Morgunblaðið - 18.02.2000, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 18.02.2000, Qupperneq 8
8 C FÖSTUDAGUR18. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ BÍÓBLAÐIÐ Morgunblaöió/Golli "foley artist" á kreditlistum kvikmynda. Sigurbjörn Aðalsteinsson upplýsir hér eöli þessa starfs ofÉiðjj^ ir m.a. viö einn þekktasta sérfræöing á þessu sviofr^ heiminum, Pauline Griffiths um aö framkalla bruna- hljóö meö plastpoka og rýtingsstungu meö kálhaus. \ Kvikmynd: Monty Python og kaleikurinn helgi (1975). England á því herrans ári í gegnum þykka, gráa þoku Wfe. glittir í renglulegt, lauflaust Hófatök í fjarska. Brynjuklæddur riddari nálgast á stökki. Riddarinn er á stökki. Ekki hesturinn hans. Reyndar er þessi riddari alls ekki á hesti. Stekkur bara sjálfur eins og krakki í riddaraleik. A eftir riddaranum kemur skjaldsveinn hans, einnig á stökki. Hann heldur á tveimur kókoshnetum og slær þeim saman. Það eru kókoshneturnar sem framkalla hófatökin. Ekki hestur í sjónmáli. Riddarinn og skjaldsveinninn valhoppa hestlausir í átt að stórum kastala þar sem riddarinn (Arthúr konungur) reynir að smala í lið til að finna kaleik Krists. Eftir nokkra stund hættir atriðið að snúast um herkvað- ningu og menn fara að ræða um þessar kókos- hnetur. „Þetta er allt gert með kókoshnetum" Monty Python-gengið er annálað fyrir frá- bæran húmor og brjálaðar hugmyndir sem enn í dag þykja móðins. Það er ennþá „inn“. Súrt. Enda þarf maður að vera súr til að detta þetta í hug með kókoshnetur í stað hesta. Og þó. í kvikmyndagerð eru hestar nefnilega kók- oshnetur. Ef þú skyldir eiga leið í bíó á næst- unni og sjá t.d. Millu Jovovich á hestbaki í hlutverki heilagrar Jóhönnu af Örk, þá máttu vita að þar eru líka notaðar kókoshnetur, alveg eins og í Monty Python. „Jú, það er rétt,“ segir Pauline Griffiths. „Hestar eru kókoshnetur. Öll hófatök í bíó- myndum eru framkölluð með kókoshnetum.“ Pauline ætti að vita það. Hún hefur framkallað fleiri hófatök en Hindisvíkurstóðið og gerir það allt með kókoshnetum. „Það eru handföng á kókoshnetunum og svo smelli ég þeim í takt við hófatökin.“ Pauline hefur lifibrauð sitt af því að fram- kalla hljóð fyrir bíómyndir. Ekki bara hófatök, heldur alls konar hljóð. Hnífstungur, sverða- glamur, fótatök, vindhviður og þrumur. Hafir þú í gær verið að horfa á mynd í myndbands- tækinu þar sem snarkaði í eldi, geturðu eigin- lega bókað að það var ekki gert með því að kveikja eld. Sennilegra er að þar hafi Pauline eða einhver af kollegum hennar verið að láta skrjáfa í plastpoka. I bíómyndum er fátt sem sýnist og færra sem heyrist. Það eru ýmsar ástæður fyrir þvi að ekki er hægt að nota hljóðið sem tekið er upp um leið og bíómyndin er tekin upp. Vindátt gæti verið óhagstæð, flugvélar gætu verið að fljúga yfir, bflar gætu verið of hávaðasamir. Svo gætu menn verið að reisa nýja verslunarmiðstöð við hliðina á tökustað sem getur verið hvimleitt ef verið er að taka upp, segjum mynd sem gerist árið 932. Þá þarf að gera allt hljóðið frá grunni og frekar en að plokka eitt og eitt fótatak eða hurðarskell úr þar til gerðum hljóðsöfnum, þá fá hljóðmeistarar gjaman tfl liðs við sig svo- kallaða „foley-artista.“ Barist fyrir Bond „Pauline gerði alla brunasenuna í Agnesi fyrir mig með einum plastpoka," segir Þor- björn Erlingsson hljóðmeistari, sem á sínum tíma stóð fyrir komu Pauline til íslands. „Hún blés pokann upp, renndi honum yfir míkrófón- inn og festi hann svo með límbandi. Síðan spil- aði ég senuna fyrir hana og hún rjátlaði við pokann á meðan.“ Hvert einasta hljóð sem Pauline framkallaði með þessum poka reyndist ekki bara hljóma eins og urrið í reiðum eldin- um, heldur voru öll hljóð á nákvæmlega rétt- um stað. Þetta gerði Pauline í einni töku. Agnes var hvorki fyrsta né síðasta íslenska myndin sem Pauline „foleyjar", en hún lauk nýverið vinnu sinni við 101 Reykjavík. „Ég vinn mest hér í Bretlandi," segir Pauline úr símanum sínum „en mér finnst gaman að koma til íslands.