Morgunblaðið - 07.04.2000, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.04.2000, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTIÍDAGUR 7. APRÍL 2000 C 5 BÍÓBLAÐIÐ V Hoffman og DeNiro: Kona læst ílíkama karlmanns og harðjaxl, sem lamast eftirslag. fljótir að dæma fólk. Ég er ekkert skárri. Ég á óskaplega erfitt með að þola óumburðarlyndi og þegar ég hitti þannig fólk langar mig hrein- lega til að ganga frá því!“ segir Schumacher og glottir og bætir við að þetta umburðarlyndi megi sjá í einu atriði „Flawless" þar sem sam- kynhneigðir repúblikanar reyna að fá drag- drottningarnar til að kasta kjólunum og fara í öryggisbelti jakkafatanna. „Þegar hlutar minnihlutahóps fara að segja öðrum innan sama hóps að þeir séu ekki nógu góðir er of langt gengið. Það er bara eins og „Animal Farm“ eftir Orwell þar sem sum dýrin eru jafnari en önnur.“ En spurningin um karlmennskuna er áhuga- verð. Hvað gerir karlmann að karlmanni? „Það sama og það sem gerir fólk að góðum manneskjum. Ég held að við eigum öll góða kosti þrátt fyrir að vera gallagripir. Það ski'ýtna er að til þess að geta verið hugrökk þurfum við að vera gungur, til þess að vera gef- andi þurfum við að geta þegið og svo framveg- is. Þú sérð hjá litlum börnum að þau hugsa allt- af fyrst og fremst um sig og foreldrarnir þurfa að kenna þeim að deila leikföngunum með vin- unum. Ég held að samhygð sé eitthvað sem maðurinn þarf að læra, það sé honum ekki eðl- islægt. Enda geta börn verið voðalega grimm eins og margir muna eftir úr sinni æsku,“ bæt- ir hann við og horfír ábúðarfullur á blaðamann. „Samkennd, hugrekki, réttlætiskennd, hreinskilni en fyrst og fremst samúð og vænt- umþykja eru allt tilfinningar sem við þurfum að tileinka okkur á lífsleiðinni. En það eru ein- mitt þessir kostir sem eru mikilvægustu gjafir hverrar manneskju til annarra." Öll dýrin í skóginum geta verið vinir. Eru það þau skilaboð sem þú vilt að fólk sjái í „Flawless"? „Jaa,“ segir hann og brosir út í annað. „Ef fólk vill sjá „Flawless" sem gamanmynd er það í fínu lagi, enda er hún bráðfyndin. En það væri samt líka gaman ef einhverjir fara að hugsa um mannleg samskipti og hvernig lífið getur verið miklu skemmtilegra ef „öll dýrin í skóginum eru vinir“. Og svo ég minnist aftur á merkimiðana sem við viljum hengja á fólk þá er Rusty í Flawless hvorki hommi né dragdr- ottning. Hann er kona sem er föst í líkama karlmanns. Það eru margir í þessari stöðu sem lifa mjög einangruðu lífi því jafnvel innan sam- félags samkynhneigðra eru þessir einstakling- ar úti á jaðri. En maðurinn hefur alltaf verið hræddur við hið óþekkta og þess vegna er betra að búa til merkimiða til að láta a.m.k. líta svo út fyrir að ekkert geti komið á óvart.“ Nú ert þú fæddur árið 1939, sama ár og seinni heimsstyrjöldin hófst... „Já, þegar Hitler réðst inn í Pólland...“ Finnst þér karlmennskuímyndin ekki hafa breyst talsvert á þessum árum? „Það virðist vera á yfirborðinu. Ég las um daginn bókina „Stiffed“ eftir kvenréttindakon- una Susan Faludi þar sem hún varpar fram þeirri kenningu að karlmenn í dag eigi í krísu vegna þess að þeir geta ekki fundið þá sam- kennd sem samherjar upplifa í stríði. Ég er ekki viss um að þetta sé rétt kenning, en hún er áhugaverð engu að síður. En ég held að þrátt fyrir að margir telji að karlmenn séu opnari í dag heldur en þeir voru fyrr á tímum séu samt flestir hræddir við að sýna veikleika opinberlega. Þú sérð ekki karlmenn sitja sam- an og ræða um vandamál sín, nema kannski á AA-fundum eða annars staðar þar sem fólk sem hefur beðið einhvers konar skipbrot í lífi sínu er að reyna að púsla brotunum saman. Þú sérð t.d. hvemig Walt (De Niro) breytist við það að fá slag. Ég er alveg fullviss um það að hefði sú ógæfa ekki hent hann myndi hann aldrei hafa opnað fyrir vináttu við Rusty. En það sem gerist með Walt er að eftir slagið er hann kominn í svipaða stöðu og Rusty. Hann er allt í einu kominn í líkama sem hann vill ekki vera í. Þá neyðist hann til að endurskoða við- horf sitt til lífsins. Þegar ég skrifaði handritið sá ég þá að mörgu leyti sem sömu persónuna. Þeir eru báðir dálítil hörkutól en á sama tíma eru þeir báðir viðkvæmir og hræddir við höfn- un. Um leið og þeir kynnast og samþykkja hvor annan fylgja aðrir í kjölfarið." Uppgötvað marga leikara Rusty segir líka á einum stað í myndinni að þeir fordómar sem hann þurfi að kljást við daglega krefjist miklu meiri karlmennsku en Walt hefði