Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 4
4 C FÖSTUDAGUR12. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ + BÍÓBLAÐIÐ Blöndal íslenskt vor í Cannes? ÞAÐ viðrar vel fyrir kvikmynda- gerð á íslandi og útlit er fyrir ómunatíð. Fjárframlögríkisins til Kvikmyndasjóðs hafa marg- faldast á undanförnum árum, sem hefurorðið til þess að styrkupphæðir einstakra mynda hafa hækkað á sama tíma og styrkveitingum hefur fjölgað. Teknarhafa verið upp skattaívilnanir til að skapa kjör- aðstæðurá íslandi fyrirerlenda framteiöendur. í ofanálag verð- ur ekki þverfótað fyrir hæfíleika- ríku og metnaðarfullu ungu fólki, sem lætur til sín taka á öllum sviðum kvikmyndagerðar. Spáin lofargóðu. Kvikmyndirfrá Norður- löndum, ekki síst Dan- mörku og Svíþjóö, hafa átt upp á pallboröiö á undanförnum árum og Thomas Maihjá Trust Films, sem mark- aðssetti m.a. dogma-myndirnar Veisluna og Fávitana, sagði í samtali viö blaðamann fyrir nokkru aö íslendingar hefðu tækifæri til aö komast í þennan hóp í Cannes. Ekki síst ef við fengjum að njóta góðs af hinum miklu vinsældum Bjarkar, sem er f aöalhlutverki f mynd Lars von Triers, Dancer in the Dark, í aóalkeppninni. Sjaldan eða aldrei hefurver- ið um jafn auðugan garö að gresja af fslenskum kvikmynd- um á hátíðinni. Nýrrar myndar frá Friðriki Þórer jafnan beðiö með eftirvæntingu oggríöar- mikil aðsókn á íslandi á eftir að veröa Englum alheimsinst\\ framdráttar. Victoria Abrílgerir 101 Reykjavík að spennandi kosti fyrir erlendan markað og hefur myndinni þegar verið sýnduráhugi affjölmörgum há- tíðum ogdreifingarfyrirtækjum. Þá veröur teflt fram fýrstu mynd leikstjórans Ragnars Braga- sonar, Fíaskó, sem var al- mennt vel tekiö af gagnrýnend- um á íslandi. Að auki verða svo Ungfrúin góða og húsið og Myrkrahöfðinginn kynntar á markaðnum. Eins og þetta sé allt! Ráðgert er að frumsýna íslenska draum- inn og Gemsa í sumar, Ikingut og Óskabörn þjóðarinnarí vet- ur, Villuljós, öðru nafni Drama- rama og Regínu sömuleiðis og fjölmörgönnurverkefni eru í bígerö. Skrímsli Hal Hartleys veröurtekin á íslandi í sumar, leitaö er að handritshöfundi fýr- ir Sjálfstætt fólk sem Hector Babenco leikstýrir, og fjár- mögnun lýkur á East ofthe Moon í Cannes, aö sögn Snorra Þórissonar, sem hefurfengið til liös við sig Erik Gustavson, leikstjóra hinnar eftirminnilegu Telegrafisten. Þá eru ótaldar myndirsem Friðrik Þórhefur hug á aö leikstýra, t.d. Fálkar ogNeutron, sem yröi fyrsta mynd hans á enska tungu. Er of snemmt aó fara aö tala um íslenska voriö? ■ Nú eru rétt 10 ár síðan íslendingur hlaut Gullpálmann í Cannes í fyrsta og eina skiptið. Já, þegar rætt er um kvikmyndaleg afrek Is- lendinga gleymist einhverra hluta vegna oft að Sigurjón Sighvatsson framleiddi myndina sem hreppti þessi eftirsóttustu kvikmyndahátíðar- verðlaun heimsins árið 1990. Þetta var „Wild at Heart“, eftir David Lyneh, með þeim Nicolas Cage, Laura Dem, Willem Dafoe og Isabellu Rossellini í aðalhlutverkum. Auk Sigurjóns voru Islendingar ekki fjöl- mennir þama suður frá fyrir 10 árum. Einn lausamaður í blaðamannastétt hafði þó fyrir því að fylgjast með þessu ævintýri. Nokkum veginn af rælni eða bamslegum áhuga, en bjóst þó varla við að förin yrði svo eftirminnileg. Eftir að hafa hitt Sigurjón að máli tókst að fá einkaviðtöl við alla aðstandendur myndarinnar og birtust þau í Morgunblaðinu skömmu síðar. Skemmtilegri viðmælendur en David Lynch era vandfundnir. Hnyttinn, frumlegur og snjall í tilsvöram. 