Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 C 3 BÍÓBLAÐIÐ Sumnmerisle lávarður ákaliar illar vættir: Christopher Lee í Tágamanninum. Or glatkistunni Jónas Knútsson Tágamaðurinn (The Wicker Man) er sú mynd sem breski öndvegis- leikarinn og íslandsvinurinn Christopher Lee segist stoltastur af. Stúlka sem býr á eyju undan ströndum Skotlands hverfur. Lög- reglumanni einum er falið er að rannsaka hvernig það hafí borið til. Þegar nánar er að gáð kemur á daginn að eyjarskeggjar eru hund- heiðnir og til alls líklegir. Átök kristni og heiðni ættu að vera hálf- heiðinni þjóð eins og íslend- ingum hugleikin. Efniviðurinn er sóttur í samnefnda skáldsögu eftir Robin Hardy og Anthony Shaffer (hann og breska leikskáldið Peter Shaff- er eru tvíburar). Þessi mynd hefur verið ófáanleg í upprunalegu horfi í áraraðir og er frumútgáfan líkast til glötuð. Tágamaðurinn er í senn hrollvekja, spennusaga og mögnuð frásögn af því hvernig tveimur menningarheimum lýstur saman. Edward Woodward var frábær í hlutverki lögreglumannsins sann- kristna og Christopher Lee hefur aldrei verið betri. Britt Ekland lék föngulega konu sem reynir að draga ungmennafélagslega að- komumanninn á tálar. Skólabókar- dæmi um hvernig magna má fram mikinn hrylling án þess að blóðið flæði í stríðum straumum. Endir- inn kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum og er ein mögnuð- ustu sögulok í annálum kvikmynd- anna. Ein af fáum myndum sem standa undir nafni sem spennu- myndir, allegóríur eða hryllings- myndir. Á veldi tilfinninganna Á veldi tilfmninganna Corrida) er mynd sem kynni að særa blygðun- arkennd margra. Hún var bönnuð á listahátíð í Reykjavík 1978. Leikstjórinn Nagisa Oshima átti reyndar yfir höfði sér fangels- isvist fyrir að hafa leikstýrt þessari mynd. Á veldi tilfinning- anna var sett á bannlista eða stytt í fleiri lönd- um en hún var leyfð. Myndin fékkst til að mynda ekki sýnd á Bretlandi fyrr en árið 1991. Efnið er sann- sögulegt. Kona ein í Japan vildi ólm sjá til þess að ástmaður sinn brygði ekki á leik með eiginkon- unni og tók til sinna ráða. Marg- ir ættu að kannast við myndina Merry Christmas Mr. Lawrence sem Oshima gerði eftir skáldsög- unni The Seed and the Sower eftir Laurens van der Post. Leikstjór- inn gerði einnig myndina Max mon Amour þar sem Charlotte Rampl- ing verður ástfanginn af órangút- an. Aðspurður hvers vegna hann léti myndina gerast í Frakklandi en ekki Japan sagði leikstjórinn að útlendingar hefðu misskilið sögu- þráðinn ef hann hefði gert mynd- ina í heimalandinu. Þeir hefðu sagt sem svo: „Já, þær eru bara svona þessar japönsku." Oshima nam lögfræði í Japan. Einhver óskrifuð lög virðast kveða á um að uppgjafa lögfræðingar, sér í lagi japanskir, verði ágætir kvikmyndamenn. Fellini og Kuros- awa reyndu einnig að temja sér júrídískan þankagang án teljandi árangurs. Tæpast verður lengra gengið en Oshima gerir í þessari mynd. Þótt minni spámenn hafi hætt sér á sömu mið hafa þeir ekki haft er- indi sem erfiði. Flestar myndir af sama toga eru glórulausar og kvik- myndamenn reyna oft að ganga fram af áhorfandanum til þess eins að br'eiða yfir hugmyndaskort og andleysi. Oshima gengur annað til. Á veldi tilfinninganna er mynd sem líður áhorfandanum seint úr (Ai No minni. Taglhnýtingurinn: Marcello Clerici hefur selt gamla kennarann sinn í hendur faslsta. hvert atriði gleður augað um leið og myndmálið styrkir söguna og undirstrikar eðli „söguhetjunnar". Atriðið þar sem ljósið sveiflast í eldhúsinu hefur verið stælt oftar en tali tekur. Ungur maður leggst á sveif með fasistum laust fyrir seinni heims- styrjöld. Honum er gert að ráða fyrrverandi kennara sinn af dög- um en sá hefur flúið til Parísar. Lokaatriði myndarinnar festist í minni. Marcello er tragísk og ógleymanleg persóna. Sagan er á köflum spaugileg en myndin verð- ur þó aldrei léttvæg. í senn ógleymanleg dæmisaga um að- gerðarleysi og óvenjuleg spennu- saga. Mynd sem allir málsmetandi bíómenn hafa séð og flestir oftar en einu sinni. II Conformista Taglhnýtingurinn (II Conform- ista) er eitt af yngstu meistara- verkum kvikmyndasögunnar. ít- alski leikstjórinn Bernando Bertolucci hefur aldrei verið betri. Jean-Louis Trintignant fór á kost- um og hlutverkið hefur loðað við hann allar götur síðan. Efnið var sótt í samnefnda skáldsögu eftir Alberto Moravia. Kvikmyndatöku- maðurinn snjalli Vittorio Storaro vann stórsigur. Finna má tilvísanir í málara á borð við Magritte ef nánar er gáð. Leikmyndin var hreinasta snilld. Smekklaus fas- istastíllinn svífur yfir vötnum og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.