Morgunblaðið - 07.04.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.04.2000, Blaðsíða 6
6 C FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ BIOBLAÐIÐ Frumsýning Háskólabíó frumsýnir gamanmyndina Aö vera John Malkovich eöa „BeingJohn Malkovich“ eftirSpike Jonze með John Cusack í aðalhlutverki. Craig Schwart (John Cu- sack) er á barmi örvænt- ingar. Hann er hæfileika- ríkur leikbrúðustjórnandi en svo virðist sem New York hafi ekkert með slíka hæfileika að gera. Hann hefur verið kvæntur Lottu (Cameron Diaz) í tíu ár en hún starfar í gælu- dýrabúð og er vinnualki. Hjónabandið er litlaust þegar best lætur. Þau eiga enga peninga, engar ástríður, engar flóttaleið- CORP Craig þiggur í örvænt- ingu sinni starf hjá Lest- er- fyrirtækinu á 71/2 hæð í Mertin- Flemmer byggingunni á Manhattan. Hann verður strax ástfanginn af Maxine hinni fögru (Catherine Keen- er) en því miður er ástin alls ekki endurgoldin. En svo gerast þau undur að Craig finnur leynilegan inngang á skrifstof- unni sinni og þegar hann gætir betur að kemst hann að því að í gegnum þennan inngang getur hann komist inn í höfuðið á leikaranum John Mal- kovich. Og það er aðeins byrjunin... Þannig er söguþráðurinn í gaman- myndinni Að vera John Malkovich eða „Bcing John MaIkovich“ sem Spike Jonze leikstýrir. Með aðalhlut- verkin fara John Cusack, Cameron Diaz, Catherine Keener, Orson Bean, Mary Kay Place, Charlie Sheen og svo auðvitað sjálfur John Malkovich. Höfundur handritsins er Charlie Skrifstofa Cusacks: Vettvangur undarlegra at- burða á 7 % hæð á Manhattan. John Malkovich Leikarar: John Cusack, Cameron Diaz, Catherine Keener, Orson Bean, Mary Kay Place, Charlie Sheen ogJohn Malkovich. Leikstjóri: Spike Jonze. Kaufman en einn framleiðandanna er Steve Golin, sem áður var með Sigur- jóni Sighvatssyni hjá Propaganda Films. John Cusack, sem sjálfúr hefur duflað við handritsgerð, segir um myndina að hún sé „byggð á sjúkleg- ustu hugmynd sem hægt er að hugsa sér. Hún er gersamlega frumleg, gersamlega ný, snúin, geðveikisleg, Brúðustjórnandinn: John Cusack. margræð, allt þetta og meira til.“ Þegar leikkonan Cameron Diaz sett- ist niður með handritið minnist hún þess að hún hafi verið farin að hlæja „eftir þrjá blaðsíður. Og þegar ég komst á síðu tíu hugsaði ég með mér, hvað gerist næst? Þetta er svo stór- kostlega skrítið." Handritshöfundur Kaufman segir: „Ég skrifaði „Að vera John Malko- vich“ í hálfgerðri blindni án þess að hafa söguþráð að vinna eftir, án þess að vita í raun hvað ég var að fara út í. Ég hef ekki áhuga á að vinna öðru- vísi. Það er mikilvægt fyrir mig að hafa ekki kort til þess að fara eftir. Þannig get ég komið sjálfum mér sí- fellt á óvart. Ég hafði í huga nokkrar persónur og einstaka efnisþætti sem ég vildi koma inná vegna þess að þeir gera mig ýmist leiðan eða áhyggju- fullan eða reiðan eða graðan eða ein- mana eða vegna þess að ég hélt að þeir væru fyndnir." Leikstjórinn Spike Jonze, sem einnig er leikari, fékk handritið í hendur og hreifst mjög af því sem hann las og áður en langt um leið var myndin komin í framleiðslu. Frumsýning