53 ára skrykkjótt saga Kvikmyndahátíðin í Cannes á sér langa og merkiiega sögu. Hún hefur gengið í gegnum ótal breytingarskeið, áföll og sigra, en alltaf haldið velli sem heimsins mesti kvikmyndaviðburður. Hana sækja yfir 50 þúsund manns á ári hverju, einkum framleiðendur, kaupendur, seljendur og aðrir í bransanum, og er varla nokkur annar staður sem lokar jafn mörgum samningsferlum og Cannes, hvort sem um er að ræða framleiðslu eða dreifingu. Þá era yfir 4.000 fjölmiðlamenn á staðnum, sem gerir Cannes að mesta árlega fjölmiðlaviðburði heims. Kemur því á óvart hve lítinn áhuga íslenskir fjölmiðlar hafa til skamms tíma haft á þessari veislu, en það er önnur saga. Hátíðin hefur verið haldin óslitið á hverju ári í 53 ár, nema hvað hún féll niður í kjölfar stú- dentauppreisnarinnar 1968. Franska nýbylgju- klíkan sá fyrir því. Hún varð mjög snemma vett- vangur helstu stjama í kvikmyndaheiminum, ekki síst vegna þess að á 6. og 7. áratugunum vora leikarar frá Frakklandi og Ítalíu á meðal skærastu stjarna heimsins. A 8. áratugnum tók Gilles Jacob síðan við hátíðinni og ræður hann enn þar ríkjum. Er varla ofsögum sagt að hann sé áhrifamesti maður óháðrar kvikmyndagerðar síðasta aldarfjórðunginn. Ahrif hans era ekki síðri á bandaríska kvikmyndagerð, því fjölmarg- ir þarlendir leikstjórar vora uppgötvaðir í Cann- es, s.s. Martin Scorsese, Quentin Tarantino og margir fleiri. Eftir að hafa fylgst með hátíðinni í fjarska í mörg ár tók ég af skarið árið 1989. Fram að því hafði ég haldið að Cannes snerist að mestu um fáklæddar stúlkur á ströndinni, en síðar komst ég að því að sá hluti hátíðarinnar er ósýnilegur nema maður sækist sérstaklega eftir því. Og það gera í raun fáir, nema einhverjir ljósmyndarar í leit að tilbreytingu. Hvað um það, árið 1989 gerðust þau undur og stórmerki að 26 ára óþekktur Bandaríkjamaður, Steven Soderbergh, hlaut Gullpálmann fyrir sína fyrstu mynd, „Sex, lies and videotape". Spike Lee, leikstjóri „Do the Right Thing“, varð æfur af reiði og sakaði dómnefndina, undir for- sæti Wims Wenders, um rasisma. Aðrar ástæð- ur gátu ekki legið að baki því að mynd hans vann ekki til verðlauna. Nokkram áram síðar tók ég síðan viðtal fyrir Manniíf við Spike Lee, sem þá var snúinn aftur með myndina „Jungle Fever“. Þá var hann hinn rólegasti og hafði hemil á sér. Hinnvænstipiltur. íslenskur aðall Hátíðin árið 1991 er einna kunnust fyrir af- skaplega ákveðna afstöðu dómnefndar, undir forsæti Romans Polanskis, sem veitti bræðran- um Ethan og Joel Coen öll helstu verðlaunin; gullpálmann, leikstjóraverðlaunin og þá var John Turturro valinn besti leikarinn í mynd þeirra, Barton Fink. Annars er ’91 módelið af Cannes mér líklega minnisstæðast fyrir að það var þar sem ég klár- aði 10 síðna karakterviðtal við Friðrik Þór Frið- riksson fyrir tímaritið Mannlíf. Líklega fyrsta stóra viðtalið við piltinn, enda Böm