Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 C 7 BÍÓBLAÐIÐ 0 0 9 Sæbjörn Valdimarsson/Amaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir Ekki missa af Bíoin i borginni TVEIMUR FRUMLEGUSTU OG SKEMMTILEG- USTU BlÓMYNDUM SEM KOMIÐ HAFA FRÁ HOLLYWOOD SEINNI ÁRIN, BEING JOHN MALK- OVICH OG DOGMA. SÚ FYRRNEFNDA ER GAM- ANMYND UM EINSTAKLINGINN OG ÞÖRF HANS FYRIR AÐ KOMAST ÚT ÚR HVERSDAGS- LÍFINU OG HELST í SNERTINGU VIÐ FRÆGÐINA. SÚ SÍÐARNEFNDA ER GAMANMYND UM EINSTAKUNGINN ÖG ÞÖRF HANS FYRIR AÐ KOMAST ÚT ÚR HVERSDAGS- LÍFINU OG HELST í SNERTINGU VIÐ GUÐ. NÝJAR MYNPIR: Brokedown Palace Bíóhöllin: Alla daga kl. 3:50 - 5:55 - 8-10:05. Aukasýningföstudagkl. 12:10. Ghost Dog HáskólabTó: 5:30 - 8- 10:30. Aukasýning laug- ardag/sunnudagkl. 3. Splendor Kringlubíó: Alla daga kl. 4-6-8-10. Aukasýn- ingfðstudagkl. 12. Laugardag/sunnudag kl. 2. Gladiator Laugarásbíó: Forsýning föstudag/laugardag kl. 10:30. Englar alheimsins ★★★★ DRAMA íslensk. 2000. Leikstjóri: Friðrik Þór Friðriksson. Handrit: Einar Már Guðmundsson, e. eigin skáld- sögu. Aðalleikendur: Ingvar E. Sigurðsson, Balt- asar Kormákur, Björn Jörundur Friðbjamarson, Hilmir Snær Guðnason. Friðrik og hans frábæru samstarfs- menn sigla seglum þöndum inn í nýja árið. Slá hvergi feilnótu í mynd um margslungið og vandmeðfarið efni. Háskólabíó: Föstudag kl. 6-8. Laugardag/ sunnudagkl. 3-6-8. Mánudagkl. 10:30. Amerisk fegurd ★★★% DRAMA Bandarísk. 1999. Leikstjórí og handrít: Sam Mendes. Aðalleikendur: Kevin Spacey, Annette Bening, Thora Birch, Chris Cooper, Mena Suvarí, Wes Bentiey. Frábær mynd um skipbrot amerísks fjölskyldulífs viö árið 2000. Svart kómískt þungavigtarstykki sem auö- veldlega má ímynda sér að segi sannleikann án málamiðlana. Yndis- legur leikur, sérstaklega Kevin Spaceys. Háskólabíó: Föstudag og mánudag kl 10:50 . Aukasýning laugardag/sunnudag kl. 3. Being John Malkovich ★★★% GAMAN Bandarísk. 1999. Leikstjóri: Spike Jonze. Aðal- leikendurJohn Cusack, Chrístine Keener, Camer- on Diaz, Hr. Malkovitch. Talsvert mögnuð, enda byggð á óvenju frumlegri og fyndinni hug- mynd sem heldur dampi lengst af. Leikararnirafbragð. Boys Don’t Cry ★★★% DRAMA Bandarísk. 1999. Leikstjóri: Kimberiey Peirce. Handrit: Andy Bienen og Kimberiey Peirce. Aðal- leikendur: HilarySwank, Chloé Sevigny. Átakanleg og hrottaleg mynd um ör- lög einstaklings sem er ööruvísi en aðrir og geldur fyrir með lífinu. Vel skrifuö, leikstýrð og frábærlega vel leikin af Óskarsverölaunahafanum Hilary Swank, Chloé Sevigny og aukaleikararnir eru litlu síöri og um- gjöröin nöpur. Vekurtil umhugsunar. Regnboginn: Föstudag/mánudag kl. 5:30 -8 - 10:30. Laugardag/sunnudag kl. 3:30 - 5:45 - 8 -10:30. Dogma ★★★% GAMAN Bandarísk. 1999. Leikstjóri og handrit: Kevin Smith. Aðalleikendur: Matt Damon, Ben Afflick, Linda Fiorentino, Alan Rickman. Þeim dæmalausa kvikmyndagerðar- manni, Kevin Smith, erekkert heilagt í orösins fyllstu merkingu. Kemst upp með það, þökk takmarkalausri kímnigáfu og frumlegri hugsun. Ófor- skömmuð snilld. Regnboginn: Alla daga kl. 5:30-8-10:30. The Limey ★★★% SPENNA Bresk. 