Morgunblaðið - 07.04.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.04.2000, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ t * 8 C FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2000 I tilefni af frumsýningu myndarinnar Leiðangurinn til Mars (Mission to Mars) efnum við til skemmtilegs leiks á mbl.is. Vertu með í ferð til Mars á mbl.is og svaraðu léttum spurningum um myndina í skemmti- legum leik. Heppnir þátttakendur eiga von á glæsilegum vinningum. Vinningar: Fjórir Playstation leikir Fjórir Mongoose gg- hjólagallar "fi Eitt hundrað miðar á Leiðangurinn til Mars PlayStation ntvoru fjallahjól HASKOL413IO Þegar fyrsta mannaða ferðin til Mars veróur fyrir leyndardómsfullum áfölluni er björgunarlið sent af stað til að bjarga leiðangursmönnum og rannsaka málið. Björgunarniannanna bíður aðeins einn eftirlif- andi leiðangursmaður og leyndardómsfull hvelfing. Myndinni er leikstýrt af Brian De Palma og fer Gary Sinise með aðalhlutverkið. BÍÓBLAÐIÐ Jónas Knútsson HÉR ERGREINT FRÁ FIMM KVIKMYNDUM. FJÓRAR VORU GERÐ- AR í RAUN OGVERU EN EINLEIT ALDREI DAGSINS LJÓS ENDA UPP- SPUNI FRÁ RÓTUM. HVER MYNDANNA ER SÚ SÍÐASTNEFNDA? Lithgow berst við vindmyllur Bandaríski leikarinn John Lithgow hefurdrjúga reynslu af aö leika furöufugla og ískyggilega glæpa- menn, allt frá kynskiptingi í The World According to Garp áriö 1982 til geimveruprófessors í sjónvarpsþátt- aröðinni vinsælu 3rd Rock From the Sun, sem hann hefur hlotiö þrenn Emmy-verðlaun lyrir. Nú fer hann meö hlutverk Don Quixote, sem rétt einu sinni berst viö vindmyllurí nýrri kvikmynd byggöri á skáldsögu Cerv- antes. Lithgow hefur lengi langaötil aö leika þetta hlutverk og er einn af meöframleiöendum myndarinnar sem frumsýnd er á sunnudag á TNT- sjónvarpsstöðinni. Hinn kubbslega félaga hans, Sancho Panza, leikur Bob Hoskins og Isabella Rosselini erdularfull greifynja. Levin skýst á toppinn GeraldLevin, stjómanda Time Warn- er-samsteypunnar, var hvergi aö sjá í fyrra á lista kvikmyndatímaritsins Premiere yfir 100 valdamestu ein- staklinga í skemmtanaiönaðinum. Á glænýjum lista fyrir áriö 2000 skýst hann hins vegar beint í efsta sætiö, væntanlega vegna fyrirhugaörar sameiningar Time Warner og Amer- ica Online. í fyrra vermdi Rupert Mur- doch, stjórnandi News Corp., efsta sætiö en nú er hann í því þriöja. í ööru sæti er Sumner Redstone, for- stjóri Viacom. Stjórnandi Walts Disn- ey, Michael Eisner, fellur nú úr ööru sæti í þaö fjórða og Steven Spiel- bergút fjórða í fimmta. Campion móðguð Leikstjóri hinnar vinsælu verölauna- myndar Píanós, Ástralinn Jane Campion krefst þess nú aö út- gefandi nýrrar uppsláttarbókar biöji sig afsökunar og dragi til baka upp- lýsingarí bókinni um Píanó. Bókin er Oxford Companion to Australian Rlms og í nýjustu útgáfu hennar seg- ir aö Píanó sé byggö á skáldsögu sem kom út á Nýja-Sjálandi áriö 1920 eftir Jane nokkra Mander. Sag- an heitir The Story Of a New Zealand River. Umboösmaöur Campions seg- John Lithgow: Hér fagnar hann Emmy-verðlaunum. ir þessa fullyróingu ranga og meiö- andi fyrir Campion. Talsmaöur út- gefanda segir máliö í athugun. Wajda gefur Óskarinn Pólski leikstjórinn Andrzej Wajda, sem sneri sigri hrósandi frá Holly- wood meö óskarsstyttu