náttúrannar að klárast og stutt í framsýningu, sem átti eftir að breyta lífi okkar allra. Mér hafði gengið erfið- lega með þennan feimna strák á fyrri fundi okk- ar, en í Cannes var hann í fínu formi. Eftir eins- og hálfa Tavel-rósavín kjaftaði á honum hver tuska og sögumar urðu fleiri en blaðamaður hafði tök á að festa niðrá blað. Undir dyggri leið- sögn þáverandi ritstjóra Mannlífs, með gullnu regluna um kynlíf-trúarbrögð-áfengi að leiðar- ljósi, varð þetta hið besta viðtal. Held ég. Og við- mælandinn sýndi einstaka takta í prakkaraskap, sem verður þó ekki rakinn hér. Árið 1992 vora kvikmyndir frá Norðurlönd- unum í brennidepli. Ein mynd var valin frá hverju landi og var Svo á jörðu sem á himni, eftir Kristínu Jóhannesdóttur, fulltrúi íslands. Þetta var áður en myndin var frumsýnd á íslandi og því talsverð eftirvænting í lofti. Viðtökumar stóðu fyllilega undir væntingunum, einsog lesa mátti frá fréttaritara Morgunblaðsins. Sama ár komu Frakkar og ýmsir aðrir Evrópumenn til hátíðarinnar heldur niðurlútir. Bandarískar kvikmyndir höfðu unnið pálmann gullna þrjú ár í röð og nú skyldi allt gert til að snúa við blaðinu. Sælkerinn mikli Gérard Dep- Þorfinnur Ómarsson, framkvæmdastjóri Kvik- myndasjóös, hefurveriö árlegur gestur á kvik- myndahátíöinni í Cannes í 12 ár. Fyrst sem fjöl- miðlamaðurfyrir blöö, tímarit og útvarp, en nú er hann í fjórða skipti far- inn þangað sem fulltrúi lands og þjóöar, meö nýj- ustu kvikmyndir íslands í farteskinu. Hann rifjar hér upp eftirminnileg at- vikfrá hátíðinni fyrir Bíóblaö Morgunblaösins. ardieu var gerður að formanni dómnefndar og Frakkar bára höfuðið hátt í minnimáttarkennd sinni. Altman og Óskar Þegar líða tók á hátíðina var ijóst að Robert Altman átti hug gagnrýnenda og kvikmynda- áhugamanna á hátíðinni með hina frábæra Hollywood satíra, „The Player“. í viðtali við blaðamann fyrir Mannlíf komst hann auðveld- lega á topp-10 listann yfir frískustu viðmælend- ur. Allt stefndi í að hann ynni gullpálmann öðra sinni. Flestum menningarvitum stóð á sama, - hann var jú að gera grín að Hollywood, var það ekki? En Altman fékk bara leikstjóraverðlaun- in. Og sigurvegarinn er: Bille August fyrir Den goda viljan. „Den hvað?“ spurðu viðstaddir og höfðu aldrei heyrt myndarinnar getið. Nema þegar PerniUa August fékk leikkonuverðlaunin, verðskuldað, skömmu áður. En Gullpálmi núm- er tvö tU þessa getulausa Dana kom öUum í opna skjöldu. Fáir höfðu séð myndina, nema kannski einhverjir Skandinavar. Hallærisleg málamiðl- un, sem varð hátíðinni ekki tíl framdráttar, hvorki í Evrópu né annars staðar. Cannes árið 1992 er öragglega minnisstæðara fyrir það þegar Sharon Stone krosslagði fæt- uma í opnunarmyndinni „Basic Instinct". Stundum þarf ekki endilega flóknar aðgerðir tU að leggj a heiminn að fótum sér. Ári síðar var komið að enn sterkari þætti ís- lands á hátíðinni. Sódóma Reykjavík var valin í Selection OfficieUe, undir merkjum Un certain regard, sem er næsti bær við keppnina. Mynd- inni var mjög vel tekið, en eftirminnUegastur er kannski söngur Bjöms Jörandar og Helga Bjömssonar, þegar þeir vora kynntir á sviðinu, ásamt Óskari Jónassyni, Jóni Ölafssyni og Sól- eyju