Morgunblaðið - 01.02.2000, Qupperneq 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
EM í KRÓATÍU
Valdimar
næst-
marka-
hæstur
VALDIMAR Grímsson
var næstmarkahæsti
leikmaður Evrópu-
mótsins í handknatt-
leik, skoraði 41 mark.
Úkraínumaðurinn
Oleg Velykyy gerði 46
mörk og varð marka-
kóngur keppninnar og
fékk sérstök verðlaun
að því tilefni eftir úr-
slitaleikinn á sunnu-
dag. Patrick Cazal frá
Frakklandi var íþriðja
sæti með 40 mörk.
Skotnýting Valdimars
íkeppninni var
73,21%, en nýting Vel-
ykyy var 47,92%
Svíinn Staffan OIs-
son átti flestar stoð-
sendingar leikmanna á
EM, 30 sendingar í 7
leikjum, eða 4,29 að
meðaltali. Ólafur Ste-
fánsson var í öðru sæti
með 21 sendingu í sex
leikjum, eða 3,5 send-
ingar að meðaltali.
Carlos Resende, Port-
úgal, var í þriðja sæti
með 15 sendingar í sex
leikjum.
Island mætir Make-
dóníu í HM-baráttu
ÍSLENDINGAR leika gegn Makedóníu um sæti á heimsmeistara-
mótinu í handknattleik sem fram fer í Frakklandi á næsta ári, en
dregið var í Zagreb á sunnudag. Fyrri leikurinn fer fram í Makedón-
íu 3. júní í sumar og síðari leikurinn á íslandi viku síðar, eða 11. júní.
Það lið sem hefur betur fer á HM.
lakedóníu-menn komust áfram
í forkeppni að undankeppni
HM, sem leikin var í janúar. Þeir
lögðu Belga 33:18 á heimavelli og
31:23 á útivelli, unnu Grikki 26:21 á
heimavelli og 21:19 á útivelli. Þá
lögðu þeir Júgóslava 31:24 á heima-
velli en töpuðu 33:22 á útivelli.
íslendingar léku einnig gegn
Makedóníu um sæti á EM í Króatíu
sl. haust. íslendingar unnu fyrri leik-
inn á íslandi með níu marka mun
(32:23) og tapaði með þremur á úti-
velli (29:32). Þorbjörn Jensson, þjálf-
ari íslenska liðsins, sagðist nokkuð
ánægður með mótherjana. „Þetta
hefði getað orðið verra. Við hefðum
getað fengið Júgóslavíu eða Ung-
verjaland, sem eru mun erfíðari mót-
herjar. Ég er ágætlega sáttur með
að fá Makedóníu. Við þekkjum lið
Makedóníu nokkuð vel og vitum að
hverju við göngum. Það er þó ekkert
gefíð í þessu eins og öðru fyrirfram,
en við ætlum okkur að komast á HM
í Frakklandi," sagði þjálfarinn.
Hann sagði að undirbúningur liðsins
fyrir þessa leiki yrði með þeim hætti
að leikið verður gegn Svíum í byrjun
mars. Ekki er ákveðið um aðra æf-
ingaleiki á þessu stigi. Hinn 24. maí
lýkur þýsku deildarkeppninni og þá
kemur liðið saman í lokaundirbúning
fyrir leikina gegn Makedóníu. „Við
verðum að sjá til hvort það gefst ein-
hver tími til að koma saman áður en
þýsku deildarkeppninni lýkur. Ég
get þó ekki séð það í fljótu bragði,“
sagði Þorbjöm. Svíar, Frakkar,
Rússar, Spánverjar, Slóvenar og
Króatar hafa þegar tryggt sér sæti á
HM í Frakklandi árið 2001.
Alls 12 Evrópulið munu berjast
um hin sex lausu sætin á HM og þau
drógust þannig:
Sviss - Úkraína
Júgóslavía - Danmörk
Pólland - Þýskaland
Makedónía - ísland
Ungveijaland - Noregur
Tékkland - Portúgal.
Heimsmeistaramótið í Frakklandi
fer fram 23. janúar til 4. febrúar á
næsta ári. Dregið verður í riðlak-
eppni mótsins 16. júní. 24 þjóðir taka
þátt í mótinu og verður leikið á níu
stöðum: Aibertville, Amnéville-les
Thermes, Besancon, Dunkerque,
Marseille, Montpellier, Nantes, Pa-
rís og Toulose. Svíar, Frakkar,
Rússar, Spánverjar og Slóvenar
hafa tryggt sér sæti í næstu Evrópu-
keppni.
Rijeka, Evrópumótið í handknattleik
- leikur um 11. sætið, laugardaginn
29. janúar 2000.