1999. Leikstjórí Steven Soderbergh. Handrít: Lem Dobbs. Aðalleikendur: Terence Stamp, LesleyAnn Warren, Luis Guzman. Stamp er glimrandi í frábæru hefnd- ardrama Soderberghs. Frásögnin sundurklippt en heildaráhrifin brillj- ant. Kringlubíó: Alla daga kl. 6-8- 10. Aukasýning föstudag kl. 12:00. Toy Story 2 - Leikfangasaga 2 ★★★V4TEIKNIMYND Bandarísk. 1999. Leikstjórí og handrit John Lassiter. ísl. talsetning. Raddir: Felix Bergsson, Magnús Jónsson, Ragnheióur Elín Gunnarsdóttir, Harald G. Haralds, Arnar Jónsson, Steinn Ár- mann Magnússon o.fl. Framhald bráöskemmtilegrar, fjöl- skylduvænnar teiknimyndar og gefur henni ekkert eftir, nema síður sé. Dótakassinnferá stjáoggullin lenda í hremmingum útum borg og bý. Dæmalaust skemmtilegarfígúrur. Bíóhöllln: ísl. tal: Laugardag/sunnudag kl. 1:50. Kringlubíó: íst. tal: Alla daga kl. 4. Laugardag/ sunnudagkl. 2-4. Fíaskó ★★★ DRAMA íslensk. 2000. Leikstjóri og handrit: Ragnar Bragason. Aðalleikendur: Bjöm Jörundur Fríð- bjömsson, Eggert Þorleifsson, Krístbjörg Kjeld, Margrét Ákadóttir, RóbertAmfmnsson. Skemmtileg með góðri persónusköp- un og vel hugsaöri og óvæntri atburöarás. Umhverfiö fslenskt og sannfærandi. Róbert Arnfinnsson og Kristbjörg Kjeld fara á kostum og aðr- ir leikendur sýna góða takta. Vel heppnuð frumraun hjá hinurfí unga leikstjóra Ragnari Bragasyni. Háskólabíó: Alla daga kl. 6. Grsna mílan ★★★ SPENNA Bandarísk. 1999. Leikstjóri og handrít: Frank Darabont. Aðalleikendur: Tom Hanks, David Morse, Michael Dean Clark, GarySinise. Ágætlega heppnuö mynd eftir frægri sögu Stephens King. Býður uppá frá- bæran leik, fallega sögu en enda- hnykkurinn óþarfur. Háskólabíó: Alla daga kl. 10:30. Man on the Moon ★★★ DRAMA Bandarísk. 1999. Leikstjórí: Milos Forman. Handrít: Scott Alexander og Larry Karaszewski. Aðalleikendur: Jim Carrey, Danny DeVito, Forvitnileg mynd um mjög áhugaverö- an mann. Jim Carrey er fæddur í hlut- verkið. Bíóhöllin: Alla daga kl. 8 - 10:10. Aukasýning föstudagkl. 12:20 Bíóborgin: Föstudag kl. 8:30 - 10:20. Laugar- dag/sunnudag kl: 3:40 - 5:50 -8-10:10. Tarzan ★★★ TEIKNIMYND Bandarísk. 1999. Leikstjórar: Chrís Buck, Kevin Line. Handrít: Tab Murphy. Raddir: Tony Goldwyn, Minnie Dríver, Glenn Close, Lance Henríksen. Tarzan apabróöir fær gamansama meöhöndlun í vandaöri og skemmti- legri Disney-mynd, sannkallaðri fjöl- skylduskemmtun. Bíóhöllin: Laugardag/sunnudag kl. 1:50. Aska Angelu - Angelás Ashes ★★% DRAMA Bresk. 1999. Leikstjórí og handrít: Alan Parker. Aóalleikendur: Emily Watson, Robert Caríyle. Merkileg saga og einhvernveginn svo mannleg. í upphafi er myndin samt óhnitmiðuð en fer í réttar skoröur í seinni hálfleik. Háskólabíó: Föstudag/laugardag/sunnudag kl. 5:20 - 8. Mánudag kl. 5:20. Erin Brockovich ★★% SPENNA Bandarísk. 2000 Leikstjórí: Steven Soderbergh. Handrít: Susannah Grant. Aðalleikendur: Julia Roberts, Albert Finney, Marge Helgenberger, Aar- on Heckart. Óvenjuleg kvikmyndahetja, einstæö móöir með þrjú börn (Julia Roberts) gerist rannsóknaraðili á lögfræði- stofu (Albert Finney) og hleypir af stað stærsta skaðabótamáli í sögu Bandaríkjanna. Jólasveinsleg en sleppur, þökk meistara Finney og Roberts, sem sýnir tilþrif í langri en notalegri afþreyingu Stevens Soder- bergh. Stjörnubíó: Alla daga kl. 5:30-8-10:30. Auka- sýning laugardag/sunnudag kl. 2. Laugarásbíó: Alla daga kl. 5:15 - 8 - 10:30. Aukasýning laugardag/sunnudag kl. 2. Fellur mjöll í Sedrusskógi - Snow Falling on Cedars ★★% DRAMA Bandarísk. 