EUasdóttur. Myndin seldist um gjörvallan heim, sem er auðvitað helsta markmiðið með þessu öllu saman. Málamiðlanir Á sömu hátíð var íslensk mynd í keppni, því Ævintýri á okkar tímum, eftir Ingu Lísu Middl- eton, keppti í flokki stuttmynda. Full ástæða var tU að hafa uppi bjartsýni, enda afar sérstök og mikU stuttmynd á ferð. Dómnefndin olU hneykslan; valdi Jim Jarmusch fyrir þriðju mynd sína um Kaffi og sígarettur, með þeim Tom Waits og Iggy Pop. Dagblaðið Libération gerði grín að niðurstöðunni: „rétt hjá dómnefnd að velja svona ungan og óþekktan höfund, sem þarf á þessum verðlaunum að halda“. Blaðið meinti auðvitað hið gagnstæða enda var Jarm- usch eini þekkti leikstjórinn í stuttmyndakeppn- inni. Formaður dómnefndar í aðalkeppninni var franski öðlingurinn Louis Malle, sem hafði ný- lokið við kynlífsdramað „Damage" með JuUette Binoche og Jeremy Irons í aðalhlutverkum. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að ná einkaviðtali við Louis Malle á kvikmyndahátíðinni í Gauta- borg fyrr um veturinn og hafði mikla ánægju af. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins W i-ES DESSOUS DU FESTIVAL GÉRARD DEPARDIEU BRIANDEPALMA ít f evenpmpnf ri3n. u «aJ Björk er komin á forsíðurnar í Frakklandi, t.d. á sérblað Le Monde og hér á forsíðu Studio. Þegar Islendingar unnu Gullpálmann: Nicolas Cage, Laura Dern, Isabella Rosselini ogDavid Lynch kynna Wild At Heart. Blessuð sé minning hans. Tveimur áram síðar, í viðtaU við undirritaðan í Cannes vegna „Die Hard 3“, sagði Jeremy Irons farir sínar ekki sléttar af samstarfi sínu við Malle. Hann hefði farið illa með sig með því að taka nektarsenur á allt annan hátt en um hafði verið rætt. Víðar Unsur en ekki þröngar. Ég veit ekki hvoram ég á að trúa, en alltént er nú aðeins annar þeirra til frásagnar og ekki hefur Juliette Binoche kvart- að, svoégviti. Aldrei var spuming hvaða mynd bæri sigur úr býtum í Cannes þetta árið. Píanóið hennar Jane Campion var án vafa mynd hátíðarinnar. Menn komu dolfallnir af frumsýningunni og um fátt annað var talað þessa hátíð. Engu að síður var Gullpálminn kUpptur í tvennt og afleggjari einnig færður í hendur Hou Hsiau Hsien fyrir „Farewell My Coneubine“. Slíkt gerist ekki nema þegar dómnefndin getur ekki komið sér saman um eina mynd. Síðarnefnda myndin var reyndar líka ágæt og átti allt gott skiUð. Árið 1994 tóku Bandaríkjamenn völdin aftur í Cannes. Ymsir evrópskir menningarvitar kenndu Clint Eastwood, formanni dómnefndar, um að Quentin Tarantino skyldi hljóta gullpálm- ann fyrir „Pulp Fiction". Breski gagnrýnandinn Derek Malcolm ritaði langa pistla í The Guard- ian til að skýra út hversvegna Rauður, eftir Krzyzstof Kieslowski, væri miklu merkilegri mynd. Malcolm taldi ekkert nýtt vera á ferðinni hjá Tarantino, hann hefði jafnvel sjálfur gert betur í sinni fyrstu mynd, „Reservoir Dogs“ (sem komst ekld í keppnina tveimur áram áður, svei!) Hvað um það, löngu síðar sagði innan- búðarmaður mér að það hefði ekki verið CUnt sem hafi tryggt Quentin Gullpálmann, heldur hefðu aðrir dómnefndarmenn verið honum sterkari. Keppnin í Cannes var afar sterk árið 1995. Þarna rak hvert kvikmyndaséníið annað; Jeunet og Caro, Þeo