Morgunblaðið - 07.03.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.03.2000, Qupperneq 1
1 jttTSTrf W BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 2000 ■ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS BLAÐ Guðrún hættir eftir ÓL í Sydney GUÐRÚN Arnardóttir, grindahlaupari úr Ármanni, hefur ákveðið að Ólympíuleikarnir í Sydney í haust verði hennar síðasta stór- mót og þar með Ijúki ferli hennar sem atvinnumaður í íþróttum. „Ég held áfram að æfa og keppi væntanlega eitthvað, ég hætti því kannski ekki alveg strax, en eftir Ólympíuleikana verður al- vöruferli mínum lokið, þá er þessum kafla í lífi mínu lokið og við taka önnur verkefni,“ sagði Guðrún eftir að Stórmóti ÍR lauk í Laugardalshöll á sunnudagskvöldið. Núna var ég að ljúka mínu síðasta innanhússkeppnistímabili og því var gaman að geta staðið sig vel,“ sagði Guðrún ennfremur. Guðrún sagði nokkuð um liðið síð- an hún tók þessa ákvörðun og henni verði ekki breytt. „Það eru að minnsta kosti tvö ár síðan ég ákvað að Ólympíuleikarnir í Sydney yrðu endapunkturinn. Þetta er einfald- lega orðið gott. Þess vegna er mjög mikilvægt að mér gangi sem best á Ólympíuleikunum til þess að enda- Þórður sagði af sér ÞÓRÐUR Lárusson lét í gær af störfum að eigin ósk sem landsliðsþjálfari íslenska kvennalandslið- sins í knattspyrnu. Hópur innan kvennalandsliðsins hótaði því að gefa ekki kost á sér ef Þórður yrði áfram þjálfari liðsins. Þórður ákvað því að láta af störfum, en hann mun starfa áfram fyrir Knatt- spyrnusamband íslands og hefur tekið að sér verkefni á vettvangi hæfileikamót- unar sambandsins, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu. Eggert Magnús- son, formaður KSÍ, sagði að nýr landsliðsþjálfari yrði ráðinn á næstu dög- um. lokin verði sem best. Þegar ég gerði samninginn við Afreksmannasjóð fyrir nærri fjórum árum var ákveðið að hann gilti fram yfir Ólympíuleik- ana í Sydney og að því yrði stefnt að ég kæmist í átta manna úrslit í 400 metra grindahlaupi. Nú er þessi tími að renna upp og ég vonast svo sann- arlega til að geta staðið við minn hluta samningsins, það er að komast í hóp þeirra átta sem hlaupa til úr- slita. Eftir það verður nóg komið.“ Guðrún sagðist ekkert sjá því til fyrirstöðu að hún komist í úrslit á Olympíuleikunum sem fram fara síðari hluta september. „Ég legg allt í sölurnar til þess að það takist og möguleikar mínir eru jafngóðir og annarra." Guðrún varð í 10. sæti í 400 m grindahlaupi á síðustu ÓL sem er besti árangur sem íslensk frjáls- íþróttakona hefur náð. Takist henni að láta draum sinn og fleiri rætast mun hún því brjóta blað í sögu ís- lenskra íþróttakvenna. Morgunblaðið/Sverrir Guðrún Arnardóttir fagnar sigri og íslandsmeti í 50 m grinda- hiaupi. Á myndinni er einnig Susanna Kallur. Vala fékk bílinn FYRIR Stórmót ÍR hafði Leppin-umboðið heitið á Völu Flosadóttur að það myndi gefa hcnni nýja bifreið setti hún Evrópumet á mótinu. Billinn stóð á gólfi Laugardalshallarinnar meðan mótið fór fram, en Völu tókst ekki að setja Evrópmetið. Héldu því flestir að þar með væri bifreiðin henni gengin úr greipum. Svo var ekki, a.m.k. að ákveðnu leyti því í mótslok var tilkynnt að Leppin-umboðið hefði ákveðið að Vala hefði bifreiðina til afnota þegar hún væri hér á landi. Var þetta ákveðið í tilefni þess að tvö ár eru liðin síðan samstarf Völu og umboðsins hófst. Fékk Vala því lykla bifreiðarinnar afhenta en ekki varð þess vart að hún æki í henni frá Höllinni að þessu sinni. Þorbjöm valdi fjóra nýja ÞORBJÖRN Jensson, þjálfari ís- lenska landsliðsins í handknattleik, valdi fjóra nýja leikmenn í lands- liðshópinn fyrir landsleiki gegn Svíum 9. og 10. mars, en leikirnir fara fram í Svíþjóð. Leikmennirnir eru: Arnar Pétursson, Stjörnunni, Guðfinnur Kristmannsson, IBV, Gunnar Berg Viktorsson, Fram, Ragnar Óskarsson, ÍR. Þessir leikmenn léku ekki með landslið- inu er það lék síðast á Evrópumót- inu í Króatíu. Landsliðshópurinn er þannig skipaður: Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson, Nordhorn. Sebasti- an Alexandersson, Fram. Aðrir leikmenn: Guðjón Valur Sigurðsson, KA. Valdimar Gríms- son, Wuppertal. Njörður Árnason, Fram. Magnús Már Þórðarson, UMFA. Róbert Sighvatsson, Dor- magen. Dagur Sigurðsson, Wupp- ertal. Róbert Julian Duranona, Eisenach. Ai-nar Pétursson, Stjörnunni. Guðfinnur Krist- mannsson, ÍBV. Gunnar Berg Viktorsson, Fram. Ragnar Óskar- sson, ÍR. Ólafur Stefánsson, Mag- deburg. VIÐTAL VIÐ HERMANN HREIÐARSSON / B2, B3, B4, B5 INTER INTER INTER INTER INTER BfÍdslVðtöa 20 * i M fteykjávik ■ ‘.io * wwyv i•'i-1’>'11 \\

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.