Morgunblaðið - 01.02.2000, Síða 11

Morgunblaðið - 01.02.2000, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 B 11 Morgunblaðið/Arni Sæberg Eva Björk Hlöðversdóttir úr Gróttu/KR stóð í ströngu gegn Haukum f Hafnarfirði á sunnudaginn en hrósaði sigri. Hér reynir hún að brjótast framhjá Hörpu Melsteð og Auði Hermannsdóttur. Grótta/KR á toppinn „VIÐ erum komnar á skrið eftir dapra byrjun eftir jól og þetta er allt á réttri leið,“ sagði Fanney Rúnarsdóttir, mark- vörður Gróttu/KR, sem fór á kostum í öruggum 24:26 sigri á Haukum í Hafnarfirði á sunnu- daginn og varði 22 skot. Fyrir vikið er Grótta/KR komið á topp deildarinnar á ný en Haukastúlkur sitja eftir í 5. sætinu. alls ekki líklegar til að geta nokkru um breytt því sóknarleikur þeirra var óagaður og staður. í stöðunni 18:14 slökuðu gestirnir aðeins á klónni svo að Haukar skoruðu fjögur mörk í röð en lengra komust þær ekki. „Við byijuðum svo sem nógu vel en svo misstum við leikinn frá okkur þegar leikmenn fóru að takaóþarfa áhaettu," sagði Judit Rán Esztergal, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Við verðum að bregðast við þessu aga- leysi. Að vísu gat Auður ekki leikið á fullu þar sem hún var veik en hún hef- ur stjómað leiknum hingað til.“ Hjör- dís Guðmundsdóttir í markinu, Inga Fríða Tryggvadóttir og Hanna G. Stefánsdóttir voru bestar Hauka. „Við sýndum góðan karakter í lið- inu þegar við náðum okkur á strik eft- ir að hafa orðið undir í byijun,“ sagði Fanney, markvörður Gróttu/KR, eft- ir leikinn. „Við vissum að þetta væru mjög svipuð lið og það þyrfti að berj- ast fyrir sínum hlut því heppnin gæti gengið í lið með öðru hvoru liðinu en við höfðum fulla trú á að við gætum unnið þennan leik,“ bætti Fanney við en hún, Jóna Björg Pálmadóttir, Alla Gorkorian og Ágústa Edda Bjöms- dóttir voru bestar hjá Gróttu/KR auk þess sem Kristín Þórðardóttir átti góðan sprett í lokin. FOLK ■ FALUR Harðarson skoraði eitt stig þegar nýja liðið hans, Tapiolon Honka, vann BC Nokia á útivelli, 86:77, í finnsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik um helgina. Honka er með yfirburðaforystu í deildinni og hefur unnið 19 leiki af 22. UFRANZ Wohlfahrt, landsliðs- markvörður Austurríkis í knatt- spymu sem hefur leikið með Stutt- gart undanfarin ár, hefur gengið lrá tveggja ára samningi við sitt gamla félag, Austria Vín, og fer þangað eftir tímabilið í Þýskalandi. ■ CARLOS Timoteo Griguol var í gær rekinn úr starfi sem þjálfari spænska knattspymufélagsins Sev- illa, sem er í hópi neðstu liða efstu deildar þar í landi. Griguol, sem er 65 ára Argentínumaður, var ráðinn til Sevilla fyrir þetta tímabil en hann hafði ekki áður starfað í Evrópu. ■ GUUS Hiddink frá Hollandi og Radomir Antic frá Júgóslaviu hafa verið nefndir til sögunnar sem lík- legir arftakar Griguols hjá Sevilla. ■ XAVJER Gravelaine var um helgina seldur frá Watford til franska liðsins Le Havre. Gravelai- ne kom til Watford í byrjun nóvem- ber án greiðslu og lék í framlínunni með Heiðari Helgusyni í tveimur fyrstu leikjum Dalvíkingsins með félaginu. ■ MARTIN Edwards, stjómarfor- maður Manchester United, hefur hafið samningaviðræður við Teddy Sheringham, en samningur hans við félagið rennur út í sumar. Þá stendur til hjá Edwards að setj- ast niður með Denis Irwin, en samn- ingur hans við Evrópumeistarana rennur einnig út í sumar eins og samningur Sheringhams. ■ GERARD Houllier, knattspymu- stjóri Liverpool, segist ekkert vera að leita fyrir sér með kaup á fram- herja nú þegar Robbie Fowler verð- ur frá um tíma og Michael Owen á einnig við meiðsli að stríða en sögu- sagnir hafa tengt Houllier við ýmsa þekkta markaskorara á síðustu dög- um. ■ MICHAEL Johansen, danski knattspyrnumaðurinn hjá Bolton, fer til heimalandsins í vor en þar hefur hann gert fjögurra ára samn- ing við AB frá Kaupmannahöfn. Hafnfirðingar byrjuðu af miklu kappi, staðráðnir í að kaffæra gesti sína strax á fyrstu mínútunum og náðu 3:0 og 8:4 Stefán foi7stu- f?að 6ekk Stefánsson eftlr um tlma en Þa skrifar braust Grótta/KR upp og hóf að saxa á forskotið en þar munaði um að Fann- ey, markvörður þeirra, fór að sýna sparihliðarnar. A fyrstu mínútum síð- ari hálfleiks komust Gróttu/KR- stúlkur yfir í fyrsta sinn og héldu for- ystunni þrátt fyrir skjóta þrívegis í stöng Haukamarksins því Fanney var komin í ham. Haukastúlkur