Angelopoulos, John Boorman, Tim Burton, Terence Davies, Philip Haas, Christ- opher Hampton, Hou Hsiao Hsien, James Ivory, Jim Jarmusch, Ken Loach, Manoel de OUveira, Zhang Yimou og Sam Raimi, auk þess sem ungur franskur snillingur var uppgötvaður, Mathieu Kassovitz, sem hlaut leikstjóraverð- launin fyrir Hatur og skaut mörgum gamla manninum ref fyrir rass. Mesti snillinn vann þó Gullpálmann; Bosníu- maðurinn Emir Kusturica fyrir meistaraveririð „Underground". Ég hafði hitt Emir tvisvar áð- ur, fyrst þegar ég var með fjölskyldu minni á skíðum í frönsku Olpunum og síðan tók ég viðtal við hann í París rétt áður en hann kláraði „Und- erground". Viðtalið geymdi ég fyrir Moggann þar til Gullpálminn var í höfn. Það var tekið áður en hann fékk leið á því að tala um pólitík og var hann ekki að skafa af því. Skemmtilegustu kynnin af Emir vora þó mörgum áram síðar; í fótboltaleik íslenskra kvikmyndagerðarmanna gegn Júgóslövum í No Smoking Band, í tengsl- um við kvikmyndahátíð í fyrra. Leikinn unnum við7-4. Gull og gnípíur Keppnin um gullpálmann hefur sjaldan verið jafn spennandi og árið 1996. Tvær afar ólíkar myndir þóttu strax mjög sigurstranglegar; „Breaking the Waves“, eftir Lars Von Trier, og „Secrets and Lies“, eftir Mike Leigh. Sannar- lega erfitt að gera upp á milli. Þó að Mike Leigh hafi sent þama frá sér einstaka mynd, varð ég fyrir vonbrigðum með að Trier skyldi ekki hafa + BÍÓBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 C 5 þetta. Og ég varð líka svekktur fyrir hönd Emily Watson, þó að Brenda Blethyn hafi líka verið stórkostleg. Þó ekki væri nema vegna þess að ég tók viðtöl fyrir Moggann við allt Breaking-slekt- ið. Eftir á að hyggja hefði þriðja myndin gjaman mátt vinna. Coen-bræður vora komnir aftur, í þetta skiptið með Fargo, einhverja eftirminni- legustu spennumynd síðari tíma. Einhverra hluta vegna kom hún aldrei neitt sérstaklega til greina í Gullpálmann. Þetta var einhvem veginn alltof auðvelt hjá þeim. Engin kvöl, þjáning eða angist hafði fylgt þessari mynd, heldur bara skothelt handrit og óaðfinnanlegt handbragð. Þeir era bara alltof góðir. Þetta sama ár náði ég viðtali við Martin Scorsese, sem var að kynna mynd sína Kundum. Viðtalið skrifaði ég svo aldrei, enda hafði ég skipt um starfsvettvang í millitíðinni. Það var einmitt í Cannes ’96 sem mér datt í hug að sækj- ast eftir stöðu hjá Kvikmyndasjóði. En Scorsese var hinn skemmtilegasti. Fáir hafa jafn sindr- andi og grípandi talanda. Svo er hann auðvitað snillingur. Hann var svo hrifinn af nýju mynda- vélinni minni, að hann heimtaði að tekinn yrði mynd af okkur saman. Ég gat því ekki annað en brotið mína eigin reglu um að biðja ekki um grúpíumynd af mér og viðmælandanum. Eftir þetta gerbreyttust ferðir mínar til Cannes. Nú var ég kominn hinum megin við borðið, að kynna íslenskar kvikmyndir fyrir kaupendum og öðram kvikmyndahátíðum. Hef- ur það gengið nokkuð vel, enda er þetta lang- mikilvægasti vettvangur íslenskra kvikmynda erlendis. Islenskar kvikmyndir hafa náð ágætri dreifingu erlendis þó að alltaf verði að stefna að því að gera betur. Skotið fram hjá Síðustu árin hefur Cannes-hátíðin að ýmsu leyti átt undir högg að