1999. Leikstjórí . Handrít. AðaUeik- endur: Ethan Hawke. Þokkaleg kvikmyndaútgáfa sögu Guthersons um ást í meinum og kyn- þáttafordáma í litlu bæjarfélagi. Max Von Sydow frábær. Háskólabíó: Alla daga kl. 10. Final Destination ★★% HROLLUR Bandarísk. 2000. Leikstjórí: James Wong. Hand- rít: Glen Morgan. AðalleikendurDevin Sawa, Ali Larter, KerrSmith. Vitrænn unglingahrollur sem spyr spurninga um örlög og dauða og þótt um B-mynd sé að ræða er nokkuö í hana spunniö. Laugarásbíó: Alladagakl. 4-6-8-10. Girl, Interrupted - Trufluð stúlka -★★% DRAMA Bandarísk. 1999. Leikstjóm og handrit: James Mangold. Aðalleikendur: Winona Ryder, Angelina Jolie, Whoopi Goldberg. Vel leikin mynd um ungar stúlkur á geöveikrahæli. Jolie fékk Óskarinn fyrir frammistööuna. Stjörnubíó: Alla daga kl. 8 -10:15. Microcosmos ★★% HEIMILDARMYND Frönsk. 1996. Leikstjórar Claude Nuridsany og Marie Pérennou. Stórkostlega tekin og forvitnileg fræöslumynd. Betur hefði mátt huga aðfrásögn ogtónlist. Háskólabíó: Alla daga kl. 6. Aukasýning laugar- dag/sunnudagkl. 3. Reindeer Games ★★% SPENNA Bandarísk. 2000. Leikstjórí: John Franken- heimer. Handrít: Ehren Kruger . Aðalleikendur BenAffleck, GarySinise, Charíize Theron, Dennis Farina. Bærilegasta ránsmynd frá Franken- heimermeó ágætum leikarahópi. Kringlubíó: Alla daga kl. 4-6-8-10. Aukasýn- ing föstudag kl. 12:00. Stuart litli -Stuart Little ★★V4 FJÖLSKYLDUMYND Bandarísk. 1999. Leikstjórí: Rob Minkoff. Hand- rit: M. Night Shaymalan og Greg Brooker. Aðal- leikendur: Geena Davis, Hugh Lauríe, Jonathan Lipnicki. Músin Stuart er svo sæt og raunveru- leg. Ágætisfjölskyldumynd sem vant- ar örlítinn kraft og galdra. Bíóhöllln: Með fsl. tali alla daga kl. 4 - 6:15. Aukasýning laugardag/sunnudag kl. 2. Bíóhöllin: Með ensku tali alla daga kl. 4-6. Laugardag/sunnudag kl. 2. Laugarásbíó: Alla daga kl. 6. Aukasýning laugar- dag/sunnudagkl. 2. Stjörnubíó: Alla daga kl. 4-6. Aukasýning laug- ardag/sunnudag kl. 2. Any Given Sunday ★★ DRAMA Bandarísk. 1999. Leikstjórí: Oliver Stone. Hand- rít: John Logan, Oliver Stone. Aðalleikendur: Al Pacino, Dennis Quaid, Cameron Diaz. Pacino er besti þátturinn á langri út- tekt Stone á ameríska ruöningnum. Aðeins fyrir áhugamenn um íþróttina. Bíóhöllln: Alla daga kl. 3:40 -6-8-10. Auka- sýningföstudagkl. 12:00. Bíóborgin: Föstudag kl. 5:15 - 8:30 - 11:15. Laugardag/sunnudagkl. 5:15-8-10:45. Deuche Bigelow ★★ GAMAN Bandarísk. 1999. Leikstjóri Mike Mitchell. Hand- rítshöfundur: Harris Goldberg. Aðalleikendur: Rob Schneider, William Forsyth. Amerísk gamanmynd um ólíklega karlmellu. Einstaka góð atriði en heildarmyndin veik. Bíóhöllin: Alla daga kl. 4-6-8-10. Aukasýning föstudagkl. 12. Laugardag/sunnudag kl. 2. Kringlubíó: Alla daga kl. 4 - 8- 10. Aukasýning föstudagkl. 12. Down to You ★★ DRAMA Bandarísk. 