Morgunblaðið - 07.03.2000, Síða 5

Morgunblaðið - 07.03.2000, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 ’fi 5 ISkiljanlega hafa margir verid efins, en fólk sagði ekk- I ertviðmig. inn,“ segir Hermann og vísar þannig aftur í lengri sendingar fram völlinn og mikla baráttu í háloftunum - nokkuð sem Egil „Drillo“ Olsen, knattspyrnustjóri Wimbledon og fyrrverandi þjálfari norska lands- liðsins, aðhyllist. Hann var maðurinn á bak við mikinn uppgang norska landsliðsins, sem hefur síðan nýst ís- lenskum knattspyrnumönnum, sem fara úr heimalandi sínu í atvinnu- mennsku til Noregs og jafnvel þaðan til Englands eða meginlands Evrópu. Þrífst á návígjum I yngri flokkum IBV lék Heimann í ýmsum stöðum á vellinum, en hefur kunnað best við sig í miðvörninni. „Maður vill að sjálfsögðu alltaf vera í liðinu, en allir eiga sér auðvitað sína uppáhaldsstöðu. Mér líður bara best í miðvarðarstöðunni. Maður er beint fyrir framan markið og hefur yfirsýn yfir allan völlinn. Auk þess á maður alltaf möguleika á að stöðva menn ef þeir gera sig líklega til að spila í gegn. Þetta hentar mér vel. Mér finnst gaman að berjast í loftinu og taka þátt í skallaeinvígjum og ná- vígjum.“ Hermann hefur fengið góða dóma í breskum fjölmiðlum fyrir frammi- stöðu sína með liðunum þremur; Crystal Palace, Brentford og Wimbledon. Hvaða lofsyrði ætli hann meti mest? „Hugsanlega það sem Bobby Robson [knattspyrnu- stjóri Newcastle] sagði eftir leikinn við Newcastle. Hann hrósaði mér fyrir frammistöðu mína og það er alltaf gaman þegar „reynslubolta" eins og honum, sem hefur verið í þessu lengi, finnst maður gera eitt- hvað gott. Það er mjög gaman að fá hrós og ég er engin undantekning hvað það varðar. Það er gott fyrir sjálfstraustið að vita að maður sé að gera eitthvað af viti.“ Robson fór fögrum orðum um Hermann eftir að Wimbledon hafði lagt Newcastle, 2:0, í janúar sl. Orð hans voru: „Þessi númer þrjátíu hjá Wimbledon var frábær. Hann skallaði frá, hreinsaði frá og las leikinn á stórkostlegan hátt.“ Hermann fékk 9 í einkunn hjá enska dagblaðinu The Mirror fyrir frammistöðuna sem Robson þótti svo lofsverð. „Hinn 25 ára Hreiðars- son stal senunni því hann vann Ferguson í skallaeinvígjunum, hafði Shearer í vasanum og átti meira að segja nokkra langa einleiksspretti upp völlinn," stóð í blaðinu. Draumurinn um einleiksmark Umræddir einleikssprettir eru sjaldgæfir á meðal varnarmanna, en Hermann er allsendis óragur við að geysast upp völlinn með knöttinn eigi hann kost á því. Þessi uppátæki hans virðast í takt við persónuleika Hermanns. Er hann sammála því? „Já, ég hef alltaf verið hálf „villtur". Eg þekki mín takmörk betur í dag. Þetta hentar okkur vel, því við verj- umst aftarlega og vinnum boltann. Sérstaklega ef ég vinn boltann sjálf- ur og sé nóg pláss, hleyp ég bara með boltann upp og reyni að sækja hratt á liðið. Það er alltaf gaman að taka aðeins þátt í sóknarleiknum. Það kryddar leikinn svolítið," segir Her- mann. Hann kveðst lifa í voninni um að einn góðan veðurdag leggi hann upp í ævintýralegan einleikssprett, leiki á mann og annan þar til mark- vörðurinn stendur einn eftir og þenji að lokum netmöskvana með glæsi- legu skoti. „Já, ég hef fengið nokkur tækifæri. Eftir að hafa tekið þátt í þríhyrningsspili hef ég komist í gegn. Það verður bara að nýta það einhvern tímann. Það er náttúrlega alltaf gaman að skora, en fyrst og fremst verður maður að halda hreinu og standa sig varnarlega, þá er hitt bara plús. En það er draumur allra að skora gott mark.