Sambíóin frumsýna gamanmyndina „Deuce BigelowMale Gigolo" með Rob Schneider í aöalhlutverki DEUCE Bigelow (Rob Schneider) er ákaflega þekkilegur fiskabúrs- hreinsitæknir sem hefur gaman af sínu starfi. Hann dreymir um að taka fiskinn sinn úr búrinu og færa úr sínu slæma umhverfi niður á strönd svo hann geti synt með vin- um sínum í hafinu. En þegar hann missir starfið við sædýrasafnið í Los Angeles og er fenginn til þess að þrífa Koi - tjörnina í glæsilegri blokkarsamstæðu í Malibu, taka hinir undarlegustu atburðir að ger- ast. Hann kynnist kvennamanninum mikla, Antoine Laconte (Oded Fehr), sem er allt það sem Bigelow er ekki, ríkur og glæsilegur um- svermaður kvenfólki á alla vegu auk þess sem hann á heilmikið fiskabúr. Atvikin haga því svo til að Antoine biður hreinsitækninn að gæta íbúðarinnar sinnar og því fylgja aðeins tvenn fyrirmæli, ekki að svara símanum og ekki að aka Porsche-bifreiðinni hans. Þannig er söguþráðurinn í gam- anmyndinni „Deuce Bigelow Male Gigolo“ sem frumsýnd er í Sambíó- unum og er með Rob Schneider, William Forsythe, Eddie Griffin, Ar- ija Bareikis og Oded Fehr í aðal- hlutverkum. Leikstjóri er Mike Mltchell en handritið gera leika- rinn Rob Schneider og Harrls Goldberg en einn framleiðandanna er grínistinn Adam Sandler. Deuce: Passar íbúð fyrir kvenna- mann með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. „Mig hefur alltaf langað til þess að gera gamanmynd um venjulegan mann sem passar húsið fyrir ofsa- legan kvennamann," er haft eftir leikaranum/handritshöfundinum Rob Schneider. Aðalpersónan var sköpuð með Schneider sérstaklega í huga og segir hinn handritshöfun- dur myndarinnar, Harris Goldberg, að „það hafi hjálpað mikið að vita að Rob færi með aðalhlutverkið.11 Rob segir að ef ekki hefði verið fyrir Adam Sandler hefði handritið eflaust aldrei orðið að neinu. „Ég hef leikið í nokkrum myndum Adams Sandlers og það er alveg furðulegt að fylgjast með því hversu duglegir þeir eru hann og framleiðandi hans, Jack Giarrapu- to“ en sá framleiðir „Bigelow“ ásamt Sandler. Schneider: Fer með aðalhlutverkið og skrifar handrit. Deuce Bigeiow Leikarar:_______________________ Rob Schneider, William Forsyt- he, Eddie Griffin, Arija Bareikis og Oded Fehr. Lelkstjóri:_____________________ Mike Mitchell (stuttmyndin Herd, vann viú söguna íAntz) Ein af myndunum sem Rob lék í ásamt Sandler var „Big Daddy" en þar kynntist hann einnig fram- leiðandanum Sld Ganis. „Ég komst að því að Rob var einstaklega hæfi- leikaríkur gamanleikari.“ Adam og Giarraputo sýndu Ganis handrit myndarinnar og viðbrögðin voru jákvæð. „Ég hafði mjög gaman af handritinu,“ segir Ganls, „og vildi þegar vera með í að gera myndina." Leikkonan Arija Bareikis fer með aðalkvenhlutverkið í myndinni en hún leikur Kötu, sem Deuce Bigelow verður hrifinn af. Arija er óþekkt leikkona en „mjög sérstök leikkona og við vorum heppnir að fá hana í myndina," er haft eftir Schneider. „Hún var fullkomin í hlutverkið og við vissum það strax og við sáum hana.