Morgunblaðið - 07.04.2000, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.04.2000, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2000 G 7 BÍÓBLAÐIÐ # # ’W % 4 *■ m. W Bíóirt í borginni sæojom vaiaimarsson/Arnaiaur inariOason/Hiiaur Lonsaomr Ekki missa af ÖÐRUM HLUTA AF LEIK- FANGASÖGU (TOY STORY 2) SEM SANNAR, EKKI SÍÐUR EN FORVERINN, AÐ SKEMMTILEG SAGA OG PERSÓNUSKÖPUN ERU MIKILVÆGARI KVIKMYND- UM EN LIFANDI LEIKARAR. TÖLVUGERÐIR LEIKARAR ÞURFA SEM SAGT EKKI AÐ VERA VERRI EN ÞEIR LIFANDI, EF ÞEIR HAFA EITTHVAÐ SKEMMTILEGT AÐ GERA OG SEGJA. EN VARÐANDI ÞAÐ SlÐ- ARNEFNDA: ENN SEM KOMIÐ ER LEGGJA TÖLVURNAR EKKI SKÖPUNARVERKUM SÍNUM TIL RADDIR SVO ÁFRAM VERÐUR ÞÖRF FYRIR LEIKARAFÉLÖGIN. i kM i h NÝJAR MYNPIR: Being John Malkovich Háskólabíó: AlladagaM. 5:50-8-10:15. Deuce Bigelow Bíóhöllln: Alla daga kl. 4-6-8-10. Aukasýning föstudagkl. 12., laugardag/sunnudag kl. 2. Kringlubíó: Alla daga kl. 4-6-8-10. Aukasýn- ingföstudag kl. 12. Bíóborgin: Alla daga kl. 4 - 6 - 8:30 - 10:30. Aukasýning laugardag/sunnudag kl. 2. The End of the Affair Stjörnubíó: Alla daga kl. 5:45-8-10:15. Ghost Dog Háskólabíó: Ménudag kl. 10. Englar alheimsins ★★★★ DRAMA íslensk. 2000. Leikstjórí: Friðrík Þór Friðriksson. Handrit: Einar Már Guðmundsson, e. eigin skáld- sögu. Aðalleikendur: Ingvar E. Sigurösson, Bal- tasar Kormákur, Bjöm Jörundur Fríðbjamarson, Hilmir Snær Guðnason. Friðrik og hans frábæru samstarfs- menn sigla seglum þöndum inn í nýja árið. Slá hvergi feilnótu í mynd um margslungið og vandmeðfarið efni. Háskólabíó: Föstudag kl. 10. Laugardag/sunnu- dag. kl. 4-6-8-10. Mánudagkl.. 6-8. Amerísk fegurð ★★★l/4 DRAMA Bandarísk. 1999. Lelkstjóri og handrit: Sam Mendes. Aðalleikendur: Kevin Spaœy, Annette Bening, Thora Birch, Chris Cooper, Mena Suvari, Wes Bentléy. Frábær mynd um skipbrot amerísks fjölskyldulífs við árið 2000. Svart-kó- mískt þungavigtarstykki sem auð- veldlega má ímynda sér að segi sann- leikann án málamiðlana. Yndislegur leikur, sérstaklega Kevins Spaceys. Háskólabíó: Alla dagakl. 5:40-8-10:15. The Hurricane ★★★% DRAMA Bandarísk. 1999. Lelkstjóri: Norman Jewison. Handrit Dan Gordon. Aðalleikendur: Denzel Wash- ington, John Hannah, Vicellous Reon Shannon, Dan Hedaya. Eftir fordómafullan upphafskafla tek- ur við einstök mynd, full tilfinninga, bróðurþeli sem kynþáttahatri. Ágæt- lega gerð, skrifuð og undurvel leikin af Washington og Shannon hinum unga. Bíóhöllin: Alla daga kl. 6. The Insider ★★★% DRAMA Bandarísk. 1999. Leikstjóri: Michael Mann. Handrit: Eric Roth. Aðalleikendur: Al Pacino, Rus- sell Crowe, Chrístopher Plummer, Diane Venora. Ótrúlega áhrifarík og listavel leikin kvikmynd um hetju sem tók áhætt- una að missa allt sem var honum kærasttil aö sannleikurinn um skað- semi reykinga kæmi í Ijós. Laugarásbíó: Kl. 5. Toy Story 2 - Leikfangasaga 2 ★★★% TEIKNIMYND Bandarísk. 