Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 6
6 C FÖSTUDAGUR12. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ BÍÓBLAÐIÐ Frumsýning Regnboginn frumsýnir nýjustu mynd Meryl Streep, Music of the Heart, sem Wes Craven leikstýrir. Fiðlukennari í Harlem Roberta Guaspari (Meryl Streep) varð fyrir miklu áfalli þegar eigin- maðurinn gekk út frá henni og tveim- ur ungum börnum þeirra. Eins og aðrar konur á undan henni hafði hún fómað sér fyrir eiginmann sinn á jjieðan hann var að koma sér áfram í lífinu. Eftir skilnaðinn hét hún sér því að lifa eftir sínum eigin reglum; hún ætlaði ekki að leyfa neinum öðrum að ákveða hver hún væri eða hver takmörk hennar væru. Hún flutti úr rólegum bandarískum smábæ í erfitt stórborgarhverfí, Austur- Harlem. Hún vildi kenna börnum á fiðlu í tónlistar- skóla hverfisins. í fyrstu var skólastjórinn (Angela Bassett) efins og svo var einnig um bömin og for- eldrana en smám saman varð -Ííobertu ágengt. Þannig er söguþráðurinn í nýjustu mynd Mery Streep, „Music of the Heurt,“ en mótleikarar hennar em Angela Bassett, Aidan Quinn, Gloria Estefan, Cloris Leachman og Kieran Culkin. Leikstjóri er enginn annar en hrollvekjukóngurinn Wes Craven, sem tekur óvæntan pól í hæðina hér og reynir fyrir sér með alvarlegt drama. í fyrstu þurftu kvikmyndagerðar- mennimir að fá Guaspari á sitt band en hún starfar ennþá í Harlem. Áður ■hafði verið gerð um hana heimildar- mynd sem hlaut reyndar óskarsverð- laun árið 1996 og hét „Small Wond- ers“. Það var sú mynd sem leiddi til þess að framleiðendur tóku að gefa sögu fiðlukennarans auga. „Harvey Weinstein (hjá Miramax) kom að máli við mig þegar óskarshátíðin stóð og spurði mig hvort hann mætti gera leikna bíómynd um ævi mína,“ er haft eftir fiðlukennaranum. „Ég tók hon- um af mátulegum áhuga. Maður vill ekki selja sál sína Hollywood. En þegar ég hitti þá saman Wes Craven og Harvey fékk ég traust á þeim og gaf leyfi fyrir myndinni." Craven er auðvitað fyrst og fremst þekkur fyrir hrollvekjur sínar en var í leit að verkefni sem var allt, allt öðruvísi en hann hafði áður tekið sér fyrir hendur. Tækifærið kom upp í hendur hans eftir að hann gerði Ösk- ur eða „Scream“ árið 1997. Hann gerði þriggja mynda samning við Harvey og Bob Weinstein, sem reka Miramax, og ein þeirra þurfti ekki endilega að vera hrollvekja. Þeir sýndu honum möguleg verkefni sem þeir höfðu undir höndum og Craven valdi söguna um fiðlukennarann. „Ég var einu sinni kennari," er haft eftir Craven. „Ég hef mikið dálæti á klassískri tónlist og ég hafði einstak- lega gaman af heimildarmyndinni auk þess sem Roberta heillaði mig bæði sem kennari og manneskja." „Það var svolítið undarleg tilhugs- un í fyrstu," segir Roberta Guaspari, „að hrollvekjuleikstjóri skyldi gera mynd byggða á ævi minni en ég komst að því við nánari kynni að Wes er ákaflega hlýr og góður maður.