Morgunblaðið - 07.04.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.04.2000, Blaðsíða 4
4 C FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ BÍÓBLAÐIÐ Sigrún Davíösdóttir Svíar qálgast Oskar- inn ÞRÍR sænskir leikstjórar voru í námunda við Óskarinn, en það fá líka allireitthvað þótt þeir vinni ekki. „Fjandinn sjálfur" mátti lesa úr svip Lasse Hallström, þegar American Beauty hreppti verð- launin, sem besta myndin er Óskarnum var útdeilt fyrir skömmu. Sænski leikstjórinn í Hollívúdd mátti þó vel viö una, því mynd hans, The Cider House Rules, fékk tvenn verð- laun afsjö tilnefningum. Tveir aðrir sænskir leik- stjórar, þeir Colin Nutley og stuttmyndagerðar- maöurinn Marcus Ols- son, fóru líka slyppir heim, en sögðust í viötölum við sænska fjölmiðla engu að síöur hafa fengiö heiimikiö út úrtilnefning- um sínum. Auk upplifunarinnar fengu allir, sem til- nefndirvoru heilt gjafa- safn upp á heil 18 kíló, aukýmissa tilboða. Næsta verkefni Hallströms erkvik- mynd, sem hlotið hefur nafniö Chocolate. Þarverður mikið leikaraval á feröinni, þau Olin, Juliette Binoche, Judi Dench og Johnny Depp. Colin Nutleyer nafn, sem flestir Svíar þekkja. Hann gerði fyrirnokkrum árum myndina Ánglagárden, sem hlaut metað- sókn I Svíþjóð og náði einnig út tyrirlandsteinana. Þó Undersoi- en, sem vartilnefnd sem besta erlenda myndin, næði ekki verð- launum f þetta skiptið, segist /Vuf/eysannarlega finna fyrir áhrifum athyglinnar, sem sprett- ur af því að komast í námunda við Óskarsverölaun. Myndin er nú seld til 42 landa og Nutley segist hafa átt marga gagnlega fundi í heimsókninni vestur um haf. Hið eftirminnilegasta var þó að hann talaöi við Catherine Deneuve. Þó ekki fari allir þeir tilnefndu heim með Óskar fer enginn heim slyppur og snauður. Allir fá gjafakassa, samsafn merkja- gjafa. Þar var að flnna dýrindis klukku, skó, stafræna Kodak- myndavél, hornabolta með ár- itun kappans Joe Di-Maggio, sólgleraugu og ilmvatn frá Arm- ani, morgunslopp, silkiklút, Montblanc-penna, súkkulaði frá Godiva, myndaramma í silfri (sem hinir heppnu geta væntan- lega notað undir myndir af þeim sjálfum meö Óskarinn), snyrti- vörur, peningabuddu, bréfa- pressu, armband, bréfahníf, skyrtuhnappa, glerskál, hálsb- indi, áfengi, bækur, sokka og bréfsefni, að ógleymdum gjafa- kortum t íþróttaklúbb og heils dagsfegrunarmeðferð. Þaðer því eftir einhverju að slægjast.B Colin Nutley: Merkjavara ífar- teskinu. Joel Schumacher kveður leðurblökumanninn Schumacher leikstýrir DeNiro: Lagði mikla vinnu íhlutverk töffarans sem fatlast. I F Leikstjórinn Joel Schumacher hefur komið víöa viö enda á hann fjórtán myndir aö baki. Dóra Ósk Halldórsdóttir h\tt\ leik- stjórann sem fæddist sama ár og leður- blökumaðurinn en hyggst nú taka flugið yfir nýjum lendum. Mynd hans Flawless, sem nú er sýnd hérlendis, er sú persónulegasta til þessa ogfjallar um tvo andstæða menn sem bindast vináttuböndum í sameiginleg- um kringumstæðum. MARGIR þekkja Joel Schumacher fyrst og fremst sem leikstjórann sem gerði söluhæstu mynd ársins 1995 vestanhafs, Batman F orever, og hefur komið tveimur sögum Johns Grishams yfir á hvíta tjaldið, „The Client“ og A Time to Kill. Sú mymd af leikstjóranum er þó óneitanlega tak- mörkuð því þegar horft er á fyrri myndir leik- stjórans koma myndir sem margir þekkja, m.a. „St. Elmos Fire“, Lost Boys, Flatliners, Dying Young, Falling Down og 8MM. „Eftir að ég var búinn að gera Batman-mynd- imar þurfti að ég fá hvíld frá stórmyndum og gera smærri myndir. Þegar maður gerir svokallaðar „stórmyndir“ er það vissulega mjög spennandi, en smám saman verður maður svolítið hræddur um að gróðahyggjan sé sest við stjómvölinn. Þá gerði ég 8MM sem er að mörgu leyti jaðarmynd. Ég skrifaði sjálfur handritið að Flawless og næsta myndin mín verður ennþá ódýrari í framleiðslu og mér líður frábærlega." Þú ætlar sem sagt ekki að gera þriðju Batman-myndina? „Það era komnir nýir yfirmenn hjá Warner Brothers sem ég þekki ekki. Tim Burton gerði tvær Batman-myndir og ég tvær, en við voram leigðir leikstjórar, því Time Wamer og DC Com- ics eiga réttinn að myndunum. Þannig að Batman var aldrei bamið mitt í þeim skilningi og ef fimmta Michael Douglas og Barbara Hershey í Falling Down: Besta mynd Schumachers. t.d. ekki sagt að Batman-myndimar séu persónu- legar því Batman er hálfgerð almenningseign og er búinn að vera á sveimi síðan 1939, en auðvitað reyndi ég að setja mitt mark á þessa þekktu pers- ónu.“ í Flawless virðist þú vera mjög upptekinn af því að kanna hve ímyndir geta verið fallvaltar. Klæðskiptingurinn er karlmennið, fína frúin er hóra... „Nákvæmlega. Hvað þýðir það að vera karl- maður? Þegar sum okkar eiga langömmur sem era stæiri en við og hafa miklu meiri kjark en nokkrir karlkyns afkomendanna þá fer ekki hjá því að sú spuming gerist áleitin hvað það þýði eig- inlega að vera karlmaður. Þessir merkimiðar sem við eram stöðugt að hengja á umhverfið era ekk- ert endilega sannleikurinn. Jafnvel þeir sem kenna sig við umburðarlyndi geta verið óskaplega Batman-myndin verður gerð er það alfarið á ann- arra manna könnu.“ Persónulegri í „Flawless" Flawless virðist vera mun persónulegri mynd fyrir þig heldur en margar íyrri mynda þinna. „Ég ólst upp í New York í svipuðu umhverfi og myndin gerist á tímum þeg- ar það var ekki glæpur að vera fátækur í Banda- ríkjunum. Ég hef þekkt svipað fólk og myndin segir frá, einn náinn vinur minn fékk slag og líf hans breyttist á sama hátt og hjá Walt, persón- unni sem Robert DeNiro leikur, og hann átti erfitt um mál. Þegar hann fékk söngkennslu til að þjálfa talfærin batnaði líðan hans til muna. Ég hafði aldrei heyrt um að söngkennsla gæti haft þessi áhrif á fólk sem ætti við málerfiðleika að stríða vegna heilablóðfalls, hefur þú heyrt um það?“ Nei. „Þetta kom mér líka á óvart og mér fannst það áhugavert að gera þessu efni skil í mynd. Þannig að vissulega er þessi mynd persónulegri en marg- ar af mínum myndum enda tekin upp í umhverfi sem ég þekki og er um fólk sem ég þekki. Þú getur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.