1999. Leikstjórí og handrit: John Lassiter. ísl. talsetning. Raddir: Felix Bergsson, Magnús Jónsson, Ragnheiður Elín Gunnarsdóttir, HaraldG. Haralds, AmarJónsson, Steinn Ármann Magnússon, o.fl. Framhald bráðskemmtilegrar, fjöl- skylduvænnar teiknimyndar og gefur henni ekkert eftir, nema síður sé. Dótakassinn fer á stjá og gullin lenda í hremmingum úti um borg og bý. Dæmalaust skemmtilegarfígúrur. Bíóhöllin: fsl. tal: 3:55 - 6. Aukasýning laugar- dag/sunnudag kl. 1:50. Kringlubíó: ísl. tal: Alla daga kl. 3:45. Aukasýning laugardag/sunnudag kl. 2. Sunnudag kl. 12:00. Bíóborgin: Enskt tal: Alla daga kl. 4. Aukasýning laugardag/sunnudag kl. 2. Regnboginn: Alla daga kl. 4-6. Aukasýningar laugardag/sunnudag kl. 2. Fíaskó ★★★ DRAMA íslensk. 2000. Leikstjórí og handrit: Ragnar Bragason. Aðalleikendur: Bjöm Jörundur Frið- bjömsson, Eggert Þorleifsson, Krístbjörg Kjeld, Margrét Ákadóttir, Róbert Amfinnsson. Skemmtileg með góðri persónusköp- un og vel hugsaðri og óvæntri atburð- arás. Umhverfið íslenskt og sannfær- andi. Róbert Arnfinnsson og Kristbjörg Kjeld fara á kostum og aðr- ir leikendur sýna góða takta. Vel heppnuö frumraun hjá hinum unga leikstjóra, Ragnari Bragasyni. Háskólabíó: Alla daga kl. 6-8. Aukasýningar laugardag/sunnudag kl. 4. Græna mílan ★★★ SPENNA Bandarísk. 1999. Leikstjórí og handrit: Frank Darabont. Aðalleikendur: Tom Hanks, David Mor- se, Michael Dean Clark, GarySinise. Ágætlega heppnuö mynd eftir frægri sögu Stephens King. Býður uppá frá- bæran leik, fallega sögu en enda- hnykkurinn óþarfur. Háskólabíó: Alla daga kl. 8 -10. Aukasýning laug- ardag/sunnudag kl. 4. Man on the Moon ★★★ DRAMA Bandarísk. 1999. Leikstjórí: Milos Forman. Hand- rít: Scott Alexander og Larry Karaszewski. Aðal- leikendur: Jim Carrey, Danny DeVito. Forvitnileg mynd um mjög áhugaverð- an mann. Jim Carrey er fæddur í hlut- verkió. Bíóhöllin: Alla daga kl. 3:45 - 6 - 8 - 10:05. Aukasýningföstudagkl. 12:10. Kringlubíó: Alla daga kl. 5:45-8-10:15. Auka- sýning föstudag kl. 24:30. Summer Of Sam ★★★ DRAMA Bandarísk. 1999. Leikstjóri og handrit: Spike Lee. Aðalleikendur: John Leguizamo, Adrien Brody, Mira Sorvino, Anthony La Paglia, Ben Gazzara. Nokkuö áhrifamikil og yfirgripsmikil kvikmynd um sumarið 77 í New York; um ótta, hita, ringulreið, ást og hatur. Bíóborgin: Alla daga kl. 7:30. Tarzan ★★★ TEIKNIMYND Bandarísk. 1999. Leikstjórar: Chris Buck, Kevin Line. Handrit: Tab Murphy. Raddir: Tony Goldwyn, Minnie Driver, Glenn Close, Lance Henríksen. Tarzan apabróöir fær gamansama meöhöndlun í vandaðri og skemmti- legri Disneymynd, sannkallaðri fjöl- skylduskemmtun. Bíóhöllln: Laugardag/sunnudagkl. 1:50. Three Kings ★★★ SPENNA Bandarísk. 