“ ITveimur vikum eftir að ég fór varð ég ennþá sannfærðari um að ég hefði gert rétt, því þá hafði félagið ekki einu sinni efni á að borga mönnum launin sin. fékk ég meiri tíma og gat unnið með veikleika mína. Hér gat ég í fyrsta sinn stundað knattspyrnu eingöngu. Á íslandi var maður ýmist í vinnu eða skóla. Ég gat því unnið á öllu, sem mér fannst að þarfnaðist lag- færingar." í neðri deildunum fékk Hermann „næði“ til að bæta sig í íþrótt sinni... svo eftir var tekið. „Jú, næði frá sviðsljósinu. En þarna voru rosalega margir leikir. Maður lærir sennilega mest af því að spila mikið. Þarna er líka öðruvísi deild. Þarna eru margir „turnar" frammi. Það er nóg að þruma bara fram og finna þá, þannig að ég fékk að reyna mig í sköllun- um,“ segir Hermann. Þessi ummæli koma varla á óvart, því hann sýnir mótherjum sínum litla miskunn í baráttu sinni við þá í „háloftunum" - það er eiginleiki sem er gulls ígildi í ensku knattspyrnunni. Þótt deila megi um gæði ensku knattspyrnunnar í samanburði við leik félagsliða á meginlandi Evrópu, t.d. Ítalíu og Spáni, skarar sú enska fram úr hvað umfang, umfjöllun, áhuga og hraða varðar. Leikmenn ensku liðanna leika langflestir af inn- lifun. Handagangur er í öskjunni allt frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Stundum ganga leikmenn of langt, að mati forystumanna knattspyrnu- yfirvaldanna, og hefur óíþrótta- mannsleg hegðun verið meira áber- andi að undanförnu en oft áður. Enska knattspyrnusambandið segist ætla að taka harðar á slíkum atvik- um, með sektum og leikbönnum, eft- ir að hafa litið á öll möguleg sönnun- argögn, þ.á m. myndbandsupptökur. Skiptast menn í tvær fylkingar í þessum efnum, hópur fólks telur að þessi þróun sé varhugaverð því með því áframhaldi verði leikir hreinlega dæmdir á myndbandi eftir að þeim er lokið. Hermann segist þeirrar skoðunar að þessi hluti ensku knatt- spyrnunnar, þ.e. hið mikla kapp sem leikmennirnir bera með sér, skipi stóran sess í vinsældum deildarinn- ar. „Leikurinn hefur alltaf verið svona. Sjaldan eða aldrei hefur deildin vakið jafn mikla athygli og nú. Það má ekkert gera. Þá er fjallað um það. Mér finnst þetta blásið of mikið upp. Ég segi bara á móti, ef þessi slagsmál væru ekki þarna og menn sýndu enga ástríðu og hita í leik sínum hefði fólk ekki jafn gaman af því að fylgjast með. Menn spila með hjartanu og æsast upp. Þetta er bara hluti af leiknum. Það er hiti í mönnum og þetta sýnir bara að menn eru að spila með hjartanu, þrátt fyrir alla þessa peninga." I framhaldi af því berst talið að leikstíl enskra knattspyrnuliða. Þau hafa löngum verið þekkt fyrir langar sendingar fram völlinn og mikla áherslu á að tefla fram sterkum skallamönnum. Hermann segir ensku knattspyrnuna hafa tekið stakkaskiptum undanfarin ár, í það minnsta í efstu deild. „Chelsea, Manchester og Arsenal eru topplið sem spila geysilega góða knattspyrnu. Liðin eru bara orðin svo mörg sem hafa nógu góða leik- menn, sem vilja og geta haldið bolt- anum. Ætli það séum ekki helst við í Wimbledon sem erum öðruvísi. Við erum náttúrlega með norska stíl- Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson Hermann lék alla leiki íslands í undankeppni Evrópumóts landsliða, þar sem íslenska liðið kom fram á sjónarsvið alþjóðaknatt- spymu með eftirtektarverðum árangri. Hér fagnar hann fyrsta marki íslands í keppninni, sem Ríkharður Daðason skoraði gegn Frökkum á Laugardalsvelli. Didier Deschamps, fyrirliði heimsmeistaranna, og Lilian Laslandes trúa ekki sínum eigin augum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.