Morgunblaðið - 01.02.2000, Síða 12
12 B ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
TENNIS
KNATTSPYRNA
Andre Agassi og Davenport hlutskörpust í Melbourne
Ukraínumaðurinn Andryi
Shevchenko gerði þrennu á að-
eins sjö mínútum fyrir AC Milan í
3:0-útisigri liðsins á Perugia, á sama
velli og félagið tryggði sér ítalska
meistaratitilinn í fyrra í lokaumferð
deildarkeppninnar.
Þetta var þriðji sigur Milan á úti-
velli. Aður en Shevchenko hóf hina
tilkomumiklu sýningu, sem tuttugu
þúsund áhorfendur á heimavelli Per-
ugia göptu yfir, hafði slæm nýting
hans úr upplögðum marktækifæram
gefið viðstöddum vísbendingu um að
stórliðið yrði af dýnnætum stigum í
titilvöm sinni. Cagliari, sem ákaft
berst gegn falli í næstefstu deild ít-
ölsku knattspyrnunnar, fylgdi góð-
um sigri sínum á Roma í bikarkeppn-
inni í liðinni viku með dýrmætu
jafntefli við Juventus, 1:1, á heima-
velli síðarnefnda liðsins, Delle Alpi-
leikvanginum. Filippo Inzaghi kom
heimamönnum yfir á upphafsmínút-
unni, en Giovanni Sulcis jafnaði tólf
mínútum síðar. Hann er aðeins
níundi leikmaðurinn á leiktíðinni
sem skorar hjá Edwin Van Der Sar,
hollenskum markverði Juventus. Ju-
ventus er með fjörutíu stig eftir
nítján leiki.
Lazio frá Róm greip tækifærið og
minnkaði forskot Juventus í deildai’-
keppninni í eitt stig með sigri á Bari
á Olympíuleikvanginum í Rómaborg.
Síðastliðinn miðvikudag sló Lazio
Juventus út úr bikarkeppninni og
greiddi stórliðinu frá Tórínó annað
þungt högg með sannfærandi leik
gegn Bari, en þar fóra leikar 3:1.
Sinisa Mihajlovic skoraði úr víta-
spyrnu, sem dæmd var rúmri mínútu
eftir að flautað var til leiks, og Chile-
búinn Marcelo Salas bætti öðra
marki við áður en Gionatha Spinesi
minnkaði muninn fyrir gestina á 42.
mínútu. Tékkinn Pavel Nedved gerði
síðasta mark leiksins þremur mínút-
um fyrir leikhlé.
Argentínumaðurinn Gabriel Omar
Batistuta gei'ði eina mark leiksins í
sigri Fiorentina á Reggina í Flórens.
Heimamenn áttu þó lengstum undir
högg að sækja í leiknum, sem kemur
ekki á óvart miðað við árangur liðs-
ins að undanförnu, en leikmenn
Reggina megnuðu ekki að verjast
einstaklingsframtaki Batistuta.
Enn fagnaði
Agassi á sfórmóti
BANDARÍKJAMAÐURINN Andre Agassi sigraði á Opna ástralska
mótinu í tennis eftir að hafa lagt Jevgení Kafelníkov að velli í úr-
slitaleik í Melbourne um helgina. Sá síðarnefndi hafði betur í fyrsta
settinu, en þá tók Agassi völdin og sigraði í næstu þremur. Lindsay
Davenport, landi Agassis, varð hlutskörpust í kvennaflokki. Hún
bar sigurorð af hinni svissnesku Martinu Hingis i tveimur settum í
úrslitaleiknum.
Barcelona í nyt
SPÁNARMEISTARAR Barcelona urðu af tækifæri sinu til að taka
forystu í deildarkeppninni í heimalandi sínu, í það minnsta tíma-
bundið, er liðið gerði jafntefli við nágranna sína, Espanyol, 1:1, á
Ólympíuleikvanginum í Barcelona-borg, heimavelli Espanyol, á
laugardag.
Agassi, sem er 29 ára, er óumdeil-
anlega bestur allra tennis-
manna heims um þessar mundir. Síð-
an í júní í fyrra hefur hann fagnað
sigri á Opna franska mótinu og því
bandaríska, til viðbótar við nyfeng-
inn sigur í Ástralíu. Þá varð hann í
öðru sæti á Wimbledon síðastliðið
sumar.