1999. Leikstjórí og handrit Davis O. Russell. Aðalleikendur George Clooney, Mark Wahlberg, lceCube, SpikeJonze. Þrír hermenn vilja verða kóngar á kostnað Saddams í skemmtilegri æv- intýrakvikmynd sem er líka áhuga- verð pólitísk ádeila. Kringlubíó: Alla daga kl. 10:30. The Winslow Boy ★★★ DRAMA Bandarísk. 1998. Leikstjórí og handrít: David Mamet. Aðalleikendur: Nigel Hawthome, Jeremy Northam, GemmaJones. Rnasta bíóútgáfa Mamets af leikriti Terence Rattigans með Hawthorne í toppformi í aðalhlutverki. Stjörnubíó: Alla daga kl. 6. Cider House Rules ★★% DRAMA Bandarísk. 1999. Leikstjóri: Lasse Hallström. Handrit: John Irving. Aðalleikendur: Toby Maguire, Charlize Theron, Michael Caine, DelroyLindo. Brokkgeng, metnaðarfull mynd þar sem skiptast á skin og skúrir hvað efnismeðferð snertir og úrvinnslu og lífið hjá ungri og reynslulausri aðal- persónunni. Serm er vandræðalega leikinn af Maguire en myndin þess virði að sjá hana, þökk sé Caine. Regnboginn: Alladagakl. 5:30-8-10:30. Auka- sýningar laugardag/sunnudagkl. 2. Girl, Interrupted - Trufluð stúlka ★★% DRAMA Bandarísk. 1999. Leikstjóm og handrit: James Mangold. Aðalleikendur: Winona Ryder, Angelina Jolie, Whoopi Goldberg. Vel leikin mynd um ungar stúlkur á geðveikrahæli. Jolie fékk Óskarinn fyrir frammistöðuna. Stjörnubíó: Alla daga kl. 8 - 10:15. Aukasýning laugardag/sunnudag kl. 3:45. Kóngurinn ogég ★★ViTEIKNI- MYND Bandarísk. 1999. Leikstjórí: Richard Rich. Hand- rit: Richard Rodgers. Raddir: Miranda Richardson, Christiane Noll, Martin Viduovic. Nýjasta teiknimyndin frá Warner Bros. er sæmileg skemmtun. Pers- ónusköpun og saga hefði mátt vera sterkari og höfða beturtil barna. Bíóhöllin: Laugardag/sunnudag kl. 1:45. The Talented Mr. Ripley ★★% DRAMA Bandarísk. 1999. Leikstjórí og handrít: Anthony Minghella. Aðalleikendur: Matt Damon, Jude Law, Gwyneth Paltrow, Cate Blanchett, Philip Seymour Hoffman, James Rebhom. Góður leikur, falleg myndataka og fín tónlist, bæta fyrir að áhugaverö saga er gerð óljós og innihaldsrýr. Regnboginn: Alla daga kl. 8 -10:30. The World Is Not Enough ★★% SPENNA Bandarísk. 1999. Leikstjórí: Michael Apted. Handrít: Robert Wade. Aðalleikendur: Pierce Brosnan, Sophie Marceau, Robert Carlyle, Denise Richards, Robbie Coltrane, Judi Dench. 19. kafli Bond-bálksins er kunnáttu- samlega gerð afþreying sem fetar óhikað margtroðnar slóðir fyrirrenn- ara síns. Bíóhöllin: Alla daga kl. 3:45. Aukasýning laugar- dag/sunnudagkl. 1:30. The Beach ★★ ÆVINTÝRI Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Danny Boyle. Hand- rit: John Hodge. Aðalleikendur: Leonardo Di Capr- io, Virginie Ledoyen, Guillaume Canet, Robert Car- lyle, Tilda Swinton. Ungur heimshornaflakkari finnur Paradís og glatar. Góður Di Caprio, kvikmyndataka og fyrri hluti en gerist ómarkviss er á líöur. Bíóhöllin: Kl. 8 -10:15. Aukasýning föstudag kl. 24:30 Regnboglnn: Föstudag kl. 5:30 - 8 - 10:15 - 24:30. Laugardag kl. 3:30 - 5:45 - 8- 10:15 - 24:30. Sunnudag kl. 3:30 - 5:45 -8 - 10:15. Mánudagkl. 