Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 8
8 C FÖSTUDAGUR12. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ BÍÓBLAÐIÐ Meyer og skartgriparán- ið mikla Leikstjórinn og handritshöfundur- inn Nicholas Meyer, sem kunnur er af Star Trek-myndum, Time after Time, Sommersby og The Seven per Cent Solution, mun væntan- lega leikstýra hasarmyndinni Spoils fyrir belgískan framleiö- anda. Meyer byggir handrit sitt á einu mesta skartgriparáni sögunn- ar og fjallar sagan um bandaríska ^hermenn sem viö lok heimstyrjald- arinnar síðari hafa komið sér fyrir f þýskum kastala og finna þar mikil auöæfi í skartgripum. Crystal leikur krimma Billy Crystal, leikari, leikstjóri, grínisti og Óskarshátíöarkynnir, hyggst framleiöa og leika aðal- hlutverkið í svartri kómedíu, Pals. Crystal leikur þar tugthúslim sem tekur þátt í endurhæfingar- námskeiöi meó því aö búa hjá sómakærri borgarafjölskyldu um tíma. Hann kemst aö því aö fjöl- ^skyldan er mun spilltari og glæpa- hneigóari en hann sjálfur. Crystal er um þessar mundir aö búa sig undir aö leikstýra kapalmyndinni 61 fyrir HBO-stöðina. Ealing í endur- nýjun lífdaga Nýir fjárfestar hafa keypt hiö sögufræga Ealing-kvikmyndaver í London fyrirtíu milljónir punda. Kaupendurnir hyggjast innleiöa nýj- ustu stafrænu tæknina í þetta nærri aldargamla kvikmyndaver. Ealing var stofnað 1902 og meöal sígildra mynda sem þar voru geröar eru The Lavender Hill Mob, Kind Hearts and Coronets og Whiskey Galore, en gullöld breskra gaman- mynda er kennd viö Ealing. Nýlega voru myndir eins og Notting Hill og Spiceworld teknar í Ealing en nýju eigendurnir hyggjast ekki leggja niöur heföbundna kvikmyndagerö heldur renna fleiri stoöum undir hana. Fyrri eigandi var The National Film And Television School. Sarandon, Maguire og Duncan I hundana Susan Sarandon, Tobey Maguire og Michael Clarke Duncan eru meöal þeirra sem leggja munu raddir sínar til Like Cats and Dogs, nýrrar myndar sem blandar saman teiknimynd og leikinni mynd. Leik- stjórinn verður Larry Guterman, sem geröi Antz. Maguire talar fyrir hvolp, sem stendur vörð um bólu- efni vísindamanns, sem kettir vilja „koma fyrir kattarnef". Sarandon er gamall gáfuhundur sem gætir þess litla og Duncan er stór hundur sem heldur aö hann sé harður af sér. Ginuwine á tjaldið Bandaríski sálarsöngvarinn Ginuwine spreytir sig á fyrsta kvik- myndahlutverki sínu í kvikmyndinni Juwanna Mann. Miguel Nunez leik- ur körfuboltastjörnu sem sett er í leikbann vegna stæla á vellinum og dulbýr sig sem konu til að kom- ast aftur í boltann í kvennadeild- inni. Genuwine leikur gaur sem grunar aö ekki sé allt meö felldu um hina vörpulegu körfuboltakonu. REUTERS REUTERS Susan Sarandon: Bregöur sér í hundslíki. mymlhi UiiiichUóIijBiiUili í Jngj fói* bdiic á coppiiiii mn SÍÖUStLl iieÍKi> lcoiiiiii Kkamirakt 09 //allahjól rrn /dd/ HASKOLABIO WmW- ■ / lilííl SCO/ÍB' BpJr PliiiíLrsiiis ei* Æm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.