Hafi einhverjir efast um stöðu
þessa magnaða íþróttamanns er
hann var við það að knésetja Kafelni-
kov í úrslitaviðureigninni, sannfærð-
ust þeir er Agassi náði þremur ásum
í síðustu lotunni.
Agassi er fyrsti tennismaðurinn,
sem kemst í úrslitaleik á öllum fjór-
um stórmótum sama árs síðan Rod
Laver gerði það árið 1969. Hann hef-
ur nú unnið tæplega einn og hálfan
milljarð króna í verðlaun á ferli sín-
um en hann fékk tæpar 35 milljónir
króna fyrir sigurinn í Melbourne.
Leið Agassis til sigurs í Ástralíu
var þyrnum stráð, firnafastar upp-
gjafir heimamannsins Mark Phil-
ippoussis og Pete Sampras vora á
meðal viðfangsefna hans í mótinu
ásamt margrómaðri fjölhæfni Ka-
felnikovs. „Eg þurfti að hafa mikið
fyrir þessum sigri, en hann er þeim
mun sætari fyrir vikið,“ sagði Agassi.
Hingis þraut örendi
„Ég þoli ekki að keppa við þig,“
sagði Hingis í gamansömum tóni eft-
ir viðureignina, en með sigri sínum
batt Davenport enda á þriggja ára
sigurgöngu andstæðings síns á mót-
inu.
„Hún segir þetta ekki við hvern
sem er,“ sagði Davenport og kvaðst
taka orðum Hingis sem einu mesta
lofi sem hægt væri að bera hana.
„Hún er svo gríðarlega sterk og
sjálfsöragg. Þetta er mesta hrós sem
hægt er að fá.“
Davenport sigraði öragglega í
fyrsta settinu, 6:1, og þurfti aðeins
eitt stig til viðbótar til að leika það
eftir í því næsta. Þá sýndi Hingis fá-
dæma keppnishörku og linnti ekki
látum fyrr en þær höfðu báðar unnið
fimm lotur í öðra setti. Þá þraut hina
nítján ára gömlu Hingis örendi og
Davenport gekk á lagið.
„Hún sýndi hvers hún er megnug,
mikla þrautseigju,“ sagði Davenport
um Hingis. „Ég fylgdist með klukk-
unni. Ég vildi aðeins að leikurinn
stæði yfu’ í meira en klukkustund,"
sagði sú svissneska. Henni tókst
„ætlunarverk“ sitt, leikurinn stóð yf-
ir í eina klukkustund og fimm mínút-
ur.
Davenport, sem er 23 ára, þarf að-
eins að sigra á Opna franska mótinu
til að fullkomna „fernuna" svo-
nefndu, þ.e. sigur á öllum fjóram
stærstu tennismótum heims, sem er
sjaldséð.
„Mér gekk allt í haginn, mér gekk
mjög vel. Mér tókst undantekninga-
lítið að leika þoltanum á þann stað
sem ég vildi. Ég varð vissulega mjög
taugaóstyrk þegar ég náði góðri for-
ystu í öðra settinu og við það náði
hún yfirhöndinni. Jafnvel þótt maður
hafi fagnað sigri á stórmóti áður,
virðist alltaf jafn erfitt að stíga síð-
asta skrefið í átt til sigurs. Ég hefði
átt að ljúka leiknum fyrr,“ sagði
Davenport.
,þUlt getur gerst í úrslitaleik á
stórmóti," sagði Hingis. „Eftir fyrsta
settið reyndi ég að halda reisn og
tapa með sæmd. Ég lifði eigi að síður
í voninni um að mér tækist að snúa
taflinu við og sigra, en ég varð of æst
þegar staðan var fimm fimm í öðra
settinu, byrjaði á að misnota tvær
uppgjafir í röð. Það var eins og ég
reyndi of mikið," sagði Hingis.
GRAHAM Kavanagh, lykilmað-
ur enska knattspyrnuliðsins
Stoke City, lýsti yfir mikilli
ánægju með Guðjón Þórðarson,
knattspyrnustjóra, og störf
hans hjá félaginu í samtali við
staðarblaðið The Sentinel í
gær.Kavanagh segist njóta sín
mun betur en áður eftir að Guð-
jón gaf honum aukið frelsi til að
taka þátt f sóknarleik liðsins.