sækja. Sambandið við bandaríska framleiðendur hefur farið versn- andi. „Tant pis“, segja kannski Frakkamir, en vitaskuld lifir hátíðin ekki án bandarískra stór- mynda. A sama tíma og bandarískir framleið- endur leggja minna uppúr því að koma mynd í keppnina, hefur hátíðinni ekki heldur tekist að fá til sín myndir, sem gætu í framtíðinni flokkast sem meistaraverk. Eða hver verða eftirmæli Gullpálmans 1997,1998 og 1999? Ja, flest annað en mílusteinn. Fyrst var það Állinn, eftir Jap- anann Immamura og svo var það Angelopoulos með Eilífðina og einn dag, sem túlkað var frem- ur sem uppsöfnuð verðlaun fyrir þennan ágæta leikstjóra. í fyrra kom dómnefndin svo öllum á óvart með því að velja litla mynd frá Belgíu, Rosetta, eftir þá Dardegna-bræður, með unga amatörleikkonu í titilrallunni. Á sama tíma hef- ur hátíðin reynt að berjast gegn Hollywood og myndir á borð við LA. Confidential farið tóm- hentar heim. Varla er hægt að halda því fram að Cannes sé með þessum myndum að styrkja stöðu sína sem helsta kvikmyndahátíð heims. Samt er hún það enn. Kvikmyndamarkaðurinn, sem haldinn er samhliða hátíðinni, hefur reyndar bara styrkst, ef eitthvað er. Æ fleiri myndir era þar til sýning- ar og æ fleiri kaupendur koma til að sjá það sem er í boði á heimsmarkaði. Og hvað er svo að gerast í ár? Jú, aldrei fleiri myndir hafa reynt að komast í keppnina, eða alls 1.397 talsins! Þetta er 25% aukning frá fyrra ári, hvað sem því veldur. Kannski bara ártalið mikla, 2000. Hátíðin hefur lengi verið gagnrýnd fyrir að velja oft sömu leikstjórana og svo er einnig nú: Lars Von Trier, Coen-bræður, Ken Loach og John Waters era allir á meðal góðkunningja. Fimm kvikmyndir verða sýndar frá íslandi í ár, eða fleiri en gengur og gerist (sjá Cannes- pistil Pétm-s Blöndal hér til hliðar), enda mikil uppsveifla í íslenskri kvikmyndagerð. Framlag okkar til keppninnar er þátttaka í hinni alþjóðlegu kvikmynd, Dancer in the Dark. Alþjóðlegu, segi ég, því meira en tugur þjóða leggur fé og listræn gildi til myndarinnar. Myndin er m.a. styrkt af Kvikmyndasjóði ís- lands, íslenska kvikmyndasamsteypan er á meðal framleiðenda, Björk Guðmundsdóttir leikur aðalhlutverk og semur tónlist, Sjón sem- ur söngtexta og Karl Júlíusson hannar risa- vaxna leikmynd. Dancer in the Dark hlýtur að eiga alla mögu- leika á verðlaunum, jafnvel sjálfum Gullpálman- um (eða leikkonuverðlaunum). Þó era nokkrar aðrar sterkar myndir þama innanborðs. Derek Malcolm telur myndina í hópi þeirra sigur- stranglegustu, ásamt O Brother, Where Art Thou? eftir Coen-bræður, Bread and Roses, eft- ir Ken Loach, Untitled, eftir Hong Kong-leik- stjórann Wong Kar-Wai og frönsku myndinni Code Unknown. Annars era mestu fréttimar frá Cannes tengdar óvissu. Eftir aldarfjórðung á valdastóli Cannes-hátíðarinnar hafði Gilles Jacob ákveðið að draga sig í hlé en vera áfram stjómarformað- ur hennar með nýjum stjórnanda. Það er til marks um hvemig kvikmyndapólitíska kvömin malar að eftirmaður hans hefur sagt af sér áður en hann byrjar störf. Og enginn veitt neitt, eins og William Godman sagði. Það verður fróðlegt að finna fyrir þessum sviptingum á hátíðinni núna þar sem fullkomin óvissa ríkir