Morgunblaðið - 01.02.2000, Síða 8

Morgunblaðið - 01.02.2000, Síða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ + EM í KRÓATÍU stóðst áhlau Þakka Wislander sigurinn MAGNUS Wislander er maðurinn sem Svíar þakka fyrst og fremst sigurinn á Evrdpumótinu í Krdatíu. Þessi 35 ára gamli og fjölhæfi handknattleik- smaður skoraði ekki bara úrslita- markið í seinni framlengingunni - það var hans 10. mark í 13 tilraunum í leiknum og úrslitaleikurinn gegn Rússum er vafalftið hátindurinn á annars glæsilegum ferli Wislanders. Hann fékk hæstu einkunn, 5 stjörn- ur, hjá Aftonbladet, og þá umsögn að hann yrði stöðugt betri með aldrinum og væri lykilmaður í sdkn og vörn. Wislander var að leika sinn 311. landsleik á 15 ára ferli með landslið- inu. „Staðan virtist vonlítil þegar við vorum sex mörkum undir í hálfleik. Það var ekki auðvelt að hefja seinni hálfleikinn en það eina sem við gátum gert var að gera okkar besta. En svo hélt ég að sigurinn væri okkar þegar Thorsson komst í gegn undir lok leiksins. Hann skaut hinsvegar í stöng og í staðinn fyrir 23:20, okkur í hag, minnkuðu Rússar muninn í 22:21. Þegar komið var fram í seinni fram- lenginguna sagði ég við einn Rúss- anna að það væri sennilega best að við deildum gullinu og hann tdk undir það!“ sagði Wislander við Afton- bladet. Wislander er farinn aftur til Kiel í Þýskalandi þar sem hann, Staffan Olsson og Stefan Lövgren freista þess að veija þýska meistaratitilinn. Eftir sumarfrí tekur sfðan við undirbúning- ur fyrir Ólympfuleikana í Sydney, en dlympfutign er eini stdri titillinn sem þetta magnaða sænska lið hefur ekki náð að krækja f til þessa. Svíar vörðu Evrópumeistaratitilinn eftir harða baráttu við Rússa Sænska stál FRANSKI leikmaðurinn Jackson Richardson var kosinn besti leikmaður Evrópumótsins, eins og í HM á íslandi 1995. Hann var einnig valinn í úrvalslið mótsins, sem besti leikstjórnandinn í keppninni. Svíinn Peter Gentzel var valinn besti markvörðurinn, Castillo Guijosa frá Spáni besti hægri hornamaðurinn, Iran Sma- jlagic, Króatíu, bestur í vinstra horninu, Andrij Chtchepkine, Spáni, besti iínumaðurinn, Carlos Resende, Portúgal, besta hægri handarskyttan og Patrick Cazal, Frakklandi, besta vinstri handarskyttan. etta val var tilkynnt eftir æsi- spennandi úrslitaleikinn milli Svía og Rússa á sunnudag. Afmæli markvarðanna Markverðirnir héldu upp á af- mæli í Króatíu. Bergsveinn Berg- sveinsson og Guðmundur Hrafn- kelsson, markverðir íslenska liðs- ins, héldu báðir upp á afmælið sitt í Króatíu. Bergsveinn átti 32 ára afmæli 25. janúar og Guðmundur hélt upp á 35 ára afmælið 21. jan- úar. Þeir fengu tvær afmælistertur frá króatískum aðstoðarstúlkum ís- lenska liðsins á Evrópumótinu. Þær afhentu strákunum terturnar eftir síðasta leikinn í keppninni, við Úkraínu, í Rijeka á laugardaginn. Tomas Svensson, markvörður Svía, varði flest skot að meðaltali í keppninni, varði 52 skot af þeim 122 sem hann fékk á sig, eða 42,62%. David Barrofet, Spáni, var með 87 skot varin af 215 sem hann fékk á sig, eða 42,07%. Peter Gen- tzel, Svíþjóð, var í