Gangur leiksins: 0:1, 2:5, 6:7, 9:9,
9:11,11:12,12:13-14:15,17:16,
18:19,22:22,23:24,25:25,25:26.
Mörk tíkraínu: Oleg Velykyy 11/4,
Ruslan Prudius 6, Yury Khaukha 2,
Yuriy Petrenko 2, Vitaly Nat 2,
Vyacheslav Lochman 1, Dmytro
Provornikov 1.
Varin skot: Oleg Nagornyy 11
(þar af 4 til mótherja).
Utan vallar: 6 mín.
Mörk íslands: Valdimar Grímsson
9/4, Róbert Sighvatsson 6, Patrekur
Jóhannesson 4, Ólafur Stefánsson 3,
Guðjón Valur Sigurðsson 2, Dagur
Sigurðsson 1, Sigurður Bjarnson 1.
Aðrir sem léku voni: Magnús Sig-
urðsson, Njörður Arnason, Gústaf
Bjamason.
Varin skot: Guðmundur Hrafn-
kelsson 9 (þar af 3 til mótherja). Seb-
astian Alexandersson 5/1 (þar af 1 til
mótherja).
Utan vallar: 8 mín.
Dómarar: Olexandr Ryezanov og
Olexandr Krotov frá Rússlandi.
Dæmdu vel.
Áhorfendur: Um 200.
Croatia
Árangur landsliðs Islands
á stórmótum í handknattleik
Keppni Keppnisstaður Leikir S J T Árangur
1958 í A-Þýskalandi 3 1 0 2 33%
1961 í V-Þýskalandi 6 2 1 3 42%
1964 í Tékkóslóvakíu 3 2 0 1 67%
1970 í Frakklandi 6 2 0 4 33%
1974 í A-Þýskalandi 3 0 0 3 0%
1978 í Danmörku 3 0 0 3 0%
1986 í Sviss 7 3 0 4 43%
1990 í Tékkósióvakíu 7 2 0 5 29%
1993 í Svíþjóð 7 3 0 4 43%
1995 á íslandi 7 3 0 4 43%
1997 í Japan 9 7 1 1 83%
(Ekki með í úrslitakeppni: 1967, 1982,1999)
1972 í Múnchen 5 1 1 3 30%
1984 í LosAngeles 7 3 1 3 50%
1988 í Seoul 6 2 2 2 50%
1992 í Barcelona 7 3 1 3 50%
(Ekki með í úrslitakeppni: 1976, 1980,1996)
2000 í Króatíu 6 1 0 5 17%
L 50 100
'
f? ■ 1
s
\\ t
I
j j
(Ekki með í úrslitakeppni: 1994,1996,1998)
Morgunblaðið/Ásdís
Magnús Sigurðsson er greinilega ekki ánægður með dóm-
gæslu júgóslavneska dómarans, sem dæmdi leik íslands og
Úkraínu. ísland fagnaði sigri 26:25.
Marjan Ognjanovski, formaður handknattleikssambands Makedóníu
Slök frammistaða
íslands kom á óvart
arjan Ognjanovski, formaður
handknattleikssambands
Makedóníu, kom til Króatíu til að
fylgjast með drætt-
inum á sunnudag.
„Við höfum ekki
góða reynslu afleikj-
um okkar við Islend-
inga sl. haust og því erum við ekkert
of ánægðir að mæta þeim aftur. Við
munum reyna að bæta leik okkar og
undirbúa okkur vel fyrir þessa leiki.
Við erum núbúnir að ráða nýjan
ValurB.
Jónatansson
skrifar
fráZagreb
þjálfara, Dragi Zdravkovski, og
bindum miklar vonir við hann,“
sagði Ognjanovski.
Hann sagði að þeir myndu mæta
með töluvert breytt lið frá því sem
lék á móti íslendingum sl. haust.
„Það eru átta til níu ungir og efnileg-
ir leikmenn sem koma inn í landslið-
shópinn og munum leggja áherslu á
að vera með betra lið en þegar við
spiluðum síðast við ísland.“
Hvaða liði hefðir þú helst kosið að
mæta efþú hefðir fengið aðráða?
„Öll liðin eru mjög sterk, en ég
held að ég hefði helst kosið að leika
við Úkraínu."
Hefur þú séð íslenska liðið spila á
Evrópumótinu?
„Já, ég sá það leika við Úkraínu
um 11. sætið. Mér fannst liðið ekki
leika vel og eins og það væri einhver
þreyta í liðinu. En það eru sterkir
einstaklingar í því en liðsheildin var
ekki góð. Það kom mér og öðrum á
óvart hve liðinu gekk illa í Evrópu-
keppninni," sagði Ognjanovski.