5:30-8-10:15 Flawless/Gallalaus ★★ DRAMA Bandarísk. 1999. Leikstjóm og handrít: Joel Schumacher. Aðalleikendur: Robert De Niro, Phil- ip Seymour Hoffman, Barry Miller. Alls ekki slæm hugmynd, sem virkar á köflum. De Niro og Hoffman standa sig ágætlega en hlutverkin of klisju- kennd til að þeir og myndin skilji eitt- hvað eftir. Bíóhötlin: K/. 3:40-5:45-8-10:15Aukasýning föstudagkl. 24:30. Kringlubíó: Kl. 3:45-5:45-8-10:15. Aukasýn- ing föstudag kl. 24:30. Framtíðarmaðurinn (The Bicent- ennial Man) ★★ GAMANDRAMA Bandarísk. 1999. Leikstjóri: Chrís Columbus. Handrít: Nicholas Kazan. Aðalleikendur: Robin Williams, Sam Neill, Embeth Davidtz, OliverPlatt. Er hægt að hugsa sér nokkuö róman- tískara en ástir afgamals vélmennis og ungrar stúlku? Hollywood-della af örgustu gerð en útlitið því fágaðra. Stjörnubíó: Laugardag/sunnudag kl. 3:45. Scream 3 ★★ HROLLUR Bandarísk. 1999. Leikstjóri Wes Craven. Handrit: Kevin Williamson. Aðalleikendur: Neve Campbell, CourtneyCox. Köttur úti í mýri, úti er ævintýri. Regnboginn: Föstudag kl. 5:30 - 8 - 10:15 - 24:30. Laugardag kl. 3:30 - 5:45 -8-10:15 - 24:30. Sunnudag kl. 3:30 - 5:45 -8- 10:15. Mánudag: 5:30 -8-10:15. Laugarásbíó: Kl. 5:40 - 8 - 10:15. Aukasýning föstudag/laugardag kl. 24:30 og laugardag/ sunnudag kl. 3:30. Sleepy Hollow ★★ HROLLUR Bandarísk. 1999. Leikstjóri: Tim Burton. Handrít: Andrew Kevin Walker. Aðalleikendur: Johnny Depp, Christina Ricci, Miranda Richardson, Michael Gambon. í þessari morð/draugamynd er Tim Burton jafn flottur og frumlegur en hann klikkar alveg á handritinu sem erórökréttogþunnt. Bíóhöilln: Alla daga kl. 10. Aukasýning föstudag kl. 12:05. The Whole Nine Yards ★★GAMAN Bandarísk. 2000. Leikstjórí: Jonathan Lynn, Handrít: Mitchell Kapner. Aðalleikendur: Bruce Willis Matthew Perry, Rosanna Arquette, Michael Clarke Duncan. Þokkaleg grínmynd um tannlækni og leigumorðingja. Laugarásbíó: Alla daga kl. 6-8-10. Aukasýning föstudag/laugardag kl. 12. (miðnætti). Laugar- dag/sunnudag kl. 4. Hundurinn og höfrungurinn ★ FJÖLSKYLDUMYND Bandansk. 1999. Leikstjóri George Miller. Hanó- rit: Tom Benedek. Aðalleikendur: Steve Gutten- berg, Kathleen Quinlan, Miko Hughes. Illa skrifuð og leikstýrð mynd sem er hvorki fyrir börn né fullorðna. Bíóhöllin: Alla daga kl. 4-6. Aukasýning laugar- dag/sunnudag kl. 2. Kringlubíó: Laugardag/sunnudag kl. 1:50. Auka- sýningsunnudagkl. 