öðru sæti. Hann varði 54 skot varin af þeim 137 sem hann fékk á sig, eða 39,42%. Guðmundur Hrafnkelsson lenti í 15. sæti með 49 skot varin af 167, eða 29,34%. Patrekur átta sinnum rekinn af velli Patrekur Jóhannesson var sam- kvæmt tölfræði mótshaldara næst- grófasti leikmaður keppninnar. Hann var átta sinnum rekinn út af í tvær mínútur og einu sinni úti- lokaður - rautt spjald. Mike Bezd- icek frá Þýskalandi var í efsta sæti á þessum lista, með sjö brottvísan- ir og tvö rauð spjöld. Richardson stal flestum boltum Frakkinn Jackson Richardson stal flestum boltum leikmanna á EM. Richardson tók 14 bolta í sjö leikjum eða tvo að meðaltali í leik. Eduardo Coelho, Portúgal, var í öðru sæti með 7 bolta í sex leikj- um, eða 1,17 bolta að meðaltali. Landi hans, Carlos Resende, tók sex bolta í sex leikjum eða einn bolta í leik. Ólafur Stefánsson var í flmmta sæti, með fimm stolna bolta í sex leikjum, eða 0,86 boltar í leik. Wislander varði flest skot Magnus Wislander, leikmaður sænska liðsins, varði flest skot frá andstæðingum sínum í vörn, níu skot í sjö leikjum, eða 1,29 að með- altali. Goran Perkovac, Króatíu, varði sjö skot í sex leikjum, eða 1,17 í leik. Bozidar Jovic, Króatíu, varði jafn mörg skot. Patrekur Jó- hannesson var í fjórða sæti með sex varin skot í sex leikjum. Ólafur Stefánsson var í fimmta sæti með rússneska fimm varin skotr í sex leikjum, eða 0,83 skot í leik. Svíar prúðastir Svíar voru með prúðasta lið keppninnar, samkvæmt tölfræð- inni. Þeir fengu aðeins 17 brottvís- anir í fimm leikjum. Úkraínumenn komu næstir með 19 brottvísanir og Norðmenn voru þriðju með 23. íslenska liðið fékk samtals 30 brottvísanir auk þess sem Patrek- ur Jóhannesson fékk einu sinni rauða spjaldið. Portúgal var með grófasta liðið, 32 brottvísanir og tvær útilokanir. Róbert með bestu skotnýtinguna Róbert Sighvatsson var með bestu skotnýtingu íslensku leik- mannanna í keppninni. Hann gerði 16 mörk úr 20 skotum, sem er 80% nýting. Guðjón Valur Sigurðsson var næstur honum í skotnýtingu, með 7 mörk úr 9 skottilraunum, sem er 78% nýting. Julian Robert Duranona var hins vegar með lök- ustu skotnýtingu liðsins, með að- eins 5 mörk úr 22 skotum, sem er 23% nýting. bjamarins eins Gentzel markvörður. Rússar voru klaufar að ná ekki sigri, þeir köstuðu frá sér tækifærinu til þess í tvígang. Ekki bætti úr skák að grísku dómararnir voru frekar óhliðhollir þeim og virtust gera i því að knýja fram framlengingu í bæði skiptin. Moskalenko var besti leikmaður liðsins ásamt Filippov og Kouzelev. Leikurinn bauð upp á mikla spennu og hafði mikið skemmtana- gildi og ætti að vera góð auglýsing fyrir handboltann. SVÍAR sýndu það og sönnuðu að þeir eru yfir aðrar hand- boltaþjóðir hafnir er þeir vörðu Evrópumeistaratitilinn í hand- knattleik í Zagreb í Króatíu á sunnudag. Þeir unnu Rússa, 32:31, í hörkuspennandi úrslitaleik sem var tvíframlengdur. Svíar eru þar með fyrstir til að verja Evróputitiiinn, hafa reyndar unnið gull í þremur af þeim fjórum Evrópumótum sem haldin hafa verið, árið 1994,1998 og 2000. Spánverjar unnu Frakka