“ Music of the heart Leikarar:____________________ Meryl Streep, Angela Bassett, Aidan Quinn, Gloria Estefan, Cloris Leachman. Leikstjóri:__________________ Wes Craven (The Hills Have Eyes, Night- mare On Elm Street, Scream) Meryl Streep í hlutverki Robertu Guaspari: Berst við umhverfið með fióluna að vopni. Frumsýning Bíóhöilin frumsýnir spennumyndina Broke- down Palace með Claire Danes og Kate Beckinsale. Raunir í Bangkok Tvær ungar konur úr miðvesturríkj- um Bandaríkjanna, Alice (Claire Danes) og Darlene (Kate Beckinsa- le), ákveða strax og þær hafa útskrif- ast úr menntaskóla að taka sér ær- legt og spennandi frí fjarri heimaslóðum áður en púlið í háskól- anum byrjar næsta haust. Þær segja foreldrum sínum að þær ætli til Hawaii en halda til Bangkok á Taílandi. Þar kynnast þær hinum ind- æla Nick Parks (Daniel Lapaine) en áður en langt um líður eru þær lentar í hinni verstu klemmu ef ekki hrein- lega hrollvekju. Þannig er í sem stystu máli sögu- þráðurinn í bandarísku spennumynd- inni Brokedown Palace. Leikstjóri er Jonathan Kaplan en með aðalhlut- verkin fara Clare Danes, Kate Beck- insale, Nick Parks, Tim Pullman og Lou Diamond Phillips. Framleiðandi myndar- innar er Adam Fields, sem unnið hefur við myndir eins og Missing og Flashdance, og frá honum er hugmyndin að Brokedown Palace kom- in. Hann er kunnugur á Taílandi og síðast þegar hann fór þangað fyrir nokkrum árum komst hann í kynni við fimmtán bandarískar stúlkur sem sátu í fangelsi í Bangkok eftir að hafa verið dæmd- ar fyrir að smygla heró- íni. „Þegar ég hafði litið yfir skýrslur þeirra í bandaríska sendiráðinu í borginni kom í Ijós að þær voru greinilega allar sekar um að vera fátækar, bamalegar eða örvingl- aðar. En fyrst og fremst tók ég eftir því að sögur þeirra höfðu allar sama rauða þráðinn, þær höfðu allar fallið fyrir náungum eins og Nick Park.“ Eftir því sem árin liðu fékk Adam meiri og meiri áhuga á því að semja sögu um þetta efni. „Hvað ef það versta sem þú getur ímyndað þér gerðist og þú værir svikin af besta vini þínum?“ segir hann um efnisinni- haldið. „Og hversu langt værir þú til- Brokedown Palace: Ömurleg örlög bandarískra stúlkna í sumarfríi. búin að ganga til þess að bjarga þeim vini?“ „Eg fékk áhuga á myndinni þegar ég las handritið og sá í því möguleikana á að skoða samband tveggja ein- staklinga,“ er haft eftir leikstjóranum Jonathan Kaplan. Leikkonan unga, Claire Danes, kom fyrst upp í huga framleið- andans þegar hann fór að hyggja að leikurum myndarinnar. Hún hefur orðið nokkuð áberandi á undanfömum áram í myndum á borð við Róm- eó og Júlíu, The Rain- maker og U-Turn. Hún hafnaði hlutverkinu í fyrstu en Adam var ekki á því að gefast upp. „Hún er Meryl Streep sinnar kynslóðar," er haft eftir honum, „og ein hæfileika- ríkasta leikkona sem ég hef nokkurn tíma haft tækifæri til þess að starfa með.“ Með hitt aðalkvenhlutverkið fer Kate Beckinsale, sem er bresk en leikur ameríska stúlku í þessari mynd. Það hefur hún reyndar gert áður í mynd Whits Stillmans, Síðustu dögum diskósins. klemmu í Bangkok: Claire Danes og Kate Beckinsale. Brokedown Palace Leikarar: Clare Danes, Kate Beckinsale, Nick Parks, Tim Pullman og Lou Diamond Phillips. Leikstjóri: Jonathan Kaplan (The Accus- ed, Love Field, Heart Like a Wheel, Overthe Edge, Imm- ediate Family, Project X). Frumsýning