur í því er
allt í lagi en ef við förum út úr því
getur voðinn verið vís. Við misstum
dálítið einbeitinguna í síðari hálfleik,
Hermann var til dæmis kominn í
framlínuna um tíma. Ég held það
hafi verið ákveðinn sigur að tapa
ekki fyrir Norðmönnum, sérstaklega
fyrir Atla sem nýjan þjálfara," sagði
Pétur.
Bjarki síðastur
BJARKI Gunnlaugsson
kom síðastur til La Manga.
Hann lék með liði sínu,
Preston North End, á laug-
ardaginn gegn Everton og
hélt síðan út á flugvöll
áleiðis til Spánar. Vélinni
seinkaði þannig að hann
lenti ekki á Spáni fyrr en
klukkan þrjú aðfaranótt
sunnudags.
■ ntiKMAXNJN Hreioarsson leK í
gær sinn 19. landsleik í röð og hefur
spilað lengst samfleytt af núver-
andi leikmönnum. Hann hefur ekld
misst úr leik síðan í ársbyrjun 1998.
Birkir Kristinsson, sem hafði leikið
17 leiki í röð, sat á varamanna-
bekknum allan tímann.
■ AUÐUN Helgason lék sinn 15.
landsleik í röð en hann hefur ekki
misst úr leik síðan hann lék sinn
fyrsta, gegn Lettlandi í ágúst 1998.
■ ÍSLENSKA landsliðið hélt
hreinu í sjöunda skipti í síðustu 13
landsleikjunum.
■ RÚNAR Kristinsson, sem var
fyrirliði íslands í þriðja sinn, lék
sinn 80. landsleik og bætir því enn
eigið met.
■ INDRIÐI Sigurðsson, Þórhallur
Hinriksson, Bjarni Þorsteinsson
og Sigþór Júlíusson léku allir sinn
fyrsta A-landsleik í gær.
■ SJO leikmenn úr norsku úrvals-
deildinni voru í byrjunarliði ís-
lands og sá áttundi, Heiðar Helgu-
son, er nýbúinn að yfirgefa Noreg.
■ ÁRNI Gautur Arason, mark-
vörður frá Rosenborg, var í fyrsta
skipti í byrjunarliði Islands. Hann
hafði leikið 4 landsleiki, alla sem
varamaður fyrir Birki Kristinsson.
25. leikurinn
við Norðmenn
LEIKURINN í gær var 25. landsleikur íslendinga og Norð-
manna. Norðmenn hafa sigrað í sextán leikjum, ísland sjö sinn-
um og einu sinni hafa þjóðirnar skilið jafnar. Fyrsti landsleikur
þjóðanna var í Reykjavík 1947 og þá vann Noregur 4:2. Síðasti
leikur þjóðanna var einnig í Reykjavík árið 1997 og þá sigruðu
Norðmenn 1:0 með marki Josteins Flo á 74. múiútu. Til gamans
má geta þess að Guðjón Þórðarson stjórnaði íslenska liðinu
þarna í fyrsta sinn og Atli stjórnar íslenska liðinu einnig gegn
Norðmönnum í sínum fyrsta leik sem landsliðsþjálfari.
Hermann og Pétur bestir
VARNARMENNIRNIR Hermann Hreiðarsson og Pétur Marteinsson fengu
bestu dóma íslensku leikmannanna frá fréttamönnum norska netmiðilsins
Nettavisen í gær. Þeir sögðu að tvímenningarnir hefðu ráðið ríkjum við
vítateig fslands og John Carew, hinn hávaxni miðhcrji frá Rosenborg,
hefði lítið haft að gera í hendurnar á þeim. Heiðar Helguson fékk líka hrós
fyrir að hafa gert vamarmönnum Noregs lífið leitt í fyrri hálfleiknum.