Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 ÁFÖSTUDÖGUM Cannes og Hollywood H*tM Mr hÉIM þar KVIKMYNDAHÁTÍÐIN í Cannes, sem telst sú mikilvægasta í heimi, hófst nú fyrir helgina. íslenskar kvikmyndir eru fleiri á hátíðinni en oft áður og möguleikar á því að Dancer In The Dark, sem íslendingar eru meðframleiðendur að og skipa ýmsar lykilstöður í, vinni Gullpálm- ann að þessu sinni. Þorfinnur Ómarsson, framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs Islands, hefur sótt Canneshátíðina oftar en flestir landa hans og hann skrifar grein um eftirminnileg augna- blik þaðan fyrir Bíóblaðið í dag. Jafnframt skrifar Pétur Blöndai frá Cannes um þátt íslensku myndanna þar. Um síðustu helgi lauk í Hollywood fyrstu íslensku kvikmyndahátíðinni sem þar er haldin. Sigurbjörn Aðalsteinsson fylgdist með henni og ræddi við gesti og gangandi, m.a. kvik- myndagagnrýnandann F. X. Feeney, sem telur íslenskar og spænskar kvikmyndir vera þær athyglisverðustu sem nú eru framleiddar í heiminum. ,uni' 4/i Meryl Streep í Regnboganum • Nýjasta mynd Meryl Streep verður frumsýnd í dag í Regnboganum en hún heitir Music ofthe Heart og þótt ekki sé um hrollvekju að ræða er leikstjóri hennar IVes Craven. Mynd- in byggist á sönnum atburðum og segir af því þegar tónlistarkennari flytur í Harlem í New York og tekur að kenna á fiölu. Heimildarmynd var gerð um þennan sama kennara á sínum tíma er vann til Óskars- verölauna. Flókin ástarmál • Kringlubíó og Nýja bíó frumsýna rómantíska gaman- mynd eftir einn af óháðu bandarísku kvikmyndagerðar- mönnunum, Gregg Arakl. Hún heitir Splendor ogermeð Kathleen Robert- son, Johnathon Schaech og Matt Keeslarí aðalhlutverkum, en myndin segir af óvenjulegum ástar- þríhyrningi sem verður enn flóknari þegarfjórði meðlimur- inn kemurí spilið. NÝTT f BÍÓ Væntanlegt Crowe er Skylminga kappinn • Nýjasta mynd Ridleys Scotts verðurfrumsýnd í Laugarásbíói og Háskólabíói hinn 19. maí en hún heitir Gladiatoreö a Skylmingakappinn oggeristíRóm til forna. Russell Crowe fermeðtitil- hlutverkið, höfð- ingja sem fellurí ónáð hjá keisaran- um og er kastaö fyrir Ijónin svo að segja. Með önnurhlutverkfara m.a. Richard Harris og Ollver Reed en þetta var hans síöasta mynd. Otto Sander leikur SoTva Helgason ÞÝSKI leikarinn Otto Sander hefur verið ráðinn í hlutverk Sölva Helgasonar á efri árum fyrir kvikmynd Margrétar Rúnar Guð- mundsdóttur, Sólon íslandus. Myndin, sem áætlað er að muni kosta 196 milljónir króna, verður tekin á næsta ári. Otto Sander, sem er með- al þekktustu leikara Þýskalands, hefur áður leikið í íslenskri kvik- mynd, Bíódögum eftir Friðrík Þór Friðriksson/2 Hættur í Bangkok • Bíóhöllin frumsýnir í dag nýjustu mynd Jonathans Kaplans (The Accused) sem heitir Brokedown Palace og er með Claire Danes og Kate Beckinsale í aöalhlutverkum. Þær leika tvær bandariskar stúlkur sem halda til Bangkok í sumarfrí og kynnast þar manni sem vill þeim ekk- ert gott og brátt eru þær lentar í hin- um verstu málum. Níunda hliðið eftir Polanski Nýtt íslenskt fyrirtæki í