með eins marks mun, 24:23 í frekar daufum leik um bronsverðlaunin. ValurB. Jónatansson skrifar frá Zagreb Rússneski björninn náði að bíta vel frá sér í fyrri hálfleik og sænska stálið var sem smjörlíki í höndum hans. Stjörnumaðurinn Eduard Moskalen- ko fór á kostum á línunni og raðaði inn mörkum, skor- aði fjögur mörk í fyrri hálfleiknum og fiskaði auk þess tvö vítaköst. Það var ótrúlegt að vita til þess að þessi frábæri leikmaður væri að spila með íslensku félagsliði. Hann ætti að geta nýst Stjörnunni vel þegar hann kemur heim í toppæf- ingu. Rússar voru ávallt með frumkvæðið í hálfleiknum og gerðu fjögur síðustu mörk hans og staðan þá 15:9. Svíar hertu stálið og byrjuðu síðari hálfleikinn með mikilli skrautsýningu. Peter Gentzel tók stöðu Tomasar Svenssonar í mark- inu og nánast lokaði því og á að- eins tíu mínútum voru Svíar búnir að jafna, 18:18. Rússneski björnin var sem lamaður og Maximov þjálfari tók þann kost vænstan að taka leikhlé og blása nýju lífi í björninn. Það tókst og leikurinn hélst í járnum. Þegar tvær mínút- ur voru eftir kom Igor Lavrov Rússum yfir 24:23, en Mathias Franzen jafnaði þegar hálf mínúta var eftir, 24:24. Rússar fengu tækifæri til að komast yfir er Vor- onin fór inn úr horninu á lokasek- úndum venjulegs leiktíma, en fékk dæmdan á sig ruðning, sem þótti nokkuð umdeildur dómur. Því varð að grípa til framlengingar. Rússar náðu undirtökunum í fyrri hálfleik framlengingar og gerðu tvö mörk, Pogorelov og Fil- ippov, án þess að Svíar næðu að svara. Bættu svo þriðja markinu við 27:24 og virtust á góðri leið með að landa gullinu. Þá kom And- reas Larsson ferskur inn í fyrsta sinn í sóknina hjá Svíum og gerði gæfumuninn og Gentzel lokaði markinu. Larsson minnkaði mun- inn í tvö mörk og Wislander flaug inn af línunni og minnkaði í eitt mark þegar tvær og hálf mín. voru eftir. Allt var á suðupunkti meðal 7.500 áhorfenda og mikil spenna í loftinu. Moskalenko fór inn af lín- unni og gat tryggt Rússum titilinn, en Gentzel sá við honum. Svíar brunuðu upp og Pierre Thorsson fór inn úr hægra horninu og sneri boltanum fimlega fram hjá Lavrov í markinu, 27:27, og aftur var framlengt. Það átti greinilega ekki að liggja fyrir Rússum að sigra. Þeir voru búnir að fá til þess tækifæri í tví- gang og nú skyldi reynt í þriðja sinn. Larsson kom Svíum yfir í upphafi fyrri hálfleiks í síðari framlengingunni, en Pogorelov jafnaði, 28:28. Svíar skoruðu næstu tvö, Franzen og Wislander, en Filippov náði að minnka mun- inn fyrir leikhlé, 30:29. Moskalen- ko jafnaði fyrir Rússa í fyrstu sókninni eftir hlé og Kouzelev kom þeim yfir 30:31 þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Lövgren jafn- aði með þrumuskoti og Gentzel varði frá Rússum í næstu sókn. Það fór vel á því að Magnus Wisl- ander tryggði liðinu sigur með tíunda marki sínu í leiknum þegar um mínúta var eftir, 32:31. Svíar eru vel að sigrinum komn- ir. Hjá þeim er valinn maður í hverju rúmi og ef einn stendur sig ekki er næsti tekinn af bekknum. Það er ekki sjá að ellimerki sé á liðinu. Bengt Johansson, þjálfari, veit