“ Pauline þykir einn af færustu „foleyurum“ í heiminum í dag og stendur alla jafnan í stærri verkum en að brenna ofan af hómópötum uppi á íslandi. „Ég gerði öll hljóðin fyrir James Bond-myndina „The World Is not Enough“ (1999) segir hún og nefnir sem dæmi glæfra- legan eltingaleik á bátum sem endaði með því að einn báturinn fór í gegnum vegg. „Vatnið, veggurinn og pústramir, allt var þetta ég. Ég berst fyrir James Bond.“ Meðal annarra mynda sem hún hefur unnið við má nefna „Shakespeare in Love“ (1998) „Notting Hill“ (1999) og „Ever After“ (1998). „Ég horfi aldrei á alla myndina fyrirfram. Ég bara mæti um morguninn og skoða senuna sem ég á að fara að vinna og svo bjarga ég mér.“ Pauline hefur unnið til fjölda verðlauna á ferlinum, m.a. Golden Real-verðlaunanna sem eru árleg hljóðverðlaun sem veitt eru í Hollywood. „Þeir eru alltaf að senda mér einhverjar styttur,“ segir Pauline sem aldrei hefur farið vestur um haf til að veita þeim viðtöku. „Það er óneitanlega sérstakt að fylgjast með Pauline vinna,“ segir Snorri Þórisson, fram- leiðandi „Agnesar“ (1996). „Hún er kannski að framkalla 3-^ mismunandi hljóð í einu og öll eru þau á réttum stað upp á 1/25 úr sekúndu.“ Þorbjöm bætir við: „Ég held að ég hafi einu sinni beðið hana um að endurtaka töku í þeim myndum sem við höfum unnið saman við. Hún kemur hingað með tvær til þrjár ferðatöskur fullar af alls kyns tækjum sem hún notar við vinnuna. Þetta em keðjur, lásar, hnífar, kveikjarar, slökkvarar o.fl. að ógleymdu miklu skósafni. Svo horfir hún einbeitt á allt sem er að gerast á skjánum. Það er eins og hún sjúgi allt í sig með augunum. Þegar hún byrjar svo að búa til hljóðin tekur allur líkaminn þátt í vinnunni,“ segir Þorbjöm. „Ef hún er að gera fótatök í hrossi þá er eins og hún verði að hrossinu,“ segir Snorri. Það em slfldr hæfileikar og skilvirkni í góð- um „foleyerum" sem gerir þá eftirsótta. Þó að laun þeirra séu dágóð era þeir fljótir til vinnu og enda yfirleitt með því að spara framleiðend- um pening. Foley-vinna við íslenska bíómynd tekur yfirleitt fimm til sjö daga en í erlendum stórmyndum getur verkið tekið allt að þremur vikum. Verða að vera stinnir En hvemig verður maður foleyari? Er hægt að læra þetta í skóla? „Ég rek reyndar skóla og umboðsskrifstofu," segir Pauline sem hefur starfað við greinina í yfir 30 ár. Sjálf er hún þó ekki skólagengin. „Ég var áður dansari. Skynjun á hljómfalli og rétt tímasetning em mikflvægustu kostir foleyara og þar sem ég hafði starfað sem dansari, var ég beðin um að koma og prófa að foleyja fyrir litla bíómynd sem verið var að gera. Ég reyndist vandanum vaxin og hef starfað við þetta síðan.“ Það var kannski eins gott að Pauline var vandanum vaxin, því „litla“ myndin sem hún er um er „The Charge of the Light Brigade“, söguleg stríðsmynd frá 1968 með fjöldanum öllum af bar- dagasenum og hófatökum í þús- undavís. Uppáhaldshlj óðið hennar er úr „A Fish Called Wanda“. „Það var þeg- ar Kevin Kline át gullfiskinn. Mér þykir vemlega vænt um það smjatt.“ Pauline slapp þó betur úr þeirri senu en Kevin Kline því hún þurfti ekki að sporðrenna Wöndu sjálfri (enda þeg- ar búið að því). Hún lét sér nægja að kjamsa á nektarínu. Sem er nákvæmlega það sem fol- eyvinna og hljóðsetning ganga út á. Að nota hljóð úr einhverjum hlut (ávexti) til þess að líkja eftir hljóðinu úr einhveijum öðmm hlut (fiski). Þannig em rýtingar t.a.m. reknir á kaf í kál- hausa til að líkja eftir hnífstungum. En það er ekki sama kálhaus og kálhaus. „Þeir verða að vera þéttir, stinnir og blautir, annars verður hljóðið ekki rétt,“ segir Pauline og hlær við. A kiss is just a kiss - eða hvað? En hvað um kossana? „Ég hef kysst þá alla. Nefndu það bara. Ég hef kysst Pierce (Brosn- an), Mel (Gibson) og Hugh (Grant) í Notting Hill,“ segir Pauline og verður nokkuð montin með sig. En hefur hún þá ekki kysst Juliu Roberts líka? Það verður andartaks þögn á lín- unni. „Það er auðvitað ekki að marka. Eg er bara að kyssa höndina á mér.“ Þá hefurðu það. Næst þegar þú sérð rómantíska mynd þar sem parið nær saman í lokin og kyssist til að innsigla eilífa og ódauð- lega ást sína skaltu muna að þótt kossinn sé (kannski) alvöm er hljóðið úr honum af foley- artista að slefa yfir höndina á sér. James Bondmyndin The World Is not Enough: Öll áhrifa- hljóðin úrsmiðju Paullne Griffíth.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.