tölvuteiknimyndagerð Framleiða rividaamiomx NÝTT íslenskt fyrirtæki, IFF, er að ráðast í gerð tölvuteiknimyndar í þrívídd, sem hlotið hefur vinnu- heitið Fjársjóðurinn og yrði fyrsta bíómyndin af þessu tagi sem framleidd er í Evrópu á alþjóðamarkað fyrir kvikmyndahús. Sögusvið myndarinnar er Bretland á fyrri hluta síðustu aldar en sagan er byggð á barna- sögu eftir írska höfundinn Eilis Dillon. Að sögn stofn- enda IFF, Ingólfs Kristinssonar og Friðriks Atla Sigfússonar, munu þekktir breskir leikarar leggja aðalpersónunum til raddir. Framleiðslutími er áætlað- ur tæp tvö ár en myndin verður frumsýnd í Bretlandi. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 200 milljónir íslenskra króna og er fjármögnun á lokastigi með þátttöku inn- lendra og erlendra fjárfesta. ingóifur er handritshöfundur en sagan fjallar um dreng sem getur talað dýramál eftir að hafa kynnst álfadrottningu einni og hefur leit að fjársjóði í félagi við dýrin. Verið er að ganga frá samningum við Balt- asar Kormák um að leikstýra myndinni. Friðrik Atli og Ingólfur segja að þátttaka þekktra breskra leikara muni auka markaðsgildi myndarinnar til muna, en tölvuteiknimyndir eru orðnar gífurlega vin sælar víða um heim. „Meðaltekjur þrí- víddarmynda af þessu tagi í kvik- myndahúsum ut- an Bandaríkjanna eru um 160 millj- ónir dollara, en þær ingólfur Kristinsson við þrívíddarhönnun. eru hins vegar mjög kostnaðarsamar i framleiðslu,“ segja þeir. „Kostir þrívíddarteiknimynda felast ekki aðeins í vinsældum þeirra heldur einnig í því að teikni- myndin þekkir engin landamæri og skiptir engu hvort hún er gerð á íslandi eða í Bandaríkjunum, svo framarlega sem gæðin séu sambærileg. Fjársjóðurinn verður að mestu framleiddur á Islandi og í Englandi með fullkomnustu tækni sem nú er til á þessu sviði. Tæknilega mun hún því standa jafnfætis myndum á borð við Leik- fangasögu og Pöddulíf, enda gerð með sömu tækni.“ IFF er stofnað til að framleiða tölvuteiknaðar bíó- myndir, auglýsingar og fleira þess háttar. Margir af helstu starfsmönnum fyrirtækisins eru sér- menntaðir á þessu sviði beggja vegna Atlantshafsins, t.d. er Ingólf- ur með fimm ára nám í þrívíddar- grafík að baki í Bandaríkjunum. Þeg- ar hafa farið fram óformlegar viðræð- ur við dreifingarfyrirtæki og segja þeir Friðrik Atli og Ingólfur að undir- tektir lofi góðu. • Sambíóin frumsýna 26. maí nk. nýjustu mynd Romans Polanskis sem heitir Níunda hliöið eða The Ninth Gate og er með Johnny Depp, Frank Langella og Lenu Olin í aðal- hlutverkum. Depp leikur sérfræðng í fornum bókmenntum sem fenginn er til þess að hafa upp á tveimur eintök- um bókar sem fjalla um hvernig kalla megi fram Satan sjálfan. í Klna borða þeir hunda • Háskólabíó mun frumsýna dönsku glæpagrínmyndina íKína borða þeir hundasíðarí mánuðinum. Sagterí fréttatilkynningu að þrátt fyrir kæru- leysislegt og ofbeldisfullt yfirborð búi myndin yfir sterkum gagnrýnum und- irtóni auk þess sem hún setji kvikmyndirfrá Norðurlöndum alvegínýtt samhengi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.