um framtíð- arstjórnun hennar. Morgunblaðiö/ Sigurbjörn Aöalsteinsson Jim Stark, sem m.a. framleiddi Á köidum klaka, leikstjóri þeirrar myndar, Sendiherra islands, Jón Baldvin Friðrik Þór og leikstjóri LA Confidential, Curtis Hanson ræða saman. Hannibalsson, ræðir við bíógest. Fyrstu íslensku kvikmyndahátíö- inni, sem haldin hefur veriö í Holly- wood, lauk um helgina. Sigurbjörn Aðalsteinsson var á staönum og kynnti sérviöbrögö gesta og gangandi. „Allir íslenskir kvikmyndagerðar- menn vita aðþað er hættulegt að not- ast við íslenskt landslag í kvikmynd- um. Fallegt landslag getur drepið slappa sögu“ - Friðrik Þór Friðriks- son. „Iceland naturally" stendur stór- um stöfum á auglýsingaplaggi sem hangir í anddyri kvikmyndahúss í Los Angeles. Iceland naturally. Höf- um við ekki öll verið sölumenn fyrir náttúrulegt ísland einhvemtímann á ævinni? Hvaða land er með besta vatnið? Island, náttúrlega. Besta kjötið? ísland náttúrlega. Fallegustu konumar? Island nátt- úrlega. Og núna getum við farið að bæta enn einni ijöður í hattinn. Bestu bíó- myndimar? ísland, náttúrlega. Það segir F.X. Feeney að minnsta kosti. Feeney er kvikmyndagagn- rýnandi og handritshöfundur í Los Angeles. Hann var einn af gestum á fyrstu íslensku kvikmyndahátíðinni í Hollywood. Hátíðin, sem lauk um helgina, var haldin í Egyptanum, safnabíóinu í Hollywood. „Það era tvö evrópsk lönd sem skara fram úr öðram í kvikmyndagerð í dag,“ segir Feeney. „Þetta era Spánn og ísland. Það er eins konar nýbylgja i gangi í þessum löndum, svipað og nýbylgjan í Frakklandi á sjöunda áratugnum. Það sem einkennir íslenskar myndir er sköpunarorkan sem streymir frá þeim og hefur áhrif á áhorfandann,“ bætirFeeneyvið. Flestir sem Bíóblaðið hafði tal af á meðan á hátíðinni stóð vora að ein- hverju leyti sammála F.X. Feeney. „Þetta var góð mynd,“ segir Anne Cartegne, um Dansinn. „Ég er frönsk og sakna Evrópu. Þessi mynd er eins og ferskur andvari fyrir mig.“ Á Dansinum vora einnig Karl Torfi Esrason og Helga Magnúsdóttir, sem hafa búið í Bandaríkjunum frá 1986. „Við eram sjaldnast á íslandi lengi í senn og höfum ekki getað fylgst með hvað er að gerast. Þetta er því kjörið tækifæri fyrir okkur,“ seg- ir Karl sem starfar sem læknir í Los Angeles. „Ég hafði gaman af Dansin- um,“ segir Helga. „Ekki síst vegna þess að ég kenndi Pálínu Jónsdóttur (aðalleikkonu myndarinnar) í grann- skóla. „Hún stóð sig vel,“ segir Helga um sinn gamla nemanda. Karl og Helga vora sammála um að Ungfrúin góða og húsið og Englar alheimisins hefðu verið bestu myndimar sem þau sáu á hátíðinni. „Og Perlur og svín,“ bætir Karl við. Maður var glottandi næstum alla sýninguna.“ Perlur og svín var sýnd ásamt Blossa á „double feature“ sýn- ingu (e.k. tvær fyrir eina). Einn gest- ur á sýningunni, Jane Harris hafði unnið miðann sinn í spumingaleik hjá útvarpsstöðinni KCRW. „Ég er bíófíkill,“ segir hún um ástæðu þess að hún varð sér úti um miðann góða. „Einu sinni sá ég 189 myndir á 6 vik- um. „Ég datt í það,“ bætir hún við áð- ur en hún drífur sig inn í salinn. Hún leynist víða, fíknin. Þó að Jane sé kannski ekki alveg dæmigerður gestur á íslensku kvik- myndahátíðinni, þá eiga þeir það flestir sameiginlegt að vera mikið bíóáhugafólk. Tony Lucero, teppa- sölumaður frá Santa Monica, er t.d. meðlimur í Egyptanum og kemur til að horfa á myndir við hvert tæki- færi. „Ég hef mjög gaman af erlend- um myndum. Þær era ólíkar banda- rískum myndum og gefa mér innsýn í heim sem ég myndi ekki kynnast annars.