“ Frumsýning Stjörnubíófrumsýnir bresku myndina Endalok ástarsam- bandsins eða „ The End of The Affair“ með Ralph Fiennes og Julianne Moore í aðalhlutverkum. Ilsf ÞAÐ er árið 1939. Bret- land lýsir yfir stríði við Þjóðverja. í London hefst ástarsamband sem á sér óvissa framtíð. Sarah Miles (Julianne Moore) heillast af rithöf- undinum Maurice Bendrix (Ralph Fiennes) þegar þau hittast í sam- kvæmi sem Henry (Stephen Rea), eigin- maður hennnar, heldur. Þau stofna til ástríðufulls ástarsambands. I einni af sprengjuárásum Þjóðverja á London verður hús Bendrix fyrir eyðileg- gingu. Þau Sarah eru saman þegar það gerist og hann lætur næstum því lífið. Sarah slítur sambandinu í fram- haldi af því Bcndrix til mikillar undr- unar og sárra vonbrigða. Tveimur árum síðar fær Bendrix aftur áhuga á Sarah og lætur elta hana á röndum ... Þannig er söguþráðurinn í nýjustu mynd írska leikstjórans Neils Jord- ans, Endalok ástarsambandsins eða „The End of the AffaiT', sem Stjömubíó frumsýnir. Með helstu hlutverk fara Ralph Fiennes, Juli- anne Moore, lan Hart og Stephen Rea en það er Jordan sjálfur sem gerir handritið upp úr samnefndri ævisögulegri skáldsögu breska rit- höfundarins Grahams Greenes. Sagt er að Greene hafi byggt skáldsögu sína á sambandi sínu og bandarísku konunnar Chatherine Forboðnar ástir: Moore og Fiennes í mynd Neils Jordan. Moore: Sarah Miles í Endalokum ástarsambandsins. Walston, sem gift var auðugum bónda. Bókin er tileinkuð henni. Jordan, sem las söguna fyrir mörg- um árum, segir að hún sé besta bók höfundarins. „Ég las hana aftur fyrir sjö eða átta árum,“ er haft eftir leik- stjóranum, „og ég komst að því að hún gæti orðið að mjög spennandi kvikmynd. Ég var mjög áhugasamur um grunnplottið, hvemig ástarsam- bandið orkar á tvo mismunandi vegu á aðalpersónurnar." Glíman við að koma sögunni í kvik- myndaform var ekki eins erfið og Jordan kannski hélt í byrjun. Lok ástarsambands Leikarar:______________________ Ralph Fiennes, Jutianne Moore, Stephen Rea, lan Hart. Leíkstjóri: Neil Jordan (Angel, Company ofWolves, Mona Lisa, The Crying Game, Interview With a Vampire, Michael Collins, The Butcher Boy.) „Greene er bestur þegar hann fjallar um siðferðilegar spurningar og sér- staklega þegar þær snúast um manneskjuna í okkur,“ segir Jordan. „Það sem ég vissi að ég þyrfti að gera var að koma hinu mannlega drama upp á yfirborðið og finna leið til þess að gera þetta allt saman skiljanlegt og trúðverðugt." En Jordan vildi gera annað og meira. „Ég vildi að myndin væri ekki síst um líf rithöfundarins,11 segir hann og ákvað snemma að Ralph Fiennes væri rétti leikarinn til þess að fara með hlutverk höfundarins. Hann kallaði á nokkrar leikkonur í prufur fyrir hlutverk Sarah og hætti leitinni þegar Julianne Moore rak á fjörur hans. „Hún sló mig algerlega út af laginu,“ segir leikstjórinn. Stephen Rea, sem fer með þriðja stærsta hlutverkið í myndinni, er fastaleikari hjá NeilJordan en Enda- lok ástarsambandsins en sjötta mynd Jordans sem hann leikur í. „Hann er frábær leikari,“ er haft eft- ir Jordan. „Hann hefur alltaf getað snortið mig á einhvem hátt sem mér er ómögulegt að lýsa.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.