nokkum tíma sýnt. „Já, það er líka satt. Imyndaðu þér bara manneskju í þessari stöðu. í lestinni, úti á göt- um, hvert sem þeir fara mæta þeir óvild og for- dómum umhverfisins. Það þarf ekkert smá- ræðis hugrekki til að geta horfst í augu við það á hverjum degi, bara til að geta verið maður sjálfur." Þú hefur haft það orðspor að hafa uppgötvað margar stjörnur samtímans, eins og Juliu Roberts, Rob Lowe, Emilio Estevez, Demi Moore, Matthew MacConaughey og fleiri. Og nú hefur þú fundið Philip Seymour Hoffman í hlutverk Rusty á móti stórstiminu Robert De Niro. „Þegar ég vel í hlutverk lít ég fyrst og fremst á leikarann, en ekki hvort viðkomandi sé frægur eða ekki. Það hefur oft gengið upp hjá mér eins og þú nefndir. Núna var ég líka mjög heppinn með leikarana mína. Ég hef ver- ið mikill aðdáandi PhiHps síðan ég sá hann i „Scent of a Woman“ og vissi af hlutverkaferU hans að hann fer þangað sem enginn þorir að fara. Ég hefði t.d. verið í slæmum málum ef PhiHp hefði ekki tekið hlutverkinu, því ég hafði engan annan í bakhöndinni sem hugsanlegan Rusty. En ég er svo heppinn að góðir leikarar neita ekki góðum hlutverkum. Sömu sögu má segja um Robert De Niro. Þegar hann sam- þykkti að taka að sér hlutverk Walts vissi ég að enginn gæti gert það betur. Hann sýndi ótrú- lega fagmennsku og lagði á sig mikla vinnu við persónusköpunina." En ef þú Htur á kvikmyndimar þínar sem þín listrænu afkvæmi hvert er þá uppáhaldið? „Flawless er fjórtánda bamið mitt, það yngsta og auðvitað í mestu uppáhaldi núna,“ segh' Schumacher og verður heimilislegur á svip við þessa líkingu. „En maður elskar böm- in sín út frá mismunandi forsendum. Stundum þykh manni vænst um þau sem hafa verið erf- iðust, því þau hafa kennt manni einhverja lexíu sem maður þurfti að læra. „St. Elmos Fire“ og „Lost Boys“ vora góðar fyrir mig sem leik- stjóra og það var mjög gaman að vinna við þær. „Cousins" var líka mjög skemmtileg og frábært að leikstýra Isabellu Rosselini og Ted Danson í dásamlegu umhverfi Vancouver þar sem myndin var tekin upp. „Flatliners" var líka frábærlega gaman að taka og skemmtileg- ur leikhópur. Ég held að ég hefði getað gert betur í „Dying Young“ en samt þykir mér voðalega vænt um þá mynd. En ég hugsa að „Falling Down“ sé ein af mínum bestu mynd- um; þar spilar líka frábært handrit og góður leikur stóra rallu. Batman-myndirnar vora svolítið erfiðari því þær vora í rauninni ekki mitt hugarfóstur. Það var mikil pressa á mér og miklar væntingar, bæði um gott gengi í bíó- húsunum og einnig frá aðdáendum teikni- myndasagnanna sem vora ekki allir ánægðir með mína nálgun. En þú getur aldrei gert alla ánægða. Þannig er það bara. En þegar lít yfir þennan stóra barnahóp get ég samt hugsað með mér: Þið erað öll ágæt og ég vildi ekki skipta á neinu ykkar!“ Nú era margar myndanna mjög ólíkar og þú virðist iðulega fara á nýjar slóðir í hverri mynd. „Margir leikstjórar halda sig mjög fast við ákveðin þemu, eins og Alfred Hitchcock og Woody Allen, sem gengur mjög vel upp fyrir þá. En minn uppáhaldsleikstjóri er Billy Wild- er og allar hans myndir eru ólíkar hver ann- arri. En mitt helsta markmið í kvikmyndum er að skemmta fólki og segja þeim áhugaverðar sögur. Og það sem mér finnst áhugavert hverju sinni breytist með hverri mynd.“ Dogma-mynd í farvatninu? Hvað er á döfinni hjá þér næst? „Næsta myndin mín er um hóp ungra her- manna sem era að fara til Víetnam. Arið er 1971 og þeir era að ljúka við þjálfun í Suður- ríkjunum. Þetta var mjög erfiður tími í Banda- ríkjunum og mér finnst áhugavert að kanna hvað fær fólk til að fylgja skipunum í blindni, jafnvel gegn betri vitund. Og ég ætla að gera þessa mynd fyrir helmingi minni pening held- ur en ég gerði „Flawless“ fyrir. Ég var mjög hrifinn af dönsku dogma-myndunum, Veisl- unni og Fávitunum, og hef hugsað mér að gera nýju myndina svolítið í þeim anda. Skera niður allt óþarfa dót. Kannski fæ ég aldrei aftur inn- göngu í Hollywood...“ En þetta er karlmennskuleg og djörf ákvörðun... „Já, finnst þér ekki. Og ég hef aldrei verið ánægðari.“ Maestro ÞITT FÉ HVAR SEM ÞÚ ERT W f v ccessoTVZf Sprenghlægilegt verð! Skart og klíítar kr. 150 - Töskur kr. 500 - Regnhlífar og sólgleraugu kr. 200 - Hufur og hattar kr. 500-1000 - Buxur kr. 1000 - Pils frá kr. 800-1.500 - Kjólar frá 1.250-3.000 - Stutterma jakkar kr. 2.000 - Síðerma jakkar kr. 2.500 Opið alla daga frá kl. 12-18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.