“ Það lætur nærri að Tony hafi verið þama á hveiju kvöldi á meðan á íslensku hátíðinni stóð. Hann var mjög ánægður með myndimar sem hann sá og hreint í skýjunum yfir Ungfrúnni góðu. „Þetta var djúp og hjartnæm mynd.“ I sama streng tóku Ann Ling kvik- myndaklippari og Marge Kershaw vinkona hennar. „Þetta var yndisleg mynd. Kvikmyndataka og leikur mjög góð,“ segir Ann sem jafnframt var hrifin af hinni sérstöku íslensku birtu. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að myndir Friðriks Þórs Frið- rikssonar hafi vakið mesta athygli gesta Egyptans. Hann er þekktur meðal þeirra sem fylgjast grannt með í kvikmyndaheiminum, auk þess sem hann var sjálfur viðstaddur sýn- ingar á Bömum náttúrannar og Englum alheimsins. „Ég set Friðrik Þór í flokk með Tarkovski, Kurosawa og Wenders." segir FX Feeney. „Hann hermir ekki eftir neinum, heldur hefur sinn eigin stfl. Það sem hann segir kemur frá hans eigin innsta kjama og úr kjarna leikaranna.“ Feeney segir að Englar alheimsins sé besta mynd Friðriks til þessa. Meðal annarra gesta á sýningunni á Englum al- heimsins, vora Curtis Hanson, leik- stjóri L.A. Confidential, og Monte Hellman, framleiðandi Reservoir Dogs, sem báðir létu vel af myndinni. Englar alheimsins var langbest sótta myndin af þeim sem sýndar vora. Ætla má að um 3-400 manns hafi verið í salnum enda var haldin sérstök móttaka í tengslum við sýn- inguna. Þar sem vora viðstödd, auk Friðriks, leikaramir Ingvar Sigurðs'- ’ son og Baltasar Kormákur, Olafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, Jón Baldvin Hannibalsson sendi- herra og Bryndís Schram, kona hans. Þá vora Siguijón Sighvatsson kvik- myndaframleiðandi og kona hans, Sigríður Þórisdóttir, ræðismenn ís- lands í Los Angeles, viðstödd. Sigurjón var ekki einasta drif- fjöðrin á bakvið þessa veglegu ís- landshátíð í Los Angeles heldur einn- ig lykilmaður í endurbyggingu hins sögulega kvikmyndahúss sem mynd- imar vora sýndar í. Forseti Islands, Ólafur Ragnar Grímsson, var einnig viðstaddur heimsfrumsýningu myndar Baltas- ars Kormáks, 101 Reykjavík. SÍ mynd sýnir Island í öðru ljósi en myndir Friðriks. „101 er nútíma- saga. Við þekkjum öll einhvem eins og aðalpersónuna i myndinni. Mann sem virðist ósköp venjulegur en ákveðinn hluti lífs hans er alveg út úr kú,“ segir F.X. Feeney. Feeney sá einnig Fíaskó og fór lof- samlegum orðum um hana. En er eitthvað sem hann saknar úr íslensk- um myndum? „Ég myndi vilja sjá meira landslag. Meira samband á milli fólksins og þessa stórkostlega lands sem þið búið í,“ segir hann. f Er þá kominn tími til að hætta að" fela landslagið? Eram við orðin nógu góð til að skrifa sögur sem ekki verða étnar upp af landslaginu. Hví ekki? Hvar er flottasta landslagið? Á ís- landi, náttúrlega. Hveijir skrifuðu bestu sögumar? íslendingar, náttúrlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.