vom ■ SUÐUR-KÓREA tryggði sér um helgina ^ sæti í handknattleiks- keppni Olympíuleikanna í Sydney með því að sigra Japan, 22:20, í úr- slitaleik Asíuriðilsins í Kumamoto. Kyun-Shin Yoon, risinn frá Gumm- ersbach, skoraði 11 mörk fyrir Kóreubúana. ■ ARNO Ehret, þjálfari þýska handknattleiksliðsins Gummers- bach, á nú í viðræðum við Sviss- lendinga um að taka við landsliði þeirra í sumar af Urs Muhlethaler. Ehret þjálfaði Sviss með góðum árangri frá 1986 til 1993. Helga fór hamförum í marki Víkinga „ÞAÐ munaði miklu að fara vel af stað, þá er betra að ná góðri stemmningu í liðinu og það skilar sér auk þess sem vörnin var góð og Helga var traust í markinu hjá okkur,“ sagði Helga Birna Brynjólfsdóttir fyrirliði Víkinga eftir 23:16 sigur á Val að Hlíðar- enda á laugardaginn en sigurinn fleytti þeim í efsta sæti deildar- innar við hlið Gróttu/KR á meðan Valur situr eftir um miðja deild. Víkingar geta þakkað umræddri Helgu Torfadóttur markverði fyr- ir framlag hennar því hún fór hamförum í markinu og varði 26 skot. Fyrir norðan sigruðu KA-stúlkur ÍR 16:15 og í Mosfellsbæn- um stóð UMFA uppi í hárinu á Stjörnunni en tapaði þó 26:24 Valsstúlkur hófu leikinn á laug- ardaginn en Helga í marki Víkinga gaf strax tóninn þegar hún varði tvívegis í fyrstu sókninni. Varnir voru grimm- ar og mörkin voru ekki mörg til að byrja með en þá misstu Valsstúlkur taktinn í sókninni - skoruðu ekki mark í níu óöruggum sóknum á meðan gestimir skoruðu 5 og náðu fjögurra marka forystu, 7:3. Eftir það varð hlutskipti heimasætnanna að Hlíðarenda að reyna að vinna upp muninn og það er alltaf erfitt. I byrjun síðari hálfleiks náðu þó Valsstúlkur að saxa á forskotið á meðan sóknarleikur Víkinga var frekar staður en á móti kom að Helga markvörður sló hvergi af. Þegar ekkert gekk að jafna um miðjan síðari hálfleik misstu Vals- stúlkumar móðinn um stund og það létu gestimir úr Fossvoginum ekki bjóða sér tvisvar, bættu við forskot- ið og sigmðu örugglega enda nýtt- ust aðeins þrjár af 14 síðustu sókn- um Vals. „Við komum alls ekki rétt stemmdar til þessa leiks því við get- um þetta alveg og verðum að taka okkur saman í andlitinu,“ sagði Sig- urlaug Rúna Rúnarsdóttir leikmað- ur Vals eftir leikinn. „Við þurftum að elta þær uppi allan leikinn, sem er alltaf mjög erf- itt og lukum að auki sóknum okkar illa.“ Sigurlaug Rúna, Helga Orms- dóttir, Brynja Steinsen og Eivor- Pála Blöndal voru bestai- hjá Val. Því fer fjarri að Víkingum hafi verið spáð efsta sæti deildarinnar en liðinu hefur gengið allt í haginn og tapaði ekki leik fyrir jól. Marka- hlutfall liðsins er eigi að síður ekki það besta því þrjú lið hafa betra hlutfall, en Víkingsstúlkur geta samt státað af því að hafa fengið á sig fæst mörk. „Það er gott að vera á toppi deild- arinnar en líka erfitt en við hugsum minnst um það og ætlum bara að spila okkar leik og hafa gaman af þessu,“ bætti Helga Birna fyrirliði við, en er ekki gaman að vera fyrir- liði þegar svona vel gengur? „Það skiptir minnstu máli heldur er mest gaman að vera í liðinu.“ Sem fyrr segir átti Helga stórleik í marki Víkinga en Guðmunda Kristjáns- dóttir, Svava Sigurðardóttir og Helga Bima voru einnig góðar auk þess sem Kristín Guðmundsdóttir tók duglega við sér í lokin. KA lagði ÍR fyrir norðan Mikið var fagnað fyrir norðan þegar KA-stúlkur lögðu ÍR að velli, 16:15. Jafnt var með liðunum og staðan 8:8 í leikhléi en heimasæt- urnar náðu þriggja marka forystu, 15:12, þegar skammt var til leiks- loka. Gestirnir jöfnuðu 15:15 þegar tæp mínúta var eftir en tíminn nægði KA-stúlkum til að skora sig- urmarkið. „Við ætluðum að hrista þær af okkur en það gengur ekki gegn ÍR,“ sagði Hlynur Jóhannes- son þjálfar KA eftir leikinn. „Við þurftum líka á sigrinum að halda og það er léttara yfir liðinu.“ Gott hjá Mosfeliingum Mosfellingar ætla sér að sigra í vetur og gerðu sitt besta þegar meistarar Stjörnunnar sóttu þær heim á laugardaginn. Það dugði ekki til, staðan í hálfleik var 10:16 Garðbæingum í vil. En eftir hlé lögðu Aftureldingarstúlkur allt sitt í leikinn og skoruðu 14 mörk á móti tíu frá Stjömunni. Eftir stendur þó sigur Stjörnunnar, sem færði sig upp í fjórða sæti deildarinnar en Aitureldingarstúlkur geta verið án- ægðar með baráttuna þó að Jolanta Limbaite hafi ekki verið með. l

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.