Morgunblaðið - 18.02.2000, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ
BIOF
I
I
Betra
Fíi iTTf iiil w F1
I I I VI ÍkJkJCJl I
Bullworth, gerö og leikin af Warr-
en Beatty, AptPupil, nýjasta mynd
Bryans Singer, og verölaunamyndin
Gods and Monsters, - hvaö eiga þær
sameiginlegt annaö en aö vera vandað
ar og forvitnilegar? spyr Sæbjörn
Valdimarsson.
Ur Bulworth, (’98), nýjustu mynd
leikarans og leikstjórans Warrens
Beatty: Rammpólitísk, óvenjuleg,
metnaðarfull ádeila, sem kom út á
myndbandi hérlendis íhaust.
JÚ, þær fengu ekki að reyna sig
á hefðbundinn hátt, í myrkvuð-
um sölum kvikmyndahúsanna,
heldur lentu í „óæðri flokkn-
um“. Fóru umsvifalaust á
myndbandið. Slík afgreiðsla gerist sí-
fellt algengari, skrifar. Flestir skella
skuldinni á umboðsaðilann eða kvik-
myndahúsin, sem er harla ósanngjamt.
I fæstum tilfellum eru þessi dapurlegu
örlög ekki geðþóttaákvarðanir íslenska
umboðsaðilans heldur koma þær beint
frá Hollywood. Ef myndir bregðast á
heimamarkaðnum eru risarnir tregir
til að hætta meira fé, spara þann mikla
kostnað sem fylgir dreifingu í Evrópu
og á alþjóðamarkaðnum. Lítum nánar
á kostnaðarhliðina: I fyrsta lagi kostar
sýningareintakið stórfé, textunin
sömuleiðis og síðast en ekki síst auglýs-
ingaherferðin. Sem felst einkum í
hvers konar auglýsingaefni, tímum í
ljósvakamiðlum, dálksentimetnim í
blöðum. Þessi útgjöld greiðir fram-
leiðandinn til að byija með, honum er
síðan skipt eftir ákveðnum reglum ef
myndimar sýna hagnað (sem flestar
gera, sem sleppa í gegnum nálaraug-
að). Þama þarf kvikmyndaverið sem-
sagt að leggja fram umtalsvert áhættu-
fé - sem því þykir sjálfsagt ekki
álitlegur kostur eftir að myndin hefur
ekki staðist væntingai- heima fyrir.
Myndir, sem allir hafa trú á, fæðast
andvana á meðan aðrar, sem fyrirfram
eru taldar litlu skipta, slá í gegn.
íslenskir dreifingaraðilar ákveða
sýningarferlið í stöku tilfellum sjálfir,
þá einkum minni mynda sem þeir flytja
inn á eigin vegum og era á „gráu
svæði“, miðað við aðsóknartölur er-
lendis frá. Sú var t.d. raunin með Gods
and Monsters, eina bestu mynd sem
undirr. hefur séð uppá síðkastið. Fleira
kemur tíL Karl Dúi Karlsson hjá Skíf-
unni, telur að breyttar frumsýningar-
hefðir stuðli að þróuninni. Nú, þegar
sama myndin er frumsýnd í mörgum
kvikmyndahúsum samtímis, gerist það
óhjákvæmilega að titlum bíómynda
hefur fækkað á ársgrundvelli. Áherslan
lögð á myndir sem em vænlegastar til
að skila hagnaði. Þá hafi það margsýnt
sig að myndir ætlaðar hömndsdökkum
(líkt og hin vinsæla Waiting to Exhale),
eiga lítið erindi á ísakalt land hvítra,
engilsaxneskra mótmælenda.
Markaðsstjóri Háskólabíós, Ægir
Dagsson, segir að þessi veigamiklu
mörk liggi nálægt 3000 áhorfendum.
„Listrænar myndir" nái sjaldan þeim
árangri. Til dæmis var Einfóld ráða-
gerð - A Simple Plan, ein af 10 bestu
myndum ársins 1999 að mati allra
þriggja kvikmyndagagnrýnenda
Morgunblaðsins, víðs fjarri þessari
tölu. Sama máli gegndi um Kosningar
-Election, aðra gæðamynd sem bíóið
tók til sýninga; afraksturinn svipaður;
15-1600 manns.