12:00. Cyinmvnri >>Ég hef áhuga á að kanna tilfmningar og OYI[JllljllU st5rar kenndir en ég þoli ekki tilfinninga- Eftir Amald semi og væmni,“ er haft eftir sænska kvik- Indriðason myndaleikstjóranum Lasse Hallström, sem nú nýlega gerði The Cider House Rules eftir sögu bandaríska rithöfundarins John Irvings en í henni afrek- ar Hallström það meðal annars að stýra þeim frábæra leikara Michael Caine upp á verðlaunapall á Oskars- kvöldi, svo sem frægt er orðið. Hallström er einn af útlendingunum í Hollywood og hefur verið það frá því um miðjan níunda áratuginn þeg- ar hann hlaut alþjóðlega frægð fyrir mynd sem hann gerði í heimalandi sínu og hét Líf mitt sem hundur eða Mit liv som en hund. Hér var á ferðinni einstaklega vel- heppnuð og hugljúf þroskasaga drengs sem gerðist í sænsku sveitinni og þess var ekki langt að bíða að Holly- wood tældi Hallström til sín rétt eins og landa hans, Victor Sjöström, mörgum áratugum á undan honum. Hallström hefur síðan tekist að samlagast Hollywood - umhverfínu án þess þó að tapa bakgrunni sínum. Eins og Sjöström átti Hallström langan feril að baki sem kvikmyndagerðarmaður í Svíþjóð áður en hann flutti vestur. Hann vann bæði við gerð sjónvarps- og kvikmynda en margir hafa eflaust gleymt því að hann var til dæmis handritshöfundur Abba: The Movie. Myndirn- ar sem hann leikstýrði á áttunda og fyrri hluta níunda mm áratugarins eru m.a. Tre killar och en tjej og Tuppcn. Lífmitt sem hundur breytti öllu hans lífi. Hann fluttist til Hollywood og hefur ekki snúið þaðan aftur. Holly- wood-myndirnar hans hafa verið misjafnar að gæðum. Fyrsta myndin sem hann gerði vestra var Once Around, gamandrama um ameríska fjölskyldu sem var svolítið öðruvísi. Hann reyndi að gera stórmynd um Pétur Pan en tókst ekki (Steven Spielberg stal af honum glæpnum með mynd sinni Króki) en árið 1993 gerði hann sína bestu mynd í útlandinu, Hvað er að angra Gilbert Grape? eða What’s EatingGilbert Grape?með Johnny Deppog Leon- ardo DiCaprio. Hann stýrði Julia Roberts í suðurríkja- mynd sem hét Something to TalkAbout árið 1995 en síð- an þá hefur fjarskalega lítið farið fyrir Hallström. Eða þar til John Irving\eitadi hann uppi til þess að gera fyrir sig The Cider House Rules eftir sínu eigin handriti. „Tónninn í sögunni var undarlega kunnur mér,“ er haft eftir leikstjóranum. „Hann minnti mig á mínar eigin bíó- myndir, sérstaklega Gilbert Grape og Lífmitt sem hund- ur. Báðar eru þær þroskasögur og sögur um valið sem maður stendur frammi fyrir í lífinu.“ Með myndum sínum vestra hefur Hallström aðallega skoðað fjölskyldugerðina, tilfinningar innan ijölskyldna og samband fjölskyldumeðlima og má segja að hann sé orðinn eins konar sérfræðingur í fjölskyldudramanu. Hann er kvæntur leikkonunni og landa sínum, Lenu Olin. er fæddur í Stokkhólmi árið 1946 og var útnefndur til tvennra Óskars- verðlauna fyrir „Hundalíf", þroskasögu ungs drengsí sænsku sveitinni, en hreppti hvorki verölaunin fyrir bestu leikstjórn né besta handrit. Hann var einn af fremstu gamanmyndahöfundum Svía og seldi sænska sjón- varpinu sfna fyrstu 16 mm mynd þegar hann var enn í menntaskóla. Hér er hann ásamt eiginkonu sinni, Lena Olin, á Óskarsverðlaunahátíöinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.