2000. Leikstjóm og handrit: Krís Is- acsson. Aðalleikendur: Freddie Prinze Jnr., Julia Stiles, Shawn Hatosy, Selma Blair. Meinlaus mynd um unglingaástir sem skilur svo sem ekkert eftir sig en gerir vissa hluti nokkuð smekk- lega. Regnboginn: Föstudag kl. 6 - 10:30. Aðra daga kl. 6 -8 - 10. Aukasýning laugardag/sunnudag kl. 4. Scream 3 ★★ HROLLUR Bandarísk. 2000. Leikstjóri Wes Craven. Hand- rít: Kevin Williamson. Aðalleikendur: Neve Camp- bell, Courtney Cox. Köttur útí mýri, úti er ævintýri. Regnboginn: Föstudag og laugardag kl. 5:30 - 8 - 10:15. Laugardag/sunnudag kl. 3:30 - 5:45 - 8-10:15. The Whole Nine Yards ★★ « GAMAN Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Jonathan Lynn, Handrit: Mitchell Kapner. Aðalleikendur: Bruce Willis, Matthew Perry, Rosanna Arquette, Micha- el Clarke Duncan. Þokkaleg grínmynd um tannlækni og leigumorðingja sem verður aldrei eins fyndin og efni standa til. Laugarásbíó: Alla daga kl. 8. Aukasýning laugar- dag kl. 2. Aukasýning sunnudag kl. 2 og 10. Mission to Mars ★% SPENNA Bandarísk. 2000. Handrít og leikstjóm: Brían De Palma. Aðalleikendur: Tim Robbins, Gary Sinise. Alls ekki áhugaverö kvikmynd. Stöku atriði ágæt myndrænt og sjónrænt séð, en handritiö og leikurinn væm- inn og klisjukenndur. Bíóhöllln: Alla daga kl. 8 - 10:10. Aukasýning**' föstudag kl. 12:20. Hundurinn og höfrungurinn ★ FJÖLSKYLDUMYND Bandarísk. 1999. Leikstjóri George Miller. Hand- rit: Tom Benedek. Aðalleikendur: Steve Gutten- berg, Kathleen Quintan, Miko Hughes. Illa skrifuð og leikstýrð mynd sem er hvorki fyrir böm né fulloröna. Krlnglubíó: Laugardag/sunnudag kl. 2. Mystery Alaska ★% GAMANMYND Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Jay Roach. Handrit: David E. Kelley, Sean ÓByme. Aðalleikendur & Russell Crowe, Hank Azara, Burt Reynolds, Mary McCormack Dáðlaus mynd um litlausar persónur í langsóttri Rocky-klónun, norðurí Al- aska. Bíóhöllin; Alla daga kl. 3:40 - 5:50 - 8-10:15. Aukasýning föstudag kl. 12:30. Laugardag/ sunnudagkl. 1:30. For Love of the Game ★ DRAMA Bandarísk. 1999. Leikstjóri: Sam Raimi. Handrít: Paul Stevens. Aðalleikendur: Kevin Costner, KellyPreston. Enn ein hafnaboltamyndin frá Costn- er, en nú er mjög farið að síga á ógæfuhliöina. Háskólabíó: Alla daga kl. 8 -10:50. The Story of Us % DRAMA Bandarísk. 1999. Leikstjórí: Rob Reiner. Handríf Jessie Nelson, Alan Zweibel. Aðalleikendur Bruce Willis, Michelle Pfeiffer. Ömurleg mynd frá upphafi til enda um illmeðfærilegt efni - neikvætt og óaðlaðandi fólk í skilnaöarstússi. Bfóhöllin: Alla daga kl. 8:15 -10. Bíóborgln: Alladaga kl. 4-6. Aukasýninglaugar- dag/sunnudag kl. 8 -10. MMMMM Að baki hverju einasta smáatriöi f útliti og hegðunarmunstri Stúarts litla býrfeiknarleg vinna sem áhorfendur velta sjálfsagt lítið fyr- ir sér. Margir telja flgúruna vafalaust af holdi og blóði. Svo vel hefurtölvusnillingunum hjá Imageworks tekist upp að árangurinn er undrum líkastur og slær öll fyrri met, jafnvel handbragðið á Leikfangasögu. Svipmynd vikunnar er nokkuð óvenjuleg Eftir Sæbjöm að þessu sinni og Valdimarsson vísar til skapara hinnar tölvuteikn- uðu, bleiknefjuðu kvikmyndastjömu Stuart Little, músarinnar með gullhjartað. Sögupersónu