Kringlubíó og Nýja bíó Akureyri frumsýna róm- antísku gamanmyndina Splendor eftir Gregg Araki. Ovenjulegur ástarþríhyrningur Veronica (Kathleen Robertson) á tvo elsk- 4uga, ólíka mjög. Annar er Abel (Johnathon Schaech), rokkgagnrýn- andi, heillandi og fynd- inn og það er hægt að hafa af honum góðan fé- lagsskap. Hinn er Zed (Matt Keesiar) en hann er trommari í pönk- hljómsveit og heldur villtur í samskiptum. Báðir eru bálskotnir í Veroniku, sem líka er bálskotin í þeim báðum. Þau ákveða að taka að t’íúa saman. Kemur þá inn í myndina ungur maður að nafni Ernest (Eric Mab- ius) og þá fyrst fara hlutimir að gerast verulega flóknir. Þannig er söguþráðurinn í banda- rísku gamanmyndinni Splendor sem Keeslar og Schaech: Elskhugunum ógnaó. framsýnd er í Kringlubíói og Nýja bíói á Akureyri um helgina, en hún er eftir Gregg Araki, einn kunnasta óháða kvikmyndagerðarmann Bandaríkjanna. Með aðalhlutverldn fara Kathleen Robertson, John- athon Schaech, Matt Keeslar, Kelly Macdonald og Eric Mabius. „Þegar ég fékk hugmyndina að Splendor, segir Gregg Araki, „var ég að leita að einhverju allt öðra en ég hef áður fengist við. Gaman- myndir fjórða og fimmta áratugar- ins hafa alltaf höfðað til mín, alveg frá því ég var í kvik- myndaskóla. Myndir eftir leikstjóra á borð við Howard Hawks, Preston Sturges, Leo McCarey og slíka. Mig langaði til þess að gera mynd sem tilheyrði þeirri hefð en ég vildi líka endurskoða hana og gefa henni póst- módemískt yfirbragð. Þannig er ég að blanda saman því sem við- gekkst á fjórða og fimmta áratugnum og því sem við þekkjum í dag. Hann segir að mynd- ir hans séu yfirleitt gagnrýndar fyr- ir að vera myrkar og fullar af von- leysi vegna þess að þær enda venjulega í óvissu um afdrif pers- ónanna. „En ég hef alltaf haldið því fram að það sé ekki að finna í þeim Robertson, Keeslar og Schaech: Ástarþríhyrningur verður ferhyrningur? Splendor Leikarar:____________________ Kathleen Robertson, John- athon Schaech, Matt Keeslar, Kelly Macdonald og Eric Mab- ius. Leikstjóri:__________________ Gregg Araki ( Nowhere, The Doom Gener- ation, Totally F***ed Up, The Living End, The Long Weekend {O’Despari neina tómhyggju,“ er haft eftir hon- um. „Splendor er sannarlega róm- antískasta myndin sem ég hef gert hingað til. Og hún gefur ákveðna vísbendingu um hvað ég er að hugsa þessa dagana. Kannski er maður að mýkjast eitthvað með al- drinurn." Handrit myndarinnar var tilbúið í september árið 1997 og tökur stóðu yfir í byrjun árs 1998. Leikararnir í henni eru að mestu óþekktir en hafa nokkra reynslu bæði úr sjónvarpi og kvikmyndum. Kannski er þeirra kunnust Kathleen Robertson sem haft hefur fast hlutverk í sjónvarps- þáttunum Beverly Hills 90210. Hún hefur áður leikið í myndum eftir Araki eins og Hvergl og Ég vaknaði snemma daginn sem ég dó. Leikarinn Johnathon Schaech hefur leikið á móti Harvey Keitel og Bridget Fonda í Finding Graceland auk þess sem hann var í Araki- myndinni The Doom Generation. Þess má einnig geta að Tom Hanks leikstýrði honum í That Thing You Dol

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.