Morgunblaðið - 07.04.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.04.2000, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2000 ÁFÖSTUDÖGUM Nutley og Hallström Sviamlr Sænsk kvikmyndagerð hefur verið í nokkurri lægð undanfarin ár, en virðist nú vera að sækja í sig veðrið, þar eð þrír sænskir leik- stjórar voru tilnefndir til Óskarsverðlaunanna í ár. Sigrún Davíðsdóttir skrifar pistil um sókn Svíanna og Arnaldur Indriðason skoðar feril þess fremsta, Lasse Hall- ström. Leðurblökumaður kvaddur PMraðnulegri SdwmmlMr BANDARÍSKI kvikmyndaleikstjórinn Joel Schumacher hefur átt skrykkjóttan feril. Nýj- asta mynd hans, Flawless, sem nú er sýnd hér- lendis, er persónulegri en fyrri myndir hans, enda skrifar hann handritið sjálfur. Dóra Ósk Halldórsdóttir ræðir við Schumacher. 4 NÝTT f BIÓ Bigelow í Sambíó- unum • Bandaríska gamanmyndin „Deuce Bigalow Male Gigolo“ erfrumsýnd í Sambíóunum en hún er með Rob Schneider í aöalhlutverki og skrifar hann einnig handritið við annan mann. Myndin segiraf manni sem passar íbúð fyrir kvennabósa mikinn og vandræðin sem það hefuríför með sér. Leikstjóri er Mike Mitchell en William Forysthe fer einnig með hlutverk í myndinni. Endalok sambandsins • Stjörnubíó frumsýnir í dag nýjustu mynd írska leikstjórans NeilJordans sem heitir „TheEndoftheAffair“ eða Endalok ástarsambandsins og byggist á samnefndri bók Graham Greenes. Raiph Fiennes og Julianne Moore fara með aðalhlutverkin en sagan, sem er ævisöguleg að ein- hverju leyti, gerist í London í síðari heimsstyrjöld og segir, eins og titill- inn bendirtil, af endalokum ástar- sambands. Að vera John Malkovich • Háskóla- bíó frumsýn- ir nýja mynd sem heitir „BeingJohn Malkovich“ eða Aö vera John Malkovich og kemur samnefnd- ur leikari nokkuö við sögu í henni. Leikstjóri er Spike Jonze en með að- alhlutverkiö fer John Cusack. Hann leikur mann sem kemst með ein- hverjum hætti inn í huga Malkovich og getur leyft fólki að upplifa sig sem leikarann í korter í senn. Cameron Diazfer einnig meö hlutverk í mynd- inni. Væntanlegt Dogma í Regnbog- anum • Regnboginn frumsýnir næstu helgi hina umdeildu bandarísku mynd„Dogma"\ eftir Kevin Smith. Hún er með BenAf- fleck og Matt Damon i aöalhlutverkum og segirfrá englum sem reyna að komast aftur upp í himnaríki. Með önnur hlutverk fara Linda Fiorentino, Salma Hayek, Alan Rickman, Chris Rock og Smith sjálfur. Þess má geta að síöasta mynd Smiths var „ Chasing Amy“. Þrjár systur i Stjörnubiói • Stjörnubtó frumsýnir í seinni hluta maímánaðargamandramað „Hang- ing Up“ í leikstjórn Diane Keaton en hún ereinnig leikstjóri myndarinnar. Með önnur hlutverk fara Usa Kud- row og MegRyanen myndin segir frá þremur systrum sem eiga sjúkan fööur og er Ijölskyldudrama byggt á handriti eftir systurnar Delia og Nora Ephron. Aska Angelu í Háskólabíói • Nýjasta mynd breska leikstjórans Alan Parkers, Aska Angelu eða „Angelás Ashes“ veröur væntanlega frumsýnd í Háskólabíói 28. apríl. Með aðalhlutverkin fara Emily Wat- son og Robert Carlyle ásamt Shane Murray-Corcoran en myndin er byggö á metsölubók Franks McCourts sem fjallar um upp- vaxtarár hans í bænum Limerick á írl- andi. Fyrsta sérhannaða íslenska kvikmyndaverið opnað Morgunblaðið/Golli Stúdíó Óskar og Stúdíó Loftur í LOK þessa mánaðar er ráðgert að íslenska kvikmyndaverið taki formlega til starfa, en það er það fyrsta hér- lendis sem er frá grunni sérhannað fyrir kvikmyndagerð. Tvö stúdíó verða í verinu og eru þau kennd við tvo frumkvöðla íslenskrar kvikmyndagerðar, Óskar Gíslason og Loft Guðmundsson. íslenska kvikmyndaverið er í eigu Saga Film, íslensku kvikmyndasamsteypunnar, Hins íslenska kvikmyndafélags og nokkurra einstaklinga. Hér stendur framkvæmdastjóri íslenska kvikmyndaversins, Guðjón Ó. Davíðsson, fyrir framan verið í Grafar- voginum./2 Leikmyndir fengu ÍSLENSKI leikmynda- og bún- ingahönnuðurinn Karl Júlíusson, sem lengi hefur verið einn sá eftir- sóttasti á Norðurlöndum, hreppti dönsku Robert-verðlaunin nýverið fyrir sitt framlag til kvikmyndar- innar Magnetisörens femte vinter eða Fimmti vetur dávaldsins. Verð- launin jafngilda bandaríska Óskar- num í Danmörku og eru veitt árlega af dönsku kvikmyndaakademíunni. Aður hefur komið fram í Bíóblaðinu að íslenski klipparinn Valdís Óskarsdóttir fékk Robert-verðlaun- in fyrir verk sitt við Síðasta söng Mifunes. Senn verður frumsýnd á kvik- myndahátíðinni í Cannes nýjasta Karls Júlíussonar . danska Robertmn mynd Lars von Trier, Dancer In the Dark, en hún er viða- mesta leikmyndaverkefni Karls með alls milli 50 og 60 leikmyndum. Annar íslensk- ur listamaður, Björk Guð- mundsdóttir, leggur mynd- inni til tónlist og fer með eitt aðalhlutverkanna. Nýlega gerði Karl leik- myndir fyrir bandaríska bíó- mynd, sem framleidd er af Sigurjóni Sighvatssyni, og skartar Sean Penn í aðal- hlutverki. Á næstunni birtir Bíóblað- ið viðtal við Karl Júlíusson um nýjustu verkefni hans. Karl Júlíusson: Mörgjárn íeldinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.