hvað hann syngur og virðist alltaf eiga tromp í erminni ef illa gengur. Wislander var frábær og Richardson bestur + MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 B 9 EM í KRÓATÍU Morgunblaðið/Ásdís Thomas Svensson, markvörður Svía, Staffan Olsson og Bengt Johansson, þjálfarinn sigursæli, með Evrópubikarinn. Svíþjóö - Rússland 32:31 Úrslitaleikur Evrópukeppninnar, sem leikinn var í Zagreb, 30. jan- úar. Eftir tvíframlengdan leik. Staðan að loknum venjulegum Ieik- túna var 24:24. Eftir fyrri framlengingu, 28:28. Mörk Svía: Magnus Wislander 10, Pierre Thorsson 6, Stefan Lövgren 5, Ljubomir Vrapjes 5/1, Mathias Franzen 3, Andreas Larsson 2, Staffan Olsson 1. Mörk Rússa: Dmitri Filippov 6/1, Edourad Moskalenko 5, Oleg Khodkov 4, Dmitri Kouzelov 4, Lev Voronin 4, Serguei Pogorelov 3, Alexandre Toutshkine 2, Oleg Koulechov 2/1, Igor Lavrov 1/1. Önnur úrslit: Um 9. sætið: Þýskaland - Danmörk 19:17, Um 7. sætið: Noregur - Portúgal 27:30, Um 5. sætið: Króatía - Slóvenía 24:25. Undanúrslit: Frakkland - Rússland 23:30, Spánn - Svíþjóð 21:23. Um bronsið: Spánn - Frakkland 24:23 Bengt Johansson, þjálfari Evrópumeistara Svía Með viljann að vopni SVÍAR vörðu Evrópumeistaratitilinn í handknattleik með því að sigra Rússa i tvíframlengdum úrslitaleik mótsins í Zagreb á sunnudag. Bengt Johansson, þjálfari sænska liðsins, sagðist ánægður með að hafa náð að verja titilinn því það væri alitaf erf- itt, mun erfiðara en að vinna hann í fyrsta skipti. Hann sagði ís- lenska liðið ósannfærandi i keppninni og að árangur þess hefði valdið vonbrigðum. Johansson sagði um úrslitaleik- inn gegn Rússum að hann hefði verið erfiður og spennandi. „Þetta var mjög ■■■■■■■ erfiður leikur fyrir ValurB. okkur. Við lentum Jónatansson sex mörkum undir í fSíagreb hálfleik, 15:9, og það tók mikinn kraft að ná að vinna þann mun upp. Við ákváðum í hálfleik að loka meira á línuna og láta þá skjóta fyrir utan því þeir voru búnir að leika okkur grátt með línuspili sínu. Ég skipti einnig um mark- mann, setti Peter Gentzel inn fyrir Thomas Svensson sem varði ekki vel í fyrri hálfleik. Peter varði vel og við náðum að loka á línuspilið og þá fór þetta að ganga betur. í lokin var þetta mjög jafnt og mikil spenna, en við höfðum viljann til að vinna og það kom ekkert annað til greina en sigur. Ég er mjög ánægður með liðið, sérstaklega hvernig það náði að vinna sig út úr vandamálunum sem sköpuðust í vörninni í fyrri hálfleik,“ sagði Johansson við Morgunblaðið. Meiri breidd en áður Hvað finnst þér um mótið í heild og var eitthvað lið sem kom þér á óvart? „Já, Slóvenía, Portúgal og Úkra- ína komu mér nokkuð á óvart. Þessar þjóðir hafa bætt sig veru- lega í handboltanum og ljóst að það er góð uppbygging í kringum þessi lið. Það eru því fleiri sterkari Evrópuþjóðir sem eru að bítast um sæti á EM og HM en áður. Þetta eykur breiddina í evrópskum handbolta og það er af hinu góða.