í farangrin- um, hefurgefið háskóla í Kraká styttuna. „Skólinn er 600 ára gam- all,“ segir Wajda, „svo styttunni er mikill heiöur aö þvf aö geymast þar." Wajda, sem er 73 ára aö aldri, fékk sérstakan heiöursóskarfýrir langan feril, sem helgaöur hefur ver- iö baráttu Pólverja fyrir frelsi frá ófrjálsu kommúnísku þjóöskipulagi. „Þessi verölaun eiga að minna ungt fólk, sem hingaö kemurí heimsókn, aö pólsk kvikmyndagerð á sér heiö- viröa fortíð ekki síöur en glæsta framtíö," sagði snillingurinn aldni. Stikkfrí í London íslenska bfómyndin Stikkfrí eftir Ara Kristinssonveróur sýnd f London í fyrramálið sem liöurí norrænni fjöl- skyldumyndahátíö í Barbican- menningarmiðstööinni. Hvern laug- ardag veröurlyrst sögustund og síó- an sýnd kvikmynd frá einu Noröurlandanna. Daguríslands erá morgun, 8. apríl, og á undan sýn- ingu á Stikkfrísegir Helen Eastís- lenskarhuldufólkssögur. Nefnist dagskráin Sögur úr huldulandi. 1. Attack of the Killer Tomatoes (1978) Risavaxnirtómatar ráöast á menn ogéta þá. GeorgeClooneyfermeö Iftið hlutverk en hagur hans hefur vænkastnokkuð síöan. Oftflokkuö meö verstu myndum kvikmyndasög- unnar. Textinn viö titillag myndarinnar þykir og einhver lakasta textasmíö f manna minnum. 2. Tannenbaum (1990) Drengjakórinn í Vín kemurtil smá- bæjarí Bandaríkjunum en kórdreng- irnir reynast vera blóösugur. Þessi hryllingsmynd þykir meö verstu myndum sem geröar hafa verió. Leonardo DiCaprio kom hérfyrst fram á breiötjaldinu en hann lék ung- vampýruna Kleinzwerg. 3. Charro (1969) Elvis Presley leikur hér kúreka sem fariö hefur villur vegar en vill fyrir alla muni bæta ráö sitt. Honum er kennt um aö hafa stoliö fallbyssu og veróur aö hreinsa mannorö sitt. Presley ákvaö þegar hér var komiö sögu aö hætta aö syngja í myndum og láta reyna á leikhæfileikana. Goöinu snerist brátt hugur og tók aftur upp gítarinn eftirþessi ósköp. Þess má geta aö Dean Martin lék kúreka í myndinni „Rio Bravo" svo hugmyndin aö troöa Elvis í þetta hlutverk var ef til vill ekki svo langsótt. 4. At Long Last Love (1975) Burt Reynolds dansar og syngur! Leikstjórinn fékk þá flugu í höfuöiö aö velja leikara sem hvorki gátu dansaö né sungiö. Reynolds hefur löngum veriö vanmetinn leikari en maðurinn er vita laglaus og heldur varttakti. Honum varekki ætlaö að syngja fremur en Elvis Presley aö leika kúreka. Aörir leikarar í mynd- inna áttu jafnlítið erindi í dans-og söngvamynd. Kvikmyndamennirnir heföu betur reynt að ná í Fred Astaire á elliheimilinu. 5. Red Sun (1971) Charles Bronson leikur kúreka. Honum ergert aö aöstoðajapanskan samúræja (Torisho Mifune) viö aö finna stoliö sverö. Myndin fjallar því um áreksturólíkra menningarheima. Ursula Andress leikur svissneska feguröardfs aö vanda en af einhverj- um óskiljanlegum ástæöum álpaöist Alain Delon til aö leika kúreka í þess- ari mynd. Myndin varfrönsk, spænsk og ítölsk þannig aö Japanir og Banda- ríkjamenn komu hvergi nærri. Meistarinn Akira Kurosawa húö- skammaði Mifune fyrir aö leggja nafn sittvió þennan hégóma. VMnvaNBNNVl :8VAS Móðguð: Jane Campion vissi ekkl um óréttlæti heimsins þegar hún fagnaði frumsýningu nýjustu myndar slnnar, Holy Smoke, ásamt Kate Winslet (t.v.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.