B.B. White, bandaríska barnabókahöf- undarins, sem hefur skemmt börn- um á öllum aldri um hálfrar aldar skeið. Við lítum á bak við tjöldin og könnum hverjir standa fyrir þessari ótrúlega vel gerðu og eðlilegu fígúru, sem hefur heldur betur bætt við að- dáendahóp mýslunnar hans Whites. í síðustu viku sló hún t.d. sjálfa Star Wars-myndina nýju, úr fyrsta sæti myndbandalista í Bandaríkjunum. „Stúart er mús sem sér ekki ver- öldina með dæmigerðum músar- augum. Hann veit að hann lítur öðru vísi út en mannfólkið en það skiptir Stúart ekki máli,“ segir leikstjórinn, Rob Minkoff, sem m.a. að baki hina feikivinsælu The Lion King. Það eru Little-hjónin (Geena Davis og Hugh Laurie), sem taka mýsluna að sér. Þau líta á Stúart sem lifandi veru sem er snjöll, notaleg og einmana. Þeim finnst þessi vinalega, smá- vaxna lífvera smellpassa inní fjöl- skyldumunstrið, á skjön við álit flestra annarra. Það skipti því meginmáli er kvik- myndagerðin fór af stað, að þessi þungamiðja hennar yrði sem best úr garði gerð. Tamin mús sem gat gengið í fötum, gengið á afturfótun- um og lesið línurnar sínar í kvik- myndahandritinu, lá ekki á lausu. Því var gripið til nýjustu stafrænnar tölvutækni. Þessir framtíðargaldrar áttu að fanga margflókinn persónu- leika bamabókmennta Whites. Minkoff kallaði til bestu menn í tölvuteiknimyndagerð, líkt og sjónbrellumeist- arann John Dykstra, sem hefur komið heldur betur við sögu Stjömu- stríðanna og margra fleiri mynda í svipuðum dúr. Henry Anderson og Jerome Chen standa að baki útlits Stúarts, þess- arar dæmalaust eðhlegu teiknipersónu sem fellur svo vel inní okkar mennsku veröld. Þetta reyndist erfitt verkefni, jafnvel þeim þrautþjálfaða mannskap sem var ráðinn til verks- ins. Stúart litli varð að verða trúverðugur í hreyfingum og útliti. Enginn má hugsa um tæknibrellur þegar slík- ar kynjaverar geysast fram á tjaldið og verða miðdepill atburðanna. Beitt var tækni sem var þróuð til muna á meðan kvikmynda- gerðinni stóð og byggist á tölvu- teikningum með Ijósmyndagæðum og þrívíddareiginleikum. Vinnan hjá hönnunarfyrirtækinu Imageworks, sem skóp þann stutta, hófst 1997 og stóð í tvö ár. Hundrað- ir skissna og þrívíddarteikninga vora gerðar til að laða fram hina að- dáunarverðu og góðhjörtuðu eigin- leika Stúarts. Ógnartími fór í að finna hárrétta lýsingu í hverju ein-j*, stöku atriði. Smáatriði eins og hend- ur músarinnar fóra t.d. í gegnum fjölda breytinga uns þær enduðu nánast einsog bamshendur. Kattartamningafyrirtæki, sem út- vegar þau kvikindi til Hollywood- brúks, þjálfaði 23 ketti af mismun- andi tegundum til að skipa í þau átta hlutverk katta, sem buðust í Stúart litla. Kattaprófanimar stóðu yfir mánuðum saman uns réttu karakter- arnir fundust. Sjálfar upptökumar með kisulóranum tóku ógnartíma og erfiðisvinnu átta kattatemjara sem stilltu sér upp á víð og dreif um töku-#- staðina. Hver og einn sinnti sínum ketti. Tökur sjálfrar kvikmyndarinnar hófust sumarið 1998 og ekki annað að sjá en allt hafi gengið að óskum; Stúart litli er eins ósvikinn í öllu út- liti og hegðun og músin í kjallaran- um. Svipmynd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.