Morgunblaðið - 07.04.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.04.2000, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FRIDAY 7, APRIL 2000 C 3 BÍÓBLAÐIÐ Freaks: Glæpakvendið fær makleg málagjöld þegar viðundrin skrumskæla hana og hafa til sýnis. eftir Nagisa Oshima. Popparinn er gamall lát- bragðsleikari og mætti að ósekju sjást oftar á breiðtjaldinu. Gagnrýnendur tóku hann aldrei í sátt sem kvikmyndaleikara. Bowie hefur verið mjög seinheppinn í hlutverkavali í seinni tíð. Hann lék elliæra blóðsugu í Hungrinu (The Hunger) og Pontíus Pílatus í Síðustu freistingu Krists í leikstjóm Martins Scorseses, en reis úr öskustónni sem föndrarinn Andy Warhol í myndinni Basquiat um árið. Fóstbróðir Bowies, Mick Jagger, fékk svipaða útreið hjá gagnrýnendum á áttunda áratugnum, en átti hana fyllilega skilið þar sem goðið er afleitur leikari. Glíma hans við leiklistargyðjuna er þó hátíð í samanburði við tilþrif Madonnu á breið- tjaldinu. Annar afbragðssöngvari sem aldrei ætlaði að hljóta náð hjá gagnrýnendum var Frank Sinatra, svo að ekki sé talað um Dean Martin í meistaraverkinu Rio Bravo. Köld eru kvennaráð Japanska myndin Konan í sandsköflunum (Suna no Onna) líður seint úr minni. Skordýra- fræðingur hittir konu sem býr í hreysi ofan í sandpytti. Sú lokkar hann til sín og heldur hon- um föngnum. Leikstjórinn Hiroshi Teshiga- hara var einnar myndar maður, náði aldrei að fylgja þessu meistaraverki eftir sem skyldi og féll í gleymskunnar dá. Myndin hefur að geyma ógleymanleg atriði. Leikstjórinn magnar fram mikla dulúð og spennu án þess að fara hefð- bundnar leiðir. Með fáum myndum sem eru bullandi erótískar án þess að særa blygðunar- kennd áhorfandans. Úr glatkistunni Jónas Knútsson Skáldsagan Maðurinn sem féll til jarðar (The Man Who Fell To Earth) er eftir Walter Tevis. Sá samdi bókina The Hustler en Paul Newman lék á sínum tíma í eftirminnilegri mynd sem gerð var eftir þessari sögu. Upp- haflega stóð til að Peter O’Toole léki manninn sem féll til jarðar, en leikstjórinn Nicholas Roeg ákvað sem betur fer að tefla á tæpasta vað í hlutverkavali. Tónlistarmaðurinn David Bowie er vanmetinn leikari og sómdi sér vel í hlutverki geimverunnar. Söguhetjan leggur upp í langa ferð í leit að vatni, til plánetu sem byggð er frumstæðum lífverum, en lendir í mestu hrakningum þegar þangað er komið. Einhver gagnrýnandi taldi frammistöðu Candy Clark, sem lék mennska ástkonu geimmanns- ins, einn mesta leiksigur áratugarins. Leik- stjórinn töfrar fram ákveðna dulúð án þess þó að taka sig of hátíðlega. Furðufuglinn Roeg hefur gjaman farið ótroðnar slóðir og gert margar magnaðar myndir þar sem saman fara listræn tilraunastarfsemi og vandað handbragð af gamla skólanum. Áhorfandinn veit venjulega ekki hvaðan á hann stendur veðrið. Stundum get- ur verið gjöfult að sjá myndir eftir Roeg oftar en einu sinni. Greinarhöfundur hefur séð þessa merku mynd að minnsta kosti fimm sinnum og botnar hvorki upp né nið- ur í henni. Bowie lék einnig vel í myndinni Gleðileg jól, herra Lawrence (Merry David Bowie í The Man Who Fell to Earth: Sómdi sér vel íhlut- Christmas, Mr. Lawrence) verki geimverunnar. Viðundur veraldar Leikstjórinn Tod Browning gerði garðinn frægan á dögum þöglu myndanna, gjarnan í fé- lagi við leikarann Lon Chaney, sem gat brugðið sér í allra kvikinda líki. Frægasta talmynd eftir hann er eflaust Drakúla en ungverski stór- leikarinn Bela Lugosi eignaði sér hlutverk greifans til frambúðar. Myndin Viðundur (Freaks) er merkileg fyrir þær sakir að þar segir frá vansköpuðu fólki sem haft er til sýnis i fjölleikahúsi. Leikararnir voru í raun afmynd- aðir og sáu sér farborða með þessum hætti. Sjálfur var Browning gamall sirkuskarl og gjörþekkti þennan undarlega heim. Þegar menn dást að handbragði Brownings vaknar óneitanlega sú spuming hvort margur kvik- myndaneminn hefði ekki betur fengið vinnu í sirkus en lagt út í rándýrt háskólanám. Þótt handritið hafí ekki verið upp á marga fiska nær þessi mynd enn að hrista upp í áhorfendum. Browning hvarf frá vinnu í hartnær tvö ár. Að- spurður hverju þetta sætti kvaðst hann hafa gert heiðarlega tilraun til að klára allan afslátt- arlanda sem til var í heiminum. Mörgum hefur þótt óverjandi að nota vanskapað fólk í kvik- mynd líkt og Browning gerði. Viðundrin eiga þó samúð leikstjórans alla þótt myndin sé laus við væmni. Reyndar notast hver leikstjóri á fætur öðrum við Leonardo DiCaprio og fær ekki bágt fyrir, svo að Browning hlýtur að fyr- irgefast þótt hann hafi vissulega hætt sér út á hálan ís. anM sHemmJ® STIIART LITI I I I |n| ^ www.stuartlittle.com Frá adstodarleikstjóra “The Lion liing” Frumsýnd 14. apríl a* með íatewslai tali. • Litla krílið, Stuart hefur allstaðar slegið í gegn og nú er komið að litla íslandi. AAaður þarf ekki að vera hór í loftinu til að gera stóra hluti. Stuart er engum líkur. • Krakkaklúbbs-og Sportklúbbsfélqgqr sem leggia inn ó Lgndsbók ? næsta Lqndsbqnka fó miða* á „Stuart Litla", Afsláttur á mvndina gegn framvísun félagaskírteinis. *Meðan birgðir endast. • Bókin um Stúart Litla er komin út. Landsbanki Islands U Mál og menning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.