„Guðjón er mjög sterkur
persónuleiki og það er létt yfir
iiiTiwwMriiTiMTiiimTnTMrTin~irirr'iivi
Með sigri hefðu lærisveinar Lou-
is van Gaals komist upp fyrir
Deportivo La Coruna. Því var ekki að
heilsa og Espanyol, sem hefur ætíð
staðið í skugga stórliðsins í borginni,
komst yfir á 22. mínútu með marki
frá Miguel Angel Benitez, sem varn-
armönnum Barcelona yfirsást er
homspyrna var tekin og skoraði leik-
maðurinn með skalla. Hollendingur-
inn Patrick Kluivert jafnaði fyrir
Barcelona í viðbótartíma dómarans í
fyrri hálfleik. Hann varð á undan
tveimur varnannönnum Espanyol og
skallaði boltann yfir Juan Luis Mora,
markvörð heimamanna.
Þetta var fyrsti leikur Kluiverts í
byrjunarliði Barcelona eftir að hafa
„afplánað" fimm leikja keppnisbann.
Hann þótti leika vel og ógnaði vöm
Espanyol stöðugt með áhrifaríkri
samvinnu við Brasilíumanninn
honum, en hann þolir engan
fíflaskap þegar menn eiga að
einbeita sér að leiknum. Guðjón
sagði mér strax og hann tók við
liðinu að hann væri ánægður
með minn leikstíl og sagði að ég
hefði hlutverki að gegna í áætl-
unum hans með liðið. Það hafði
mikið að segja fyrir sjálf-
straustið. Það er Ijóst að félagið
er á mikilli uppleið eftir yfír-
töku íslendinganna," sagði
Graham Kavanagh.
Rivaldo og Finnann Jari Litmanen.
I síðari hálfleik réðu leikmenn
Barcelona gangi mála að mestu, en
tókst ekki ætlunarverk sitt, að skora
og taka þannig forystu í kapphlaup-
inu um Spánarmeistaratitilinn.
En eftir að hafa fylgst með kepp-
inautum sínum í baráttunni um
meistaratignina hiksta og eygja
þannig von um fimm stiga forskot
með sigii á Valladolid degi síðar, beið
Deportivo skipbrot og tapaði, 4:1.
Victor Femandez gerði þrennu fyrir
lágt skrifað lið Valladolid, sem berst
við falldrauginn á hinum enda efstu
deildarinnar á Spáni. Fernandez
gerði þrjú síðustu mörk liðsins eftir
að Jose Luis Caminero hafði komið
því yfii’ í fyrri hálfleik. Valladolid
tefldi í fyrsta sinn hinum japanska
Shoji Jo í byrjunarlið sitt.
Ekki bætti úr skák fyrir Deportivo
er leikmaður liðsins, Flavio
Conceicao, var rekinn af leikvelli í
síðari hálfleik. Þó tókst gestunum að
minnka muninn, þó litlu skipti, manni
færri með marki Tura Flores úr víta-
spyi’nu.
Fyrir vikið er forysta Deportivo
tvö stig eftir leiki helgarinnar. Real
Zaragoza er í öðru sæti eftir 2:l-sig-
ur á Sevilla á heimavelli. Juanele
Castano og Xavi Aguado gerðu mörk
Zaragoza áður en Vassilis Tsai’tas
minnkaði muninn þrettán mínútum
fyrir leikslok.
Svipaða sögu var að segja af Celto
Vigo eins og meisturanum. Liðið tap-
aði fyrir Atletico Madrid á heima-
velli, 1:0, og tókst því ekki að velgja
efstu liðum deildarinnar nægilega
undir uggum. Juan Carlos Valeron
skoraði sigurmarkið fyrir Madrídar-
liðið á 27. mínútu. Celta er í fjórða
sæti.
Kavanagh ánægður
með Guðjón
Bandaríkjamaðurinn Andre Agassi fagnar sigri á Yevgeny Kafelnikov.
Deporlivo færði
sér ekki mistök
Shevchenko
gerði þrennu á
sjö mínútum