Hvað er til ráða? DVD-tæknin skilar
myndinni í fullri stærð til áhorfandans,
en slík tæki era fjarri því að vera komin
í almenningseign, það breytist þó vafa-
laust á næstu ámm. Því virðist sem
neytendur (á meðan þeir sýna ekki
þessum gæðamyndum meiri áhuga),
þurfi enn um sinn að nota myndbands-
tæknina, með þeim vanköntum sem
henni fylgja (ramminn klipptur á alla
kanta).
Ægir bendir á að Háskólabíó (og
reyndar fleiri kvikmyndahús), hafi sett
upp kvikmyndavikur með gæðamynd-
um sem ella hefðu farið beint á bandið.
Sá böggull fylgir skammrifi að mynd-
imar em að sjálfsögðu ótextaðar. En
áhugafólk fær gullið tækifæri til að sjá
verkin óspjölluð, í sínu eina, rétta um-
hverfi.
FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 C 9
NOKKRAR BEINT A MYNDBAND 1999
Among Giants: Pete Postlethwait, Rachel Griffith
The Governess: Minnie Driver, Tom Wilkinson
Hurlyburly: Sean Penn, Kevin Spacey
Metroland: Emily Watson
In Dreams: Annette Bening. Leikstj. NeilJordan
Ravenous: Robert Carlyle
How Stella Got Her Groove Back: Angela Bassett,
Whoopi Goldberg
No Looking Back: Edward Burns, Jon Bon Jovi
A Cool Dry Place: Vince Vaughn
Slums Of Beverly Hills: Alan Arkin
Palmetto; Woody Harrelson, Elizabeth Shue.
Leikstj. Volker Schlöndorff
Zero Effect: 8/7/ Pullman
The Red Violin: Samuel L. Jackson
The Truce. John Turturro. Leikstj. Francesco Rosi)
This Is My FatherfAidan Quinn, John Cusack, James Caan.
D TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA
BESTA MYNDIN
besti leikari í aðalhlutverki, Kevin Spacey - besta leikkona í aöalhlutverki, Annette Bening -
- besta kvikmyndataka - besta leikstjórn - besta klipping -
- besta tónlist - besta upþrunalegt handrit -
„Eg tuuit hvermr
sekúndu"
ÓIT Hausverk
.Kívtipavín og kavíar
fyrir snlino"
Á.S. Dv
„Kómískt jnmga-
vigtarstykki...
Yndislegur leikur'
A.I. Mbl
O.H.T. Rás 2
K.B. Dagur
1O BESTU
KVIKMYNDIR
SÖGUNNAR
i. The Godfarfver - 1972
3 The Showsbanh Redernphon 199/5
4. Schindler's Lisf 1993
5. Casablanco - 194/
6. Citízen Kane - 1941
7. StorWars- 1977
8. The Godfcther; Port II 1974
9. One jriew 0*/er the Cuchoc's Nest 1975
10. Dr. Sfrangeíove or How i leorned to Stop
Worrying cnd Love the Bomb • 1964
GOLDEN GLOBEVERÐLAUN C
BESTA MYNDIN
BESTILEIKSTJÓRI BESTA HA.MDRIT
KEVIN SPACEY
ANNETTE BENING
AMERICAN BEAUTY
...líttu nær
AMERISK FEGURÐ
DREAMW0RK5 PICTURESpresenis a JINKS/COHEN COMPANY proouction KEVIN SPACEY ANNETTE BENiNG
"AMERICAN BEAUTY" THORA BIRCH ALLISON JANNEY PETERGALLAGHER MENASUVARI WES BENTLEYahd CHRIS COOPER “SfTHOMAS NEWMAN
BRUCE COHEM & DAN JINKS WR,,TKAIAN BALLWRfC1í?SAM MENDES /dd/
INlfRNAUONAt ' C) «>1<« VMVViHLKS
11 PtCTURtS PICfURES
vucixjnicjs
YFIR 17.000 MANNS A ISLANDI
SYND I HASKOLABÍOI