“ Er handboltinn á uppleið, eða hefur hann staðið í stað? „Ég held að það hafi verið frek- ar lítil þróun í handboltanum síð- ustu árin. Það eru of mörg mót á skömmum tíma og því þarf að breyta. Álag á leikmenn er orðið of mildð og það stendur þróun íþrótt- arinnar fyrir þrifum. Ég er á því að halda eigi Evrópukeppnina og heimsmeistaramótið á fjögurra ára fresti eins og Ólympíuleika. Sem dæmi um það erum við að taka þátt í þremur stórmótum á einu ári, EM núna í janúar, Ólympíu- leikunum í Sydney í september og síðan HM í Frakklandi í janúar á næsta ári. Þetta er of mikið.“ Svíar fremrí öðrum liðum í hraðaupphlaupum Hefur þú orðið var við einhverj- ar nýjungar hér í keppninni? „Ég hef ekki hugsað mikið um það. En ég er mest undrandi á því hvað önnur lið standa okkur Svíum langt að baki í hraðaupphlaupum. Við vinnum flesta leiki okkar á vel útfærðum hraðaupphlaupum. Við erum ekki að skjóta mikið af níu metra færi, heldur meira af sex metrunum. Hin liðin hafa verið að reyna mikið að stöðva sóknarleik okkar með því að leika' 5-1-vörn á móti okkur, en hingað til hafa þau ekki fundið svar við okkar leik.“ Hefur þú í hyggju að breyta Ieikskipulagi sænska liðsins í framtíðinni? „Nei, ég sé ekki ástæðu til þess eins og staðan er í dag. Það getur vel verið að ég geri það ef breyt- ing verður á leikmannahópnum. Á meðan við höfum leikmenn eins og Wislander og Staffan Olsson er ekki ástæða til þess að breyta.“ Nú eru Ólympíuleikarnir í Sydn- ey næsta stórmót. Hvert verður markmiðið þar? „Við ætlum okkur gullið þar. Allir leikmennirnir hafa það sitt stærsta markmið að vinna til gull- verðlauna á Ólympíuleikum og það hef ég sjálfur líka.“ íslendinga vantaði sjálfstraust Hvað viltu segja um árangur ís- lenska liðsins í Evrópukeppninni? „Það eru margir góðir leikmenn í íslenska liðinu. Ég sá það leika vel í síðari æfingaleiknum gegn Frökkum í byrjun janúar er það náði jafntefli. Leikur liðsins lofaði góðu þá. Ég veit ekki alveg hver skýringin er á slöku gengi íslenska liðsins hér í Króatíu. Líklega hefur undirbúningur liðsins ekki verið nægilega góður. _ Liðið vann aðeins lokaleikinn við Úkraínu og ég held að það hefði þurft að byrja keppnina með að- eins meira sjálfstrausti og krafti en það gerði. Liðið var alls ekki sannfærandi í keppninni og getur ekki gert annað en bætt sig,“ sagði þessi sigursæli þjálfari Svía, sem á aðeins eftir að vinna gull á Ólymp- íuleikum til að fullkomna þrennuna - gull á EM, HM og ÓL á rúmu ári. Slóvenía náði ólympíusæti SLÓVENÍA kom mest á úvart allra þjóða á Evrópu- mótinu í Króatiu með því að ná fimmta sætinu og tryggja sér þar með farseðilinn á 01- ympíuleikana í Sydney í sept- ember. Slóvenar tryggðu sér einnig þátttökurétt á heims- meistaramótinu í Frakklandi. Slóvenar unnu Króata í leik um fimmta sætið, 25:24. sem var eina lausa sætið á ÖL. Þá voru Rússar, Svíar, Júgóslav- ar, Spánverjar, Þjóðverjar og Frakkar búnir að tryggja sér sæti á leikunum. Þátttaka og árangur landsliðsins í handknattleik í stórmótum frá 1984 6. sæti E 6. sæti 118. sæti m 1. sæti B 9. sæti 6 3 1 304 6222 43% 50% JL Þjálfari: Bogdan Kowaiczyk Þjáifari: Þorbergur Aðalsteinsson Þjáifari: Þorbjörn Jensson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.